Leita í fréttum mbl.is

Rasisti afhjúpaður

Rasistar eru það fólk sem bera í sér hámark forheimskunar og fávisku, að mínu mati.  Þá skiptir engu máli hvaða menntun og bakgrunn fólk hefur, hversu sprenglært það er.  Menntun þess hefur mistekist.  Algjörlega mistekist.

Það er óhugnanleg hugsun, finnst mér, að hámenntað fólk hugsi svona, af því ég ber töluverða virðingu fyrir menntuðu fólki, enda því haldið að mér í uppeldinu að menntun sé alltaf að hinu góða.  Ég er enn fullviss um, að það er rétt.  En óþverrar og mannhatarar þrífast allsstaðar en það er ekki oft sem akademískir borgarar bera kynþáttahatur sitt á borð fyrir almenning, af því þeir vita, að það er ekki merki um mikla víðsýni.

Nú hefur James Watson, bandarískur vísindamaður,  valdið miklu uppþoti eftir að hafa látið niðrandi orð falla um vitsmuni blökkumanna.  Hann var í PR-leiðangri í Bretlandi, vegna nýútkominnar bókar, en ferðinni var aflýst.

Watson sagði m.a. í viðtali við breska blaðið The Sunday Times að hann væri mjög svartsýnn á framtíðarhorfur í Afríku "vegna þess að við mótun félagslegrar stefnu er alltaf gengið út frá því að Afríkubúar séu jafngáfaðir okkur - en allar rannsóknir segja annað".   Hann bætti því við að hann vonaðist til þess að allir væru jafnir, "en þeir sem þurfa að glíma við svarta starfsmenn komast að því að svo er ekki."

"Ég er miður mín yfir því sem gerst hefur,“ sagði Watson. „En umfram allt fæ ég ekki skilið hvernig ég gat sagt það sem eftir mér var haft". 

Ég fullyrði að Watson er miður sín yfir því sem gerst hefur af því það kemur við pyngjuna og orðsporið.  Hann er rasisti og þetta segir enginn óvart.  Það er ekki eins og hann hafi mismælt sig.  Skilaboðin eru skýr.

Þetta er Nóbelsverðlaunahafi, gott fólk.

Svo sorrí!

Jeræt

Ójá!

 


mbl.is Watson: „Ég er miður mín“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Þetta er dapurlegt....og ég sem hélt að aukin menntun fæli oftar en ekki í sér víðsýni og umburðalyndi! Mér skjátlast greinilega aðeins of oft !

Sunna Dóra Möller, 19.10.2007 kl. 22:34

2 identicon

Hvað er maðurinn að meina?? - Er hann að gefa í skyn að einhver hafi talað í gegnum hann???  Maðurinn sagði það sem hann sagði og það var ekkert annað en afhjúpun á rasisma. As simple as that

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 22:34

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Stelpur, maðurinn er pjúra rasisti.  Hann er sorrí yfir að hafa gubbað því út úr sér en hann hefur farið á endorfínfyllerí í viðtalinu, verðið yfirkominn af eigin visku og sjarma og leyndarmálið fauk í blöðin með ekki svo góðum árangri fyrir hanns eðlu og ógeðslegu persónu.

Menntun felur oftar en ekki í sér víðsýni og umburðarlyndi en augljóslega ekki alltaf.

Takk fyrir stelpur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.10.2007 kl. 22:40

4 identicon

Kannski hefur maðurinn átt við menntunarstig og almenna þekkingu í afríku.

Jón (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 22:54

5 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Sorglegur maður.

Svala Jónsdóttir, 19.10.2007 kl. 23:17

6 identicon

Segðu mér, þegar þú ert búin að lifa í 79 ár, finna upp DNAið og halda grilljón fyrirlestra um kunnáttu þína til þess að fræða almenning, munt þú þá aldrei segja neitt sem hljómar eins og eitthvað allt annað en það er?

Allir gera mistök og mér finnst nú ekki beint kurteist að kalla manninn rasista fyrir þesis mistök.

Hann hefur alveg örugglega verið að meina eitthvað allt annað.

Kristín (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 23:27

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þegar maður er 79 ára hámenntaður Nóbelsverðlaunahafi þá lætur maður ekki svona lagað út úr sér án þess að vera kallaður rasisti.  Af hverju haldið þið að maðurinn hafi þurft að aflýsa kynningarferðinni?  Það er vegna þess að það er allt bjrálað yfir þessu.

Hann neitar heldur því ekki einu sinni fram að hann hafi meint eitthvað annað en hann sagði en er miður sín fyrir að HAFA sagt það.  Hann er amk dómharðari á eigin mistök en þið Kristín og Slembinn einstaklingur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.10.2007 kl. 23:43

8 Smámynd: Fríða Eyland

Heilvíti ertu góð núna keddlingin þín

Fríða Eyland, 20.10.2007 kl. 00:12

9 identicon

Ég hefði nú haldið, verandi 79 ára hámenntaður, ofurgáfaður nóbelsverðlaunahafi að maður kynni nú að tjá sig við fjölmiðla...... það er ekki eins og hann hafi verið að gera þetta í fyrsta sinn!  

Bara gott að hann kemst ekki upp með þetta rugl.... 

Díta (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 00:18

10 Smámynd: Fríða Eyland

þannig er að ég elska Afríku ekkert minna hérna meiginn.

Það eina sem styður orð þess gamla er að hörmungar,stríð og óöld hefur áhrif. Það er þekkt að langvarandi næringarskortur getur valdið heilaskemmdum hjá börnum, nauðganir eru hræðilegar, alnæmissmit, munaðarlaus börn, aðgengi að menntun er ábótavant. Þegar ég hugsa þá stundum skammast ég mín fyrir að vera á toppi heimsins. Innan séngjeng girðingar og tollamúra, étandi mat frá Þriðja heiminum... 

Fríða Eyland, 20.10.2007 kl. 00:26

11 Smámynd: Jens Guð

  Ég hef verulega öfgakennda andúð á rasisma.  Mér þykir mjög andstyggilegt þegar fólki er skipt upp út frá kynþætti,   trúarviðhorfum,  litarhætt,  trúarbrögðum eða uppruna.  Ég hef til fjölda ára verið í Frjálslynda flokknum vegna andúðar minnar á kvótakrefinu.  Tilteknir talsmenn FF hafa verið sakaðir um rasisma.  Ég umber ekki neinar tilhneigingar í þá átt.  Ég er í baráttu gegn rasisma á öllum vígstöðvum.

Jens Guð, 20.10.2007 kl. 00:42

12 identicon

Þetta er fáranlegt þessar nornaveiðar sem eru gerðar út af politcal correctness, 

Butcer (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 00:45

13 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég held að það sé rétt að skoða þessi ummæli í ljósi þess að karlinn er að nálgast áttrætt

Við getum flest skrifað undir að greind stjórnist annars vegar af erfðum og hins vegar umhverfi. 

Það hefur verið sýnt fram á að mismunandi þjóðfélagshópar og kynþættir skora mishátt í þessum IQ prófum sem voru mjög vinsæl á tímabili.  Svartir skoruðu lægra en hvítir og gulir í BNA en þar með er ekki nokkur leið að fullyrða að það skor sé í beinu samhengi við húðlit fólks. Allar líkur eru til þess að það sé hægt að rekja muninn til mismunandi umhverfisskilyrða sem þessir þjóðfélagshópar búa við en til erfða.

Sigurjón Þórðarson, 20.10.2007 kl. 00:56

14 identicon

Takk fyrir það Sigurjón.
Leiðinlegt hvað margir verða góðir og rétthugsandi þegar svona mál ber á góma.

Maðurinn var einfaldlega að tala um ástandið í Afríku og það væri lygi að halda því fram að menntunar og þekkingarstig á þeim slóðum væri sama og til dæmis hér á landi. Nóg er heimskan hér samt.

Jón (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 02:37

15 Smámynd: Fríða Eyland

Þú hefur greinilega verið mikið í Afríku Óskar og dvalið langdvölum eða ekki það er líklegra, hrokagikkir eins og þú er annað sem ég skammast mín fyrir Kæri bróðir

Fríða Eyland, 20.10.2007 kl. 02:43

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Butcher: Ef það er pólitísk rétthugsun að vilja ekki flokka fólk og gæðastimpla eftir húðlit, trú, búsetu, kynhneigð ofl. þá er ég bara helvíti rétthugsandi.  Þú ert hinsvegar minna en ekkert í mínum huga, þar sem þú þorir ekki að vera pólitiskt ranghugsandi nema í felum.

Nemandi: Ég spyr þig aftur, er ekkert að bresta á með útskrift?  Hver er að hefja sig yfir hvern og who the fuck is Ellý?

Jón: Afhverju er leiðinlegt hvað margir verða "góðir og rétthugsandi þegar svona mál ber á góma"?  Er leiðinlegt að það skuli vera til slatti af fólki sem ekki er kynþáttahatarar?

Jens, Fríða og Díta: Þið eruð fólk að mínu skapi.

Sigurjón: Við þessi s.k. gáfnapróf hafa verið settt stór spurnningamerki.  T.d. voru krakkar í Singapore og Japan látin taka þau og þau eru töluvert betur á veg komin, námslega séð, heldur en svartir krakkar í USA.

Óskar: Værir þú til í að tjá þig annarsstaðar? 

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.10.2007 kl. 02:57

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nemandi: Ég held að ég hafi misskilið það sem þú skrifar.  Sá þig kommentera við sömu frétt annarsstaðr og skil nú hvað þú átt við. Bið þig að afsaka dónaskapinn í mér.  Er fljúgandi fljót á mér í mínum hjartansmálum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.10.2007 kl. 03:08

18 identicon

tjahhh.. maðurinn átti fann nú erfðaefnið :/ fáir eins öflugir á því sviði og hann..

ekki satt ?

Aron (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 04:52

19 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég þoli ekki þegar fólk er flokkað niður eftir litarhætti og ég tala nú ekki um að draga fólk í gáfnadilka eftir því hvort það er svart, rautt, gult eða hvítt. Ég bjó lengi með fólki frá Ghana og var það gáfaðra en margir aðrir sem ég hef kynnst á lífsleiðinni.

Huld S. Ringsted, 20.10.2007 kl. 10:05

20 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Það er bara út í hött að tala um gáfur eftir litarhætti! Það er bara svo klikkað. Spurning frekar að ræða um möguleika til að nýta og þroska þær gáfur sem að manni eru gefnar og möguleikana til menntunar. Við á Vesturlöndum njótum forréttinda þar og þess vegna er svo auðvelt að segja að aðrir séu fífl og illa gefin.....sumt fólk í Afriku á ekki einu sinni möguleika á að læra að lesa! Það væri kannski ráð að tala frekar um hvernig hægt er að hjálpa fólki að komast til menntunar í Afriku frekar en að segja það minna gefið en við hinn hvíti miðaldra karlmaður á Vesturlöndum!! *pirrrr*! ´Ég kemst bara í vont skap við svona og klukkan ekki einu sinni orðin 11 *daaaææs*

Eigðu góðan dag

Sunna Dóra Möller, 20.10.2007 kl. 10:18

21 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Þessi frétt hefur a.m.k. afhjúpað marga óviðbjargandi fávita á moggablogginu

Allt hefur sinn tilgang.

Og nei, menntun er því miður ekki alltaf til að bjarga innræti fólks eða víðsýni. Þetta fer allt eftir í hvaða jarðveg hún fellur.

Laufey Ólafsdóttir, 20.10.2007 kl. 10:57

22 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Það sem mér finnst eiginlega fyndnast er að fólk sé yfirhöfuð að pæla í því hvort geti verið að mannandskotinn hafi rétt fyrir sér. Ég meina... hvernig er hægt að mæla greind á þessum forsendum? Eru ekki öll greindarpróf sem notuð eru aðlöguð að vestrænni menningu eins og við þekkjum hana? Ástand eins og Fríða Eyland lýsir svo réttilega hér að ofan... þetta fólk hefur um aðra hluti að hugsa en við hin sem sitjum á rassgatinu fyrir framan tölvuskjáina og étum súkkulaði. Æi... aaarghhh

Jóna Á. Gísladóttir, 20.10.2007 kl. 11:13

23 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála stelpur.

Laufey: Góð, allt hefur nefnilega tilgang.  Líka Watson sem kemur upp um alla íslensku rasistana. OMG

Jóna: Alveg hárrétt hjá þér, mælistikurnar eru í hæsta máta vafasamar og gáfnapróf er enn vafasamara og segir ekkert til um tilfinningagreind, svo ég nefni eina tegund greindra sem t.d.karlar hafa ekki verið mikið í að mæla.

Ertu farin að éta gúkkulaði við tölvuna og klukkan bara rétt orðin 11.

Hehe

Love u guyes.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.10.2007 kl. 11:17

24 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Er bloggvinatiltekt næsta tilkynning á Jennýjarbloggi?

Ps. mig langar líka í gúkkulaði, ekki sulla á lyklaborðið samt.

Laufey Ólafsdóttir, 20.10.2007 kl. 11:25

25 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Hjartanlega er ég sammála þér Jenný.  Karlinn virðist vera krípi. Fyrir hvað fékk hann eiginlega Nóbelinn?

Marta B Helgadóttir, 20.10.2007 kl. 11:29

26 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Marta: Fyrir rannsóknir í erfðavísindum.  Það hefur lengi loðað við erfðavísindakallana að halda sinn kynstofn merkilegri en aðra.  Munið Mengele.

Laufey: Lestu hugsanir mínar.  Erum við að hugsa um sama einstakling? Muahahahah

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.10.2007 kl. 11:57

27 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég heyrði þig hugsa upphátt.

Laufey Ólafsdóttir, 20.10.2007 kl. 12:24

28 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Var að lesa um hann á Vísir.is  honum var eignaður heiðurinn af að hafa uppgötvað DNA erfðaefnið ...  

Marta B Helgadóttir, 20.10.2007 kl. 12:27

29 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Óskar: Ef þú getur rökstutt og réttlætt rasisma þannig að ég skilji þig er kominn tími á að ég gefi upp öndina.  Mismunandi eiginleikar eru manna á millum, það nægir mér.  Lengra nær mín flokkunarlöngun ekki.

Marta:  Ég hélt það, sjálfur DNA-pabbinn.  OMG

Laufey: Ég þarf að fara að hugsa með hljóðkútinn á

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.10.2007 kl. 12:33

30 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Óskar: Ég klippi út í pappa: Ég held því ekki fram að FÓLK hafi nákvæmlega sömu eiginleika, ég legg mig hins vegar ekki niður við að flokka fólk eftir kynþáttum.  Svo mikil er flokkunarárátta mín ekki og ég hef kynnst fólki víða að og fram á þennan dag hefur það reynst vera FÓLK með þeim kostum og göllum sem það felur í sér.  Kapíss?

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.10.2007 kl. 13:21

31 identicon

Guð minn góður...maður er á meðal dýrlinga hér!!! greyið maðurinn álpaðist til að segja þetta(79)þá rjúka allir upp í sjálfskipaðri góðmennsku...ég gæti gubbað

Sigurður Jóhann Thorsteinsson (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 13:56

32 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heyrðu Sigurður Jóhann: Hvers vegna setur þú aldur mannsins innan sviga?  Skiptir aldur hans einhverju máli?  Heldur þú að roskið fólk sé alltaf hrörlegt til heilans og því skiljanlegt að það tali af sér?  Watson talaði af sér og upplýsti um þankagang sem ekki er hæfandi manni sem vill teljast upplýstur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.10.2007 kl. 14:00

33 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Alltaf fjör hjá þér! Tek undir þetta hjá þér, rasismi er viðbjóður!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.10.2007 kl. 17:26

34 identicon


The eminent biologist told the British newspaper he was "inherently gloomy about the prospect of Africa" because "all our social policies are based on the fact that their intelligence is the same as ours -- whereas all the testing says not really."

Mér finnst þetta nú frekar illa þýtt hjá mogganum.

hljómar ekki alveg eins illa þegar þetta er á ensku 

bara að fylgjast með.. (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 20:17

35 identicon

http://jackandjillpolitics.blogspot.com/2007/10/dr-james-watson-racist.html

lesið meira um fréttina.

ég er aðdáandi Watsons og hef skrifað stóra ritgerð um manninn og horft á yfir hundrað viðtöl við hann..

(gleymdi að setja þetta inn í komment fyrir ofan) 

bara að fylgjast með.. (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 20:20

36 identicon

Hvernig á ég að lýsa þessu...þetta er svo gengdarlaus sjálfsfróun að ykkar hálfu að það hálfa væri .....restart....i've had it up to here....eh with bitter females with no prospect whatsoever"insert snyde remaek"

Sigurður Jóhann Thorsteinsson (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 20:34

37 identicon

mér finnst sjálskipaðir englar lummó...kall me crazy manndruslan er 79 ára gamall veldu aðra útrás fyrir ...dare i say it minnimáttarkennd...þetta er ekki flókið

Sigurður Jóhann Thorsteinsson (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 20:52

38 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sigurður Jóhann, það er óþarfi að beina byssu í fésið á mér.  Hm..

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.10.2007 kl. 21:38

39 identicon

elska þig líka:)

Sigurður Jóhann Thorsteinsson (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 21:54

40 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég las í bókinni Blink eftir Malcolm Gladwell að greind þeldökkra fer eftir hvernig þeim líður. Þetta á auðvitað um okkur öll, en niðurstöður prófsins sem hann fjallaði um var svona. Einhverjar þúsundir svertingja voru látnir taka sama prófið. Allir voru beðnir um að fylla út form þar sem spurt var um hagi viðkomandi. Á formi annars hópsins var beðið um húðlit. Sá hópur fékk töluvert lægri einkunn. Þeim sem voru "minntir á" að þeir voru svartir gekk illa á prófinu, meðan hinum gekk vel.

Svo myndi ég ekki æsa mig mikið yfir frétt á mbl.is þar sem vitnað er í erlendan texta. Það hefur oft sýnt sig að merkingin tapist í þýðingunni og að fólk sé að rökræða um eitthvað sem aldrei gerðist eða sagt var.

Villi Asgeirsson, 20.10.2007 kl. 22:30

41 identicon

Við þessa umræðu langaði mig að bæta þeim upplýsingum að James Watson tók nóbelsverðlaunin frá konu að nafni Rosalind Franklin.  Hann var drykkjufélagi yfirmanns hennar og fékk í gegnum hann nægar upplýsingar um byltingakenndar DNA rannsóknir hennar til að hann og félagsi hans Francis Crick næðu loks sjálfir að gera eitthvað áhugavert.  Þeir kumpánarnir voru ekki lengi að koma sér á framfæri í krafti karlmennsku sinnar og voru loks heiðraðir með nóbelsverðlaunum, einmitt fyrir DNA "uppgötvanir" þeirra  meðan sjálfur snillingurinn Rosalind féll í skuggann sökum þess að hún var kona.  Svona er heimurinn skrýtinn.

Hannes (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 23:07

42 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hannes: Heimurinn skrýtinn segir þú, er það ekki understatement í þessu samhengi?

Villi: Áhugavert innlegg í umræðuna.  Takk fyrir.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.10.2007 kl. 23:19

43 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Held að rasismi verði til af minnimáttarkend eða og af fáfræði.  Það vakti athygli mína í fréttum í kvöld að sumir í Sviss vilja senda ,,svarta sauði heim"  með öðrum orðum útlendinga,  sá í fréttamyndinni sem fylgdi að þeir sem virtust fylgjandi þessu og voru með e.k. uppsteyt virtust vera undirmálsfólk þ.e. fólk sem ekki hafði náðs sér á strik í lífinu. Held það sé einmitt of svoleiðis.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 20.10.2007 kl. 23:22

44 Smámynd: Jens Guð

  Óskar,  fullyrðing þín um að allir þeir sem hafa umgengist blökkumenn eitthvað að ráði séu sammála bandaríska rasistanum er röng.  Ég kalla sjálfan mig til vitnis um það.  Mín kynni af blökkumönnum hafa bara verið góð. 

  Fyrir mörgum árum tók ég þátt í að setja hér upp hljómleika með bandaríska trompetleikaranum Leo Smith.  Aldeilis fínn náungi.  Síðar hannaði ég fyrir hann plötuumslag með málverki eftir Tolla í forgrunni. 

  Fleiri blökkumönnum hef ég kynnst. Bara að góðu einu. Það er heimska út af fyrir sig að skilgreina fólk út frá kynþætti.  Hundruð milljóna manna á ekki að setja undir einn hatt út frá jafn víðtæku viðmiði og hörundslit.  Í samanburði við kynni mín af blökkumönnum er mér ómögulegt að skilgreina þig sem halloka í þeim samanburði.

Jens Guð, 21.10.2007 kl. 00:38

45 Smámynd: Jens Guð

  Þarna vantaði orð inn í mitt niðurlag.  Það átti að vera "mér er ómögulegt annað en". 

Jens Guð, 21.10.2007 kl. 00:39

46 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jens: Góður.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.10.2007 kl. 02:06

47 Smámynd: Linda

hef ekki lesið alla greinina, eitt er þó víst að rasismi hefur ekkert með menntun eða hvar fólk er statt í lífinu félagslega, ég þekkti svertingja sem litu niður á svertingja sem voru of dökkir, eða frá suður ríkjum, alveg eins og hvít fólk sem litu niður á hvíta sem kallaðir eru "white trash" fátækir einstaklingar. Nú svo má ekki gleyma "Mexikönunum, þeir þoldu ekki þessa beaners sem voru að koma yfir landamærin, gáfu þeim sem voru önnur og 3 kynslóðar landamæra hopparar slæmt nafn.  Já, rasismi og fordómar leynast víðar þegar betur er að gáð.  Breytir því hinsvegar ekki að slíkt er vitanlega ljótt og óásættanlegt.

Man eftir viðtalki við konu á Oprhu, hún sagði að við værum öll fordómafullir einstaklingar sem og rasistiar, fólki brá rosalega, hún bað það um að skoða hvað það hefði fordóma gegn og skrifa það niður og fólk var í tárum yfir eigin hræsni, óháð litarhætti.  Hún benti réttilega á að núna gæti þetta ágæta fólk byrjað að vinna sig út úr fordomum, hatri og rasisma því allt væri þetta sami pakkinn.  Kallaði fólk hræsnara sem neitaði eigin fordómum hún var mannfræðingur að mennt. Merkilegt kvenndi alveg...

Linda, 21.10.2007 kl. 07:25

48 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

sjá hér (ef ekki eru allir hættir að lesa þennan þráð)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 21.10.2007 kl. 12:22

49 identicon

Ef konur eru látnar taka fram í upphafi stærðfræðiprófs að þær séu konur gengur þeim verr en ella.

Í upphafi greindarprófa komu stelpur betur út en strákar. Höfundum greindarprófa fannst það auðvitað fásinna, ekki séns að það gæti verið rétt. Þess vegna var greindarprófunum breytt! Greind er bara hugtak sem fólk leggur mismunandi skilning í. Greindarpróf eru af mörgum gerðum og taka tillit til mismunadi þátta, flest eru sniðin að ákveðinni menningu og alveg víst er að ekki er til eitthvað eitt algilt greindarpróf sem hentar öllum manneskjum í heiminum og getur flokkað þær niður.

Hvað varðar Watson held ég að við ættum öll að muna að við höfum einhverja fordóma og hann er að súpa seyðið af sínum núna og kemur vonandi út sem betri maður á eftir. 

María (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 17:21

50 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

María, rétt hjá þér með stelpurnar. 

Auðvitað erum við öll með fórdóma, vonandi þó að sem flestir beini þeim ekki að fólki sem að einhverju leyti skilur sig frá norminu.  Það er vont mál.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.10.2007 kl. 17:29

51 identicon

Eitt enn, að bera Watson saman við Mengele er algjör fáviska og dónaskapur. Watson gerði eina mestu vísindauppgötvun seinni tíma en Mengele var morðsjúkt kvikindi sem gerði hrottalegar tilraunir á gyðingum og öðrum minnihlutahópum á tímum nasista í Þýskalandi, og lagði ekkert fram til vísinda annað en að sýna hversu siðblindir einstaklingar geta verið. Já, Watson gerðist sekur um fordóma en komm on fyrr má nú vera að bera hann saman við eitt mesta illmenni sögunar..

María (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 17:30

52 identicon

Það væri nær að nefna Darwin sem var víst uppfullur af fordómum en nú er ég hætt...

Annars bara gaman að lesa bloggið þitt

María (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 17:35

53 identicon

Þetta er ekki fyrsta skipti sem hann segir eitthvað svona. Reyndar væri þessi kall gott case study fyrir feminsta.

Hann hefur sagt að það sé tenging milli litarháttar og kynlöngunar,og að þessvegna væru til Latin Lovers. Hann hefur líka sagt að það væri hægt að genastýra fegurð, það væri gott af því að þá væri bara til fallegar stelpur og svo að lokum væri hægt að finna genið sem gerði fólk samkynhneigt og þá væri hægt að bjóða foreldrum að eyða fóstrinu svo þau myndu ekki eignast samkynheigt barn.

Bjöggi (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 00:48

54 Smámynd: Upprétti Apinn

Ég tel að greinarhöfundur hér sé með meiri upphleypanir en kæri Herra Watson.

Watson setur fram kenningu í erfðafræði sem hann byggir á rannsóknum á greindarvísitölu ólíkra kynstofna.  Ef greinarhöfundur ætlar að véfengja þessa kenningu, þá þarf hann að byggja það á einhverjum rökum.

Án þess að rannsaka það eitthvað nánar, þá gæti vel verið að blökkumenn komi verr út úr þessum prófum en hvítir menn.  Asíubúar koma hins vegar betur úr þeim veit ég en hvítir menn og það sama á við um Azkenasí gyðinga.

Spurningin ætti mun frekar að vera hvort greindarpróf séu einhver mælikvarði á gáfur.  Ég þekki fólk sem hefur komið mjög hátt út úr þessum prófum, og eru afskaplega treg.  Greindarpróf eru gerð fyrir fólk sem er gott í þeim greinum sem snúast að verkfræði.  listamönnum t.d. gengur frekar verr en verkfræðingum.  Greindarpróf eru í raun meingölluð og ættu ekki að vera prófsteinn á gáfur fólks.

Ekkert í ummælum Watson bendir beint til þess að hann sé kynþáttahatari.  En hann hefur t.d. lýst því yfir áður að allir eigi að hafa sömu réttindi og möguleika óbundið við genatíska uppbyggingu þeirra.

Þess má að lokum geta að það er margfallt meiri munur á gáfnafari innan kynþátta en milli þeirra.  Kynþættir gefa því í raun enga sýn á gáfur eða aðra hæfileika einstaklingsins.

Upprétti Apinn, 22.10.2007 kl. 08:23

55 identicon

Partý hér hehehehehe. Innlitskvitt

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 19:40

56 Smámynd: halkatla

ég vorkenni bara aumingja gamla manninum allar þessar gáfur og þetta er það sem hann lætur frá sér fara? sorglegt!

upprétti api: mannkynið er eitt, litarefni í húð hafa ekkert að segja: eitt dna og hananú! we are one!

halkatla, 23.10.2007 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband