Leita í fréttum mbl.is

Grímulaus frekja og hroki!

Þegar ég sá fyrirsögnina á forsíðu Fréttablaðsins, nuddaði ég augun og trúði vart mínum eigin augum.  Þar stóð eftirfarandi:

"Heimurinn bíður ekki eftir rifrildi borgarfulltrúanna"

Sá sem þarna talar er Hannes nokkur Smárason, peningamaður og stjórnarformaður í GGE.

Mig langar að minna þennan hrokagikk á að "heiminum" er eins gott að bíða, á meðan lýðræðiskjörnir fulltrúar okkar, eigenda OR, skoða þetta mál ofan í kjölinn og HS væri hollt að muna að hann er að eiga viðskipti við fólkið í þessu landi.

"Heimurinn" sem HS kallar svo er þá væntanlega hann og aðrir peningamenn sem liggur á í "leikinn" eins og hann kallar útrásina.

Svo lætur hann að því liggja að farið verði í mál verðir 20 ára þjónustusamningurinn ekki efndur.

Þá fer hann í mál við Reykvíkinga og önnur þau bæjarfélög  sem eiga OR.

Ég vissi að menn eins og HS væru harðir peningamenn en mikið asskoti eru þeir fljótir að sýna tennurnar þegar þeir mæta hindrunum.  Eðlilegum hindrunum.

Arg og Úje.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Ef þeir fara í mál þá geta þeir varla vænst þess að eiga nokkurn tíma samstarf við OR.

Þóra Guðmundsdóttir, 3.11.2007 kl. 15:13

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Margur verður að aurum API!

Edda Agnarsdóttir, 3.11.2007 kl. 15:18

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Edda: Rétt hjá þér en eins og þú réttilega bentir á um daginn þá skilur á milli manns og apa, því apinn sér þó apa þegar hann lítur í spegil

Þóra: Ég bíð spennt eftir framvindu þessa máls.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.11.2007 kl. 15:23

4 identicon

Við hugsum eins. Mér fannst þetta svo ótrúlega hrokafull yfirlýsing að mig langaði að hringja í manninn og segja honum að flytja eitthvað annað, við gætum alveg verið án hans og hans líka. Arrggg. 

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 15:49

5 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Og ef maður hugsar svo líka til þess að það var  FL-Group sem lét Loga Bergmann bera sig að ofan fyrir 500 þúsund kall á snobbsamkomunni hjá Krabbameinsfélaginu - þá ná bara engin orð yfir þessa gæja.

María Kristjánsdóttir, 3.11.2007 kl. 16:55

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Það er vonandi að Hannes Smárason hafi litið í í spegilinn í morgun

Edda Agnarsdóttir, 3.11.2007 kl. 17:42

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála ótrúlegur hrokagikkur, hlustaði á viðtal við hann í dag. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.11.2007 kl. 17:58

8 identicon

Jenny gæti ekki verið meira sammala.En viltu segja mer hvar eg finn bloggvina beiðni eg er ekki mjög fær a tölvu er bara svona að fikra mig afram.Kveðja

Helga valdimarsdottir (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 18:13

9 Smámynd: Kolgrima

Ég er orðlaus. Ég kann engin orð sem lýsa því hvað mér finnst um þessi ummæli og þetta mál yfirleitt.

Kolgrima, 3.11.2007 kl. 18:25

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Helga þegar þú ert inni á síðunni þá er efst á henni bloggvinir og nafnið mitt þar efst.  Þú ýtir þar á og þá ýtir þú á ók og þá fæ ég meldingu um það.

Heimurinn og Hannes, Hannes og heimurinn, landið og miðinn, minn  afturendi.  Sorrí.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.11.2007 kl. 20:50

11 Smámynd: Fríða Eyland

http://skorrdal.blog.is/blog/skorrdal/entry/353908/

Fríða Eyland, 3.11.2007 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.