Leita í fréttum mbl.is

Kæri Clapton

 1

Ég er orðin alveg stórgáttuð á þér sem persónu, eða réttara sagt eins og þú varst þegar þú varst í ruglinu.

Hefurðu ekki heyrt um instant karma?  Það er bráðavirkun lögmálsins um orsök og afleiðingu?

Þú stalst konunni frá besta vini þínum, honum George Harrison, en hann var svo þroskaður, karlinn minn, að hann fyrirgaf þér og lét sig hafa sig í að vera vinur þinn, þrátt fyrir að þú værir kolruglaður á þeim tíma.  Minn heittelskaði eiginmaður sá þig á konsert í Falcon Teater í Köben, 1973 og labbaði út af því þú varst svo vímaður að þú gast ekki haldið á gígjunni.  Samt varstu í efsta sæti yfir uppáhaldstónlistarmenn húsbandsins.

En nú ertu edrú og við alveg búin að fyrirgefa þér. 

En mér brá þegar ég sá á vísi.is að þú varst í alvörunni að hugsa um að stúta Jagger, af því að hann stakk undar þér, í denn. Hvað segir það um þig?  Engin fyrirgefningarvinna í gangi þar. Frusssss!

Eh, annars er í lagi að hafa gert slæma hluti, þ.e. ef þeir eru ekki sífellt endurteknir.

Vona samt að enginn fara að troða þér um tær.

Elska þig annars í fortætlur, þ.e. af því þú ert svo ógeðslega góður á gítar.

Virðingarfyllst,

Grúppían.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sumu eiga menn bara að þegja yfir.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.10.2007 kl. 21:21

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

er búið að sleikja frímerki og skella á umslagið. Senda í A-pósti manneskja. Láta svo vita þegar Clapton svarar

Jóna Á. Gísladóttir, 22.10.2007 kl. 21:38

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Annars vissi ég það ekki fyrr en í síðustu viku eða vikunni þar áður að Layla er samið um kellu. Þ.e. fyrrverandi hans Harrison og þáverandi Clapton. Hmmm...

Jóna Á. Gísladóttir, 22.10.2007 kl. 21:41

4 Smámynd: Hugarfluga

Heldur'að'ann sé að les'etta? Ef þú heyrir frá honum þá bið ég að heilsa og hann er velkominn í afternún tí enítæm.  Nema á miðvikudaginn .. þá fer ég til tannlæknis. Já og 5. nóvember þarf ég að fara með bílinn í smurningu. Annars bara nokkuð laus við.

Hugarfluga, 22.10.2007 kl. 21:48

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fluga: Búin að merkja inn á almannak.  Er viss um að hann liggur eins og motherfucker yfir Moggablgginu.

Jónsí: Bíddu, keep up with who´s who in teh sack.

Ásdís: Sumir eru að kafna úr tjáningargleði.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.10.2007 kl. 22:04

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sá sem að samdi "Tár á himnum" (e.tears in heaven, íslensk málhreinsunarstefna), honum leyfist að segja eða hugsa ýmislegt

Hann þarf bara að reyna að lifa í lausninni, ekki í vandamálinu....hmmm....þá verður allt svo mikið betra (búin að horfa aðeins of mikið á ópru) .

(péess...er nokkuð linkur hér sem að ég er að gleyma )!

Sunna Dóra Möller, 22.10.2007 kl. 22:14

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já Sunna Dóra sérðu ekki linkinn kona???? Híhí, ég lifi í lausninni og blogga til að gleyma.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.10.2007 kl. 22:15

8 Smámynd: Jens Guð

  Ég hitti eitt sinn Clapton þegar hann kom í plötubúð sem hét Gramm.  það eru sennilega 15 ár síðan eða svo.  Ég átti engan orðastað við hann. Fyrir mér er frægt fólk ekkert merkilegra en annað fólk.  Samt lagði ég við eyru.  Clapton spurði eftir íslenskum blús.  Siggi var að afgreiða og benti honum á blúshljómleika með Gumma Péturs þá um kvöldið á Hótel Borg.  Clapton mætti og fékk símanúmer hjá Gumma "hendrix".  Ég held samt að ekki hafi orðið framhald úr því dæmi. 

  Nokkrum mínútum síðar sá ég Clapton kaupa slatta af enskum dagblöðum í Máli & menningu. 

  Clapton er gítarsnillingur.  Hann hefur í meira en 3 áratugi stutt breska nasistaflokkinn National Front.  Svo furðulegt sem það hljómar er það á forsendum anti-rasisma.  Ég er algjörlega ósammála hans hugmyndafræði í því dæmi.  Ég er búinn að lesa mörg viðtöl við hann þar sem hann færir rök fyrir því að blökkumenn séu lokkaðir til Englands frá karabíska hafinu en lenda í lægstu þrepum heimsveldisins.  Verða útigangsmenn eða lenda í því að þrífa klósett. 

  Frá Claptoni verður ekki tekið að hann hefur öðrum fremur kynnt til leiks jamaíska reggímúsík og bandarískan blökkumannablús.  Þar fyrir utan rekur hann afvötnunar/afeitrunar stofnanir þar sem blökkumenn einir allra eru undanþegnir kostnaði.   

Jens Guð, 23.10.2007 kl. 02:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2987243

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband