Leita í fréttum mbl.is

Héðan í frá elska ég fótbolta - Ójá!

Ég hef aldrei þolað fótbolta.  Finnst það sú langdregnasta kvöl og pína, sem maður getur ásamkað sjálfum sér, fyrir utan að drekka brennivín og verða kolruglaður og vitlaus.  En nú er það breytt.  Dásamlegur landsleikur Íslands og Sóandsó, burtu í Sóandsólandi, varð til þess að ég lifi nú við sjónvarpslúxus, sem felur í sér Stöð 2 og Bíórásina.  Já og íþróttarásina Sýn, minnir mig að hún heiti.Whistling

Við sögðum upp Stöð 2 og því fyrirkomulagi, í fyrra, út af því að við horfðum sjaldan eða aldrei á sjónvarp.  Mikið hefur farið forgörðum af góðu sjónvarpsefni, vænti ég, en það sem ég ekki veit um, skaðar mig varla.  Í dag var keypt áskrift.  Hljómsveit hússins (húsbandið), sem er veikur með flensu, var friðlaus út af fótboltaleiknum ofnnefnda.  Við gerðum díl.  Pakkinn var keyptur.

Hann horfði á leikinn og var eitthvað niðurdreginn sýndist mér, síðast þegar ég leit upp, því ég var bissí við að horfa á ógó spennandi mynd á bíórásinni og gat ekki verið að taka púlsinn á mínum heittelskaða á meðan.Devil

Ég á því fótboltanum dásamlega, að þakka, þennan valkost sem ég nú bý við. 

Þar sem ég er ekki mikið sjónvarps, þá reikna ég ekki með að horfa stíft.

En frelsið felst í því að hafa fleiri stöðvum að hafna.  Nú get sagt "æi nenni ekki að horfa á þetta" flett flett, "ekki þetta", flett flett  "og alls ekki þetta", flettíflettí.

GMG hvað ég elska íþróttir.

BTW: Hvernig fór annars leikurinn við Sóandsó??

Ómæómæ!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Við töpuðum held ég þrjú núll fyrir fjarkanistan eða langtíburtistan...man ekki hvort landið það er......smá bömmer og allir fúlir......munum hugsanlega reka þjálfarann ....kemur í ljós á næstu dögum, nú leggjast menn undir feld og skoða stöðuna sem komin er upp vel og vandlega

Til hamingju með alla þessa valmöguleika....íþróttir geta verið ansi góar stundum !

Sunna Dóra Möller, 17.10.2007 kl. 21:57

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

nú mín ekki skilja þína. Afhverju getið þið horft á tvær rásir í einu? Í gegnum afruglarann. Er ég að afhjúpa einhvern glæp hérna kona?

Jóna Á. Gísladóttir, 17.10.2007 kl. 22:19

3 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Mikið aumkva ég fólk eins og þig sem getur ekki unnt öðrum að hafa ánægju af sjónvarpsefni sem þér ekki líkar, ég reikna ekki með að þú brosir framan í andlitið sem þú sérð í speglinum en kannski lifir þú bara í myrkri.

Pétur Þór Jónsson, 17.10.2007 kl. 22:19

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Pétur Þór, ekki aumka mig, ég er urrandi glöð.  Ég aumka þig því þú hefur greinilega ekki snefil af húmor. 

Jóna: Hafðu vit á að ... you know.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.10.2007 kl. 22:22

5 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Lastaranum líkar ei neitt

lætur hann ganga róginn,

finni hann laufblað fölnað eitt

þá fordæmir hann skóginn.

Pétur Þór Jónsson, 17.10.2007 kl. 22:36

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þessi færsla Pétur Þór kallar ekki á skítkast.  Hún er ekki um pólitík, stríðrekstur, ofbeldi, barnamorð eða fátækt og barnadauða í heiminum.

Hún er einfaldlega skrifuð í gríni fyrir VINI mína og þá sem lesa hérna og ég vil þess vegna ekki standa í skítkasti við þig.

Ég vil ekki að þú skrifir hér athugasemdir kallinn, og ég mun loka á ip-töluna þína ef þú heldur því áfram.

Jafnframt vona ég að þú getir leitað þér hjálpar með þetta ergelsi sem er að hrjá þig og er ekki í neinu samræmi við tilefnið.

Vertu úti kallinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.10.2007 kl. 22:42

7 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

haha, Pési í geðveikri fýlu yfir því að Ísland tapaði, greinilega.

Kommon, Pétur, má ekki Jenný segja að henni þyki ekki gaman að horfa á fótbolta? Hvar sérðu hana segja að enginn megi horfa á fótbolta. Mér þykir ekki gaman að horfa á fótbolta heldur, en aðrir mega sannarlega gera það fyrir mér...

Átti hún að fara að gráta með bóndanum vegna úrslitanna???

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 17.10.2007 kl. 22:51

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Til hamingju með valið, elskan. Ég einmitt valdi að lesa Dauða trúðsins eftir Árna Þórarinsson í kvöld þótt ég hafi allar stöðvarnar nema Sýn (sem ég sakna stundum). Nenni ómmmmulega að horfa á Opruh-vælið, sit bara hér á meðan hárið þornar og horfi lostafullt á bókina og læt mig dreyma um rúmið. Blautt hár+uppírúm=stórslys. Hárið er ekki orðið nógu sítt til að það verði besta hárgreiðsluaðferðin, svona 2 vikur í það. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.10.2007 kl. 22:54

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég varð að forvitnast um hann Pétur. Er að spá í hvort hann sé ekki að grínast maðurinn. En því miður, eftir að hafa kíkt á síðuna þá sé ég að manninum er dauðans alvara og út fyrir það. En þrátt fyrir að skógurinn sé dauðadæmdur og að brenna til kaldra kola í þessum töluðu orðum þá hef ég áhyggjur af framtíðarsýn Gurríar. Gurrí mín.. its never gonna happen you know

Jóna Á. Gísladóttir, 17.10.2007 kl. 23:02

10 Smámynd: Karl Tómasson

Er þetta ekki bara spurning um að taka spólu Jenný mín.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 17.10.2007 kl. 23:10

11 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Yes yes yes, er núna búinn að vera á móti öllu, taka allt af lífi sem hægt er, og þá koma viðbrögð, mér líður eins og ég sé í Vinstri grænum, I love it, og ykkur líka, he he.

Pétur Þór Jónsson, 17.10.2007 kl. 23:10

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Pétur:  Þú ert leiðindaPési ´sskan..

Taka spólu Kalli?  Hvað á ég þá að blogga um?

Jóna: Honum er dauðans alvara, tékkaði líka á honum.

Gurrí mín, var að klippa mig í dag og fá mér kastaníurauðan lit í hárið og ég er fokkings bjútífúll.

Hildigunnur: Fyrir Pétra þessa heims er fótbolti eins grafalvarlegur og sveltandi heimur fyrir okkur stelpunum, honest

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.10.2007 kl. 23:22

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Dúa, var ég búin að segja þér að ég elska þig líka?

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.10.2007 kl. 23:28

14 Smámynd: Kolgrima

Það er greinilegt að þú ert ekki alltaf í boltanum og fegin er ég. Verð að segja að þú ert líka búin að vera frábær á annarra bloggum í dag. 

Kolgrima, 17.10.2007 kl. 23:39

15 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Gott að hafa fótbolta,til að losna við mannskapinn.
Þá eru færri í bænum og maður fær frið til að gera það sem maður vill,án truflana.

Halldór Sigurðsson, 17.10.2007 kl. 23:39

16 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Dúa, þú ert nokkuð góð, sennilega eini húmoristinn í kvöld 

Pétur Þór Jónsson, 17.10.2007 kl. 23:47

17 Smámynd: Jens Guð

  Fótbolti er einhver asnalegasta fyrirbæri sem hægt er að horfa á.  Mér þykir gaman að spila fótbolta.   En að horfa á aðra spila fótbolta er "out of tune" svo maður þykist kunna ensku. 

Jens Guð, 18.10.2007 kl. 00:17

18 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

pési, allavega ekki þú :D

(ef þitt fyrsta komment var húmor, þá var allavega veeeel djúpt á honum... Vísan reyndar góð)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 18.10.2007 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband