Leita í fréttum mbl.is

Hvað gerðum við án þeirra?

Sautján þúsund erlendir ríkisborgarar eru hér á vinnumarkaði.  Þetta er ekki lítill hópur.  Vinnumálastofnunin segir, að mikil fjölgun erlendra starfsmanna hafi verið innan flestra atvinnugreina. 

Ég er ekki hissa, uppsveiflan í þjóðfélaginu kallar á margar vinnufúsar hendur.

Hafið þið pælt í því, hvernig þjóðfélagið myndi fúnkera, ef engin fengist til að koma hingað og vinna?

Það er eins gott að við sýnum þessu fólki öllu ekta íslenska gestrisni.

Ójá.


mbl.is 17 þúsund erlendir ríkisborgarar á vinnumarkaði hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Pældíþví, ef kemur upp sú staða á ný að við (Íslendingar) þurfum að fara að vinna í fiski eða moka skurði eða bara allt hitt sem við erum hætt að nenna að gera, viljum bara vera Bjarni Ármanns eða Eiður Smári og þykjumst vera rík og og og og og  ó mæ god.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.10.2007 kl. 21:04

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Þetta er ekki lág tala. Mér finnst alltaf jafn skrítið að heyra um fólk sem strunsar sármóðgað út úr bónus að því að útlendingurinn á kassanum talar ekki íslensku eins og innfæddur  ( okey smá ýkjur). En  samt hvað er málið.?

Verst er þó að heyra um slæm kjör og aðbúnað margra sem koma til landsins til að vinna,  þeir eru hafðir á sultarlaunum og dúsa margir saman í herbergiskytru, sem er leigð  á uppsprengdu verði.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 22.10.2007 kl. 21:08

3 identicon

Miðað við frjósemi þá hefðum við líklega lent í kreppu í kringum aldarmótin ef við hefðum ekki tekið við þessu fólki.

Plúsarnir eru fleiri en því miður vilja sumir bara ekki sjá þá. 

Geiri (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 04:26

4 identicon

Vil bæta smá við...

 Ég verð að segja að ég er ekkert voðalega hrifinn af því þegar afgreiðslufólk talar ekki íslensku. Finnst sjálfsagt að innflytjendur taki að sér önnur störf til að byrja með, að þeir geti allavega bjargað sér á íslensku áður en þeir starfa við störf þar sem samskipti eru mikil við viðskiptavini. Hinsvegar verð ég ekki reiður út í fólkið sjálft heldur þá sem reka fyrirtækin fyrir að setja þá í þessa óþægilegu stöðu.

Geiri (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 04:32

5 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Geiri, hvaða störf þá? Og hvar ætlarðu að finna Íslendingana til að vinna á kössunum? Neðar í grunnskólunum?

Þetta er hreint ekkert auðvelt, sko...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 23.10.2007 kl. 11:17

6 identicon

Eins og ég sagði þá vil ég bara að þeir geti bjargað sér, ekki að þeir tali eins og innfæddir. Ég sagði aldrei að það ætti að ráða frekar Íslendinga, bara að innflytjendum sé ekki hent á kassa þegar þeir vita ekki einu sinni hvað orðið takk þýðir. Ég er frekar viss um að þeim finnst þetta líka óþægilegt en taka þessari stöðu oft í neyð, þess vegna tel ég ábyrgðina vera hjá fyrirtækjunum. 

Annars er ég ekki bara að byggja þetta á persónulegri reynslu sem viðskiptavinur, ég þekki innflytjendur sem hafa verið í þessari stöðu og flestir eru sammála mér að það sé sjálfsagt að afgreiðslufólk kunni eitthvað í íslensku.

Geiri (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband