Fimmtudagur, 1. nóvember 2007
Ef til er réttvísi..
..þá vona ég að hún mæti Paul Tibbets, flugstjóra á Enolu Gay, sprengjuflugvélinni sem notuð var til að varpa kjarnorkusprengju á japönsku borgina Hiroshima, en hann er látinn 92 ára að aldri.
Tibbets hefur aldrei misst svefn yfir skelfilegum afleiðingum sprengjunnar sem hann varpaði og hefur aldrei séð eftir verknaðinum. Hann segir m.a. í samtali við bandaríska rithöfundinn Studs Terkel, sem birtist í breska blaðinu Guardian árið 2002, þá 87 ára gamall, ekki myndu hika við að fara aðra slíka för ef hann þyrfti. Ég myndi þurrka þá út. Maður drepur saklaust fólk en það hafa aldrei verið háð stríð án þess að saklaust fólk sé drepið. Ég vildi að blöðin hættu að birta þessa vitleysu: Þú drapst svo og svo marga óbreytta borgara. Þeir voru bara óheppnir að vera á staðnum."
Í viðtalinu lýsti hann sprengingunni þannig: Þegar ég rétti vélina við fór nefið aðeins of hátt og þegar ég lít upp lýsist himinninn upp með þeim fallegustu bláu og bleiku litbrigðum sem ég hef nokkru sinni séð á ævi minni. Það var stórkostlegt."
Enn er fólkið frá Hirosima að berjast við afleiðingar þessarar hroðalegu sprengju. 70-100 þúsund manns munu hafa látist og aðrir hundrað þúsund hafa særst.
Þegar ég segi að ég voni að réttvísin mæti honum hinum megin, þá á ég við það að honum verði ljóst það hlutverk sem hann spilaði í þessum hildarleik sem verður ævarandi skammarblettur á Bandaríkjunum.
Flugstjórinn á Enolu Gay látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 2987243
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég las fréttina og mér rann í sannleika sagt kalt vatn milli skinns og hörunds.
Ragnheiður , 1.11.2007 kl. 19:50
Hef séð hetjumynd um þennan karl sem skírði drápsflugvélina í höfuðið á mömmu sinni. Svo dúllulegt eitthvað. ARG
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.11.2007 kl. 19:54
Mér finnst það nú eiginlega óhuggulegt hvað þessi maður er laus við sektarkennd og iðrun! Mjög margir viðurkenna jú eftir stríð að það hafi verið mistök og sjá eftir ýmsu....þessi segir að saklaust fólk sé bara óheppið að vera á staðnum....hversu bilað er það !
Sunna Dóra Möller, 1.11.2007 kl. 19:55
Ég hugsa að ef hann hefði haft samvisku yfir þessu þá hefði hann fyrir löngu framið sjálfsmorð. En það er hægt að segja að það var ekkert beðið eftir honum í himnaríki, kall orðinn 92 ára. Það versta er að vita að ef hann hefði sagt nei, hefði bara einhver annar farið, ég kenni nú yfirvöldum mest um þetta.
Ásdís Sigurðardóttir, 1.11.2007 kl. 20:01
ég á svo bágt með að trúa að einhver sé svona gjörsamlega samviskulaus og reyni ekki einu sinni að leyna því. Þetta hlytur að teljast siðleysi á háu stigi. Svo dettur mér nú líka í hug að maðurinn hafi hreinlega misst vitið á því andartaki sem hann horfði á alla fallegu litina.
Jóna Á. Gísladóttir, 1.11.2007 kl. 20:10
Held að versta refsing mannanna sé að gera sér grein fyrir því hvað þeir hafa gert, sko raunverulega, skilja áhrif gerða sinna, sögulega og ekki síst gagnvart samferðamönnum.
skulum vona að hann geri það þarna fyrir handan. Held reyndar að hvert mannsbarn þurfi að gera reikningsskil á stóru stundinni, ég vildi út frá því ekki vera í sporum þessa manns.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 1.11.2007 kl. 20:16
Hugsaðu bara um mannslífin sem þessi kjarnorkusprengja bjargaði. Þessi ákvörðun um að varpa sprengjunum var ekki tekin af hreinni illsku, hún var tekin vegna þess að þeir töldu að þetta væri besta leiðin til að knýja Japani til uppgjafar án þess að missa marga Bandaríkjamenn. Það hefðu jafnvel fleiri bandarískir hermenn getað látið lífið við það að berjast gegn Japönum en þeir Japanir sem létu lífið af völdum kjarnorkusprengjanna. Forseti Bandaríkjanna á þeim tíma spurði hershöfðingja sína hvað þeir héldu að margir bandarískir hermenn myndu láta lífið í lokasókn með hefðbundnum vopnum til að knýja Japani til uppgjafar. Honum var svarað: "Að minnsta kosti 50 þúsund".
Kristján Torfi (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 20:23
....og eru þá japönsk líf minna virði en bandarísk?
**hneykls**
Hrönn Sigurðardóttir, 1.11.2007 kl. 20:28
Kristján Torfi: Ég er alltaf jafn standandi hiissa á að fólk skuli geta réttlætt voðaverk með vísan í hvaða þjóð framdi glæpinn.
Krumma: Ég held nefnilega að mesta refsingin sé eimitt falin í áttuninni á því sem við höfum gert. Það er bara svo einfalt.
Ásdís, bæði Bandaríska þjóðin og þeir einstaklingar sem tóku þátt eru ábyrgir finnst mér. USA gagnvart heiminum og persónunarnar gagnvart sjálfum sér.
Jóna: Kannski missti hann vitið en ég held ekki, þetta verkefni var búið að vera lengi í pípunum.
SD; Sumir kunna ekki að skammast sín. Því miður.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.11.2007 kl. 20:30
Hrönn: Nákvæmlega, mismunandi mat á mannslífum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.11.2007 kl. 20:31
Þegar við tölum um mismunandi mat á mannslífum, þá er skemmst að minnast hvað gerðist í Rúanda og núna í Súdan (Darfur)....það er eins og við lærum aldrei. Komum bara vesturlandabúum út og lokum svo augunum!!
Sunna Dóra Möller, 1.11.2007 kl. 20:41
Já SD ég bloggaði eimitt um það. Þetta er bara svo sorglegt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.11.2007 kl. 20:42
Það þarf ekkert endilega að vera um mismunandi mat á mannslífum að ræða. Það hefðu líka örugglega mörg þúsund Japanir látið lífið ef til hefðbundins hernaðar hefði komið. Ef það myndu látast 50 þúsund bandarískir hermenn, þá er ekkert ósennilegt að annað eins af Japönum myndi láta lífið.
Á hinn bóginn var ekki aðeins um þá að ræða sem létust, því að kjarnorkusprengjur valda mjög alvarlegum afleiðingum á heilsu þeirra sem lifa af. Þó tel ég ólíklegt að það hafi verið mikið vitað um þær afleiðingar þegar þessum sprengjum var varpað og því erfitt að fordæma á þeim forsendum.
Kristján Magnús Arason, 1.11.2007 kl. 20:54
Sunna Dóra, bíddu nú við. Er ástandið í Darfur vesturlandabúum að kenna?
Kristján Magnús Arason, 1.11.2007 kl. 20:55
Var ég að segja það??
Sunna Dóra Möller, 1.11.2007 kl. 20:55
Það er sagt að um 100.000 manns hafi látið lífið af sprengjunni og geisluninni af völdum hennar. Það var álitið að um 70.000 bandaríkjamenn og um 500.000 japanir hefðu látið lífið hefði til innrásar komið á japanseyjum. Hefði það verið betra en að sprengja?
Heimir Tómasson, 1.11.2007 kl. 21:02
Það hefði verið Heimir, hefði verið, ef,ef,ef, It does not do it.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.11.2007 kl. 21:06
Ég las líka fréttina mér leið illa.
Kristín Katla Árnadóttir, 1.11.2007 kl. 21:32
ok vó, ég er búin að vorkenna þessum manni svo MIKIÐ síðan ég heyrði fyrst um Hiroshima. Þvílík sóun
halkatla, 1.11.2007 kl. 22:37
Þegar kjarnorkusprengjunum var varpað á Japan var þegar búið að þurrka út meira en helming af húsum í helstu borgum landsins. Yfir 90% prósent Toyama og Kofu var í rúst og yfir 75% af Kagoshima, Uwajima, Matsuyama, Yokohama, Mito, Hitachi, Maebashi og Nagaoka. Yfir helmingur Tokyo og níu annarra borga var í rúst.
Bandaríkjamenn höfðu alger yfirráð í lofti yfir Japan og því má halda því fram að uppgjöf hafi verið nærri hvort eð var og að innrás hefði þess vegna verið óþörf. Keisarinn sagði síðar að hann hefði ekki afborið það mikið lengur að sjá borg sína og aðrar borgir eyðast í eldi.
Á móti komu þau rök að reynslan sýndi úr fjölmörgum orrustum að Japanir gáfust ekki upp heldur héldu áfram fram í rauðan dauðann þótt það gagnaðist ekki neinum.
Sjálfsmorðsárásir á bandarísk herskip ýttu undir þá skoðun að Japanir myndu verjast í rústum borga sinna á svipaðan hátt og Rússar vörðust í Stalingrad og Þjóðverjar héldu áfram vonlausu stríði á þýskri grund fram á síðustu stund.
Truman hafði í höndum áætlun um að 45-60 þúsund bandarískir hermenn myndu falla í innrás í Japan og að margfalt fleiri Japanir myndu falla.
Komið hefur í ljós að Sovétmenn létu á ögurstundu undir höfuð leggjast að koma skilaboðum um hugsanlelga uppgjöf Japana á framfæri við Bandaríkjamenn. Rússar vildu vera komnir af stað í stríð við Japani áður en til uppgjafar þeirra kæmi svo að þeir hefðu betri aðstöðu til áhrifa í norðausturhluta Asíu.
Einnig er talið að sumir ráðamenn Bandaríkjamanna hafi ekki talið verra að sýna mátt Bandaríkjanna í upphafi valdatogstreitu þeirra og Rússa.
Þetta sýnir að Bandaríkjamenn og Rússar voru þegar farnir að hafa kaldrifjaða hliðsjón af væntanlegri togstreitu eftir stríðið.
Bandaríkjamenn gerðu að skilyrði að keisarinn færi frá en féllu síðan frá því .
Ef þeir hefðu fallið frá því strax er ekki víst annað en að Japanir hefðu gefist upp áður en kom til þess að varpa kjarnorkusprengjunum því að hinir raunsæjari ráðamenn Japana og keisarinn sjálfur sáu að þeir gátu ekki haldið áfram að láta eyða borgum landsins með eldi eins og rakið er hér að framan.
Ýmsar grillur óðu uppi eins og gengur. Þannig vildu sumir láta varpa kjarnorkusprengjunum á Kyoto vegna þess að sú borg væri svo heilög og mikilvæg fyrir japönsku þjóðina að henni myndi falla allur ketill í eld.
Sem betur fór var það eitt síðasta verk Stimsons hershöfðingja að koma vitinu fyrir þessa hauka því að hann vissi að eyðing Kyoto myndi gera Japani að ævarandi hatursmönnum og síst verða til þess að þeir gæfust upp.
Haldið hefur verið fram að Bandaríkjamenn hefðu átt að hóta með kjarnorkusprengjunum áður en þeir vörpuðu þeim eða að varpa þeim til sýnis á dreifbýlt svæði.
Ef þeir hefðu átt fleiri sprengjur hefðu þeir kannski getað gert þetta en þetta þótti ekki ganga upp.
Bandaríkjaforsetar hylltust mjög til að lágmarka mannfall hersins sem er skiljanlegt en ólíkt því sem til dæmis Stalín gerði í sumum aðgerðum sínum þar sem lítt var hugsað um mannfall og ávinningurinn vafasamur, eins og til dæmis í vetrarsókninni í ársbyrjun 1942 þar sem mun meiri árangur hefði náðst í raunsæjari sóknaraðgerðum.
Eftir stríðið héldu ýmsir hershöfðingjar Þjóðverja því fram að her bandamanna hefði getað farið hraðfari inn í Niðurlönd og Þýskaland beint á eftir hraðferðinni austur yfir Frakkland því að þá hefði ríkt upplausn í þýsku herjunum á flótta þeirra. En Eisenhower taldi sig ekki geta borið ábyrgð á því aukna mannfalli í herjum bandamanna sem því myndi fylgja auk þess sem með því væri tekin meiri áhætta en með hægfara og öruggri sókn.
Vegna þessarar ákvörðunar dróst stríðið á langinn yfir veturinn og þegar upp var staðið féllu hundruð þúsunda fleiri borgarar og þýskir hermenn en hefðu fallið í styttra stríði og hugsanlega hefðu Bandaríkjamenn og Bretar náð Berlín á undan Rússum.
Mín niðurstaða er sú að það hefði verið hægt að komast hjá hinum grimmilegu kjarnorkuárásum í ágúst 1945. Hitt er svo rétt að menn voru greinilega ekki í góðri aöstöðu til að meta aðstæður og því fór sem fór.
Ég held raunar að árásin á Dresden í febrúar 1945 muni þegar fram líða stundir verða talið eitt mesta hryðjuverk styrjaldarinnar og glæpur gegn mannkyni.
Það má halda því fram að árásirnar á Hiroshima og Nagasaki hafi breytt þannig gangi styrjaldarinnar og stytt hana að hægt sé að réttlæta þær en árásin á Dresden breytti engu sem máli skipti, - þar voru engir hermenn, verksmiðjur eða hernaðarlega mikilvæg mannvirki, heldur var borgin full af flóttafólki sem var strádrepið og stríðið varð nákvæmlega jafn langt og það hefði annars orðið.
Ómar Ragnarsson, 1.11.2007 kl. 22:38
Þarna er ég algerlega sammála Ómari. Hinsvegar, Jenný, þá er alltaf hægt að vera vitur eftirá. Miðað við það sem á undan var gengið í styrjöldinni litu Bandaríkjamenn svo á að það væru engar líkur á að Japanir gæfust upp. Áður en sprengjunni var varpað höfðu menn enga hugmynd um hversu mikið mannfall myndi verða af völdum hennar, hinsvegar höfðu þeir nokkuð góða hugmynd um hversu mikið mannfallið myndi verða ef af innrás yrði.
Mér dettur ekki í hug að verja gjörðina sjálfa. Hinsvegar finnst mér rétt að benda á að þær forsendur sem menn unnu eftir á þeim tíma voru nokkuð sjálflýsandi. Óvitað mannfall eða 5-700.000 manns. Þeim fannst þetta vera nokkuð sjálfgefið. Burtséð frá pólitískum hráskinnaleik eftirleiks styrjaldarinnar.
Menn fordæma mannfall af völdum sprengjunnar. Síðan eru aðrir atburðir af völdum stríðsins sem að ollu jafnvel meira mannfalli í einu. Japanir sjálfir lágu nú ekki beint á bæn þegar þeir frömdu verknaðinn sem að orðið hefur frægur undir nafninu "Rape of Nanking". Þar er talið að á milli 100.-300.000 manns hafi verið drepnir, konur, börn, allt óbreyttir borgarar. Takið eftir að þessi tala er 1-3föld tala látinna í Hiroshima. Þessu fólki var nauðgað og það pyntað á fleiri máta áður en það var oftast nær hálshöggvið.
Ég sé fólk ekki fleyta kertum á Reykjavíkurtjörn út af því.
Heimir Tómasson, 1.11.2007 kl. 23:12
Vel skrifað af þér Ómar og verð ég að vera þér sammála varðandi Dresden, þó verð ég að segja að helför pabbastráksins frá Texas mun verða minnst sem mesta hryðjuverks þessarar aldar þegar upp verður staðið og þótt lengra aftur í tímann verði leitað.
Góðar stundir.
Jörgen Sverrisson (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 23:16
Takk kærlega Ómar fyrir þetta fróðlega innlegg.
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.11.2007 kl. 00:27
Já vá magnað innlegg Ómars. Menn sem romsa upp þvílíkum sögubrotum meira en hálfri öld síðar eru bráðmerkilegir menn.
Frábært innlegg.
Ég hef ekki sýn á heimstyrjöldina nema eftir á, sem betur fer.
Ragnheiður , 2.11.2007 kl. 01:04
Ég ætla ekki að tjá mig um réttlætingu aðgerðarinnar, að varpa téðum sprengjum. Ég myndi þó fara mér hægt í að áfellast þennan mann fyrir það sem gerðist. Ég tel þó að það hafi orðið Paul þessum Tibbets til gæfu að hafa megnað að aftengjast þessum hlutum eins og raun ber vitni. Það eru engar smá byrðar að bera, að eiga svo áþreifanlegan þátt í svo viðamiklu fjöldamorði. Sérstaklega þegar þú hefur þurft að hlýða skipunum og engu fengið um ráðið. Kannski maðurinn hafi verið samviskulaus? Ég skal ekki segja. Kannski þetta sé eitthvað sem menn hreinlega verði að gera til að geta lifað með sinni fortíð, eftir stríð. Honum tókst það, blessunarlega. Það tekst ekki öllum, því miður. Allt of margir sem verða samviskunni að bráð og enda á að taka eigið líf.
Brjánn Guðjónsson (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 01:41
Ekki hef ég orðið var við að Hiroshimabúar séu enn að berjast við afleiðingar sprengjunnar.
Hiroshima var endurreist og er m.a. með vinsælt kjarnorkusprengjusafn.
Hvað hefuru fyrir þér í þessi Jenný, þekkirðu fólk þarna sem er enn að berjast við afleiðingarnar?
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 03:55
Pétur: Afleiðingar sprengjunnar eru m.a. langtíma heilsutjón. Fólk er enn að berjast við það. Svo ekki sé minnst á andlegar afleiðingar þess að hafa lent í sprengingunni og/eða misst ástvini.
Sjá t.d. hér: http://www-sdc.med.nagasaki-u.ac.jp/coe/en/activities/symposium/sympo_050909.html
Svala Jónsdóttir, 2.11.2007 kl. 10:50
Ragnheiður, vissu nú ekki allir hvort eð var að Ómar er bráðmerkilegur maður?
Þó velti ég því fyrir mér hvort það eigi eftir að breytast mikið hvernig litið verður á árásina á Dresden þegar fram líða stundir. Það eru nú þegar liðin rúm 60 ár.
Sunna Dóra, fyrirgefðu, ég held ég hafi misskilið þig svolítið. Þú átt þá væntanlega við að það er tilhneiging til að forða vesturlandabúum og þá megi hvað sem er gerast eftir það. Þar er ég þó alveg sammála þér. Það er gott að forða óbreyttum borgurum vesturlanda, en síðan þarf að taka þátt í að finna viðunandi lausn á vandamálinu.
Kristján Magnús Arason, 2.11.2007 kl. 13:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.