Sunnudagur, 4. nóvember 2007
Hann meig þar sem hann stóð
Erill, ofdrykkjumaður og asnakjálki, meig tólf sinnum þar sem hann stóð, sl. nótt. Það held ég að minnsta kosti, því 12 "háttsemisbrot" voru framin á höfuðborgarsvæðinu. Erill var þar á ferð og hafði drukkið ótæpilega, ásamt því að vera á þvagræsilyfjum. Ég vona að háttsemisbrot, þessa dagana, feli ekki í sér að gefa löggunni fokkmerki, því þá munu þeir hafa ærið að gera nú þegar stefnir í jólagleði, hvern dag, næstu tvo mánuði.
Annars eru þessar fréttir af Erli karlinum orðnar þreytandi, þó ég sé óþreytandi við að fylgjast með þeim og splattera á bloggið mitt.
Mér er hlýtt til fíflsins, vegna þess að ég el með mér þá von í brjósti að karlinn sjái að sér og leiti sér meðferðar og hætti að vaða uppi með leiðindi og háttsemislömun. Jafnframt óska ég honum þess að hann nái sér í einhvern sem þykir vænt um hann þrátt fyrir að hann sé plebbi og nörd. Í þessi ástandi er Erill og hans sálufélagar, gjörsamlega sneyddir kynþokka. Ég er að velta fyrir mér hvort þeir viti af því.
Það er zero sexý að míga utan í byggingar, æla í bjórglasið, lemja dyraverði, berja lögreglumenn og konur. Það er þess vegna sem Erill fer alltaf einn heim, þ.e.a.s. þegar hann fer ekki í steininn til að lúlla.
Erill þú ert einmana, ég veit það. Hysjaðu upp um þig karlinn og stelpurnar munu hrannast upp í kringum þig, þ.e. eftir að þú hefur leiðrétt tískuslysið sjálfan þig, farið í exstrem makeover og gert aðrar nauðsynlegar leiðréttingar á þessu genaslysi sem ert þú.
Með illyrmiskveðju frá Jenný frænku.
Úje.
Mikil ölvun og slagsmál á höfuðborgarsvæðinu í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Já hann Erill á nú ansi bátt,og lærir aldrei neitt,hrúar í sig áfengi og öðru.Satt að seigja er ég líka orðinn dauðþreitt á honum.
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 4.11.2007 kl. 11:52
Það er gott að búa á Akureyri, í það minnsta á sunnudögum. Það eru færri á þvagræsilyfjum á laugardagsnótt
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 11:59
Jamm og jæja og svo heitir þetta að fara út að "skemmta sér"
Jónína Dúadóttir, 4.11.2007 kl. 12:33
Ég á svo erfitt með að skilja þetta piss út um allt....ekki gerir maður þetta heima hjá sér, mígur bara þar sem manni verður mál þá og þá stundina. Þetta eru sóðar !
Sunna Dóra Möller, 4.11.2007 kl. 12:35
Það versta við hann Eril frænda þinn er að ef hann fer í meðferð, þá bíða allir hinir Erlarnir eftir að fá tækifæri til að taka við af honum. Frábær færsla hjá þér annars
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.11.2007 kl. 12:41
Góð færsla. Hann Erill er víða, ósköp á hann bágt blessaður og þó, hann getur bara tekið sig á eins og þú segir, hefur sömu möguleika og við.
Ásdís Sigurðardóttir, 4.11.2007 kl. 13:21
skammastín kona. Þú ert búin að persónugera Eril og nú vorkenni ég honum
Snilldarfærsla kona góð
Jóna Á. Gísladóttir, 4.11.2007 kl. 13:35
Erill (asni) hringdi næstum 1000 sinnum í mig í nótt, stundum góður en stundum með dónaskap og attitjúd. Erill með attitjúd er ekki skemmtilegur viðtals. Erill týndi líka hinu og þessu á ferðum sínum með leigubifreiðum, hann gubbaði í suma og þóttist vera mikill maður í öðrum.
Við vorum öll fegin þegar síðasti Erill fór heim ( þ.e.a.s. fyrir utan þá sem löggan geymdi hjá sér í nótt)
Nú hvílum við okkur í viku og verðum svo standby í næstu Erlasúpu um næstu helgi. Í þetta hef ég eytt 20 árum........
Ragnheiður , 4.11.2007 kl. 16:24
Elsku Ragga mín og þú enn með fulla fimm eftir Erla heimsins í tuttugu ár, vonum nú samt að þeir verði til friðs fram að næstu helgi. Þeir verða að vinna þessar elskur til að eiga fyrir skemmtilegheitunum.
Takk kæru athugasemdarar
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.11.2007 kl. 16:40
Erils brandarinn kannski orðinn þreyttur? Bara hugdetta
Siggster (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 16:42
Siggster: Þegar Erill hættir að bögga okkur þá skal ég hlægja, þangað til er það bara hann sjálfur sem er þreytandi.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.11.2007 kl. 19:48
Mér finnst Erill ansi hress enda er hann uppi allar nætur og virðist aldrei fá nóg! Meira af Erli takk !
Sunna Dóra Möller, 4.11.2007 kl. 20:10
SD: Hinn íslenski "gleðimaður" lifandi kominn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.11.2007 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.