Leita í fréttum mbl.is

Stöðug afmæli hjá alkanum

Ég er rosalega upptekin af dagsetningum og slíku.  Stundum er húsbandið að tala um eitthvað og þá segi ég: "gerðist það þegar við bjuggum á sóandó og við áttum þennaneðahinn bílinn".  Já, segir hann kannski og heldur áfram að tala og þá gríp ég gjarnan frammí aftur og segi eitthvað á þessa leið: Ójá, ég man eftir þessu, manstu það var daginn áður en við gerðum blablabla og þú varst í þessum jakka blablabla og tveim dögum síðar þá gerðum við blablabla". Þá er þessi ofurrólegi maður, orðinn dálítið vonlítill um að geta klárað það sem hann var að segja og oft er hann búinn að gleyma því.

Ég er nefnilega fortíðarfíkill. Ég man lyktir, stemmingu, klæðaburð, smáatriði og hefði með réttu átt að vera að vinna í safnadeild, eða í leikhúsi eða eitthvað, ég man í smáatriðum eftir eldhúsáhöldum frá hverjum tíma, gluggatjöldum, lykt úr görðum og bara að nefna það.  Ég er gangandi heimildarrit um fortíðina en eftirspurnin er engin.

En í dag brást mér bogalistin.  Ég átti árs edrúafmæli þ. 5. október s.l. og auðvitað fékk ég milljón kveðjur og allt í góðu með það.  En þ. 25. október kom ég út af Vogi, eftir 20 daga meðferð, skjálfandi á beinunum af ótta við að ég myndi jafnvel ekki standa mig.  Ég man hvernig ég var klædd, við hverja ég var að tala áður en ég gekk út úr húsinu, hvar við stoppuðum á leiðinni ég og húsbandið til að kaupa í matinn, hvað ég keypti í matinn, yfir hverju ég röflaði, þegar ég kom heim og áfram og áfram.  Það tilkynnist því hér með að ég ég átti örafmæli í gær, sem skiptir bara máli fyrir mig og engin ástæða til að blása í lúðra út af því.

Í raun á ég einhverskonar afmæli á hverjum degi. Ekki bara edrúafmæli sko.  Hvernig haldið þið að það sé að vera uppfullur af ónauðsynlegum upplýsingum, sem fáir hafa áhuga á?  Ég geri auðvitað mitt besta til að koma þeim á framfæri og það brestur á fjöldaflótti sálna, þegar mér tekst hvað best upp.

Svo leiðrétti ég fólk í minni fjölskyldu sem fer ekki rétt með sögulegar staðreyndir úr fjölskyldulífinu.  En það er ekki alltaf, bara þegar eitthvað mikilvægt er í umræðunni, eins og hvaða ár við fengum ekki rjúpur, hvenær við tjölduðum í Atlavík og áfram og áfram.  Eins og ég er skemmtileg kona.

Svo man ég EKKI hvar ég var þegar Díana prinsessa dó!! Haldiði að það sé?

Hvað um það, í dag fyrir ári síðan, fór ég í þvottahúsið um 11 leytið og þvoði tvær vélar, okok, ég er að fokka í ykkur og gera grín að sjálfri mér í leiðinni.

OMG, eins og við segjum stundum í bloggheimum, þá blogga ég til að gleyma og í mínu tilfelli er það pjúra sannleikur.

Ég er farin að sofa, bláedrú og minnið er sífellt að skerpast. Þetta á eftir að enda með ósköpum.

Úje.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Sko ! Það er von að þú hafir gleymt þessu búin að fá róandi/örvandi eitthvað drasl í æð og búin að eyða morgninum í stresskasti og svengd fram að því.

Og að því skrifuðu segi ég, til hamingju með áfangann og ég meinaða....

Ragnheiður , 26.10.2007 kl. 03:26

2 Smámynd: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

Ég þekki það að vera ruslakista fyrir allskyns ónauðsynlega vitneskju...furðulegur andskoti að muna bara dellu en ekkert sem kemur að gagni. Til hamingju með afmælið.

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 26.10.2007 kl. 05:58

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með gærdaginn

Hrönn Sigurðardóttir, 26.10.2007 kl. 07:35

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Til hamingju með gærdaginn !

Eigðu góðan dag í dag !

Sunna Dóra Möller, 26.10.2007 kl. 08:09

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Láttu ekki svona kona, þetta eru allt bráðnauðsynlegar upplýsingar 

Jónína Dúadóttir, 26.10.2007 kl. 08:23

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Stelpur ég elska ykkur en ekki óska mér meira til hamingju nema í hugaum, annars get ég ekki haldið reglulegar snúruafmælisveislur hérna á blogginu.  Hehe

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.10.2007 kl. 09:24

7 identicon

Full af ónauðsynlegum upplýsingum og manst þær þrátt fyrir róró og öl í gegnum tíðina. Hvernig værirðu er ekkert hefði til truflunar?Góð eins og í dag. Svona erum við. Ég er með ógrynni af furðulegum upplýsingum og man reyndar ekki einföldustu hluti í dag. En ekki er það vegna þess að róró er að trufla. Eftirstöðvar af blóðtappa í heila mun vera skýringin á trufluðu minni hjá mér.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 10:50

8 Smámynd: krossgata

Veit Saga film eða þjóðleikhúsið af þessum hæfileikum þínum?  Og... Jenný það að muna mikið af meintum ónauðsynlegum upplýsingum er stórlega vanmetið.  Það hefur komið fyrir mig hvað eftir að annað ég get notað slíkt.  Þeirra (upplýsinganna) tími mun koma.

Man eftir einu dæmi, það festist einhvern tíma í hausnum á mér, trúlega í efna- eða eðlisfræðitíma eða eitthvað, að hreyfing mólikúla lofttegunda eykst ef efnið hitnar.  Kannski ekki ónauðsynlegar upplýsingar, en mörgum finnst það.  Hvað um það, það hefur komið sér vel að muna þetta þegar kveikjarinn er um það bil tómur - ég hita hann þá góða stund í lófanum og næ að kreista út einn loga enn í sígarrettu - sem ég er ekki hætt að nota. 

krossgata, 26.10.2007 kl. 11:21

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

LOL þú ert svo biluð

Eitt af því sem aldrei hefur horfið mér úr minni er sú staðreynd að beljur eru með 4 maga (eða magahólf) sem heita vömb, keppur, laki og vinstur. Þú getur rétt ímyndað þér hversu vel þetta hefur nýst mér í gegnum tíðina. Eins að ull kindarinnar skiptist í þel og tog. Svín eru einn af þremur undirættbálkum klaufdýra og hvíta himnan innan við skurn eggsins heitir skjall. Mér þótti greinilega ekki leiðinlegt í náttúrufræði

Jóna Á. Gísladóttir, 26.10.2007 kl. 16:17

10 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

um að gera að hafa nóg af hátíðis- og tyllidögum  

Ég held ég hafi misst af formlega edrúafmælinu... fæ ég þá undanþágu til að fá að óska þér til hamingju með gærdaginn?

 

Laufey Ólafsdóttir, 26.10.2007 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 2987153

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband