Leita í fréttum mbl.is

Toppur á tilveru!

Þrátt fyrir kaldar kveðjur í athugasemdakerfinu mínu í dag, vegna hins eilífa hitamáls sem umræða um kynþáttafordóma jafnan er, þá er ég ósvífnilega spræk og ánægð með lífið.

Ég hef líka haft góða gesti.  Sara og Jenný Una voru hér, pabbinn hennar Jennýjar er að spila á Agureyris.  Við hættum ekki fyrr en við fengum jáyrði fyrir gistingu til handa Jenný.

Ég bakaði eins og húsmæðraskólakennari í dag (þrátt fyrir lélega heilsu - fórnarlambsdæs),  sannkölluð eldhúsmaddama og nú get ég sagt með góðri samvisku, Jói Fel hvað?

Jenný syngur: Gef mér sólskinsdag, lala, eftir erfiðisdag

Amman: Jenný, hvað þýðir erfiðisdagur? 

 Jenný: Vera í vinnunnisín.

Sáuð þið laugardagslagið?  Ég sá og heyrði lögin.  Í því fyrsta hélt ég að Boney M væru gengin í endurnýjun lífdaga, en nei, einhver annar var genginn í endurnýjun lífdaga.

Annars nenni ég ekki að blogga um lög kvöldsins.  Sumu er best að gleyma sem fyrst.

Annars bara góð.

Úje

Hljómsveitin horfir á fótbolta as we speak.

Hm....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

barn veit sínu viti

Assgotinn ég gleymi alltaf þessum þætti. Verð alveg úti að aka þegar landinn byrjar að æsa sig yfir lagavalinu

Jóna Á. Gísladóttir, 20.10.2007 kl. 22:22

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

guð hvað má ég þá segja alltaf að emja um veikindi en þú ert frábær Jenný mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 20.10.2007 kl. 22:40

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Besta lagið í laugardagslögunum var "Erfitt" með Júlla.  Afskaplega grípandi fyrir okkur fórnarlömbin og hafði djúpan samhljóm  með mínu þyrnum stráða lífi sem manneskju á meðal fífla. Guð hvað ég grét...

Jón Steinar Ragnarsson, 20.10.2007 kl. 23:01

4 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Lífið ee  ee ee er erfitt

Markús frá Djúpalæk, 20.10.2007 kl. 23:07

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er ekki frá því Jón Steinar að Erfitt sé besta lagið til þessa.  Ég grét líka.

Markús:  Erfitt??? don´t get me started

Jóna: Já barn veit svo sannarlega hvernig gangur lífsins er.  Veistu að sumt minnisleysi er betra en annað.  Þú ert heppin kona Jónsí mín

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.10.2007 kl. 23:11

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Úps, æ, æ, steingleymdi laugardagslögunum. Eftir að gospel-lagið var valið í fyrsta þættinum missti ég allan áhuga. Heyrði reyndar Pálma okkar allra sigra í þætti 2 en svo hef ég hlaupið öskrandi út ef erfðaprinsinn hittir á þáttinn þegar hann flögrar á milli stöðva. Þetta er ekki konsept fyrir mig. Er dottin ofan í jólabækurnar. Knús í bæinn.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.10.2007 kl. 23:43

7 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Mér fannst nú lagið sem var valið í kvöld nokkuð fínt bara - allavega miklu betra en Barða lagið með Hallbjörns-lega titlinum Á ballið á sem vinir mínir Tinna Marína og Böddi fluttu voða faglega.... hliðar saman.

Markús frá Djúpalæk, 20.10.2007 kl. 23:48

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gurrí: Vel bækur fram yfir þetta anytime.  Meira að segja Gurrrrúnu frá Lundi.  Muha

Markús: Barðalagið var hrein skelfing. Maðurinn hlýtur að vera að djóka.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.10.2007 kl. 00:04

9 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Guðrún frá Lundi - langt síðan maður hefur heyrt á hana minnst. Hvað er að frétta úr Dalnum?

Markús frá Djúpalæk, 21.10.2007 kl. 00:08

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe, las hana þegar ég var 10 ára.  Man bara að mér fannst hún óggisla spennandi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.10.2007 kl. 00:16

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jón Arnar: Þú drepur migog það er ekki fallega gert addna.  En hann var svona:

La, la, la, la lalalala

lala

lalalalalalalala

lala

la

l...

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.10.2007 kl. 00:23

12 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

A aaaaa aaaaa aaaaa aaaaaa

Markús frá Djúpalæk, 21.10.2007 kl. 00:23

13 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Skammastu þín frú Jenný Anna Baldursdóttir! Þinn fádæma dónaskapur felst í að níðast á mínum fallega bæ með því að afbaka nafnið hans.

A-K-U-R-E-Y-R-I heitir hann!

EF þú dirfist að endurtaka þennan glæp, verður þú dæmd til að syngja textan hennar Andreu 400 sinnum í röð um leið og þú dansar súludans á Bóheim!

Skilið!?

Magnús Geir Guðmundsson, 21.10.2007 kl. 03:02

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Magnús Geir: Hm.. þorrí, var það Aggureyri? Hehe

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.10.2007 kl. 07:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband