Laugardagur, 27. október 2007
Í áralangri afneitun
Ég eyddi stórum hluta dagsins í eldhúsinu. Við bakstur og matargerð. Ég er ekki að grínast, málið er alvarlegt og tekur til breytinga á sálarlífi mínu, á ansi víðtækan máta.
Ég var í "matreiðslu" í Hagó, og Meló í denn, á þeim tímum þegar strákar voru í "smíði" og við í "handavinnu". Í matreiðslutímana þurftum við að mæta með handapokasvunturnar rauðköflóttu, hauskappana (sem voru skyldustykki í handavinnunni) og gott ef ekki pottalepparnir líka sem ég heklaði af veikum mætti. Í pilsi þurftum við að vera, annars vorum við reknar heim. Á þeim tíma var það á við dauðadóm í félagslegum skilningi að mæta einhversstaðar í pilsi, þ.e. ef það voru ekki jólin.
Ég held að ég hafi orðið fyrir svo miklu áfalli þarna í matreiðslunni að ég hafi lengi vel farið í algjöra afneitun á allt umfram lífsnauðsynlegar aðgerðir í eldhúsi. Ég man tvennt, frá matreiðslutímanum, að mæla peysu með málbandi fyrir og eftir þvott til að hún héldi sér í forminu og svo hitt að þvo hvert ílát, hverja teskeið um leið og búið var að nota viðkomandi verkfæri.
Svo bættist í afneitunina með árunum. Ég missti mig í kvennabaráttu og ég gekk svo langt að leggja fæð á eldhús og svuntur. Ef ég var spurð hvort ég ætlaði að baka fyrir jólin, tryllist ég og veinaði móðursýkislegri röddu: Baka, hví skyldi ég baka, til hvers eru bakarar? Ég man að rödd mín var há og skjálfandi af geðshræringu ef hveitiföndur bar á góma.
Nú hef ég þroskast (hm), amk. baka ég við öll tækifæri, því allt í einu hef ég nægan tíma. Í dag bakaði ég brauð, eplaköku og skúffutertu. Voða gaman og húsbandið veit ekki hvað í ósköpunum hefur gerst með viðkomandi eldhúsfrömuð. Svona er gaman að upplifa nýjar og skemmtilegar hliðar á sjálfum sér. Bara fullt af duldum hæfileikum. Ha?
En eitt er eftir, og það er listin að ganga frá jafnóðum. Í notkun hafa verið flest öll áhöld eldhússins, og haugurinn við vaskinn er ekkert minni en 1.32 á lengd.
Ég bretti um ermar.
Einhver í meyjarmerkinu á lausu til að kenna mér skipulag?
Hélt ekki.
Bæjó!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Femínistablogg, Lífstíll, Matur og drykkur | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 1
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 2987256
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Fáðu þér uppþvottavél í snatri
M (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 18:41
haugurinn við vaskinn!! Er hann 1.32 fyrir eða eftir þvott??
Hrönn Sigurðardóttir, 27.10.2007 kl. 19:23
Fyrrverandi eiginmaður minn nöldraði stundum í mér fyrir að rústa öllu þegar ég eldaði. Hann var mun snyrtilegri þegar hann lyfti litlaputta. Að ég skyldi ekki hafa afhent honum eldhúsið til eignar ... skil það ekki, hann var mun betri þar en ég. Batnandi konu ... og allt það. Matreiðslukennskan í gamla daga gerði okkur margar mjög fráhverfar eldhússtörfum, hef varla jafnað mig enn, nema þegar kemur að bakstri.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.10.2007 kl. 19:24
Krúttleg færsla, eða... er þetta nokkuð atvinnurógur? (Smá parónæja)
Edda Agnarsdóttir, 27.10.2007 kl. 19:30
Það er mikil list að halda í horfinu, hvort heldur eru eldhúsáhöldin eða annað. Ég reyni eftir megni að framfylgja þeirri stefnu, en geri vitanlega mistök þar eins og annarsstaðar :)
Brjánn Guðjónsson (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 19:32
Hrönn þessi mæling hjá Jenný er alveg örugglega fyrir þvottinn...Þegar ég elda og baka sem ég geri lygilega mikið af....er eldhúsið mitt alltaf alveg eins og klippt út úr hreingerningartímariti enda er ég með FJÓRAR meyjur í mínu korti. Það er því miður ekki hægt að kenna!!!
You just have it or you dont!
Kveðja
Meyjurnar
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.10.2007 kl. 19:37
Matreiðslutímar í den gátu verið agljör hörmung. Mér tókst alveg einstaklega vel að líta illa út í þessu dressi sem við urðum að mæta í. Man eftir tímum þegar við urðum að búa til súrmjólkurbúðing eða ger horn, sem áttu að vera falleg, eða beinhreinsa kryddsíldarflök, ég saug beinin, en ég held að skemmtilegasti matreiðslutími þessara ára var þegar strákarnir í mínum bekk settu spaghetti í þvottavélina hjá einum strák í bekknum sem átti "að sjá um"þvott þann daginn. Einelta á hæsta stigi. Í dag drasla ég út og suður gerði það ekki áður, en húsbandið sagði mér einhverntíman að maður ætti að láta sjást að eitthvað hefði verið gert, hann er einmitt að ganga frá núna elskan. En Jenný mín þú ert greinilega topp húsmóðir.
Ásdís Sigurðardóttir, 27.10.2007 kl. 20:33
Halló? Skipulag? Meyja? Hér er ég!!! Fæ næstum f..nægingu að lesa svona færslur!!!
Hugarfluga, 27.10.2007 kl. 20:36
Mér sýnist á öllu og öllum að ég hafi verið fremur lukkulega að fá enga kennslu í matreiðslu. Veit fátt skemmtilegra en elda góðan mat eða baka kökubita............
Hrönn Sigurðardóttir, 27.10.2007 kl. 20:38
Hefði ég vitað af þessum atgangi í eldhúsi þínu og öllum bakstrinum hefði ég brunað yfir í Seljahverfið og gengið frá og étið afraksturinn eftir sundið. Ég er fræg í minni fjölskyldu fyrir að baka margar sortir í einu og ekkert drasl eða frágangur. Gerist sjálfkrafa hjá mér.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 20:53
Ég á voða góðar minningar úr matreiðslutímum eins og þeir hétu hér í den. Ég var nefnilega í svo miklu uppáhaldi hjá kennaranum af því að ég vildi yfirleitt matinn sem öllum öðrum þótti vondur, nokkuð sem var út af fyrir sig merkilegt þar sem ég var mesti gikkur norðan Alpafjalla. Ég man sérstaklega eftir því þegar við vorum látin elda hvítkálssúpu og áttum svo að borða hana. Það fannst öllum hún ógeðsleg nema mér. Blessuð konan gat náttúrlega ekki hugsað sér að öllu þessu væri hent og ég sem elskaði soðið hvítkál tróð mig út þangað til ég stóð á gati og bjargaði í leiðinni sálartetri kennarans.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 21:22
Þessi meyja hér er með stjörnukort svo heltekið af ljóni og vog að skipulagið er gersamlega týnt. Ég kann að flokka og raða eftir lit og stafrófsröð en ef það er of mikið uppvask þá fer ég inn í stofu
Laufey Ólafsdóttir, 27.10.2007 kl. 22:29
Elska að elda og baka - hata að þrífa og ganga frá. Lífið er erfitt.
Laufey Ólafsdóttir, 27.10.2007 kl. 22:30
Ég er í kasti. Ji minn góður. Mæla peysur með málbandi. Nú finnst mér oft langt gengið.
En vinnandi við fraktflutningar þá vantar mig breidd og hæð á uppvasksfjalli. alltaf lengd x breidd x hæð væna mín
Jóna Á. Gísladóttir, 28.10.2007 kl. 01:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.