Miðvikudagur, 31. október 2007
Áfengi er EKKI komið í matvöruverslanir
Það er ennþá ólöglegt að selja áfengi í matvöruverslunum. Ef það er rétt að á Hellu t.d. gangi maður fram hjá mjólk og kókosbollum (hvaða óhollusta er þetta í mjólkurdeildinni) áður en maður kemur að vínbúðinni, þá eru þeir á Hellu einfaldlega að brjóta lögin.
Þess vegna er þessi frétt um staðsetningu vínbúða úti á landi, engin röksemd fyrir þessu baráttumáli Sigurðar Kára og heilbrigðisráðherra.
Ég kemst ekki yfir það að heilbrigðisráðherra skuli vera stuðningsmaður þessa frumvarps, þar sem sjúkdómar af völdum fíkna kosta samfélagið allt, stórar fjárhæðir, fyrir utan alla mannlegu harmana.
Segi samt enn og aftur, að ég tapa ekki svefni yfir því hvar áfengi er selt, þar sem ég kaupi það hvort sem er ekki. Þannig að ég frábið mér athugasemda um að ég alkinn vilji banna öllum að drekka. En mér stendur ógn af fíknisjúkdómum, af skiljanlegum ástæðum og ég held að það sé ekki til að bæta ástandið, að troða þessu í matvörubúðirnar.
En ég vildi bara benda á lögbrjótana úti á landi og minna á að enn er sala á áfengi bönnuð í matvöruverslunum.
Erekkiannarsalltígóðubara, allir edrú og sonna?
Úje.
Áfengið er komið í matvöruverslanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Hamfarablogg, Matur og drykkur, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Í Ólafsvík getur keypt barnafatnað og brennivín í sömu búðinni, það er ekki flökkusaga. Hef komið þar sjálf....held samt að ólsarar séu ekkert meiri byttur en aðrir.
Ég vil samt ekki vín í matvöruverslanir, hef aldrei notað vín sjálf
Ragnheiður , 31.10.2007 kl. 11:50
Ríkið á Húsavík var í Fatahreinsuninni þar hérna í den, veit ekki hvernig það er núna. Mér fannst það kúl þá...
Jónína Dúadóttir, 31.10.2007 kl. 12:04
Þetta frumvarp stráklinganna er vanhugsað og rökin fyrir þessu fátækleg. Skv. þessu á ATVR að halda áfram að selja sterkt áfengi en búðirnar að fá léttvín og bjór! Þeir eru ekki í lagi þessir guttar og ættu að kynna sér raunverulegar aðstæður hér heima, frekar en að vera að miða við einhver önnur lönd. Þeir ganga erinda einokunarverslunar af annri sort, sem þyrstir í að klóra í gróðann af áfengissölunni.
Halldór Egill Guðnason, 31.10.2007 kl. 12:12
Æi..ég er sammála þér! Mér finnst þetta svo mikið dekurfrumvarp á meðan það eru mörg önnur mál sem háttvirtur heilbrigisráðherra ætti að styðja...til dæmis að semja við talmeinafræðinga !
Sunna Dóra Möller, 31.10.2007 kl. 12:46
Þessi reykvísku ungliðar sjálfstæðisflokksins eru að mínu matt ekki alveg í takt við landann. Þeir eru bara borgarbörn og sjá ekki "the big picture" vín í vínbúð og bók í bókabúð, bilaða skó til skóaransj. Annarserbaralltígóu girl.
Ásdís Sigurðardóttir, 31.10.2007 kl. 12:55
Ég get aldrei skilið afhverju fólk vill þessa sérmeðferð á áfengi og léttvíni. Það er betri þjónusta hjá landa- og dópsölum landsins en hjá ÁTVR, og ég horfði upp á marga vini míni lenda einmitt í því að fá hass í stað landa fyrst engin komst í ríkið fyrir þá á unglingsaldri.. það fór ekki vel fyrir öllum þeim vinum mínum.
Það er löngu kominn tími á að hætta þessari sérvisku gagnvart áfengi - það er sjálfsagt mál að færa þetta í matvöruverslanir þannig að maður geti keypt sinn bjór og léttvín með steikinni og snakkinu sem maður ætlar að drekka það með. Helst að lækka verðið verulega í leiðinni.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 31.10.2007 kl. 13:13
Er það ekki þannig að úti á landi leigi þessar verslanir ríkisvínbúðunum hluta af húsnæði sínu? Vörur ínbúðarinnar hljóta að vera á einhvern hátt afmarkaðar frá annarri verslunarvöru og sér kassi fyrir þær, eða hvað? Því annað er kolólöglegt, ennþá.
Greta Björg Úlfsdóttir, 31.10.2007 kl. 13:23
Mér finnst fínt að fara bara í ríkið og borga í ríkiskassann í leiðinni. Er samt pínufúl yfir að þeir eru nýhættir að biðja mig um skilríki .
Laufey Ólafsdóttir, 31.10.2007 kl. 13:59
Með þessari frétt að vín sé selt í matvörubúðum úti á landi er búið að slá á hendur þeirra sem ekki vilja vín í matvörubúðir,þeir þykjast vera með trompið í höndunum.Sérverslanir eru fínar fyrir vínið og það á ekki að breyta því.
María Anna P Kristjánsdóttir, 31.10.2007 kl. 14:23
Mér finnst þetta nú meira spurning um að eiga val og búa í landi sem er ekki með svona hömlur endalaust....
Bara Steini, 31.10.2007 kl. 14:32
Ég er alveg á móti því að vín verði seld í matvörubúðum.
Kristín Katla Árnadóttir, 31.10.2007 kl. 14:40
ÁTVR eru einhverjar flottustu sérverslanir Reykjavíkur, með frábæra þjónustu og rúman afgreiðslutíma. Þeir sem hafa áhyggjur af því að landsbyggðin búi ekki við sömu kjör, eru vinsamlega beðnir um að berjast fyrir því að við fáum almennilegt grænmeti og gott brauð áður en þeir hafa áhyggjur af því hvernig við náum í brennivín. Því það er mun auðveldara að ná í brennivín en almennilegt brauð!
Auk þess er áfengi sú neysluvara sem auðveldast er að nálgast á Stór-Reykjavíkursvæðinu að bensíni einu undanskildu. Því áfengi er hægt að kaupa mun lengur fram á kvöld og nótt, löngu eftir að nokkurs staðar er hægt að fá ætan bita! Og hananú
Kolgrima, 31.10.2007 kl. 15:46
Við lentum í því í sumar, þegar við vorum á ferð um landið, að þessar vínbúðir sem eru inni í öðrum verslunum, voru einungis opnar í eina klukkustund á dag og akkúrat þessa klukkustund sem við vorum ekki á staðnum. Enduðum á því að fá sendan bjór með rútunni þegar við ákváðum að fara í Landmannalaugar.
Jóna Björg (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 15:46
Kolgríma: Góð, en hvernig stendur á því að það er ekki almennilegt aðgengi að brauði þegar komið er út fyrir borgarmörkin?
Jóna Björg: Einhvertímann fyrir löngu var ég á Seyðisfirði og þurfti að panta rauðvínið með póstkröfu!! En það var áður en ég varð fyllibytta og örgla fyrir löngu komin súperþjónusta í fjörðin.
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.10.2007 kl. 16:18
Í Hveragerði og á Vopnafirði er Vínbúðin á bensínstöð.....á Hvammstanga er ´Vínbúðin i Byggingarvöruverslun KVH.......þannig að sumsstaðar er bæði hægt að "tanka" bíl og mann og annarsstaðar versla jólaseríur og Whisky.
Man hins vegar vel eftir þegar hringt var á AK og "pantað" til helgarinnar.......mikil örtröð á pósthúsinu á "flöskudögum" í denn.
AnnaS (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 16:51
Þar sem einhver minntist á áfengis og barnafataverslunina í Ólafsvík þá er við að bæta að í Stykkishólmi verlslarðu áfengið í byggingavöruverslun Skipavíkur og svo er náttúrulega gráupplagt þegar áfengið er verslað á Grundarfirði að kaupa blóm til að friða makann þegar farið er út.
Ólafur Björn Ólafsson, 31.10.2007 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.