Leita í fréttum mbl.is

Fokkmerkjasending

Sjálfstæðisfólk lítur nú á samstarfsslitin í borgarstjórn sem útrætt mál.  Þetta er niðurstaða Blástakkanna í Valhöll eftir fundinn með Geir Haarde í kvöld.  Það skiptir engu þó enn segi Villi eitt og Bjarni og Co. annað. 

Það skiptir engu þó um milljarða hagsmuni hafi verið að ræða, og minnisleysi sé alls ráðandi hjá fyrrverandi borgarstjóra.

Það er einfaldega fært til bókar að Sjálfstæðisfólk líti nú svo á, að sambandsslitin í borgarstjórn séu útrætt mál.

Skipað gæti ég væri mér hlýtt og í þessu tilfelli er það sennilega satt og rétt.  Sjálfstæðismenn ætla að hlýða og Villi vankaði, verður áfram oddviti hins nýja minnihluta.

Rosalega finnst mér þetta hæpin latína.

Btw, mér og mínum heittelskaða fannst þetta dálítið sniðug aðferð við að leysa málin.  Á húsfundi hér í kvöld var ákveðið að við myndum tilkynna skattstjóra, að við teldum okkur hafa greitt skatta og skyldur til þjóðfélagsins í síðasta sinn og að við litum á það sem útrætt mál.

Kapíss??

Súmí.


mbl.is Samstarfsslitin útrætt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Þetta er ekki búið hjá íhaldinu.  Ólgan er mikil og mun ekki fjara út fyrir næstu kosningar.  Villi er búinn að vera sem stjórnmálamaður.  Það er úlfúð á milli gömlu kratanna í flokknum og frjálshyggjuliðsins.  Kratarnir eru sárir og svekktir út í Gísla Martein og Hönnu Birnu.  Kenna þeim um hvernig fór.  Þetta kom glöggt fram í viðtali á Útvarpi Sögu við Gulla stjörnuglóp. 

  Staða Geirs innan flokksins veiktist sömuleiðis við það að hann fundaði með öllum borgarstjórnarflokki íhaldsins nema Villa.  Það mun líka lengi fylgja Þorgerði að hafa sent sms-ið "Til í allt - án Villa".    

Jens Guð, 19.10.2007 kl. 00:48

2 identicon

Mér finnst þetta bloggkerfi alveg stórmerkilegt, hvernig bloggarar kommenta á síðu hvers annars sem er með sæmilega traffík, til að fá inn á sína, umferð. Og hvernig sumir bloggarar kommenta á nánast allar fréttir á mbl.is. Og ennfremur þar sem sumir bloggarar fá umferð 2000 gesta á dag, en það eru alltaf sömu 9 sem kommenta.

. (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 07:06

3 identicon

Eða þegar sumir sem fá 2000 heimsóknir á dag, blogga um það þegar þeir fara á klósettið

, (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 07:09

4 Smámynd: Hans Jörgen Hansen

mér hálfbrá nú bara þegar ég sá fingurinn á móti mér þegar ég opnaði síðunna þína .
Þetta er önnur myndin hjá þér sem manni bregður við að koma inn á síðuna, þú ættir að hugsa um að setja upp viðvaranir fyrir hjartaveika og viðkvæmar sálir

Hans Jörgen Hansen, 19.10.2007 kl. 08:53

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

. og , nei 10, þú kommenter líka.  Lalalala

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.10.2007 kl. 08:55

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hans Jörgen: Ég er ekki að senda ykkur fingurinn, heldur finnst mér þessi afgreiðsla hjá íhaldinu vera með fokkmerkjaívafi gagnvart kjósendum sínum.

Og góðan daginn gott fólk. 

Jens ég er nokkuð sammála þér þarna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.10.2007 kl. 08:56

7 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

heh, það var ótrúlega fyndið að heyra í sjálfstæðiskonunni í viðtali í fréttatímanum í gærkvöldi. Jújú, allir voða sáttir og voða glaðir og ekkert að. Mætti halda að þau hafi verið að vinna sigur, ekki tapa.

og Skúli, það er fín samstaða innan VG. trúðu mér.

punktur og komma (eru þið sama manneskjan?). Sammála ýmsu, sérstaklega kommenti kommu. Enda sjálf ekki á moggabloggi...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 19.10.2007 kl. 09:05

8 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Góðan dag! Ég er að kommenta til að fá umferð inn á mína síðu og er stolt af því að vera í hópi hinna "10" sem að kommenta hér !

Það er bara flott að afgreiða málin svona eins og sjálfstæðismenn, ekki rannsaka neitt, ekki komast að því hvað fór úrskeiðis og ekki gera neinn ábyrgan. Útrætt bara...og málið er dautt. Nú ætla ég að skria bréf til HÍ og segjast ætla að útskrifast án þess að klára ritgerðina mína! Bara útrætt mál og ekkert múður! Styð þessa tilkynningu ykkar til skattstjóra heilum hug !

Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ég get aldrei kommentað í stuttu máli....!

Eigðu góðan dag

Sunna Dóra Möller, 19.10.2007 kl. 09:08

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sunna Dóra: Þessi nýja aðferð hjá íhaldinu er bara brilljant.  Nú getum við tekið einhliða ákvarðanir og haft hlutina eins og okkur sýnist, no matter what.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.10.2007 kl. 09:27

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Best að auka umferð inn á mína síðu!!!!!

Líst vel á þessa fokklausn. Hún hentar mér ágætlega að flestu ef ekki öllu leyti. Hef reynt að beita henni í mörg ár en ekki fundist hún virka sem skyldi. Hef þó reynt að þrjózkast við. GMG kannski er ég sjálfstæðismaður??????!!!!!!

Hrönn Sigurðardóttir, 19.10.2007 kl. 11:01

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hildigunnur:  Varðandi viðtalið við hana Mörtu sjálfstæðis, sem þú vitnar í þá var allveg stórkostlegt að hlusta á það sem hún sagði um leið og andlitið á henni sagði manni eitthvað allt annað.  Mér fannst eins og hún væri í víðtæku rusli.

Hrönn:  Hérna erum við komnar með aðferðir sem gætu auðveldað lífið fyrir okkur töluvert.  Nú læt ég mig ekki lengur dreyma um hálft ár á skútu í Suðurhöfum, héðan í frá mun ég lifa það, því ég er skattalaus manneskja, eða þannig lít ég á málið.  Sé enga ástæðu til að skatturinn fari eitthvað að reisa ágreining við þessa ákvörðun sem færð hefur verið til heimilisbókar.  Muhaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.10.2007 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband