Leita í fréttum mbl.is

Amerískur rasisti og íslenskir vinir hans

 Ég fór á vísi.is og sá þessa frétt og mér brá illa við.  Ég tók mér það bessaleyfi að taka hana með mér hingað heim og birti hana í fullri lengd.

Heimasíðan skapari.com, sem hefur vakið mikla athygli undanfarna daga fyrir ýmiss konar rasískan áróður sem þar er að finna er haldið út af einum þekktasta talsmanni þjóðernishyggju í Bandaríkjunum.

"Margt af því efni sem birst hefur á skapari.com er sannarlega óhugnalegt. Í grein sem þar birtist eru tilgreindir nokkrir af þeim sem höfundur síðunnar telur vera „óvini Íslendinga". Þar eru meðal annars upptalin forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og eiginkona hans Dorrit Moussaieff, auk fleiri nafngreindra Íslendinga.

Athygli vekur að þrátt fyrir að síðan sé skrifuð á íslensku og fjalli að mörgu leyti um nafngreinda Íslendinga þá er hún í eigu eins frægasta talsmanns kynþáttahyggju í Bandaríkjunum.

Sá heitir Hal Turner og er hvað þekktastur fyrir útvarpsþátt sem hann sendir út frá heimili sínu í New Jersey. Þaðan útvarpar hann daglega öfgakenndum skoðunum sínum um „yfirburði hvíta kynstofnsins" og fleira í þeim dúr.

Turner nýtur fylgis nýnasista og öfgafullra þjóðernissinna í Bandaríkjunum en áhugi hans á að koma þeim hugsjónum á framfæri á Íslandi virðist vera nýr af nálinni.

Vísir reyndi án árangurs í dag að hafa samband við Hal Turner og Íslendingana sem skrifa á skapari.com."

Þarna er ekki verið að fara í kringum hlutina eins og köttur í kringum heitan graut, þarna birtist kynþáttahatrið grímulaust og mér verður hreinilega óglatt yfir að einhverjir á meðal okkar skulu vera svona þenkjandi.  Auðvitað er hægt að afgreiða svona með því að yppa öxlum og segja að viðkomandi hljóti að vera veikir á geði, eða að það eigi ekki einu sinni að vekja athygli á svona málflutningi, en ég er ekki sammála.  Þögn hefur aldrei bjargað neinu.

Ég held að ég segi ekki meir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ragnheiður , 6.11.2007 kl. 16:58

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mér finnst þetta óhuggulegt!

Sunna Dóra Möller, 6.11.2007 kl. 17:02

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég kíkti inn á þessa síðu, mér þykir jú reyndar miður að þeir kenni sig við skapara en það er jú víst bara mitt svona aukamál. Þetta er eitthvað það ógeðslegasta sem að ég hef séð lengi, það virðist ekki koma fram hverjir þetta eru. Er þetta en eitt dæmið um menn sem að skrifa óhróður nafnlaust....! Mikið er ég orðin þreytt á nafnlausum ofsaskrifum!

Sunna Dóra Möller, 6.11.2007 kl. 17:06

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég kannski yppi ekki öxlum, þá kemur samt þetta ógeðsbragð í munninn og hugsunin; "er ekki bara best að leiða þetta hjá sér" en, var það ekki eimitt á þann háttinn sem nasistar komust til valda?

Edda Agnarsdóttir, 6.11.2007 kl. 17:18

5 Smámynd: Ragnheiður

Ég fór líka að lesa, ef þetta er til marks um bestu eintök hvíta stofnsins þá erum við í verulega vondum málum  

Mér tekst ekki og hefur ekki tekist að sortéra fólk eftir húðlit, ég hinsvegar er nokkuð nösk að finna út hvort fólk er gott eða slæmt. Það setur að mér hroll við að lesa svona síður eins og þessa sem þú vísar í en nú er hitt...við erum allaveganna orðnar 3 sem höfum farið þarna inn í dag. Ég gegn betri vitund....Ég gáði ekki, kannski eru þeir með teljara og halda að þeir séu með góðan málstað og fólk sé að lesa þess vegna...en ég ætla samt að sýna Birni mínum þessa síðu.

Ragnheiður , 6.11.2007 kl. 17:19

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hann er víða þessi rasismi.  Að flokka fólk eftir húðlit kynþætti eða trúarbrögðum.  Ætla ekki að lesa  þetta.  Ég er á því  að best sé að leiða svona skrif hjá sér, því þau eru einmitt ætluð til að vekja viðbrögð hjá fólki.  Áhugaleysi er þeirra versti óvinur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.11.2007 kl. 17:39

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég held stelpur, að við þurfum að hafa minnstar áhyggjur af heimsóknum á síðuna, ég er nefnilega viss um að fólk fer þarna einu sinni, og svo ekki meir.  Ég trúi því af einlægni að nær allar manneskjur finni til ógeðs gagnvart þessu ógeðslega kynþáttahatri, hvar í flokki sem þeir annars standa.

Svona lagað verður að vera upp á borðinu.  Hvernig í ósköpunum á að vera hægt að ráðast gegn ógeðinu ef allir láta eins og ekkert sé?

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.11.2007 kl. 17:40

8 Smámynd: Upprétti Apinn

Þessi heimasíða er gott dæmi um styrk þess að hafa málfrelsi.  Hún sýnir öllum svart á hvítu hve afskaplega heimskuleg kynþáttahyggjan er.

Upprétti Apinn, 6.11.2007 kl. 17:40

9 Smámynd: Ragnheiður

Ég fór inn á hana tvisvar og sýndi Birni hana í seinna sinnið. Það sem hann sagði var ekki prenthæft.

Einhver bendir á það hérna að ofan að ekki tjói að "ignora" slíkan áróður, ég held að það sé rétt. Við verðum að vera á varðbergi og fræða börnin okkar og barnabörnin. Sagan hefur næg kennsluefni í þessum efnum.

Varstu búin að tala við þennan ?

Ragnheiður , 6.11.2007 kl. 17:55

10 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ég tók mér bessaleyfi til þess að úthýsa þessum einstaklingum úr hvíta kynstofninum og þess þó fremur tegund okkar Homo Sapiens Sapiens.

Eru þessir einstaklingar nú Homo Non Sapiens. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 6.11.2007 kl. 18:23

11 Smámynd: halkatla

ég styð síðasta ræðumann, úthýsum þeim (og þeir samþykkja það ábyggilega sjálfir enda kemur það hvíta kynstofninum best - sem er jú þeirra markmið)

halkatla, 6.11.2007 kl. 18:35

12 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hvað er að hjá fólki sem styður svona nasistaáróður, eru heimskunni engin takmörk sett.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 6.11.2007 kl. 18:55

13 identicon

Frekar aumkunarvert stríðshróp einhverra aumingja sem kunna ekki einu sinni íslenska stafsetningu. Talandi um að þeir séu tilbúnir að rökræða og svo framvegis. Það mun reynast erfitt þegar enginn segir til nafns. Fór á einn af hlekkjum þeirra á útvarpsmanninn í Bandaríkjunum og sá er verulega brenglaður.

Ef það er eitthvað kynþáttastríð að fara í gang hjá þessum pjökkum á Íslandi held ég að allir útlendingar og 99% Íslendinga eigi eftir að hreinsa út viðbjóðinn í eigin röðum með því að slátra þessum bjánum.

Sennilega akkúrat síðasta sort okkar stolta íslenska kynstofns.

Snorri Valsson (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 19:01

14 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ömurlegt að heyra þetta! ekki langar mig til þess að skoða þessa síðu og vonandi eru ekki margir sem styðja svona áróður

Huld S. Ringsted, 6.11.2007 kl. 19:01

15 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Mér finnst fínt að sem flestir fari þarna inn og fái einmitt ógeðsbragðið upp í háls, eins og við hérna. Fólk sem væri kannski hætt við því að hallast undir slíkar skoðanir sér kannski fáviskuna í þessum grímulausa rasisma sem þarna er.

Svona viðbjóður ER til, það sem við getum vonað er að fólk sjái það fyrir það sem það er. Og fyrir heimskuna, þarna er nú ekki góðri og rétt stafsettri íslensku fyrir að fara, til dæmis, svona burtséð frá hvað skoðanirnar eru heimskulegar í sjálfu sér.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 6.11.2007 kl. 19:11

16 Smámynd: Jens Guð

  Þessi skapari.com síða er ljómandi gott sýnishorn af heimsku hvítu hyski.  Inngangurinn samanstendur af 3 setningum.  Það eru stafsetningarvillur í þeim öllum!  Orðið menning meira að segja skrifað mening

Jens Guð, 6.11.2007 kl. 19:19

17 identicon

Ojbak! En athugið að það eru ótrúlega margir sem falla fyrir svona áróðri og staðhæfingum. Mér fyndist bara gott ef hægt væri að nota þessa síðu sem skólabókadæmi um fordóma. Þá eins og riðuveikina er erfitt að uppræta nema standa vaktina. Við höfum gert það í dag með þig í brúnni. 

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 19:49

18 Smámynd: Gunnhildur Hauksdóttir

jæks hvað þetta er MIKIL heimska. úff... neiiii það geta ekki verið margir sem falla fyrir svona bulli

Gunnhildur Hauksdóttir, 6.11.2007 kl. 20:13

19 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sammála við verðum að fylgjast með  og uppfræða okkar unga fólk.
það er nú bara það sem ég geri, ég segi þeim söguna, hvernig þetta og hitt var, það er nauðsyn á því.
Stundum þegar eldmóðurinn nær tökum á mér þá heyrist, amma við erum komnar í framhaldsskóla, ó já, Æ fyrirgefið ég gleymdi mér
En til þess að þau skilji hvað við erum að segja þeim þá verða þau að kunna söguna. Mín skoðun.
Annars ætlaði ég bara að segja við þig Jenný mín vona að þú sért búin að ná þér. Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.11.2007 kl. 20:13

20 Smámynd: Fríða Eyland

það eru margir rasistar hérna á skerinu, þó þeir séu ekki með hakakrossinn uppá vegg inní stofu hjá sér.

Eitt sin var ég á stoppistöð í 101 ásamt blökkumanni, í vagninum var hugguleg kona á sjötugsaldri, allt í einu sáum við hana þar sem hún gefur manninum langa-fingurinn...Sem betur fer var þetta svo asnalegt að við sprungum ósjálfrátt úr hlátri....en auðvitað er þetta ekki fyndið en var bara eins og grín að sjá keddlinguna en hún var á leið vestur eftir....

Fríða Eyland, 6.11.2007 kl. 20:20

21 identicon

Mér finnst þetta svo skelfilega óhuggulegt að ég er eiginlega kjaftstopp

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 20:33

22 Smámynd: Kolgrima

Þetta hlýtur að varða við lög. Nafngreindu fólki er nánast hótað á síðunni.

Kolgrima, 6.11.2007 kl. 20:41

23 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Við erum öll sammála hérna um hversu óhuggulegur rasismi er.  Vonandi vekur þetta fólk til umhugsunar um hvað við er að etja.

Þarna er mögum hótað beint sýnist mér Kolgríma.  A.m.k. sé ég ekki betur.  Langar að vita hvort yfirvöld gera eitthvað í svona síðuhaldi, án þess að ég hafi hugmynd um hvort það er gerlegt eða ekki.

Takk fyrir umræðurnar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.11.2007 kl. 21:04

24 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Tók hér smá ógeðisdæmi: "Ég mæli með að Hvíta svikaradraslið fái fyrst að finna til tevatnsins, munið að hafa það heitt, mjög heitt :-)
Einnig er hægt að stytta þeim stundir - best væri ef það sæi að sér og gerði það sjálft en......æ, þú veist."

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.11.2007 kl. 21:07

25 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Laufey Ólafsdóttir, 6.11.2007 kl. 21:29

26 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Þögn er sama og samþykki, svona verður ekki þagað í hel, heldur verðskuldar neikvæða athygli. Afbökuðu negravísuna um kynvillinga sem þarna er að finna fékk ég senda sem brandara í seinustu viku. Ég hló ekki, en sendingin átti að vera fyndin. Margir hlæja að svona löguðu en það er hættulegasti áróðurinn. Ætla ekki að blogga meir á annarra síðum. Takk

Kristjana Bjarnadóttir, 6.11.2007 kl. 21:32

27 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

ég hló eins og vitleysingur að "kynvillingavísunni" enda sýnir hún hvað "negravísan" er fáránleg og setur hana í samhengi. Höfundur hennar er ekki hómófóbískur né hommahatari fyrir fimmeyring, heldur snilldarhúmoristi og aðaltextahöfundur Baggalúts, enda birtist vísan þar. (og hefur líka birst á vefsíðu eðalhommans Alberts, vinar míns, mannsins hans Begga)

Það að höfundar þessarar viðbjóðssíðu hafi tekið vísuna upp á arma sér sem alvöru, sýnir ásamt öðru heimsku þeirra sem að síðunni standa.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 6.11.2007 kl. 21:46

28 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

það er engin huggun þó að viðkomandi sé veikur á geði. Hitler var t.d. veikur á geði. Og hann fékk allt þetta fólk í lið með sér. heilaþvottur er ekki eins fjarstæðukenndur og mætti halda. Og það er fullt af börnum út um allan heim sem alast upp inn á heimilum sem eru uppfull af kynnþáttahatri. Barn sem elst upp við slíkt getur varla orðið annað en rasisti. Það þekkir ekkert annað og hvarflar ekki að því að efast um það sem mamma og pabbi segja. Þetta er stórhættulegur áróður og getur leitt til svo margs ills í heiminum.

Jóna Á. Gísladóttir, 6.11.2007 kl. 22:47

29 Smámynd: Bara Steini

Sem betur fer eru við fleiri sem sjáum ruglið og geggjunina að breiða út hatur og helst að minni skilst hreinlega þjóðernishreinsanir á þessari svokölluðu málefnalegu síðu sem ég nefni ekki á nafn. Sorglegt að fólk leggjist svona lágt og getur ekki einu sinni staðið undir sínum orðum hvorki með nafni né mynd... Sem sýnir hugrekkið í þessum greyjum.

Bara Steini, 7.11.2007 kl. 02:22

30 Smámynd: Linda

Fer ekki inn á svona síður sé enga ástæðu til þess, hvað þá að auglýsa slíkt óbeint. Sumir eru að þessu til að valda hneikslun og hafa gaman af viðbrögðum okkar, aðrir einfaldlega að misnota skoðunarfrelsi og málfrelsi til þess að hneiksla, nú svo eru það vibbarnir sem virkilega trúa því að þeir séu æðri, iss, slíkt er manni með lágmarks greind einfaldlega klikkun.

Linda, 7.11.2007 kl. 10:14

31 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Það sem er á þessari skapara síðu varðar svo sannarlega við íslensk lög. Hins vegar gæti verið erfitt að lögsækja aðstandendur hennar, ef þeir eru ekki hér á landi.

Ömurlegt fólk sem lætur sér detta svona þvæla í hug, eins og er á þessari síðu.

Svala Jónsdóttir, 7.11.2007 kl. 10:53

32 Smámynd: Njáll Harðarson

Sérkennileg og ógeðfelld vefsíða, margt sagt sem kemur á óvart en fátt svara vert.

Skil ekki avleg hverning þeir komast upp með hvatningar til morða og úthreinsana þegar maður má ekki einu sinni hér í bretlandi nota styttinguna Paki af Pakistani án þess að vera dregin niður á stöð fyrir kynþátta áróður

En það er ljós í þessu öllu, eins og einhver sagði, ef það er engin nótt þá er engin dagur.

Njáll Harðarson, 7.11.2007 kl. 11:13

33 identicon

Ég fór inn á þessa síðu fyrir forvitnissakir.  Þetta er hressileg tilbreyting.  Þarna er kveðið mjög sterkt að orði og þvættingurinn og uppspuninn presenteraður grímulaust.  Það er ekkert verið að fela rasismnann og útlendingahatrið líkt og við höfum séð þá stjórnmálamenn gera sem vilja lokka til sín atkvæði auðtrúa smælingja með útlendingafóbíu.  Hér er allavega komið hreint fram.

Hafandi sagt þetta þá er svona rasismi og lygaþvættingur sennilega eitthvað það ómerkilegasta sem ég þekki, hvort sem hann er presenteraður svona beint eða falinn í fagurgala.

Hreiðar Eiríksson (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 11:13

34 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Held að svona grímulaus fáfræði og kynþáttahyggja eins og birtist á þessari síðu sé arfaheimskum málstaðnum lítt til framdráttar þó að ávallt sé einhver hætta á að áhrifagjarnir einstaklingar með lítið í kolinum falli fyrir áróðrinum. Held að lymskulegri áróður, dulbúinn sem sakleysilegt barnaefni t.d sé ekki hættuminni.

Georg P Sveinbjörnsson, 7.11.2007 kl. 13:30

35 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir áhugaverð innlegg öll. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.11.2007 kl. 14:04

36 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Maður verður hálfsmeykur að lesa um svona ofstækisfull viðhorf.

Marta B Helgadóttir, 7.11.2007 kl. 20:18

37 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Marta:Ég held líka að það sé full ástæða til að óttast þessi viðhorf, sem oft krauma undir yfirborðinu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.11.2007 kl. 20:21

38 identicon

var reyndar að blogga um þetta áðann,finnst þetta ógeðslegt og agalegt að þetta skulu vera til hér ,http://blog.central.is/protonus/index.php?page=comments&id=3384554#co

protonus (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 2987323

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.