Leita í fréttum mbl.is

Ásdís ofurhetja kallar bloggara til samstöðu!

Ég skora á ykkur kæru gestir þessarar síðu að kíkja á hana Ásdísi en hún er með undirskriftalista í gangi, til að vekja athylgi á kjörum og réttindaleysi öryrkja í þessu landi.

Öll getum við orðið veik.  Ég trúði því einu sinni að það gæti ekki hent mig, enda varð mér varla misdægurt í áratugi.

En enginn veit sína æfina.  Málið er okkur öllum skylt.

Hér er UNDIRSKRIFTARLISTINN

Stöndum saman um hagsmunamál okkar allra.

Komasho.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk Jenný mín fyrir hjálpina, þú ert æði.  Knús til þín.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.10.2007 kl. 19:05

2 Smámynd: Guðný GG

búin að skrifa mitt nafn,gerði það í dag .Kvitt frá mér og þér að segja Jennslan mín  þá er allt að gerast hjá mér núna .Manstu  meilið sem ég sendi þér um daginn? Takk fyrir svarið allt komið í gang  

Guðný GG, 17.10.2007 kl. 19:08

3 identicon

Tek heilshugar þátt í þessari söfnun undirskrifta, hef starfað í sjálfboðastarfi fyrir fátæka einstaklinga á Íslandi s.l. 11 ár með úthlutun á matvælum hjá Fjölskylduhjálp Íslands alla miðvikudaga.  Það er og hefur verið skömm hvernig komið er fram við öryrkja, allar þessar skerðingar eru ótrúlegar.  En eitt skulum við öll hafa í huga, það veit enginn hver verður næstu i.e. lenda í fátæktargildru sem öryrkjar mega búa við hér á landi.  Vona að sem flestir skrifi undir.

asgerdurjóna (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 19:19

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Búin að senda inn mína áskorun.  Flott framtak Ásdís mín og Jenný.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.10.2007 kl. 19:40

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk allar stelpur mínar.

Guðný mín, mikið skelfing er ég glöð að heyra þetta.  Innilega til hamingju og baráttukveðjur

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.10.2007 kl. 19:50

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Var númer 109 á skjalinu. Vona að sem flestir skrifi undir. Það er fáránlegt hvernig farið er með öryrkja og aldraða. Í fúlustu alvöru myndi ég vilja greiða hærri skatta ef ég gæti treyst því að þeir færu á rétta staði. Vonum það besta!!! Knús til þín, elskan. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.10.2007 kl. 20:41

7 identicon

Búin að skrifa, flott framtak. 

Guðrún B. (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 20:47

8 Smámynd: Ester Júlía

Að sjálfsögðu skrifaði ég undir þetta og vona að allir geri það sama. Þetta kemur okkur öllum við. Skelfilegt að heyra hvernig TR fer með fólk..shit..(sorrý) hvað ég varð reið þegar ég las um málið! 

Flott færsla hjá þér Jenný

Ester Júlía, 17.10.2007 kl. 20:47

9 identicon

Búin að skrifa undir.

Bryndís R (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 20:48

10 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég skrifaði undir þetta í dag, var númer 58! Þetta er stórkostlegt framtak hjá Ásdísi!

Sunna Dóra Möller, 17.10.2007 kl. 20:48

11 Smámynd: Hugarfluga

Er svo ánægð með Ásdísi. Linkaði inn á mína síðu, þó það lesi nú ekki margir bullið í mér.  

Hugarfluga, 17.10.2007 kl. 20:55

12 identicon

Búinn að sjálfsögðu Ásdís er auðvitað frábær dugnaðarforkur.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 21:27

13 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Búinn að setja þetta inn og búinað skrifa .

Kristín Katla Árnadóttir, 17.10.2007 kl. 21:32

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk stelpur, og hugarfluga, þú átt svo sannarlega skilið að vera lesin (ein í áskrift) enda bæði skemmtilegt og flinkt lyklaborð (penni hvað hehe)

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.10.2007 kl. 21:38

15 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Sannleikanum verður hver sárreiðastur. silly cow.

Pétur Þór Jónsson, 17.10.2007 kl. 23:00

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hver er reiður Pétur, þú heimska belja??? Hver er heimsk belja?? Konan þín??

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.10.2007 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 12
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 2987177

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband