Þriðjudagur, 30. október 2007
Ég er hógvær, mjög, mjög hógvær
Ég mun halda þessum eiginleika, sem ég greinilega þjáist af, á lofti fyrir alla sem vilja vita (mömmu og pabba, eiginmann, systur, dætur skábörn og vinkonur).
Ég á mér draum, fyrir utan að vilja bjarga heiminum, koma á fullu jafnrétti, sjá alla mér tengda ásamt mannkyninu í heild, eiga farsæla og góða ævi, að VG komist í stjórn á hverju krummaskuði á Íslandi,og í auðvitað í ríkisstjórn, en hann er í stuttu máli svona:
Mig langar til að eiga heima í timburhúsi á tveimur hæðum, með litlum garði og mörgum trjám. Húsið á að vera gamalt í gróinni götu í Vesturbænum. End of dream. Þessi draumur er ekki að trufla mig neitt, mér líður ágætlega heima hjá mér og á svo sannarlega ekkert bágt. Svo fór ég að hugsa þegar ég sá þessa "frétt" á visir.is (sem ég auðvitað stal) að kannski ætti ég að stefna hærra? Óska mér e.t.v. stærra húss, ef óskin myndi taka upp á því að smella.
Sjáið:
"Dreymi þig um að geta horft á kvöldfréttirnar í heitapottinum við róandi snark í arineldi þá er tækifæri til þess núna. Eigirðu 180 milljónir á lausu eða sért í góðu sambandi við bankann þinn geturðu nú fjárfest í 500 fermetra höll Kópavoginum.
Verktakinn Þorgeir Björgvinsson og Klara Guðrún Hafsteinsdóttir hundaræktandi settu nýlega á sölu stórglæsilegt einbýlishús sitt við Asparhvarf í Kópavogi.
Húsið er 501 fermetri og skiptist í 410 fermetra íbúð, 31 fermetra bílskúr og sextíu fermetra hesthús fyrir átta hesta.
Sérhannaðar innréttingar eru í allri íbúðinni og eru eldhúinnréttingar og sólbekkir búnir svörtum granítplötum. Afar veglegt kolsvart borðstofuborð úr graníti prýðir borðkrókinn, og fylgir það húsinu, enda ekkert grín að flytja mörg hundruð kílóa granítplötur langar vegalengdir.
Afar fullkomið gólfhitakerfi er í öllu húsinu. Þá er raflkerfi hússins mjög vandað og mikið af innbyggðri lýsingu frá Lumex. Náttúruflísar eru á öllum gólfum hússins nema í hesthúsi. Ekki væsir um ferfætlingana heldur, en gólf hesthússins er lagt steindúk og básarnir steyptir með grindum úr ryðfríu stáli.
Og þar sem líklega er ekki gaman að þrífa fimm hundruð fermetra hús, en það er í það minnsta gert öllu bærilegra með innbyggðum ryksugubörkum í veggjum allra herbergja.
Viðar Marínósson, fasteignasali hjá Remax, segir að húsið sé eitt það glæsilegasta á höfuðborgarsvæðinu og að verðmiðinn sé í raun ekki svo fjarri byggingakostnaði. Þannig hafi bara hljóð og sjónvarpskerfið kostað um tíu milljónir króna. Það er frá Bang og Olufsen, afar fullkomið, og er hægt að stýra því með fjarstýringu frá flestum herbergjum hússins. "
Það má segja að þörf manneskjunnar fyrir rými sé æði misjöfn, er það ekki?
Það sló mig þetta með 501 fermeterinn. Hvar skyldi þessi eini hafa lent?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 22:30 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég myndi mæla húsið upp -vandlega- myndi sko ekki láta snuða mig um þennan eina fermeter !!
Ragnheiður , 30.10.2007 kl. 22:38
Velkomin í Mosó Jenný mín.
Það verður tekið vel á móti þér.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm beina leið úr Mosó.
Karl Tómasson, 30.10.2007 kl. 22:43
Kannski kæmi í ljós að það væri 499..hvort að það breytti einhverju get ég ekki sagt....en mér fannst bara 499 svo flott tala !
Góða nótt
Sunna Dóra Möller, 30.10.2007 kl. 22:43
Hljómar vel fyrir utan Kópavogspartinn. Djö, annars færi ég strax í greiðslumat
Laufey Ólafsdóttir, 30.10.2007 kl. 23:15
Lausnin er að rækta litla hunda, Jenný mín, þá færðu litla húsið þitt í Vesturbænum
Kolgrima, 30.10.2007 kl. 23:34
Lausnin er að fara upp í holuna sína og láta sig dreyma um villu. Það er ódýrara, öruggara og á allan hátt hamingjusamlegra. En það veistu skottið mitt mjög vel. Krúsídúlla.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.10.2007 kl. 23:45
Fallegt, nema hvað VG komast ekki í ríkisstjórn meðan STeingrímur er formaður, láta elskuna hana Guðfríði Lilju eða SVandísi "IRon Maiden" taka við skútunni, þá fryst verður möguleiki!
Gleymdu svo þessum trjám í draumnum, myndir farast eins og vesæll kanakjáni í skógareldi, ef kviknaði í timburhjallanum!
Magnús Geir Guðmundsson, 30.10.2007 kl. 23:47
Verð að koma í kaffi áður en þú flytur í nýja húsið.
Draumur nefnilega rætast darling...
Heiða Þórðar, 31.10.2007 kl. 00:14
MG: Hvaða fargings harkspár eru þetta.
Ásdís: Ég nenni ekki einu sinni að láta mig dreyma um annað en það sem ég þegar hef. Það er svo ári gott.
Kolgríma: Hundar litlir eða stórir, nenni ekki sollis, en Jákarlarækt og Kókófílatemjun er minn tebolli (úr dýrafræði Jennýjar Unu).
Jón Arnar: Takk þú ert svo sætur og góður alltaf. Ég les þig líka alltaf.
Sunna Dóra: 499 er allt of lítið. Það munar um hvern fermeter
Laufey: Staðsetningin er bögg ég viðurkenni það.
Kalli minn: Í mínu ungdæmi var Mosó sveit, sko alvöru sveit, nesti og nýjir skór og tveggja daga ferðalag, nánast.
Ragga: Já ég myndi ekki treysta mælingunni, eins og ég sagði áðan, hver fermeter skiptir máli. Lalalala
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.10.2007 kl. 00:16
Heiða mín: Þeir eiga það nefnilega til að rætast, en í svona húsi vill ég klárlega ekki búa. Myndi líða eins og krækiber í helvíti, fyrir utan hvað það er dedd glatað að vera með pott í stofunni. Hugsaðu þér barnabörnin, ég yrði geðveik úr hræðslu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.10.2007 kl. 00:19
Ásthildur mín, það er hitinn sem rænir mig vitinu og lætur mig kalla þig Ásdísi. Sorrí ´sskan
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.10.2007 kl. 00:20
Magnús Geir, það er algjör misskilningur að timburhús brenni oftar en önnur hús, eða þá að það sé auðveldara að komast út úr steinhúsum, ef þar kviknar í. Skoðaðu statistíkina áður en þú heldur svona vitleysu fram.
Jenný, ég hef búið bæði í timburhúsum og steypu, líður átjánþúsundsinnum betur í mínu reisulega timburhúsi en nokkurn tímann kaldri steypunni. Yndislegt þegar brakar í viðnum, manni finnst húsið vera meira partur af fjölskyldunni heldur en bara einhver staður til að borða og sofa og horfa á sjónvarpið. Vonandi rætist draumurinn...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 1.11.2007 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.