Föstudagur, 26. október 2007
Nerðir vikunnar..
..eru tímaskekkjurnar í Þjóðkirkjunni, sem geta ekki á heilum sér tekið vegna niðurstöðu kirkjuþings um staðfesta samvist (sem er það ópersónulegasta orðalag um kærleiksbandalag, sem hægt hefði verið að finna).
Jón Valur og stuðningsmenn hans eru þar efstir á lista.
Steinunni Jóhannesdóttur hlýtur að vera stórlega létt, því kirkjan "hennar" ætlar ekki að rífa af henni konustimpilinn og af manninum hennar karlastimpillinn. Voðalegur harmur og örlög hlýtur það að vera, að eiga sjálfsmynd sína undir skilgreiningu Þjóðkirkjunnar á hjónabandi.
Fyrir mér er það ljóst að íslensk kirkja er bara fyrri hluta þjóðarinnar. Ég sannfærist enn frekar um hversu mikil tímaskekkja og halloki hún er, eftir því sem fleiri talsmenn hennar birtast í fjölmiðlum og tala máli hennar og þá er fyrst frægan að telja, Hr. Geir Waage. Hver vill sækja sáluhjálp sína til manns með hans viðhorf og skoðanir? Ætli hann láti þéra sig?
Það er verið að fremja á okkur, þessu fólki, sem föllum ekki undir bókstafstrúna, klár mannréttindabrot, með því að neyða börnin okkar inn í þetta apparat sem Þjóðkirkjan er. Þangað förum við eins og í gagnagrunninn margfræga og þurfum að skrá okkur úr henni sérstaklega, ef við neitum að leika með.
Hvernig stendur á því að kirkja sem ekki gerir öllum mannanna börnum jafn hátt undir höfði, er ekki með sömu kröfur hvað varðar inngöngu í batteríið. Þá eru allir jafnir fyrir Guði, ég meina bókhaldi, því öll greiðum við skatt til kirkjunnar, hvort sem við erum nógu góð til að fá notið þjónustu hennar eður ei.
Jón Valur má eiga þessa þjóðkirkju, Geir Waage og biskupinn líka.
Ég legg til að breyskar manneskjur með skoðanir, segi sig úr þessari stofnun.
Ekki seinna en núna.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:05 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Gamall og stirður risi er ekki lipur og snöggur í hreyfingum. Það tekur tíma að komast á áfangastað og mörg pissustoppin á leiðinni.
Það langt, langt síðan ég sagði mig úr þjóðkirkjunni - þó er ég ekki trúlaus með öllu. En ég sem skora 91% á njarðaprófinu er voða voða sár að nerðir séu notaðir sem neikvætt lýsingarorð.
krossgata, 26.10.2007 kl. 12:10
Mér finnst þetta dapurlegt og tek undir með þér um nerði vikunnar. Það er fátt sem að gleður þegar þetta mál er skoðað frá öllum hliðum, því miður!
Sunna Dóra Möller, 26.10.2007 kl. 12:16
Það er ég viss um að hann Hjörtur Magni í Fríkirkjunni tekur jafn vel á móti ykkur og hann tók á móti mér, konu minni og dætrum (úps, gleymdi að konan mín getur alls ekki verið konan mín og sjálf er ég auðvitað ekki kona af því að ég er ekki gift karli: Eru þetta ekki rök Steinunnar rithöfundar?)
Ragnhildur Sverrisdóttir, 26.10.2007 kl. 12:30
Ég tek undir með Krossgötu, og verð að segja það móðgun við alla alvöru nerði að kalla Þjóðkirkjuliðið það.
Ef að þeir vilja geta sleppt því að gifta samkynhneigða þá er málið frekar einfalt fyrir þá. Þeir verða að vera sjálfstætt trúfélag og verða því að rifta samningi sínum við ríkið. Að öðrum kosti eru þeir ekkert annað en hálfopinber stofnun sem getur ekki gert upp á milli borgara landsins.
Daði Einarsson, 26.10.2007 kl. 12:41
Daði: Auðvitað gætu samkynhneigðir stofnað eigin trúfélag, en af hverju er alltaf gengið út frá því að þeir vilji vera utan samfélags búrandi út í horni? Miklu nær væri að leggja Þjóðkirkjuna niður, þar sem hún endurómar hvort sem er ekki skoðanir almennings á trúmálum og svo geta nerðirnir fáu hangið í sínum sértrúarsöfnuði bara, einir og háheilagir. ARG
Ragnhildur: Ég sagði mig úr í vor eftir hitt kikjuþingið (get því miður ekki sagt mig úr oftar, hehe) og er ekki í neinni kirkju. Hann Hjörtur Magni skírði hinsvegar hana Jenný Unu mína, og er eftir það í heilagra manna tölu í minni bók
Sunna Dóra: Er ekki bara komið farasnið á mína??
Krossgata: Fyrirgefðu nördinn þinn, nerðir er aðeins öðruvísi, sko verra. Hehe
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.10.2007 kl. 12:48
Áttu þá ekki frekar við merði?
Ég hélt að ég hefði svotil lagt til að Þjóðkirkjan væri lögð niður enda geri ég varla ráð fyrir að þeir geti lifað af fjárhagslega sem sjálfstætt trúfélag. Sjálfstæð trúfélög geta auðvitað ákveðið hvaða þjónusta er veitt hverjum og samkvæmt hvaða skilyrðum, á sama hátt og frjáls félagasamtök. Opinber eða hálfopinber stofnun eins og Þjóðkirkjan getur það ekki. Ekkert frekar en aðrar opinberar stofnanir.
Best væri að taka lögformlegar giftingar frá trúfélögum og þeim væri bara ætlað að blessa hjónabandið ef parið óskaði eftir því og viðkomandi trúfélag vildi blessa þau.
Daði Einarsson, 26.10.2007 kl. 13:30
Það er mjög mikilvægt að þeir sem eru ekki sammála Þjóðkirkjunni í svona veigamiklum málum skrái sig úr henni og geri það fyrir 1. des.
Það er ekkert mál að breyta trúfélagaskráningu - eyðublaðið er hægt að sækja á heimasíðu Þjóðskrár og það er hægt að senda þangað með faxi (s: 569 2949) eða skutlast með það í Borgartún.
Svona nú, drífa í þessu. Ekki láta sinnuleysið valda því að þið styðjið þetta í verki. Ef þið eruð kristin getið þið skráð ykkur í annan kristinn söfnuð, t.d. Fríkirkjuna.
Matthías Ásgeirsson, 26.10.2007 kl. 13:30
Ekki er ég nú viss um að Jón Valur kæri sig um Þjóðkirkjuna. Það er langt síðan hann yfirgaf hana.
Fer samt ekki ágætlega á því að hafa kaþólskan mann efstan á lista yfir nörda hinnar lúthersku Þjóðkirkju?
En stafi það af nördaskorti býð ég mig fram.
Svavar Alfreð Jónsson, 26.10.2007 kl. 15:21
Hvað finnst ykkur um kaþólsku kirkjuna ? mig langar svo að heyra skoðanir um hana.
Ásdís Sigurðardóttir, 26.10.2007 kl. 15:35
Ágætis punktar hjá þér Ég einmitt yfirgaf þessa kærleiksríku og umhyggjusömu stofnun fyrir þónokkru síðan og hef alltaf fundist þetta undarleg stofnun. Svipað og verða að borga Ruv fyrir sína góðu þjónustu.... Góða helgi annars
Bara Steini, 26.10.2007 kl. 16:10
Held að hægt sé að leysa þetta vandamál með því að taka upp franska hætti (lög eða reglugerðir nema hvorttveggja sé).
Í Frakklandi er fólki gert að giftast/kvænast borgaralega. Þeim er síðan í sjálfsvald sett að fá blessun kirkju.
Munið bara að kirkjuvígsla er ekkert "ritual" í lútersku, heldur samningur milli tveggja manna.
Svíar halda líka kirkjuþing þessa dagana og þeir eru að sögn kaþóskari en aðrir Norðurlandabúar. Ef ég man rétt varð Svíaríki allt fyrst kristnað í lok 13ándu aldar. Síðastir af öllum á Norðurlöndum? Líklegast mun Rigsdagen ákveða framhaldið. Kærleikur hlýtur að standa ofar en ein löggjafarsamkunda.
Kristjana
Kristjana (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 16:29
kvitt á partýið hjá þér. Nenni ekki að taka þátt í þessari umræðu er að fara að steikja kjötbollur.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 17:16
Skemmtileg umræða, takk fyrir hana. Ég er nú ekki að fara að stekja kjötbollur (hm) en hef ekki tíma til að svara lið fyrir lið.
Ég vona bara að allir sem sjá óréttlætið og hræsnina í þeim kirkjunnar mönnum sem hafa töglin og haldirnar, láti sig ekki hafa það að hanga þar lengur. Það er árið 2007 og engin ástæða til að hanga í vondum félagsskap ef maður þarf þess ekki.
Betra að láta peningana renna til háskólans.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.10.2007 kl. 17:25
Mörgum er heitt í hamsi þessa dagana og er því full þörf á að fólk lesi og muni áður en byltingin brestur á.
Sjálf vil ég nefna tvær prýðisbækur;
Bréf til Láru eftir Einar Má Jónsson, útgefin af Ormstungu 2007.
The Far Traveler Voyages of a Viking Woman eftir Nansy Marie Brown.
Bókina um Guðríði Þorbjarnardóttur er hægt að kaupa hjá www.amazon.com.
kv. Kristjana
kristjana (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 18:03
Mörgum er heitt í hamsi þessa dagana og er því full þörf á að fólk lesi og muni áður en byltingin brestur á.
Sjálf vil ég nefna tvær prýðisbækur;
Bréf til Láru eftir Einar Má Jónsson, útgefin af Ormstungu 2007.
The Far Traveler Voyages of a Viking Woman eftir Nansy Marie Brown.
Bókina um Guðríði Þorbjarnardóttur er hægt að kaupa hjá www.amazon.com.
kv. Kristjana
Kristjana (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 18:09
ég hló á mig gat og krefst þess að þú veljir svona nerðir vikunnar eða mánaðarins héreftir. TAKK
halkatla, 26.10.2007 kl. 21:16
Kristjana, samkynhneigðum er ekki í sjálfsvald sett að fá blessun yfir samband sitt í kaþólskri kirkju í Frakklandi né í öðrum löndum.
Jón Valur Jensson, 27.10.2007 kl. 03:00
Það kann að verða flókið fyrir mig að skrá mig úr kirkjunni , kýs frekar að halda í vonina um að góðir hlutir muni gerast! Sú von er veik en ég hef mikla trú á fólki sem að er innan kirkjunnar að vinna að þessum málum. Þannig að ég verð áfram um hríð ....ekki nema minn ektamannur stofni fríkirkju !
Sunna Dóra Möller, 27.10.2007 kl. 12:49
Mikil er sú róttækni.
Jón Valur Jensson, 28.10.2007 kl. 03:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.