Leita í fréttum mbl.is

Ég endurheimti sjálfa mig og loka á dónana

 1

Langt óvissuferli sem byrjaði síðsumars er nú á enda hjá mér og ég því í þolanlegum málum heilsufarslega.  Þannig að nú er því máli skutlað út um gluggann og ég fer núna í skreyta og baka fyrir jólin, eða þannig.

Í dag hef ég haft allt á hornum mér, enda dauðþreytt eftir bæði eitt og annað sem ekki verður farið nánar út í hér.  Sem betur fer er ég snögg að ná úr mér pirringnum, a.m.k. að því marki að ég hætti að vera umhverfi mínu hættuleg vegna hávaðamengunar.

Nú hef ég fengið styrkinn minn til baka og það felur í sér bæði eitt og annað.

Undanfarið hef ég fengið nokkuð af persónulegu skítkasti inn í athugasemdakerfið mitt, oftast frá einhverjum óskráðum dónum úti í bæ og ég stóð mig að því að velkjast í vafa um hvort ég ætti að leyfa þeim að standa, svo ég yrði nú ekki sökuð um ólýðræðislega framkomu á blogginu.  Ég hugsaði þetta til enda í dag þar sem ég lá í keng í rúminu (svo dramó) og komst að kórréttri niðurstöðu.  Þeir sem eru með dónaskap og sóðaskap inni á minni síðu, verður kastað út og lokað á ip-tölur þeirra  og það geri ég með mikilli gleði.  Hvað var ég að pæla?  Ég hefði seint trúað því upp á sjálfa mig að ég léti einhverja nafnleysingja út í bæ hafa áhrif á líðan mína.  Hm... en lengi má greinilega manninn reyna.Devil

Saran mín kom með Jenný Unu Eriksdóttur, til að létta lund ömmunnar í kvöld og það hljóp heldur betur á snærið hjá konunni mér. Þegar við vorum að lesa fyrir svefninn bað Jenný mig að syngja um hana Grýlu "aþþí hún er svo skemmtileg og líka tomtegubbarna (sænskir jólasveinar)".  Nú sefur lítil stúlka í gulum náttfötum í prinsessurúminu sínu, ömmunni og Einari til mikillar gleði.  Pabbi hennar sækir hana svo í fyrramálið og fer með hana á leikskólann.

Everything is back to normal.

Úje!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Gott að heyra það og fallegra drauma óska ég þér.

María Kristjánsdóttir, 6.11.2007 kl. 01:01

2 Smámynd: Kolgrima

Ég samgleðst þér, þetta er bara frábært. Svo áttu svo sætt ömmukrútt til að taka á móti jólunum með

Kolgrima, 6.11.2007 kl. 01:33

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sjálfsagt að loka á óuppdreginn dónaskap og skítkast, en gerðu nú samt ekki eins og Jón Valur næstalvitur og lokaðu ekki á þá sem hugsanlega eru einfaldlega á annari skoðun en þú eða finnst málflutningur þinn ekki samræmast sinni sannfæringu.  Slíkt er ekki farsælt.  Ekkert er fyllilega rétt né fyllilega rangt  og mat fólks frá tíð til tíma ávallt algerlega afstætt.  Að halda sjálfan sig höndla sannleikann þýðir að maður er hættur að vaxa, þroskast og læra.

Ég er vanur að svara dónum og skítslengjum á einn hátt og það er samkvæmt hefð Búdda.  Maður segir bara: "Sennilega hefur þú algerlega rétt fyrir þér."   Fólk þrasar yfirleitt ekki frekar við slíkt, enda er það sjúkleiki þeirra sem verst láta að þurfa af einhverjum óræðum og inngrónum ótta að hafa alltaf rétt fyrir sér, þótt það skipti í raun ekki rassgats máli á gefnum grunni afstæðninnar auk þess sem að það breytir heldur ekki nokkrum sköpuðum hlut af því sem er.

To be is to accept what is. E. Tolle.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.11.2007 kl. 02:14

4 Smámynd: Ragnheiður

Nú líst mér vel á þig, ég tók þessa ákvörðun mín megin eftir sólarhrings umhugsun. Ég mun loka á alla dóna og ég mun líka eyða út bloggvinum ef mér sýnist án nokkurrar skýringar. Mottóið er mín síða !

Knús í bæinn sterka kona

Ragnheiður , 6.11.2007 kl. 02:55

5 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Auðvitað ræður þú þinni síðu Jenný mín og lokar bara á mann og annan ef þér sýnist svo. Það kemur bara engum við nema þér. Lýðræði smíðræði. Fólk getur sko bara heimtað sitt lýðræði á sinni eigin síðu ef því er að skipta.  

Hafðu það annars gott og þið öll  

Laufey Ólafsdóttir, 6.11.2007 kl. 03:13

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þið eruð frábær, öll sömul.

Jón Steinar: Þarna komstu með flottan punkt. 

Auðvitað loka ég ekki á fólk sem er mér ekki sammála, þó ekki væri, ég er að tala um persónulegar árásir sem ekkert hafa að gera með málefni.

Knús inn í daginn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.11.2007 kl. 06:56

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gott að þetta er búið og allt endaði vel!!

Hrönn Sigurðardóttir, 6.11.2007 kl. 08:19

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sko, ..mér finnst bara alveg sjálfsagt að ráðstafa sinni síðu eins og maður vill!  .. Akkuru ætti maður að vera að halda uppá eitthvað skítkast um sjálfan sig og dónaskap ? úfff.. það fer bara beint í tunnuna. Einnig finnst mér hin nafnlausu skrif eiginlega ekkert eiga heima á bloggsíðum, .. að minnsta kosti ekki nafnlaus dónaskrif - og í raun eru það  bara bleyður sem valta yfir mann og annan bak við grímu á svipaðan hátt og Klu Klux Klan!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.11.2007 kl. 08:51

9 identicon

Jenni mín þarftu ekki að hvíla þig ? Mig langar að bjóða þér með mér til Póllands 24.nóvember í tvær vikur. Við komum heim 8. des og þá er örugglega búið að setja einhverjar sykurklessurnar á útsölu. Sendu mér tölvupóst ef þú vilt fá frekari upplýsingar. 

Gott hjá þér að henda út nafnlausum dónum. Þessir menn eru stór hættulegir því fullt af fólki trúir svona bulli. Við ættum öll að sameinast um að flegja þeim á haugana. En mér heyrist þú þurfa smá nudd, infrarauð ljósaböð, ávexti og grænmeti, rólegar gönguferðir þó svo mér sýnist þú tágrönn en það er alltaf hægt að bæta á sig aftur þegar þú kemur heim.Maður losnar við gamlar frumur í það minnsta...

Bestu kveðjur,

jb 

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 08:53

10 Smámynd: Hugarfluga

Aldeilis góðar fréttir, Jenný! Nú er um að gera njóta tímans sem í hönd fer með fólki sem þér líður vel nálægt. Knús á þig.

Hugarfluga, 6.11.2007 kl. 08:53

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk öllsömul fyrir hlýjar kveðjur og auðvitað er það alveg fáránlegt að láta vega að sér úr launsátri hvað þá að hneigja sig og þakka pent fyrir.

Jónína, tala við þig á nýju ári.  Væri alveg til í að losna við gamlar frumur, við gamalt allt.  Híhí.

Jóhanna: Ansi mikill sannleikur í samanburðinum hjá þér.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.11.2007 kl. 09:03

12 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

 svara meili kona

Jóna Á. Gísladóttir, 6.11.2007 kl. 09:12

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Búin að svara Jónsí mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.11.2007 kl. 09:32

14 Smámynd: halkatla

mér finnst þetta bara gott hjá þér, dónarnir leggja heldur ekki mikið til umræðunnar - eru í mesta lagi fyndnir 

en vá, ég var einmitt að tjá mig á öðru bloggi um það hvernig Jón Valur væri dreginn inní allt, humm, ég bara næ því ekki hvað maðurinn nær að hafa mikil áhrif á ykkur vegna sinna ólíku skoðana

en anyways, knús til þín Jenný

halkatla, 6.11.2007 kl. 09:43

15 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góðar fréttir. Knús á þig

Marta B Helgadóttir, 6.11.2007 kl. 09:56

16 identicon

 Daginn .Góð ertu. Gott að heilsan er að lagast. Ég er þegar búin að loka á einn dóna. Okkar síða og við ráðum henni. Engan dónaskap.Knús til þín ,

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 10:01

17 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú meinar væntanlega að ég hafi algerlega rétt fyrir mér.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.11.2007 kl. 10:04

18 Smámynd: krossgata

Ég verð að segja að mér finnst þú hafa sýnt ákveðnum gestum ótrúlega þolinmæði og hef rekist á verulega ósmekkleg innlegg algerlega ótengd pistlinum.  Að bera virðingu fyrir skoðunum annarra og málfrelsi er gott og gilt - svo lengi sem sá sem tjáir sig gerir sér grein fyrir að frelsi fylgir ábyrgð.  Málfrelsinu fylgir sú ábyrgð að haga máli sínu þannig að það sé ekki rægjandi og niðrandi í garð náungans.

Gott að lífið er að komast í eðlilegan farveg   fyrir jól!!

krossgata, 6.11.2007 kl. 10:08

19 identicon

Dónar eru böl okkar bloggara, þeir læðast undir leðrið á okkur og láta okkur efast um okkar sjálf. Erum við að gera rétt með að skrifa okkar skoðanir niður á tölvuskjá? Ójá, við eigum okkar síður, ráðum hvað skrifað er á þá síðu og hverjir fá aðgang líka að athugasemdarkerfinu. ÉG tók á það ráð að banna óskráðum að skrifa athugsemdir. Smjúts til þín

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 10:12

20 identicon

Góðar fréttir  Þín síða - loka á dónana og yfirgangsseggina, maður mundi gera það heima hjá sér.

alva (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 10:42

21 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi það er gott að allt sé komið í lag hjá þér snúllan mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 6.11.2007 kl. 11:29

22 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mér finnst þú frábær og ég er svo sammála þessari ákvörðun þinni. Ég ætla að gera það sama, er orðin þreytt á skrifum fólks um mig og fjölskylduna mína, sem að fara svo að hafa áhrif á mína líðan. Maður á ekki að láta fólk sem að skrifar svona persónuníð komast upp það og ekki að láta það hafa áhrif á sig og sitt líf. Bílíf mí...binn ðer, donn ðat síðast líðin 5 ár eða svo !

Gott að heyra að heilsan er að skrýða saman og bestu kveðjur í jólalandið

Sunna Dóra Möller, 6.11.2007 kl. 12:05

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að heyra að þú ert búin að ná þér elsku Jenný mín.  Knús til þín og Jenný Unu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.11.2007 kl. 14:57

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

P.S. ég var eitthvað annars hugar þegar ég leit á myndina og hélt að þetta væri  mynd af engli sem þú hefðir fundið á netinu, sá svo að þetta er litla knúsídúllan þín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.11.2007 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 2986641

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.