Laugardagur, 20. október 2007
Dumbledore skutlað út úr skápnum!
Ætli J.K. Rawlings hafi verið að senda stuðningskveðjur til okkar Íslendinga vegna yfirstandandi kirkjuþings í gærkvöldi þegar hún upplýsti að Dumbledore væri samkynhneigður?
Annars er mér slétt sama um hvoru megin þetta krútt er í þeim skilningi.
Alveg eins og mér er alltaf slétt sama hvort fólk sem ég hitti, les um, heyri um, er sam- eða gagnkynhneigt. Ekki alveg rétt kannski. Ég hefði síður kosið að húsbandið væri hommi af skiljanlegum ástæðum.
Mér fannst biskupinn okkar einu sinni, jafn mikill dúllurass og Dombledore. Mér finnst Dumbledore enn vera megakrútt en biskupinn, hm.. eigum við ekki að segja að hann hafi verið settur út í kuldann hér á kærleiksheimilinu.
Brrrrrr
Sófrísingkóld,
Úje
P.s. Er farin að baka. Lagköku í öllum regnbogans litum.
Úje aftur!
Rowling: "Dumbledore er samkynhneigður" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:42 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Skondin og tepruleg viðbrögð hjá elítunni í Carnegie Hall: "Áheyrendur gripu í fyrstu andann á lofti, en síðan var klappað".
Marta B Helgadóttir, 20.10.2007 kl. 14:03
Já erfitt að vera "open minded" opinberlega Marta mín. Hehe
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.10.2007 kl. 14:06
Takk Gunnar Þór. Er ekki lífið dásamlegt í margbreytileika sínum?
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.10.2007 kl. 14:06
Dumbeldore er krútt. Veit ekki með séra Karl, finnst stundum eins og vanti á hann halann og klaufirnar
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2007 kl. 14:59
Ég hefði síður kosið að húsbandið væri hommi af skiljanlegum ástæðum. ROFL
ég er eiginlega með kjánahroll. Hversu asnalegt er ekki að fara að kryfja persónur bókanna ofan í kjölinn svona eftir á.. Búa til eitthvað fjölmiðlafár yfir ''uppljóstrunum'' um kynhneigð galdrafólks.. Æi kannski er ég bara öfundsjúk. Hef alltaf verið græn af öfund í garð þessarar konu. J.K á ég við. Þó viðsnúningurinn á hennar lífi hafi glatt mig mikið. Hugmyndaflug hennar reif hana og börnin hennar upp úr sárustu fátækt og gerði hana að vellauðugri konu. Eins og í ævintýrunum.
Jóna Á. Gísladóttir, 20.10.2007 kl. 15:10
Segi það sama og Jóna! Hvaða máli skiptir kynhneigð galdrakarls í ævintýri!!!
Ekki man ég eftir að kynhneigð Mjallhvítar eða Þyrnirósar hafi nokkursstaðar komið fram!!
Lummó
Hrönn Sigurðardóttir, 20.10.2007 kl. 15:48
Hei stelpur, er ekki orðið tímabært að vita hvort Mjallhvít og Þyrnirós hafi verið til snúnings? Þessa fáfræði umber ég ekki. Kommon brother Grimms, plís tell.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.10.2007 kl. 15:52
hehe lofjú
Hrönn Sigurðardóttir, 20.10.2007 kl. 15:53
Ég er allavega með það á kristaltæru að Rauðhetta litla var snaröfug alkohólisti með dýrafetish. Og ekki orð um það meir.
Og mig langar í lagköku, en læt mér nægja volgt nýbakað bananbrauð með sméri. *slurp*
Hugarfluga, 20.10.2007 kl. 16:22
Hugarfluga er nú ekki langt frá sannleikanum því samkvæmt elsti útgáfum af Rauðhettu svaf hún einmitt hjá úlfiinum (hluti af því að verða fullorðinn - var skýringin).
Hvað þetta Rowlings uppþot snertir verð ég nú að segja að ég skil það ekki alveg. Sagan er búin, DUmbledore er dauður og að var ekkert í bókunum sem benti til þess að hann væri hommi. Hvers vegna að segja það allt í einu núna? Vantaði hana meiri athygli? En ekki misskilja mig, mér er alveg sama þótt Dumbledore hafi verið hommi, skil bara ekki af hverju hún segir þetta núna.
Minnir mig á þegar Elisabeth Rohm hætti í Law & Order. Þá var karakterinn rekinn í þáttunum og hún spurði: Is this beause I'm a lesbian? Það hafði aldrei neitt verið gert til að gefa í skyn að hún væri lesbía. Las meira að segja grein frá lesbíu sem sagðist alltaf reyna að taka eftir vísbendingum um að karakterar í myndum væri lesbíur, og þarna hefði aldrei nett verið gefið í skyn. Var frekar eins og svona eftiráaðhyggjadæmi.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 20.10.2007 kl. 17:04
Þið hafið bara ekki lesið síðustu bókina. Mér finnst það skýra heilmargt að Dumbledore hafi verið samkynhneigður. En j.k. Rowling hefur nú ígrundað allar persónur sínar út í hörgul og þetta er örugglega atriði sem hún sem höfundur hefur haftbak við eyrað.
Margrét (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 17:53
hmmmm...ég hef nú lesið síðustu bókina og það er ekkert sem að minnti mig á samkynhneigð Dumbeldorss í´enni. Ekki einn kafli......ég hef kannski gleymt að setja á mig kynjagleraugun þegar að ég las....!
Sunna Dóra Möller, 20.10.2007 kl. 18:08
p.s. annars er ekkert fallegra en regnbogi
Sunna Dóra Möller, 20.10.2007 kl. 18:09
þið eruð óóóóógeðslega fyndin hérna. Hugarfluga þú drepur mig og Jenný; ...til snúnings ?
Jóna Á. Gísladóttir, 20.10.2007 kl. 22:18
hehe, það var mjög augljóst í síðustu bókinni. Og tek svo undir með Margréti hér fyrir ofan. Það er ótrúlegt hvað Rowling hefur hugsað bakgrunninn djúpt.
Hins vegar hafa nú Biblíubeltisfanatíkerarnir nýja ástæðu til að hatast við bækurnar...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 21.10.2007 kl. 12:13
Mér fannst þetta reyndar útskýra betur en margt annað samband hans við Gellert Grindelwald og hvers vegna hann var svona lengi að bregðast við þegar GG var með vesen. Skemmtilegast fannst mér að sjá að hún hafði greinilega gefið persónunum meiri dýpt en almennt er hvort sem það hefur áhrif á framvindu sögunnar eða ekki.
Ein góð pæling varðandi þetta: Í sjöundu bókinni hugsar HP með sér, þegar hann hefur fengið á hreint hversu náið samband GG og AD var, að AD hafi logið í fyrstu bókinni um hvað hann sæi í draumaspeglinum. Kannski fattaði HP að AD hefði verið hrifinn af GG (HP = Harry Potter, AD = Albus Dumbledore svona svo allir séu með á nótunum)
En eins og sést sagði hún þetta fyrst og frems svo við Harry Potter nördarnir hefðum eitthvað að pæla í núna þegar bókaröðin er á enda komin.
Bjarki Ívarsson (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 18:03
Ógisslega er gaman hérna
Marta B Helgadóttir, 21.10.2007 kl. 18:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.