Leita í fréttum mbl.is

Pjúra ósannindi!

Stundum á ég það til að láta ótrúlegustu hluti pirra mig, eða fá mig til að eyða hellings tíma í að hugsa um þá og velta fyrir mér, á alla enda og kanta.  Þá er ég að tala um "trivial" hluti, sem skipta engu máli.

Verst haldin verð ég þegar ég les svona standard yfirheyrslur á misfrægu fólki í blöðunum (oft um helgar)

T.d.

Uppáhaldmatur, uppáhaldsmánuður, besti skemmtistaðurinn og hvaða bók myndirðu taka með þér á eyðieyju.  Ég veit þetta eru hundleiðinleg innslög í blöðum en alltaf skal ég lesa þetta og láta það ergja mig í það óendanlega.  Minnir mig á þegar ég varð að taka hvert einasta fíflapróf í tímaritum, eins og hvernig karakter ég væri, hvaða litur, kaffi, vín, ilmur og allt þetta dæmi, ég væri.  Þoldi þau ekki en tók þau samt.

Nú aftur að þessum glötuðu innslögum.  Alltaf, og já, ég held því blákalt fram, alltaf, þegar fólk er spurt að því hvar besti skemmtistaðurinn sé, eða hvað sé ljúfast í lífinu og hvar uppáhaldsstaður viðkomandi sé, þá svarar hver kjaftur því sama, með mismunandi áherslum.

Mér finnst best og skemmtilegast og ákjósanlegast og, og, og

að vera heima með fjölskyldunni minni.

Ég veit að þetta er lygi í stórum hluta tilvika.

Hvernig veit ég það?

Júbb, þessum spurningum rignir stöðugt yfir mann í nánast hvaða blaði sem maður les.

Ef allt þetta lið væri að segja satt þá væru skemmtistaðirnir tómir.

Og þið sem eruð alltaf tuðandi í athugasemdakerfinu mínu, sleppið því að þessu sinni.

Ég er skæðu skapi akkúrat þessa stundina.

Það er boxið sem minn heittelskaði er að horfa á núna.

Gerir mig svo PÍRÍPÚl

Úje


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jóna Á. Gísladóttir, 4.11.2007 kl. 01:02

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Æi knús eskan á þig. Þú átt svo gott að hafa rúsínuna þína hjá þér og svo var svo skemmtilegt áðan hjá okkur!

Edda Agnarsdóttir, 4.11.2007 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband