Miðvikudagur, 31. október 2007
Allah úthýst í Reykjavík
Ég er svo hrifin af listum.
Hér er einn til glöggvunar fyrir mig.
Töluverður hluti fólks sér ekkert athugavert við endurútgáfuna á "Ten Little Niggers".
Yfirgnæfandi meirihluti þáttakenda í skoðanakönnun á útvarpi Sögu vill ekki leyfa byggingu mosku í Reykjavík. (Krakkar það er trúfrelsi í landinu. Hvernig getur einhver verið á móti byggingu á mosku?)
Aragrúi fólks telur að orðið kynvillingur eigi að standa áfram í Biblíunni.
Og dass af fólki vill ekki að samkynhneigðir hafi sömu réttindi til hjónabands innan íslensku þjóðkirkjunnar.
Hmm.
Einu sinni las ég í nýaldarbók að Íslendingar væru þroskaðar og gamlar sálir. Það þýddi þá að við værum umburðarlynd og víðsýn.
Bölvaðekkisens nýaldarkjaftæði.
Ójá.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Hamfarablogg, Trúmál og siðferði, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:09 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 71
- Frá upphafi: 2987152
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 70
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Er það kannski "af því að við erum þroskaðar og gamlar sálir" að við viljum ekki samþykkja allt? datt bra sona í hug
Ásdís Sigurðardóttir, 31.10.2007 kl. 15:14
Hehehe einmitt, við erum bara gamlir þusandi bændur ennþá með smá nýfenginn gróða í buddunni og menningu uppí kok.
Bara Steini, 31.10.2007 kl. 15:19
Er ekki bara málið að fólk er hrætt við það sem það þekkir ekki. Þekkingarleysi býr til fordóma.
Huld S. Ringsted, 31.10.2007 kl. 15:20
Ég bara skil ekki hvað getur gerst ef að þeir múslimar sem eru hér fá stað til að iðka sína trú tl að biðja í, þeir gera það nú þegar annars staðar í bænum!!! Hvað breytist.....jú þeir færa sig til og halda áfram að gera það sem þeir gera á þeim stað sem þeir hafa nú þegar.....
Annars heyrði ég nú einu sinni að kynvillingur væri nýyrði sem að varð til snemma á 20. öldinni í kringum 1920.....þannig ekki getur það átt við tæplega 2000 ára gömul handrit....! Svona er jú orðið á götunni...sel það ekki dýrar en ég keypti það
Lengi lifi opinn hugur og víðsýni....húrra, húrra, húrra
Sunna Dóra Möller, 31.10.2007 kl. 15:25
Ef múslímar fá ekki að byggja sína mosku þá er bein leið í að fara og breyta öllum þjóðkirkjum í eitthvað annað.. .bíó eða eitthvað gagnlegra
Eitt skal yfir alla ganga er lykilorðið í þessu
DoctorE (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 15:37
Huld: Auðvitað erum við hrædd við það sem við þekkjum ekki, þess vegna sló ég þessu svona fram, það er gaman að fá umræðu um mál..
Bara Steini: Við erum nú ágæð að mörgu leyti, hm.
L-F: Áhugavert innlegg hjá þér. Ég er reyndar ekki hrifin af öllum kirkjubyggingunum og gæti talað mig hása um peninga sem betur væri varið til annara mála. Segir ekki í hinni helgu bók að kirkjan sé í hjörtum mannanna. En mér finnst að eitt stykki moska sé í lagi hér í fjölmenningarsamfélaginu í Reykjavík. Vita svo ekki allir að öfgatrúarmúslimar eru ekki allir múslimar heldur lítill hluti þeirra?
Sunna Dóra, Orðið á götunni er oftast marktækt
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.10.2007 kl. 15:40
Doktor E: Ég vil halda Dómkirkjunni og Fríkirkjunni.
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.10.2007 kl. 15:40
Ef þeir hafa nú þegar stað til að iðka trú sína á er það þá ekki nóg? það er nú þegar allt of mikið af kikrkjum í þessu landi. Ég fyrir mína parta, þarf ekki stað til að iðka trú mína á. Mér dugar að vera með sjálfri mér, hvar sem er.
Ásdís Sigurðardóttir, 31.10.2007 kl. 15:53
Ásdís: Þetta snýst kannski ekki persónulega um smekk þinn eða minn á kirkjum og moskum, þetta snýst um jafnræði.
Að sama skapi má þá ekki skutla öllum kristnum mönnum sem vilja sækja messu í félagsheimilin á landinu og nota kirkjunnar t.d. sem leikskóla og þul.
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.10.2007 kl. 16:01
Beta þú klikkar ekki, en þú ert líka svo svakalega sæt ´sskan. Híhí.
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.10.2007 kl. 16:49
Híhí! Tek undir með Elísabetu Ronalds Frelsiselskandi fólk sem óttast mest pólitískan rétttrúnað. Einmitt!
Ég vil líka taka undir með Sunnu Dóru og orðinu á götunni
Laufey Ólafsdóttir, 31.10.2007 kl. 16:49
Laufey, orðið á götunni er hefvíi
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.10.2007 kl. 16:51
Hvernig er það Jenný finnst þér rétt að virða skoðun meirihlutans og úthýsa múslimum?
Sigurjón Þórðarson, 31.10.2007 kl. 17:17
Skoðun meirihlutans er ekkert heilög bara fyrir það að vera skoðun meirihlutans. Hún þyrfti t.d. líka að standast stjórnarskrá og ýmislegt fleira.
Elías Halldór Ágústsson, 31.10.2007 kl. 17:40
Ef þátttakendur á útvarpi Sögu er meirihluti þjóðarinnar þá ég farin.
Sigurjón: Það er trúfrelsi í þessu landi. Vilja þeir frelsiselskandi afnema það? Annað hvort er trúfrelsi eða ekki með öllu því sem því fylgir. Allah -ak-bar
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.10.2007 kl. 17:50
Það er ekki trúfrelsi í landinu, bara svo það sé á hreinu. það er einn söfnuður sem er innundir hjá ríkinu, þjóðkirkja er hún kölluð. Meðan ríkið greiðir prestum og stendur undir menntun presta, en ekki annara þá er ekki trúfrelsi í landinu. Ekki að ég hafi neitt á móti prestum almenn, og alls ekki umburðarlyndu fólki eins og Sunnu Dóru og hennar Veru vinkonu minnar sem heitir reyndar eitthvað annað, en er eins og Sunna Dóra.
En meðan við greiðum fólki eins og biskupnum laun fyrir að gera upp á milli fólks eftir kynhneygð, þá er ekki trúfrelsi í landinu.
Hvað varðar mosku, þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu að múslimar fái að byggja sér hús, og ég vil helst að ásatrúarmenn fái að byggja sitt hof. En það mætti alveg fækka kirkjum í landinu. Allavega að söfnuðirnir sæju sjálfir um sitt. Að þessi trú umfram aðrar sé ekki niðurgreidd af okkar peningum. Þannig er nú mín afstaða í þessu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.10.2007 kl. 18:00
Ásthildur: Ég er sammála þér. Algjörlega.
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.10.2007 kl. 18:10
Er nú ósköp rólegur í þessum efnum, stend líka keikur milli fylkinga með hendur út frá síðum og segi þá sem nú, Róleg róleg, elskið friðin, dæmið eigi, ef ekki þá fyrst fer allt til andskotans!Af sama skapi og hinn skemmtilegi Sigurjón verður að viðurkenna, að meirihlutin á útvarpi Sögu, er einungis takmörkuð og óvísndaleg vísbending um skoðun ákveðins hlustendahóps, ´verður þú líka Jenný hin mikli boðberi trúfrelsisins, að viðurkenna og sýna umburðarlyndi, já viðurkenna að það er líka SKOÐUNARFRELSI í landinu eins og trúfrelsi. Ekki hægt að taka mikið mark á þér, ef þú segir eins og í pistlinum "að ekki sé hægt eða erfitt að skilja hví fólk sé á móti byggingu á múslimamoskum!"
En hvað ertu svo að gefa í skyn me hana Elísabetu R.?
Að allir fílelfdir karlmenn eigi að stökkva til, að ótakmarkað "Skotleyfi" sé út gefið á hana?
Magnús Geir Guðmundsson, 31.10.2007 kl. 18:25
Takk Ásthildur
Sunna Dóra Möller, 31.10.2007 kl. 18:32
Magnús Geir: Ég næ ekki pointinu og ekki útskýra það heldur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.10.2007 kl. 19:34
Það að ríkið haldi uppi ~150 prestum og tugum ef ekki hundruðum kirkna er hreint brjálæði, ef svo bætist ofan á þetta að reynt sé að hindra aðra í að fá aðstöðu fyrir sína trúariðkun er eins og hjá kexrugluðustu ofsatrúarþjóðum.
Ísland getur ekki talist til þjóðar sem mannréttindi eru í hávegum höfð á meðan svona er í pottinn búið, bara setning alþingis með valsandi prestum er hneyksli og móðgun við alla þá sem eru ekki í þessari ríkiskirkju.
Þetta er allt saman móðgun við alla hvort sem þeir eru trúaðir eða ekki, ríkið á að hætta öllum afskiptum af trú, ekki 1 krónu í neitt sem heitir trú og nýjan þjóðsöng takk fyrir því sá gamli er alls ekkert um ísland hann er um guð þjóðkirkjunnar.
Hluti af þessu öllu er að allir söfnuðir eru að spá í hvað þeir geta fengið frá ríki og án peninga gufar mikið af þessu upp af sjálfu sér.
Málin leysast vel svona, allir jafnir og allir standa straum af sínum súperkörlum algerlega sjálfir, ekki fær spiderman aðdáandi neitt fyrir sína aðdáun á sínum súperkarli ;)
DoctorE (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 20:17
Moskur eða ekki moskur það er spurningin. Hér í Svíþjóð hefur mikið verið rætt um múslimska einkaskóla og komið hefur í ljós að það eru samtök/trúarhópur í Saudi Arabíu sem styrkir margar mosku-byggingar og rekur skóla múslima með mánaðarlegum framlögum.
Þessi samtök eru svokallaðir Wahhabistar sem eru strangtrúaðir/fundamentalister og sú krafa fylgir peningunum að þeir hafi áhrif á starfsemina og að farið sé eftir þeirra kenningum.
Og hvað fer fram í þessum skólum? Jú, börnin eru aðskilin eftir kynjum og þeim forðað frá öllum vesturlenskum dellum. Í sjónvarpsþætti hér í fyrra var farið með falda myndavél inní múslimska skóla og kom þá ýmislegt í ljós.
Einn skólastjórinn sagði við konu (fréttakonu ættaða frá Tyrklandi sem lét sem hún hefði í huga að sækja um skólavist fyrir barnið sitt: "víð hér erum ekki einsog Svíarnir. Við sláum börnin þegar okkur sýnist svo. Við verðum bara að passa okkur á því að gera það þannig að ekki sjái á þeim".
Ég vil hins vegar benda á að margir, trúlega meirihluti múslima hér eru á móti þessum wahhabisma en þeir hafa samt mikil áhrif í krafti peningana.
Það er gott og blessað að vera víðsýnn og umburðarlyndur en því miður eru til þau öfl sem vilja draga þau samfélög þar sem þeir búa aftur til miðalda hvað varðar t.d. kvenréttindi og almennt lýðræði. Það er því full ástæða að vera á verði.
Það er grátlegt til þess að vita að sumt (takið eftir SUMT) af því fólki sem flúið hefur heimaland sitt undan einræði og kúgun, til Vesturlanda virðist flytja með sér kúgunina og fordómana í farteskinu og eiga þá ósk heitasta að gróðursetja hana í sínu nýja heimalandi.
Jón Bragi Sigurðsson, 31.10.2007 kl. 20:31
Heil og sæl, Jenný Anna og aðrir skrifarar !
Jón Bragi Sigurðsson ! Það er einmitt kjarni þessarra mála, sem þú kemur á framfæri, skýrt og skorinort.
Jenný Anna, og hinn tuskulegi smáborgara já- kór hennar; steinþagnar, þegar þú kemur, með ískaldar staðreyndirnar, úr sænsku þjóðlífi, dagsins í dag. Heyrist ekki múkk, í þessarri gargandi hjörð bla bla ismans, þá maður, sem upplifir ástandið, í hversdags lífi frænda okkar Svía, lýsir því, öfga og hnökralaust, hvers lags villimennsku trúarkenning, hefir verið lofsungin, af íslenzkum hérum, á síðu Jennýar, sem víðar, hér á Mbl. spjall vefnum.
Jah; miklir menn erum við nú, Hrólfur minn, gæti Jenný Anna kveðið, með kór sínum. Huggði þig; meiri manneskju vísdóms og uppfræðingar, en raun ber vitni, Jenný mín, En,...... svo lærir lengi, sem lifir. Það er þó bót, í máli.
Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 00:22
Bárður Heiðar Sigurðsson !
Hvaða rétt hefðum við, til þess að valsa; með okkar lífshætti suður í Alsír eða austur í Pakistan, t.d. ?
Sérðu ekki, drengur; hver kjarni þessarra mála er ? Sé ekki betur, en við þyrftum að hittast, á góðu kaffihúsi, eða yfir enn betri hádegisverði, Bárður,, og fara nánar yfir þessi mál.
Þú ert, greinilega, hrekklaus og vammlaus drengur, hvað ég vil sannarlega virða, en ljóst má vera, þrátt fyrir einstaka þolinmæði gestgjafa okkar; Jennýar, hér á síðu hennar, að gagnlegt væri, hittumst við, og reyndum, segi Bárður Heiðar; reyndum að ná einhverri lendingu, okkar í millum. Það væri þá ekki hægt að segja, að við hefðum ekki reynt, ekki satt ? Bjóst reyndar;við andsvörum þínum, hjá Höllu Rut, en það breytir í sjálfu sér engu.
Hygg; að við Skúli séum, að öllum jafnaði, í þokkalegu hugarástandi, þá við ritum hér á síður, að nokkru.
Sem sagt; Bárður minn. Gaman væri, að hitta þig persónulega, við tækifæri.
Mbk., sem fyrr / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 01:33
Óskar Helgi, með allri virðingu sem þú átt skilið, þá bið ég þig um að blogga á þinni síðu, ekki minni. Hef verið að lesa eftir þig í athugasemdum og mér er nokkuð kunnugt um skoðanir þínar í t.d. innflytjendamálum. Svo kæri ég mig ekki um að þú hæðist að því fólki sem vill til að sé sammála mér en ekki þér. Ertu annars ekki of þroskaður fyrir svoleiðis?
Bárður Heiðar: You said it, I ment it. Takk fyrir þitt innlegg.
Jón Bragi: Takk fyrir þitt fróðlega innlegg.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.11.2007 kl. 01:42
Móttekið; Jenný Anna, móttekið ! Mun ei, ónáða þig, og skoðana systkini þín, á þinni síðu framvegis. Lítils háttar vonbrigði, því ég þóttist sjá, í þér andstæðing frjálshyggjunnar og Haarde ismans, a.m.k. Hefi skjátlast þar, líklega.
En; það verður að fara, sem vill. Mk. / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 01:58
Jenný: Ég hef oft verið ósammála þér en þessa dagana virðist þér alltaf ratast rétt orð á munn. Færslur eins og þessi og sú um "negrabókina" ógeðfeldu hafa endurvakið trú mína á íslensku þjóðinni.
Auðvitað eru margir sem eru með leiðindi þegar fólk er að minna það á eigin fordóma. Engu að síður finnst mér jákvætt að sjá að ég er ekki einn í því að skammast mín fyrir hvernig allt of margir samlandar okkar koma fram við og hugsa til þeirra sem ekki eru af þóknanlegum kynþætti eða trúarbrögðum.
Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 01:58
Já, og Allahu Akbar! Auðvitað :)
Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 02:00
Gunnar Hrafn: Við náðum saman um síðir!
Óskar Helgi: Ég er eitilharður andstæðingur frálshyggjunar, það geturðu krossbölvað þér upp á, en ef þú treystir þér ekki til að sýna því fólki sem kemur inn á síðuna mína, lágmarks kurteisi, ef svo vill til að það sé þér ósammála. Þá verður svo að vera að þú haldir þér fjarri. Leiðinlegt, but live´s a bitch.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.11.2007 kl. 02:18
Laissez-Faire, DoctorE og Jón Bragi Sigurðsson hitta naglann ári vel á höfuðið.
Nóg sagt.
Ásbjörn Ásmundsson, 1.11.2007 kl. 03:30
Takk sömuleiðis Jenny. Hér er alltaf mesta fjörið.
Ég vil að sjálfsögðu ekki banna Moskur, bara benda á að það er ýmislegt til sem ástæða er að vera á verði gegn.
Langar til að benda á að það eru líka til kristnir öfgahópar. Hér í Svíaríki höfum við "Livets ord" sem er á svipuðum nótum sýnist mér og Vegurinn og Krossinn hjá ykkur. Þeir reka líka skóla og haf legið undir grun að vilja aga börnin meir en leyfilegt er samkvæmt sænskum lögum. Stundum hefur þetta viðhorf dottið óvart uppúr þeim þó að þeir neiti náttúrlega öllu.
Jón Bragi Sigurðsson, 1.11.2007 kl. 07:26
Haukur Þór: Ég er þeirrar skoðunar að byrja eigi á að aðskilja ríki og kirkju. Þetta verður æ meira aðkallandi þar sem þjóðkirkjan fer ekki dult með þá skoðun sína að allir séu ekki jafnir fyrir þeirra Guði.
Trúfrelsi er til í orði en ekki á borði og mér sýnist það henta ágætlega stórum hluta fólks, þ.e. þeim sem ekki vilja aðra Guði en sinn eigin og rísa upp á afturlappirnar ef þessi umræða t.d. fer af stað.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.11.2007 kl. 08:12
Jón Bragi: Bjó í Svíþjóð á námsárum mínum og kannast við kristnu öfgarnar þar. Livets ord þám. Hrollur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.11.2007 kl. 08:13
Ríki og kirkja voru aðskilin árið 1997, svo það komi nú fram. Þ.e.a.s. þjóðkirkjan er ekki ríkiskirkja lengur, en aftur á móti fá trúfélög greitt úr ríkissjóði í samræmi við stærð sína. Í samræmi við fjölda skráðra félaga viðkomandi trúfélags. Af þeim sökum fær þjóðkirkjan ennþá mest allra.
Markús frá Djúpalæk, 1.11.2007 kl. 08:51
Meðalhófið er best - í mataræði sem öðru ,,æði".. Ef að þeir sem aðhyllast Islam vilja fá að byggja sér samkomuhús til að hittast, finna samkennd og t.d. hafa útfarir fyrir sína meðlimi finnst mér að þeir ættu að fá að gera það.
Það fyrirfinnast vondir karlar og konur innan trúfélaga og utan trúfélaga. Vont samt ef fólk felur vonsku sína bak við bókstaf. Benda á stafi í bók og segja ,,hann (Guð, Allah, Búdda, whatever... sagði að ég ætti að gera illt" ..) og tekur enga ábyrgð á gjörðum sínum. ..
Ég er hrædd við öfgafulla múslima, en líka hrædd við öfgafulla kristna (sem trúa því í einlægni að þeir séu hinir einu ,,sannkristnu") ..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.11.2007 kl. 09:18
Allar öfgar eru óttalegar í sjálfu sér og það er auðvitað hvers og eins að forðast þær af fremsta megni.
Markús frá Djúpalæk, 1.11.2007 kl. 09:28
Maður spyr sig. Er svona margt fólk í þessu friðarins landi sem lifir í stöðugum ótta við allt sem er öðruvísi. Umræðan fer alltaf út í að útlista öfgana. Við erum að dæma hundruði milljóna fólks, vegna örfárra öfgamanna. Þjóðin vill nota starfskrafta þessa fólks, en í staðinn má það ekki rækta sína eigin menningu.
Ekki má reisa trúarbyggingar. En McDonalds skiltin og viðlíka er boðið velkomið. Klámliðið brott rekið , en drápstólaframleiðendur bornir á gullstól.
Þetta er bara eins og í farsa. Veit stundum ekki hvort ég á að hlæja eða gráta.
Þakka síðuna Jenný. Get bara kommentað þegar ég er í landi. Get bara lesið á sjónum.
Einar Örn Einarsson, 1.11.2007 kl. 15:56
Takk Einar Örn og vertu velkominn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.11.2007 kl. 15:58
Ekki rugla markús þjóðkirkjan er ríkiskirkja á fjárlögum sem fær langt umfram aðra söfnuði og vasast meira að segja í störfum alþingis.
Það er algert möst að klippa algerlega á allt sem tengir kirkju við ríki alveg 100%
DoctorE (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 16:23
Sammála DotktorE, algjör aðskilnaður milli ríkis og kirkju og ekki einsu sinni umgengnisréttur
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.11.2007 kl. 17:03
Ertu að gefa í skyn að þu sért svo treg Jenný að þú skiljir ekki þegar einn maður setur fram afstöðu sína í einföldu máli?
Það sem á eftir fylgdi milli sumra, var nákvæmlega það sem ég átti við og þú veist alveg hvað ég á við, geðshræringargaspur á báða bóga sem engu skilar nema leiðindum og óvild!
Gott innlegg hjá Jóni Braga, eins og þið þekki ég dálítið til í ´Svíþjóð líkt og já svo margir aðrir Íslendingar. Og það veit ég um svæðið sem ég dvaldi á, að þar voru vandamálin ekki meiri hjá öðrum trúarhópum en hjá kristnum. Þó er nokkuð um liðið, en veit frá vinafólki, að vandamálin sem skapast eru oftar en ekki meira af félagslegum toga spunnin heldur en truarlegum.
hér heima eigum við hiklaust að thá okkur sem mest og finna þannig farveg fyrir heilbrigð skoðanaskipti, en það gengur ekki vel á vettvangi sem þessum þegar fólk opnar kjaftinn vart til annars en að hnýta í þá sem hafa ekki sömu skoðun, eru jafnvel með persónulegar aðdróttanir að litlu sem engu tilefni við fólk sem það hefur aldrei séð, eins og glöggt má lesa hér núna!
Magnús Geir Guðmundsson, 1.11.2007 kl. 17:43
Nú ætla ég að prófa aftur að kommentera hér og vona að það virki núna. Þjóðkirkjan á Íslandi er ekki ríkiskirkja og er EKKI á fjárlögum nema að því sem nemur afgjaldi af þeim gífurlegu eignum sem kirkjan átti en ríkið hefur tekið til sín í gegnum tíðina. Sem dæmi um slíkar jarðir má nefna allt byggingarland í Garðabæ og land það sem Kárahnjúkavirkjun stendur á. Ríkið innheimtir öll sóknargjöld fyrir þjóðkirkjuna eins og önnur trúfélög, sem er fyrst og fremst af praktískum ástæðum því innheimtumaður ríkissjóðs á auðveldara með að rukka en formenn hverrar sóknarnefndar eða trúfélags eins og gert var forðum. Þetta er raunveruleg staða mála, kirkjan er ekki ríkisrekin og svolítið erfitt að krefjast þess að ríkið hætti að greiða henni afgjald eignanna. Ef til vill væri hægt að breyta innheimtu sóknargjalda en sennilega kunna ríkið og trúfélögin þessari aðferð jafn vel. (vonandi var þetta ekki of langt).
Markús frá Djúpalæk, 1.11.2007 kl. 19:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.