Leita í fréttum mbl.is

Lífi mínu, eins og ég hef hingað til þekkt það er hér með lokið!

Hljómsveit hússins, var rétt í þessu, að fjárfesta í hinni Sýnarstöðinni (Sýn I og II).  Líf mitt verður aldrei samt aftur.

Nú verður horft á

Fótbolta

ÍskurlW00t

Box (sveiattan, ofbeldi)

Handbolta (það er í lagi, hann er skemmtilegur, það GERIST þó eitthvað)

Blak (híhí)

Hlaup

Ark

Gang

Lausagang

og hvað þetta heitir allt saman.

Lætin í húsinu eru skelfileg.  Fótbolti á dagskrá og áhorfendur og þulur að missa það.

Heitar tilfinningar í gangi.

Ójá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

ÚFF ég er laus við það núna.

Kristín Katla Árnadóttir, 20.10.2007 kl. 16:08

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Horfðu með honum á fótboltann, eftir smátíma nærðu snilldinni! Þetta getur verið svakalega góð skemmtun!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.10.2007 kl. 16:38

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Talaðu við Árna Johnsen hann er víst umboðsmaður fyrir flatskjái, og fáðu hann til að gefa þér auka sjónvarp, þá getur hver unað við sitt, Jenný elskuleg horft á dr. House og Hljómsveit hússins átt sinn boltaleik í frið.  Mundu bara að velja herbergi sem fjærst frá hvert öðru, nú eða fá sér Headphone.   Þetta er í boði sálfræðiþjónustu Cesiljar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2007 kl. 17:09

4 Smámynd: Bogi Jónsson

Fátt er svo með öllu illt að það hafi ekki eitthvað gott í för með sér ( og fátt er svo með öllu gott að það hafi ekki eitthvað illt í för með sér)

Þú verður sennilega snökktum sáttari við hljómsveitina þín þegar ég segi þér frá því að stórveldið mitt er með gervihnattadisk og horfir á eintómar sápuþætti og annað eins gleðiefni sem er á THAILENSKU með tilheyrandi háfaða og skrækjum og ekki voga ég mér að reyna að skipta yfir á stóð með víkingamáli því þó að ég er HÚSBÓNDI Á MÍNU HEIMILLI OG RÆÐ ÖLLU

Bogi Jónsson, 20.10.2007 kl. 17:11

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég samhryggist þér Jenný mín, það var fjárfest í þessu hérna hjá mér og það eina góða sem kemur útúr því að þá fæ ég að hafa tölvuna í friði!!

Huld S. Ringsted, 20.10.2007 kl. 17:11

6 Smámynd: Bogi Jónsson

Arg Arg ég Ýtti á vitlausan takka og sendi allt óviljandi strax en hér er áframhaldið: 

sem hún stingur uppá eða samþykkir

Bogi Jónsson, 20.10.2007 kl. 17:14

7 Smámynd: Hugarfluga

Nú er bara að taka 12 spora kerfi antisportista á'etta! Standa upp og labba 5 skref og ná í fjarstýringuna og önnur 7 tilbaka með hana í ruslið. 

Hugarfluga, 20.10.2007 kl. 17:35

8 identicon

Þetta skýrir nú ýmislegt,slæmt að verða undir á sínu eigin heimili !Hafðu mín ráð sýndu umburðalyndi,ekki henda þeim út þetta eru örugglega góðir peyjar.Hafðu húmor Jenný,þetta er verst fyrst og svo smá versnar þetta.

Hallgerður langbrók (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 17:45

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég er svo heppin að eiga mjög sjaldgæft eintak af spúsa, hvort sem þið trúið því eða ekki, þá hefur hann EKKI gaman af því að horfa á fótbolta

Jónína Dúadóttir, 20.10.2007 kl. 18:02

10 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Kannski verður einhvern tímann sýnt frá listadansi á skautum....eða sunddýfingar...hmmmm það er nú alltaf skemmtilegt !

Ekki bugast .... þetta fer allt vel

Sunna Dóra Möller, 20.10.2007 kl. 18:11

11 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Jaso.  Samúðarkveðjur.  Hér er "slökkt" á mínu húsbandi samskiptalega séð, hvenær sem fótbolti, handbolti, formúla og box er í gangi í imbanum.  Fílahjörð á rölti í gegnum húsið, naktar magadansmeyjur, organdi hjörð af leikskólabörnum, stórbruni í eldhúsinu eða stofu trufla hann ekki hið minnsta í áhorfinu.  En það fór einu sinni rafmagnið af "í miðjum leik"......"hvern fjandann gerðiru, núna" beljaði minn maður hið snarasta á mig.  Heppin að það varð einhver smá bilun í rafstöð hér í borg, en ekki þvottavélin að slá út.

Sigríður Sigurðardóttir, 20.10.2007 kl. 18:58

12 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Takk fyrir að minna mig á stærstu ástæðuna fyrir að ég hef ekki karlmenn á mínu heimili. 

Samúð

Uss, þú bloggar bara á meðan!

Laufey Ólafsdóttir, 20.10.2007 kl. 19:07

13 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

...annars þekki ég reyndar svona konur líka... hef þær ekki heldur á heimilinu. 

Laufey Ólafsdóttir, 20.10.2007 kl. 19:09

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fótbolti er skemmtilegur ef maður hefur vit á að skammta sér áhorf.  Það er svo einstakt með húsbandið mitt að hann horfir ef það er ekkert annað sem hann hefur að gera, eða sem ég vil að hann geri. Veit ekki hvort það eru leyfar af því að alast upp með 4 systrum, vanur að lúffa. En allavegana þá höfum við ekki sýn svo þetta er ekki neitt vandamál.  Samúð til þín Jenný min en vona að ástandið lagist.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.10.2007 kl. 19:19

15 identicon

Nú sýnist mér ljóst að fótbolta- og hnefaleikabloggin mín hafi skilað sér - svona á ská - tíhíhíhíhí - múhhhha

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 19:42

16 Smámynd: Þröstur Unnar

Laufey

Þröstur Unnar, 20.10.2007 kl. 20:42

17 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Húrrra Fyrir Laufey, minnir mann á það að konur sem eru sjálfstæðar eiga að búa einar eða í fjarbúð! Mér hefur oft dottið í hug alminnileg "dyngja" það ætti að vera verkefni fyrir arkitekta framtíðarinnar til að koma í veg fyrir sundrung á heimilum og að börn fái að njóta sín betur með því að dyngjan kemur í veg fyrir hjónaskilnaði. Lífið fer hvort sem er alltaf í hringi og þetta er eitt af því sem konur ættu að taka upp aftur. Algjörlega prívat og heilagt þar sem þær ráða öllu.

Edda Agnarsdóttir, 20.10.2007 kl. 21:29

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ligg í kasti, þið eruð svo skemmtileg.  Takk fyrir athugasemdir.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.10.2007 kl. 21:31

19 Smámynd: Einar Indriðason

Lausnin er:  Eitt sjónvarp per íbúa per íbúð.

Einar Indriðason, 20.10.2007 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 11
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 80
  • Frá upphafi: 2987161

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband