Laugardagur, 3. nóvember 2007
Kannski er kominn tími til að ljúga..
..fyrir óvirka alka sem hyggjast kaupa sér líftryggingu, því svo virðist sem fordómar fortíðar séu alls ráðandi, varðandi sjúkdóminn alkóhólisma hjá tryggingarfélögunum.
Ég er ekki talsmaður þess að fólk fari í felur með að það hafi leitað sér lækninga við alkóhólisma, enda væri þá síðan mín ekki til, en mín edrúmennska var einn aðalhvatinn að því að ég fór að blogga, og ég er alveg sannfærð um að sú ákvörðun var rétt, þrátt fyrir að enn séu bullandi fordómar í gangi, gagnvart fíknisjúkdómum. Það voru vægast sagt, skiptar skoðanir um hvort það væri viturlegt að leggja þessar upplýsingar á borð fyrir alþjóð (þó þynnst hafi töluvert í kórnum, eftir því sem liðið hefur á) en fyrir mig er það grundvallarprinsipp að fara ekki í felur með sjálfa mig, nógu mikið læðupokaðist ég, á meðan ég var virkur alki. Eins gott að ég er ekki á leiðinni í lífatryggingarkaup. Ansi hrædd um að það væri búið að smella í lás, ÁÐUR en ég kæmist inn um aðaldyrnar.
Ari Matt hjá SÁÁ staðfestir þessa nöturlegu staðreynd í viðtengdri frétt. Annað hvort fá óvirkir alkar ekki tryggingu eða þurfa að greiða hærra líftryggingargjald en aðrir. "Ef þú ert alkóhólisti sem hefur farið í meðferð, þá borgarðu hærra gjald og átt erfiðara með að kaupa líftryggingu en alkóhólisti sem enn drekkur," segir Ari. Þarna liggur í raun hvatning til fólks að segja ekki frá því að það hafi farið í meðferð og sé edrú.
Talsmaður tryggingafélaga segir að þrjú ár þurfi að líða frá meðferð þar til alkahólisti getur fengið tryggingu. Að öllu jöfnu eru upplýsingar frá tryggingarkaupanda látnar nægja en ef um alka er að ræða er farið fram á læknisskoðun. Það er þá eins gott að fólk drepist ekki á meðan það bíður.
Þetta eru auðvitað bullandi fordómar og ekkert annað. Fólk sem er svo heiðarlegt að skrá upplýsingar um meðferð á umsókn, er látið gjalda fyrir það.
Það eru kannski fordómar í mér, en ég held að tryggingafélögin hefðu ekki slæmt að því að fá eins og einn helgarkúrs um alkahólisma hjá SÁÁ. Þeir myndu sennilega græða töluvert á því og það sem meira er um vert, fá tækifæri til að hoppa inn í nútímann og losa sig við helling af tímaskekkju viðhorfum í leiðinni.
Gleymdi einu, þegar ég skrifaði pistilinn og bæti því við hér.
Við hverju er að búast í viðhorfum til fíknisjúkdóma, þegar samfélagið sér ekkert athugavert að láta meðferð á fársjúku fólki, bæði andlega og líkamlega, í hendurnar á trúfélögum?
19. öldin hvað?
Ójá.
Óvirkir alkar fá ekki tryggingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Snúra, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:50 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Já Jenný mín þetta er mikil óréttindi það finnst mér og er alveg sammála þér.
Kristín Katla Árnadóttir, 3.11.2007 kl. 10:28
hæ..
maður er því miður ekki læknaður af alkóhólisma þó maður fari í meðferð, þar hefur eiginleg bara átt sér stað greining á sjúkdómnum,allt bataferlið er eftir.
Guðmundur S Guðmundsson (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 10:47
Já, þeim veitti sko ekki af eins og einu helgarnámskeiði. Þetta ljómar eins og þeir viti ekki nokkurn skapaðan hlut um þennan sjúkdóm.
Og þetta eru ekki fordómar í þér, þetta eru fordómar í tryggingafélögunum.
Ásgerður , 3.11.2007 kl. 11:59
Kannski er bara þjóðhagslega hagkvæmara að við séum í neyslu áfram. Þá aukast líkurnar á því að við tökum ekki út líferyinn okkar, og þar af leiðandi meiri peningur fyrir hítina sem vill græða meira og meira, meira í dag en í gær.
En án allrar kaldhæðni þá virkar þetta eins og hegning fyrir okkur sem erum svo lánsöm að hafa náð tökum á alkoholismanum, einn dag í einu. Konan í greininni talar um 3 ár sem fólk verður að vera edru, þannig að ég slepp. En þrátt fyrir á 9. ár edru, þá er ég enn jafnmikill alki.Skyldi konan vita það? Nema að ég er jú vonandi skárri í dag en í gær. Allavega er ekki laust við að blessuð gremjan láti á sér kræla við að lesa svona frétt. En best að snúa gremjuskrýmslið niður og fara að ráðum Megasar og smæla framan í heiminn . Gaman að fylgjast með þér Jenný , gangi þér vel. Klapp á bakið .
Einar Örn Einarsson, 3.11.2007 kl. 12:35
Tíminn er fljótur að líða. Ég hef enga samúð með tryggingarfélögum eða hugsunarhætti þeirra en það má svona yfirleitt koma dálítil reynsla á edrúmennsku fólks, það er ekki nóg að fara bara í meðferð, það er tíminn sem sker úr um það hvort fólk ætlar að hafa það, margir falla tiltölulega fljótlega. Þetta þekki ég vel af eigin reynd.
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.11.2007 kl. 12:36
Alveg ótrúlegur andskoti segi ekki meir. Svívirða frekar og blákaldur raunveruleikinn því miður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.11.2007 kl. 12:36
Ekki svo að segja að ég hafi fallið nokkru sinni, þvert á móti hef ég verið edrú í 28 ár án áfalla en séð marga marga falla í kringum mig.
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.11.2007 kl. 12:37
Guðmundur S.: Það heldur enginn að meðferð sé lækning, ekki frekar en sykursýkisgreining er lækning. En bataferlið hefst í eftirmeðferð, síðast þegar ég vissi.
Sigurður: Alkinn getur alltaf fallið, þó að vísu séu meiri líkur á bata eftir því sem hann vinnur betur og lengur í sínum málum. Pointer er ekki alveg það hér, heldur það að alkahólistar eru sendir í læknisrannsókn, sem aðrir viðskiptavinir tryggingafélaganna þurfa ekki að undirgangast.
Ásthildur og Kristín Katla: Sumt er hætt að koma mér á óvart.
Einar Örn: Einver sagði einhversstaðar að allir alkar væru jafnt langt frá glasinu, það er auðvitað eitthvað til í því. Hehe
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.11.2007 kl. 12:44
Ásgerður: Ég fer að halda að allt batteríið þurfi á kúrs að halda til að hrista af sér miðaldahugsunarháttinn gagnvart félagslegum sjúkdómum. Halló, það er 2007. Takk fyrir þitt innlegg.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.11.2007 kl. 12:46
Mér finnst þetta ótrúlegt að það þurfi að líða 3 ár, ég skil eiginlega ekki alveg forsendurnar og væri til í að fá rökstuðning fyrir þessu fyrirkomulagi?? Ég er eiginlega undrandi á þessu og ég vona að fólk sé orðið nógu upplýst í nútíma samfélagi til að bera ekki fordóma í brjósti gagnvart þeim sem eru nógu sterk til að rísa upp á takast á við sinn sjúkdóm og sigrast á honum á hverjum degi, einn dag í einu. Í mínum huga eru það hetjur sem að gera það og það á ekki að skapa aðgreiningu á þennan hátt! Alls ekki.
Sunna Dóra Möller, 3.11.2007 kl. 12:50
Sunna Dóra: Það sem er tragikómisk í þessu samhengi, að óvirkir alkar, í góðum bata, eru líklegir til að sofa nóg, borða vel, hreyfa sig og taka ábyrgð á lífi sínu heilsufarslegu sem og aöl. Það er batinn. Þannig að þeir eru þá líklegir til að vera bara fjári heilsuhraustir.
Sigurður: Gleymdi einu, rosalega er þetta flottur tími sem þú ert búinn að ná. Jahérna, ég lít upp til yðar
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.11.2007 kl. 12:53
Það er alveg rétt! Þetta er fólk sem að tekur ábyrgð á eigin lífi og heilsu! Ég er svo sammála þér!
Sunna Dóra Möller, 3.11.2007 kl. 12:58
Mér finnst þetta fáránlegt kerfi hjá tryggingafélögunum og skil ekki svona. Honum Guðmundi S Guðmundssyni finnst ég sýna fordóma af því að mér finnst það fólk sem fer í meðferð duglegt! hvernig sem hann fær það út????
Huld S. Ringsted, 3.11.2007 kl. 13:32
Skyldu sykursjúkir fá líftryggingu...?
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 3.11.2007 kl. 13:48
ég hef oft spáð í hvort forsendur tryggingarfélaganna (hvað varðar líftryggingar, slysatryggingar, veikindatryggingar og hvað þetta heitir nú allt, gagnvart veiku fólki, alkhólistum osfrv.) myndu standa frammi fyrir mannréttindadómstólum.
Jóna Á. Gísladóttir, 3.11.2007 kl. 14:05
Þar sem alkóhólismi er viðurkenndur sjúkdómur, og það hefur verið baráttumál margra að koma því sjónarmiði á framfæri, finnst mér eðlilegt að stofnanir og fyrirtæki taki á málum honum tengdum eins og öðrm sjúkdómum. Þess vegna finnst mér eðlilegt að Tryggingafyrirtæki setju sjúklingum einhverjar tíma- eða iðgjaldaskorður, þó 3 ár sé kannski einu ári of mikið.
Þrátt fyrir góðan vilja er heilavirkni flestra áfengis- og vímuefnasjúklings ekki fær um að leiðréttast á aðeins nokkrum mánuðum. Þess vegna miða meðferðarstofnanir við að takmarkið í upphafi sé 2 ár og að þeim loknum sé "hættan á falli" miklum mun minni. Þetta er ekkert skoðun út í bláinn hjá mér því tölfræðilegar og líffræðilegar rannsóknir sanna þetta.
Það að alkóhólisti sem hefur verið eðrú í 3 mánuði, unnið sporin og fengið andlega vakningu ætlist til þess að stíga úr hlutverki sjúklings finnst mér óábyrgt og í raun hrokafullt.
Hitt er annað mál að tryggingafyrirtækin eru oft ósanngjörn og ill viðureignar. Þar vinnur misvel upplýst og mis varkárt fólk.
Vil benda á að ég er óvirkur alkóhólisti sjálfur sem var neitað um líftryggingu.
Páll Geir Bjarnason, 3.11.2007 kl. 14:27
Páll Geir, takk fyrir þitt fróðlega innlegg sem ég er auðvitað hjartanlega sammála þér um. Málið snýst auðvitað ekki um það hvenær alki telst vera kominn í þokkalegan bata heldur snýst þetta meira um t.d. að þeir einir skuli sendir í læknisrannsókn taki þeir fram að þeir hafi leitað sér meðferðar við sjúkdómnum. Auðvitað tekur tíma að ná þolanlegum status í bata, um það erum við sammála.
Huld: Guðmundur S er bara pírípú. Hehe
Jóna: Það er ábyggilega erfitt fyrir alla sem eru frávik frá norminu að sleppa í gegnum líftryggingarnálaraugað.
Þuríður Björg: Bloggaði um sykursýki/líftryggingu um daginn. Tveimur sögum fer af því máli, annars vegar ekki hægt að fá líftryggingu eða borga hærri iðgjöld. Er sjálf sykursjúkur alki, búin að vera edrú í ár, þannig að ég er líftryggingarlega í VONDUM málum
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.11.2007 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.