Leita í fréttum mbl.is

Búhú - fyrir svefninn

Ég er lasin, með hita og það gerir mig auma.  Í kvöld er ég búin að vera með hugann hjá honum Oliver mínum í London og ég vorkenndi mér heilmikið, þar sem líkurnar á að ég sjái hann fyrr en um jól, minnka og minnka með hverjum deginum.

Oliver er fallegasti smádrengurinn í heiminum og hann er tveggja ára síðan í maí.  Algjör ömmusnúður.

Hvað gerir amma, sem er á barnabarnsblús?  Jú hún liggur yfir myndum og engist um í krúttkasti.  Ég deili með mér dýrðinni, þið bloggvinir og aðrir gestir.

Þarna er piltur með fluffuhúfuna hennar ömmu-Brynju og djóksvipinn hennar mömmu sinnar. OMG

Og þarna er maður sofnaður í hausinn á sér með Teddý, besta í heimi.

Góða nótt elskurnar.

Takk fyrir í dag.

Later!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Það er nú alltaf sagt að hverjum þyki sinn fugl fagur. En það þarf enga slíka speki um þennan dreng, hann er einfaldlega ótrúlega fallegur. Það sjá vandalausir, jafnt sem ömmur.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 2.11.2007 kl. 00:54

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku Jenný mín. Það er vont að vera á barnablús. Ég er svo heppin að þurfa bara yfir Hellisheiði til að sjá mín. Oliver þinn er algjör prins. En sjáðu til af líkurnar til að þú hittir hann fyrir jól minnka með hverju degi þá á sama tíma styttist með hverjum degi þangað til jólin koma.  Pollyanna dýrið er bara ekki sofnuð frekar en þú og ég. Er þetta flensan sem er að hrjá þig eða hvað? stelpan mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.11.2007 kl. 00:57

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk Ragnhildur, hann er bæði fallegur og góður og það skiptir auðvitað öllu máli.

Ásdís, ég veit að það styttist, hann er bara svo langt í burtu á þessum aldri þegar hann er að breytast svo mikið.  Æi er með flensu og hita og er að fara í erfiða rannsókn á mánundag.  Verð jákvæðari á morgun.

Takk stelpur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.11.2007 kl. 00:59

4 identicon

Gangi þér vel. Sætur ömmustrákur

Alva (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 01:50

5 identicon

Gaman að lesa orðatiltækið "Sofandi í hausinn á sér"hef ekki heyrt það síðan í den í Vestmannaeyjum hélt að það væri sér vestmannaeyiskt orðatiltæki.Drengurinn er fallegur litla sílið.Hvernig væri að fara í kakkþykka ullarsokka og drekka sjóðandi heitt te og svo bara undir fiðuna.Gangi þér vel í baráttunni við helvítis kvefið..

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 07:17

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hallgerður: Takk  fyrir kveðjuna, en amma mín (frá Seyðisfirði) notaði þetta alltaf.  Steind keik í baráttunni við kvefhelvítið, og vík hvergi.

Takk Alva.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.11.2007 kl. 07:45

7 identicon

Æji láttu þér nú batna og það fljótt, og gangi þér vel í rannsókninni á mánudaginn.Það er alkunna að maður verður lítill í sér þegar hiti og slappleiki undirleggja mannEn láttu þér hlakka til að fá gullmolann þinn heim um jólin....hann er bara fallegastur,svooooo mikið krútt.Reyndar finnst mér bæði barnabörnin þín ótrúlega falleg og greinilega miklir karakterar.

Sigrún Ásdísardóttir (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 08:06

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sigrún: Takk fyrir þetta og ég á einn gullmola enn, sem ég reyndar á ekki margar myndir af, svona nýlegar, en hann heitir Jökull Bjarki og er gelgjubarnabarnið mitt.  Hann er bæði fallegur og góður og mikill töffari.   Þarf að fá nýjar myndir af honum og skella inn á bloggið.

Takk fyrir batakveðjur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.11.2007 kl. 08:18

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

lovjú

Hrönn Sigurðardóttir, 2.11.2007 kl. 08:30

10 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Þessi drengur er svo mikið yndi að sjá, bara sætastur !

Farðu nú vel með þig og vonandi fer þessi flensulufsa að láta sig hverfa !

Sunna Dóra Möller, 2.11.2007 kl. 09:31

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku Jenný mín þegar ég les svona frá þér, langar mig til að faðma þig að mér.  Mikið skil ég þig vel.  Og mikið er þetta yndislegur drengur. 

Gangi þér vel að batna af flensunni og gangi þér vel í rannsókninni duglega stelpa. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.11.2007 kl. 10:05

12 Smámynd: Hugarfluga

Ég fæ alveg hlýtt í hjartað yfir þessum litla, fallega ömmusnúð. Góðan bata, Jenný

Hugarfluga, 2.11.2007 kl. 10:45

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk stelpur mínar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.11.2007 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband