Leita í fréttum mbl.is

Tíska í jólum, tíska í kjólum

 1

Það eru nákvæmlega 53 dagar til jóla.  Teljarinn minn segir það.  Það er ofboðslega huggulegt að vera með jólateljara á síðunni, þá getur maður tekið statusinn á hátíðinni allan ársins hring. 

Hvað um það.  Samkvæmt manninum í jólahúsinu fyrir norðan, er afa og ömmu jólaskraut það sem blívur í ár.  Allt annað hlýtur þá að vera hallærislegt, samkvæmt tískulögmálinu.  Gærdagurinn gamlar fréttir.

Ég hló illkvittnislega, þegar ég las þetta um jólaskrautstískuna árið 2006.  Ég veit ekki hvort þið munið það, en í fyrra voru allir sem vildu tolla í skreytingatískunni með svart jólaskraut.  Ég hef sjaldan séð það ljótara.  Ég fór í banka daginn fyrir Þorláksmessu og hélt að það hefði kviknað í jólagreininni sem hékk fyrir ofan hausinn á gjaldkeranum.   Ég leit í kringum mig í bankanum og sjá, allt lókalið var löðrandi í brunarústajólatrjám. Við eftirgrennslan fékk ég að vita að skreytingameistari bankans hafi valið tískuþema ársins, svart.  Svo jóló eitthvað.  Það sem fær mig til að krimta af Þórðargleði er tilhugsunin um alla jólatískunördanna sem sitja uppi með viðbrennda jólaskrautið sitt síðan í fyrra, lalalala.

 Jólakjólarnir verða svartir í ár.  Brunarústir þar, en það er í lagi.  Ef einhver ætlar að segja ykkur annað um kjólana sko, ekki hlusta, hér er það ég sem legg línurnar.

Gleðilega hátíð.

Úje


mbl.is Leitað að jólaskrauti afa og ömmu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Skarutlegar konur þurfa ekkert nema svartan einfaldan kjól um jól til að skína eins og jólastjörnur en jólin þurfa sitt græna greni og tindrandi jólaliti. Svart jólaskraut er bara eins og svarta tennur eða eitthvað. Jæks....

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 31.10.2007 kl. 01:25

2 Smámynd: Kolgrima

Voðalega farið þið seint að sofa Góða nótt!

Kolgrima, 31.10.2007 kl. 02:00

3 Smámynd: Ester Júlía

 Sammála þér með svarta jólaskrautið í fyrra, þvílíkur horbjóður.  Jólin eiga að vera hlý og kósý, það er bara ekkert hlýtt og kosý við svartan lit.   Jólaknús til þín

Ester Júlía, 31.10.2007 kl. 07:45

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ó hvað ég er sammála þér, svart jólaskraut er bara skerí, það á að vera rautt og grænt og gyllt og svo á að vera fullt af kertum!

Ég er farin í geymsluna að skoða skrautið mitt...!

Jólknús í krús!!

Sunna Dóra Möller, 31.10.2007 kl. 08:00

5 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Það er eiginlega bara þannig að jólin og allt í kringum þau mega ekkert breytast að ráði. Þetta er eitt af þessu óumbreytilega í veröldinni, fátt eftir af slíku og jólatízkugúrúin geta bara troðið sínu tízkujólaskrauti þangað sem það ekki sést.

Markús frá Djúpalæk, 31.10.2007 kl. 08:32

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Svart skraut er ekki jólaskraut í mínum augum, bara eitthvað svona skraut... og ég á bara svarta kjóla þannig að ég verð ekki í neinum vandræðum með að tolla í jólakjólatískunni í ár

Jónína Dúadóttir, 31.10.2007 kl. 08:34

7 Smámynd: Dísa Dóra

Sammála þér með að þetta svarta skraut er og var bara algjör horbjóður.  Reyndar hefur mér sýnst á auglýsingum til dæmis frá IKEA að fjólublátt sé málið í ár og ekki er það mikið betra en þetta svarta.

Dísa Dóra, 31.10.2007 kl. 08:51

8 Smámynd: Hugarfluga

Svart jólaskraut er álíka jólalegt og bláar páskaliljur eru páskalegar. 

Hugarfluga, 31.10.2007 kl. 09:17

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fluva: Eru til bláar PÁSKALILJUR?

Góðan daginn annars, og förum að baka jólasmákökur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.10.2007 kl. 09:33

10 Smámynd: krossgata

Ég hef alltaf verið svolítið treg í taumi þegar kemur að tískustraumum og algerlega eins og staður hestur ef jólatískan sveigist eitthvað í undarlegar áttir eins og að svörtu.  Sit því uppi með fullt af jólalegu jóladóti, en er algerlega á skjön við meginstrauminn svörtu árin. 

Var annars að velta fyrir mér þessu orði "horbjóður".  Hvernig er það til komið, úr viðbjóður og ?

krossgata, 31.10.2007 kl. 09:54

11 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

haha, hjó líka eftir þessu með horbjóðinn. Ef ég sný út úr viðbjóði segi ég frekar hroðbjóður (hroði/viðbjóður)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 31.10.2007 kl. 10:45

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já Hildigunnur, það á að vera hroðbjóður auðvitað.  Annars má þetta vera að vali, vegna þess að þetta er heimatilbúið orð, örgla orðið til við eitthvað eldhúsborð þar sem konur drukku kaffi og voru í kjaftastuði.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.10.2007 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband