Föstudagur, 19. október 2007
Fullnægingarskortur - hæpin vísindi.
"Aðalvandamálið tengt kynlífi hjá konum er einfaldlega það að þær fá ekki fullnægingu. Margar hafa aldrei fengið fullnægingu. Svo vita sumar ekki einu sinni hvar G-bletturinn er!"
Sólveig Katrín Hallgrímsdóttir, heldur þessu fram.
Ókei, rannsókn í gangi, hugsaði ég, þar sem þessi "frétt" er undir liðnum "Tækni og Vísindi" í Mogganum.
Nebb, engin rannsókn, Sólveig Katrín, heldur kynningar um hjálpartæki ástarlífisins.
Það stendur ekki stafur um hvort SK er kynfræðingur, hjúkka eða fagaðili yfirhöfuð.
Svo auglýsi ég eftir öllum fullnægingarlausu konunum. Ég þekki enga, en kannski eru allar konur sem eru fullnægingarlausar að segja vinkonum sínum ósatt, þegar þær tala um kynlíf. Svo segja þær satt á kynningum úti í bæ, við bláókunnugt fólk. Jeræt.
En SK hefur samkvæmt þessari frétt leitt fjölda kvenna í sannleikann um mikilvægi fullnægingar.
Nú bíð ég eftir að einhver "kynnir" sem selur tippaframlengingarpillur og Viagra, komi fram á sjónarsviðið og segi okkur að "aðalvandamálið tengt kynlífi hjá körlum er einfaldlega það að þeim stendur ekki eða að þeim finnst þeir vera með of lítið tippi".
Þvílík vísindi.
Það er stundum fjallað um konur eins og þær séu ein stór hópsál af fáfróðum kjánum.
Má biðja um smá fagmennsku hér.
ARG
Fá aldrei fullnægingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Femínistablogg, Lífstíll, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:24 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Já ég er líka með svona kynningu.....sko vandamálið í matargerð hjá flestum konum er að þær eru ekki að nota rétta hnífinn við að skera lauk og sumar ganga svo langt að hjakkast á lauknum þangað til þær tárast og fjörið úr matargerðinni er farið. Enda er ekki gaman að koma inní eldhús og mæta matseljunni grátandi.....Svo hér með vil ég kynna þennan hníf hérna sem ...........blaaaaaaaaaaaa kjaftæði er þetta allt saman. Hefur fólk ekkert betra að gera
Garún, 19.10.2007 kl. 09:35
Aaaaæææææhhhh. <-- Þetta var ég að dæsa einkar mæðulega.
krossgata, 19.10.2007 kl. 09:59
Ég tek að mér að gera við bíla fyrir fólk í frístundum.....áhugasamir hafi samband í síma 555bullogvitleysa !
Annars er þetta þreytandi viðhorf til kvenna að við séum hálf heiðskírar allar saman!!
Sunna Dóra Möller, 19.10.2007 kl. 10:00
Mikið er gott að vera karlmaður, þetta er svo einfalt og auðvelt. Aftur á móti virðist leiðin að sælunni hinn mesti táradalur hjá konum. Amk að mati sölumanna hjálpartækja.
En hvað annars með mismunun kynjanna í þessari frétt. Hver hefði birt frétt um það að ég væri að selja líkön af sköpum kvenna sem væru alveg úník og frábær og gæfu meiri sælu en the real thing? Ég væri bara kallaður perri og vibbi, konur myndu benda á mig og úthrópa á götu, ég þyrfti að láta mér vaxa skegg eða raka á mér hausinn til að fara í banka.
Layemdownsmackemyackem.
Ingi Geir Hreinsson, 19.10.2007 kl. 10:10
Ég hef aldrei hitt konu sem hefur ekki fengið það... teamwork & aftur teamwork er málið ásamt skvettu af skemmtilegum hugsunum
DoctorE (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 10:13
ég held að það sé hæpið að þú fáir viðbrögð við auglýsingunni þinni um að allar konur sem ekki hafa fengið fullnægingu láti í sér heyra. Þetta er örugglega prívatmál.
Reynsla Sólveigar Katrínar er þessi:
„Á hverri einustu kynningu sem ég held er að minnsta kosti ein sem hefur aldrei fengið fullnægingu og stundum fleiri. Þetta getur haft áhrif á sjálfstraustið og almenna líðan svo að þá getur verið gott að prófa tæki. Þetta á að vera alveg sjálfsagður hlutur rétt eins og það þykir sjálfsagt að karlinn fái´ða. Svo erum við líka með fleiri örvunarsvæði en karlmenn, þó svo að margir viti það nú ekki!"
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 10:25
Ég hef hvergi beðið konur um að láta í sér heyra Jón Axel. Ertu á réttri síðu?
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.10.2007 kl. 10:39
Svo ég komi nú með vísindakaflann í þessa ritgerð þína, Jenný mín, þá benda rannsóknir til þess að 12% kvenna fái aldrei fullnægingu. Alla vega ef marka má einhvern kynlífsfræðing sem vitnað er í hjá BBC. Dr. Cullins hjá Planned Parenthood segir að það sé 10%.
Þannig að ef að blessuð konan hefur að meðaltali tíu konur eða fleiri á kynningum hjá sér, getur það alveg staðist að það sé alltaf ein sem hefur ekki náð því að fá fullnægingu. Hvort að plastdótið hjálpar henni er svo annað mál...
Svala Jónsdóttir, 19.10.2007 kl. 10:53
eigum við að hittast Dr. E?
tíhí
Hrönn Sigurðardóttir, 19.10.2007 kl. 10:56
Hrönn: Þú drepur mig.
Svala: Ég ber fulla virðingu fyrir vísindalegum könnunum, en þarna er ekki ein slík á ferð. Það er það sem mér finnst athugavert og varð mér tilefni til færslu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.10.2007 kl. 11:08
"Svo auglýsi ég eftir öllum fullnægingarlausu konunum. "
Ab (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 11:11
Það er staðreynd að þetta er mikið vandamál hjá mörgum konum. Spyrjið hvaða kvensjúkdómalækni sem er.
Tek undir með Svölu, veit sosum ekki hvort hjálpartækin gera neitt gagn.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 19.10.2007 kl. 11:12
jújú ég skil vel að þú vilt kannski ekki að ég skrifi á síðuna þína, þú vilt svona viðhlægjendur kannski. Ég skildi eftirfarandi texta þannig. "Svo auglýsi ég eftir öllum fullnægingarlausu konunum" því þegar er auglýst eftir einhverju þá væntir maður svara er það ekki Anna Jenný?
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 11:14
Axel Jón: Ég er aldrei glaðari en þegar ólíkar skoðanir heyrast á blogginu mínu, enda tek ég þeim fagnandi og ef þú hefur haft fyrir því að lesa, þá eru hér oft ansi fjörugar umræður.
Ég las yfir pistilinn þegar þú komst með þitt komment Axel Jón og skil hvað þú ert að fara. Þeta er nú bara orðalag hjá mér, og ég var ekki að kalla eftir að konur færu að koma hér og ræða sín innstu hjartans mál, þó þeim sé það að sjálfsögðu leyfilegt.
Svo er það lágmarks kurteisi að fara rétt með Axel Jón þó ég haldi alls ekki að þú hafir snúið nafninu mínu vitandi vits.
Hildigunnur: Ítreka að ég dreg ekki vísindalegar rannsóknir í efa, fyrr en í fulla hnefana en ég gef ekkert fyrir svona fréttir. Finnst búið að próblemgera konur næganlega þó það sé ekki verið að kasta svona fram án vísindalegrar sönnunar.
Svo finnst mér að fullnægjingarvandamálum hafi farið ört fækkandi með opnari umræðu um kynlíf.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.10.2007 kl. 11:44
Axel Jón: Í þriðju málsgrein á auðvitað að standa að fara rétt með NÖFN. Gleymdi því.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.10.2007 kl. 11:45
Jenný Anna veit hvað hún syngur. Því opnari sem konur eru, því auðveldara er fyrir þær að fá fullnægingu.
http://en.wikipedia.org/wiki/Orgasm
Steini Briem (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 11:51
Ég vildi allavega ekki vera svona kona sem fær það við að rísa hratt upp úr þröngu sæti eða við það eitt að fara úr Shock-Up sokkabuxum. Hlýtur að þurfa stöðugt að halda aftur af frygðarstununum. Come to think of it, þá skýrir þetta talandann hjá einni sem vinnur með mér. Kannski er hún með sí-fullnægingu.
Hugarfluga, 19.10.2007 kl. 11:55
Hugarfluga: Ég dey
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.10.2007 kl. 12:18
"Ég hef hvergi beðið konur um að láta í sér heyra Jón Axel. Ertu á réttri síðu?
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.10.2007 kl. 10:39"
kurteisi að fara rétt með nöfn?
kobbi (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 12:23
Kobbi you got me, dem, dem, dem og mikið djö.. á ég skilið að vera kjöldregin.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.10.2007 kl. 12:29
Skúli, Skúli, Skúli, við þessar bölvaðar femínistabeljur alltaf rífandi kjaft um eigin málefni. Skömm aðessu og bölvuð frekja.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.10.2007 kl. 12:30
hahahaha andskotinn
Jóna Á. Gísladóttir, 19.10.2007 kl. 12:56
Hvur þremillinn. Hættulegt að vera hér.
Þröstur Unnar, 19.10.2007 kl. 12:58
Það kemur fyrir að ég velti fyrir mér af hverju þarf að setja stimpil á ef konur fjalla um eigin málefni og lýsa skoðunum sínum á sínum málefnum og mýtum um konur. Af hverju er það feminismi af kona fjallar um málefni kvenna eða ef hún einfaldlega stendur með sjálfri sér og hefur snefil af sjálfsvirðingu? Er hún ekki einfaldlega manneskja, sem vill svo til að er kvenkyns?
krossgata, 19.10.2007 kl. 13:02
Konur sem koma hafa ekki alltaf komið, en konur sem fara hafa alltaf komið. Komið!
Steini Briem (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 13:25
tjahh hérna hér þetta endar klárlega í "heitum umræðum "
Guðný GG, 19.10.2007 kl. 13:33
Ef ég myndi hitta þig en gæti orðið vesen að losna við þig aftur
DoctorE (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 14:00
Talking to me? Vaselínið var fundið upp til að losna við allt slíkt vesen, DoctorE.
Steini Briem (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 14:28
Til hamingju með eins árs afmælið á morgun
Guðrún Sæmundsdóttir, 19.10.2007 kl. 14:29
Það er þá líklega álíka gaman að sofa hjá viðkomandi honum og umskornu Afríku stelpunum.
Ég hef aldrei skilið að mennirnir þar geti kallað sig karlmenn ef þeir þurfa að skera af þeim snípinn til að þær fari ekki frá þeim.
Fransman (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 14:53
Ó mæ god. Enn og aftur tekst þér að starta ótrúlega skemmtilegum umræðum. Þetta er náttl. bara gamanmál. En þetta með fullnægju kvenna, andsk. hafi það að ég væri búin að standa í þessu í marga áratugi án árangurs. En það er til mega óheppið fólk sem ábyggilega lendir í því að missa af svona hamingju allt sitt líf. Má ég þá frekar biðja um að vera öryrki heldur en ófullnægð knús í krús skottið mitt.
Ásdís Sigurðardóttir, 19.10.2007 kl. 15:05
Ég held að málið sé að hugarró og andleg líðan skiptir meiri máli hjá konum en körlum þegar að það kemur að fullnægingu.
Og það bara er ekkert sjálfgefið að konur komi við samfarir. Án þess að ég skelli allri "skuld" á karlmanninn þá ég held að þarna skipti miklu máli færni mannsins á að hlusta á líkama konunnar.
HOG (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 17:16
Gvuuuð hvað er gaman hérna, ég brjálast Jenný, Hrönn og Hugarfluga þið eruð óborganlegar stelpur mínar.
Þessi frétt er alveg fáránleg, þarna er skrifuð frétt sem er ekki bitastæðari að innihaldi en það sem orðrétt er haft eftir einni sölukonu í hjálpartækjabúð
Er ekki val á vandaðri vinnubrögðum hjá sjálfum Mogganum?
Marta B Helgadóttir, 19.10.2007 kl. 18:22
Hvernig skilgreinum við hroka ?,,, ef við skilgreinum hann yfir höfuð styðumst við þá við vísindi ?..."ekki bitastæðara að innihaldi en það sem orðrétt er haft eftir einni sölukonu í hjálpartækjabúð "?hvað veit hún yfir höfuð ?annað en það að hún selur grimmt...Nú er gaman hér inni,gaman vegna umburðalyndis sem maður skynjar í málfrelsinu.Og það á réttri síðu !er hægt að biðja um meira ?Held ekki.Ég veit að ég er í vitlausu boði......enda seint talin já manneskja,eða sjaldan eru viðhlægendur vinir.
hallgerður langbrók (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.