Mánudagur, 15. október 2007
Betlistafspólitík!
Stolið af vísi og staðfært af moi.
Ragga Gísla er verndari Fjölskylduhjálpar Íslands (gamla Mæðrastyrksnefnd). Mér er sama þótt ég verði skotin, barin og illa með mig farið. Mér er í nöp við ölmusustofnanir. Hef reyndar skrifað um það pistil áður, hér á blogginu mínu.
Auðvitað er það þakkarvert að það skuli vera til úrræði þegar fólk á ekki til mat eða klæði fyrir sig og sína. En kjarni málsins er sá, að í ríku þjóðfélagi þá á fólk ekki að þurfa að fara með betlistaf og fá úthlutað kjötfarsi, notuðum fötum og pening fyrir lyfjum. Samfélagið á að sjá til þess að fólk þurfi ekki að vera í þessari stöðu.
Ragga segir:
Starf mitt felst fyrst og fremst í að vekja athygli á þessum samtökum," segir Ragnhildur en starf Fjölskylduhjálpar er alfarið byggt á sjálfboðavinnu. Í hverri viku mætir fólk og leggur sitt af mörkum til að aðstoða þá sem þurfa virkilega á þessari aðstoð að halda og ég vil einfaldlega leggja mitt á vogarskálarnar,"
Gott mál, hún vill leggja málefninu lið. Ekkert nema gott eitt um það að segja.
Í lokamálsgrein fréttarinnar segir Ragga orðrétt (og það er hérna sem ég tók andköf): "Við þurfum að hjálpa náunganum og styðja við hann þegar hann hrasar."
Viðhorf Ragnhildar Gísladóttur, segir kannski allt sem segja þarf. Það er nefnilega útbreiddur misskilningur meðal almennings í þessu landi, sem hefur nóg að bíta og brenna, en hann er sá að það sé "ógæfufólk" sem leitar sér hjálpar með þessum hætti. Fólk sem hefur hrasað í lífinu. Ef það er hrösun, að hafa lágar tekjur í þessu alsnægtaþjóðfélagi, þá skal ég samþykkja það, en ég veit betur. Fullt af fólki á vart mat ofan í börnin sín, einfaldlega vegna þess að það hefur gleymst í allri græðgisvæðingunni að huga að stórum hópi fólks í þessu þjóðfélagi.
Þess vegna á það að vera yfirlýst markmið, þeirra sem völdin hafa, að leggja niður ölmusustofnanir á borð við Fjölskylduhjálp Íslands og láta samfélagið sjá um að enginn þurfi að standa í röð upp á von og óvon til að fá að borða.
Amerísk súpueldhús hvað?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Matur og drykkur, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:37 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Jenný ég hafði aldrei hugsað málið út frá þessu sjónarhorni, fyrr en við töluðum um þetta um daginn. Þessi pistill á að mínu mati erindi á prent. Þetta er svo mikill sannleikur. Og nákvæmlega... við stefnum á ameríska súpueldhús-kerfið með þessu áframhaldi.
Jóna Á. Gísladóttir, 15.10.2007 kl. 00:35
skil þig...þegar hann hrasar! Er argandi fúl, hvað með sjúklinga, öryrkja....þegar hann hrasar já. EINMITT!
Heiða Þórðar, 15.10.2007 kl. 00:38
Jenný. Þú kemur svo mörgum til að hugsa. Frábær færsla, ein af svo ótal mörgum.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.
Karl Tómasson, 15.10.2007 kl. 00:43
Auðvitað.
Kolgrima, 15.10.2007 kl. 00:46
Svo mikið rétt hjá þér !
Marta B Helgadóttir, 15.10.2007 kl. 00:47
Komdu sæl Jenný.
Hvernig á samfélagið að sjá til þess að allir eigi til hnífs og skeiðar. Í fyrsta lagi er það mat hvers einstaklings hvernig ástatt er fyrir honum fjárhagslega. Í öðru lagi er misfarið með þessa aðstoð. Til eru dæmi um fólk sem leikur þann leik að notfæra sér hverja þá astoð sem býðst kinnroðalaust án þess að hafa beina þörf fyrir það. Hvað má ég segja, 8 barna faðir með gagnhöndina í fatla en hrasaði þó ekki.
Þórbergur Torfason, 15.10.2007 kl. 00:51
Andskoti er vandasamt að pikka með annarri. Niðurlagið átti að vera. Ekki nenni ég að rjúka alla leið frá Hala til mæðrastyrksnefndar eftir kjötfarsi. Enga höfum við mæðrastyrksnefnd í Suðursveit.
Já mæðrastyrksnefnd. Talandi um hana.
Torfhildur Þorsteinsdóttir Hólm fékk rithöfundastyrk uppá mig minnir 590 kr. fyrst þegar hún sótti um. Á þeim tíma fengu prestsekkjur bætur og þessi styrkur var skírður sem ekknastyrkur. Þar sem Torfhildur var ekki prestsfrú heldur prestsdóttir, varð að breyta styrknum í framhaldinu og skýra hann upp. En styrk fékk hún eitthvað áfram. Segiði svo að hið æðsta gæti ekki sinna hirða eða minnir þetta nokkuð á eftirlaunalögin umdeildu.
Þórbergur Torfason, 15.10.2007 kl. 01:02
Takk fyrir þennan pistil hann fékk mig til að horfa á þessi mál út frá nýju sjónarhorni og ég get ekki annað en sagt að ég er sammála þér.
Dísa Dóra, 15.10.2007 kl. 08:33
ORD í tíma töluð,en það er ekki nóg. HRÖSUN !!.
Var það það sem blessaðir BORGARFULLTRÚAR REYKJAVÍKUR lentu í með Orkuveitu Reykjavíkur,þegar þeir voru að lauma smáaurum í vasa hvors annars.Kannske er komin þarna ÖRORKUVEITA REYKJAVÍKUR FYRIR FÁTÆKA FYRIRMENN.Þeir sem stóðu í þessum góðverkum eru allavega slappir á minninu,blessaðir greyin.
Hér þarf að bretta upp ermar og taka á því!
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 09:09
Frábær færsla, algjörlega sammála þér.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.10.2007 kl. 09:17
Takk fyrir krakkar.
Arg Þórbergur: "Í fyrsta lagi er það mat hvers einstaklings hvernig ástatt er fyrir honum fjárhagslega" Heldur þú að það sé vandamálið. Sumir vilja jeppa, aðrir hjól? Það er auðvitað ákveðinn rammi utan um alla hjálp af félagslegu tagi.
Svo heldur þú því fram að fólk misnoti þetta. Á sem sagt að fóra meiri hagsmunum fyrir minni? Af því að einhverjir gætu mögulega misnotað aðstoðina þá má ekki veita hana til hinna sem þurfa hennar við. Halló!!
Annars óska ég þér góðs bata í hendinni og mér þykir gott að sjá að þú hefur ekki meitt þig í munninum
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.10.2007 kl. 09:21
Algjörlega sammála líka ! Flott færsla
Sunna Dóra Möller, 15.10.2007 kl. 09:28
Góð ábending hjá þér Jenný mín. Og svo alveg kórrétt. Stundum segir maður hugsanir sínar alveg óvart.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2007 kl. 09:37
Góður pistill. Við þurfum engar stjörnur til að vekja athygli á vanmætti fólks. Dónaskapur. Ég veit alveg að vikomandi hugsar þetta jákvætt en þetta pólitíkst vitlaust nema þá að hún eigi að safna fé frá stórfyrirtækjum út á ímynd sína? En þá ekki að stilla henni upp sem verndara eða hvað það nú var!
Edda Agnarsdóttir, 15.10.2007 kl. 09:47
gæti ekki verið meira sammála!
halkatla, 15.10.2007 kl. 09:59
Er svo innilega sammála sjónarmiðum þínum og hef verið lengi þessara skoðunnar......
p.s.búin að taka helv...hauspokann af en það reyndist ekki þrautarlaust.blessi þig.
Hallgerður (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 10:27
Einmitt. Svo má halda áfram og spyrja sig af hverju það þarf alltaf söfnun og/eða gjafir einhverrar félagsstarfsemi til að sjúkrahúsin fái einhver af sínum dýru tækjum og geti svo stimplað sig inn sem hátæknisjúkrahús. Á samfélagið/ríkið ekki að sjá til þess að tækin séu til á sjúkrahúsunum, en ekki hunsa þörfina og bíða eftir gjöfum?
krossgata, 15.10.2007 kl. 10:42
Hallgerður, stundum geta hauspokar verið blessun, um tíma. Veit það eftir að hafa gengið með einn um margra ára skeið. Þvílíkt frelsi þó að losna við höfuðbúnaðinn
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.10.2007 kl. 10:43
Krossgata, er þér sammála þarna. Í raun er þetta með sjúkrahúsin, angi af sama meiði. Það á aldrei að vera komið undir "velvilja" einhverra að nauðsynleg tæki og tól í heilbrigðismálum, séu fyrir hendi, Sama á við um félagslega aðstoð.
Fólk sem vill láta gott af sér leiða með sjálfboðavinnu, getur að sjálfsögðu fundið þeirri löngun sinni farveg með ýmsum hætti, en það á ekki að sjá um félagslega þjónustu eða heilbrigðismál. Ég er dedd á því.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.10.2007 kl. 10:52
Sæl Jenný,
ég hef fylgst með skemmtilegum skrifum þínum í nokkurn tíma og haft gaman af. Ég hef þó ekki séð ástæðu fyrr en núna til að taka upp hanskann fyrir neinn. Að þessu sinni er það hún krúttlega furðuverk hún Ragga Gísla sem hefur örugglega ekki átt við að fólk sem hrasar sé ógæfufólk enda þarf manni ekki að verða á mistök til að hrasa. Stundum hrasar maður fyrir annarra manna mistök eins og til dæmis misskiptingu í þjóðfélaginu.
Ég stórefa að Ragga hafi átt við nokkurn skapandi hlut niðrandi til þeirra sem þurfa á hjálp að halda heldur frekar að minna okkur á að við gætum öll þurft á hjálp að halda þegar við hrösum og við hrösum öll, hverjum sem það er svo um að kenna.
kv,
Inga
Inga (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 15:17
Þetta er engin gagnrýni á Röggu pc heldur þetta viðhorf sem því miður, svo útbreitt. Ég efast ekki um að þeir sem koma að þessum málum, hafa bara gott eitt í huga.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.10.2007 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.