Fimmtudagur, 25. október 2007
Gott hjá Borgarráði!
Ég missti af þessari frétt í dag. Ég missti nánast af öllu í dag, í stressinu sem búið er að angra mig frá því í morgun, ég má þakka fyrir að ég týndi ekki sjálfri mér til frambúðar, bara.
Hér er gleðifrétt á ferðinni. Borgarráð leggst gegn því að heimilaður verði nektardans á veitingahúsunum Club Óðal, Vegas og Bóhem í tillögu sinni að umsögn um rekstrarleyfi þessara staða, en gerir það að tillögu sinni að stöðunum verði veitt rekstrarleyfi að öðru leyti.
Það er nú aldeilis fínt. Nú geta þessir staðir bara verið með venjulegan veitingahúss- eða pöbbarekstur eins og kollegar þeirra í Reykjavík, fyrir fólkið á djamminu, en þar er alltaf nóg að gera.
Svo geta þeir sem eru svona hrifnir af fótamenntinni bara skráð sig í Þjóðdansafélagið. Hliðar saman hliðar.
Súlur hvað?
Dansi, dansi dúkkan mín!
Úje
Borgarráð leggst gegn því að heimila nektardans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Femínistablogg, Íþróttir, Menning og listir | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég tók eftir þessari frétt og varð afar lukkuleg með hana! Gott hjá þeim í Borgarráði !
Þjóðdansafélagið ...frábær hugmynd, búningarnir eru líka alveg æði !
Sunna Dóra Möller, 25.10.2007 kl. 21:36
Kannski er það málið, það vantar góðan þjóðdansaklúbb í miðbæinn, hann fengi örugglega ekki neitun.
Ásdís Sigurðardóttir, 25.10.2007 kl. 21:44
Eitt skref til hægri og tvö skref til vinstri... hehehe
Jóna Á. Gísladóttir, 25.10.2007 kl. 21:44
mér sýndist í fljótu bragði að myndin við færsluna væri af einhverju kynlífshjálpartæki... mér er ekki viðbjargandi held ég
Jóna Á. Gísladóttir, 25.10.2007 kl. 21:46
Mér urðu á þau afglöp að lesa pistil um sama málefni, Jóns Fr. held ég og ég þjáist enn að málstoli/ritstoli.
Skamm Jóna dóni, skín í svartar skotthúfur !!
Ragnheiður , 25.10.2007 kl. 21:54
Ingi: Ef þú stundar þá ekki, hvað ertu þá að hafa áhyggjur af þeim, ég meina samkennd er fín en kommon
Jóna: Ég fer að senda þig til hennar nöfnu þinnar sem heitir líka Ingibjörg. Vó ég ruglast og svo á ég systur sem heitir Ingibjörg Jóna, hvar endar þetta?
Ragga: Jón Fr. er efni í áfanga við kynjafræðina í HÍ.
Ásdís: Vér drekkum ei þegar þjóðdansar eru dansaðir því sporin eru erfið. Það myndi vísast enda með fótbroti.
SD: Kunni einu sinni skottís, man að mér fannst hann plebbalegur og í sauðalitunum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.10.2007 kl. 22:00
Engin karlmaður viðurkennir að stunda þessa staði, og er alveg sama þó þeir loki, skrítið. Samt er alltaf fullt á þessum stöðum, skrítnara.
Þjóðdansafélag, hmmm.... kannski ekki svo vitlaust, en hvaða þjóðdansa ætti að leyfa í því félagsheimili. Má vera berrassaður þar?
Þröstur Unnar, 25.10.2007 kl. 22:06
Er ekki súla að verða nauðsynleg á hvert heimili. Svona til að halda því uppi?
Hrönn Sigurðardóttir, 25.10.2007 kl. 22:10
Þröstur ; afhverju berrassaður ? Afhverju er ekki nóg að vera berrassaður heima hjá sér ?
Ég er löngu steinhætt að skilja neitt en er sem betur fer að batna af málstolinu sem ég varð fyrir áðan.
Ragnheiður , 25.10.2007 kl. 22:27
Þröstur: Inside information? Hvernig veistu? Ferðu oft???? Spyr líka, hvað hafa þjóðdansar með bera rassa að gera?
Hrönn: Öndveigissúlur eiga að vera á hverju heimili.
Ragga: Ég er líka algjör flækjufótur eftir lesturinn hjá feministaböðlinum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.10.2007 kl. 22:29
Mér er alls ekki viðbjargandi, ég fór og las þetta AFTUR . Ég er haldin sjálfspíningarhvöt og mun dansa skottís (berrössuð) þegar heimsljósið verður farið í vinnuna.
Ragnheiður , 25.10.2007 kl. 22:40
Ef það væri ekki aðsókn, þá væri að sjálfsögðu búið að loka búllunni. Neibb fer ekki, en mundi örglega kíkja í Latte, ef Miss Nolan réði eins og einna strippu á Skrúðgarðinn.
Þjóðdansar hafa ekkert með berrössun að gera í sjálfu sér, var bara að spökulera í nýjum þjóðbúningi fyrir Þjóðdansafélagsheimilið.
Þröstur Unnar, 25.10.2007 kl. 22:55
Ja kosturinn við þennan búning sem þú leggur til er óneitanlega sá að efniskostnaðurinn er enginn. Það er pæling...æj þarna kemur frú Jenný með kökukeflið !
Ragnheiður , 25.10.2007 kl. 23:02
*Úps
Þröstur Unnar, 25.10.2007 kl. 23:06
. Gott mál að hafna strippbúllunum. Þið eruð dásamleg.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 23:11
Hverjum myndi detta þjóðdansafélagið í hug í tengslum við þessa frétt nema þér frú Jenný?
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 00:29
Ég meina, maður skreppur frá og það er brjálað partý á meðan. Tökum vals eða ekkað. Love u people.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.10.2007 kl. 00:51
"Þá segir í tillögunni að sérfræðingar í kynferðisofbeldi hafi sýnt fram á að í skjóli nektardansstaða þrífist gjarnan vændi auk þess sem erfitt sé að ganga úr skugga um hvort þær stúlkur sem þar starfi séu til þess neyddar eða ekki."
Eru þetta rökin?
Vændi er stundað á ansi mörgum skemmtistöðum. Þeir þurfa alls ekki að tengjast nektardansi á neinn hátt. Er eitthvað erfiðara að komast úr skugga um hvort erlend nektardansmær í Reykjavík starfi gegn eigin vilja heldur en hvort erlendur verkamaður við Káraknjúka geri það?
Ég skil ekki hvers vegna fólk er að agnúast út í hvað aðrir kjósa að gera við tíma sinn og peninga, meðan enginn skaðast. Þótt einhverjir kalli úlfur úlfur, er ekki þar með sagt að neinn úlfur sé á ferð.
Hve langt er fólk tilbúið að ganga í að troða eigin siðferðisviðmiðum upp á aðra, sem kæra sig ekki um þau?
Brjánn Guðjónsson (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 11:18
Kommar eru ávallt kommar, troða sínu siðferði yfir allt og alla. Þessi "feminismi" sem jenny boðar hefur ekkert að gera með kvenréttendi heldur persónulegt siðferði sem hún telur að eiga gilda yfir alla
Feministar hvar eru heimildarnir fyrir öllu sem þið segjið, þið blaðrið út í eitt en koma ALDREI með heimldir fyrir því
Alexander kristofer Gustafsson (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 13:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.