Föstudagur, 12. október 2007
Svo fegin og glöð..
..að aumingja Súlugeiri komst í smá frí frá Goldfinger. Hann náði að gista á hæsta hóteli í heimi sem er í Dubæ, sjö stjörnu hótelinu Arabaturninum, hann var samt ekki í svítu, bara herbergi.
Hann fór með þyrlu í hótelið sem er náttúrlega það eina sem passar fyrir þennan mann með mjög svo einfaldan smekk. Það má reyndar geta þess að aðeins er hægt að komast að hóteli þessu með þyrlu eða limmó. Úff, live´s a bitch.
Ég er glöð með að hann átti afgang eftir að hafa séð útlendum konum fyrir "vinnu", þannig að þær getið séð sér og sínum farborða.
Það er ósköp gott að geta glaðst með smáfuglunum.
Ala-Akabar.
Úje
Geiri á sjö stjörnu hóteli í Dubai | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Frábært að geta slakað á í Dubai og slegið um sig með píkupeningum.
Ásdís Sigurðardóttir, 12.10.2007 kl. 13:03
Það er maður heima hjá þér(vonandi ) með bíllyklana mína...láttu hann rannsaka vasana sína
Ragnheiður , 12.10.2007 kl. 13:24
Þetta er örugglega FRÁBÆRT hótel og þegar maður kaupir sér kók eða vatn þarna er maður náttúrulega að borga pínu pons fyrir huggulegheitin.
Ég hef nú hvorki farið á þetta hótel né til hans Geira á Goldfinger en mig grunar að hótelið sé alveg klassanum fyrir ofan Goldfinger. Hvað skyldi kókglasið kosta hjá honum Geira?
Jón Pétur Einarsson (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 13:30
Vá þú tuðar yfir öllu kona. Öfund út í náungann er engum til heilla. Flott ef einhverjir hafa efni á slíkum ferðum. Geiri er bara viðskiptamaður eins og hver annar, þó svo hann hafi tekjur sínar af reksrtri súlustaða. Súlustaðir reka sig á Íslandi hvort sem okkur líkar betur eða verr, alltaf verður til markaður fyrir slíka starfsemi.
Gulli (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 13:31
Geiri er sannkallaður gleðigaur.....það er alveg ljóst
Sunna Dóra Möller, 12.10.2007 kl. 14:01
Það er ekkert skríðið að maðurinn hafi efni á því að skella sér til Dubai, hann rekur nú einu sinni dýrasta vændishús Evrópu, og þótt víðar væri leitað. Gulli! Hvað segirðu er maðurinn business maður, í hvaða öðru fyrirtæki á Íslandi hendir það sig ítrekað að ef kúninn gleymir kortinu sínu inni á staðnum að þá sé það straujað fyrir hundruði þúsunda í hans fjarrveru. Hann Geiri og allt hans hyski eru ekki business menn þetta er glæpalýður. Svona Soprano´s týpur, þú veist með feitar gullkeðju bling bling og dýra bíla. Þeirra aðal atvinnuvegur felst í því að nýta sér neyð annara. Ekki beinlínis geðslegur atvinnuvegur það.
Spegill (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 14:32
Sæl Jenný,
Það er gaman að sjá að loksins sjái sumir í vinstri grænum staðreyndir málsins, og gefi Geira karlinum eitthvað kredit fyrir sína starfsemi, þó að hún sé kannski ekki fínn papír.
Menn pæla nefninlega ekki alltaf í því að hann borgar ágæt laun og aðbúnaður þeirra er líklega í flestum tilfellum miklu betri heldur en á samskonar stöðum í heimalöndum stelpnanna. Þær þurfa kannski að vera hér á "vertíð" í 1-2 ár í staðinn fyrir 10-15 ár úti í sínum heimalöndum.
Takk fyrir að opna augu mín fyrir þessu.
kv. Einar
Einar (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 14:35
Æi góði Einar! Ég hef aldrei á ævinni heyrt annað eins bull! Gæti skilið þetta ef einn af "dönsurunum" hans væri á lúxus hóteli í Dubai... sem gestur en ekki leikfang. Þá gætum við verið að tala um að hann borgaði "ágæt laun" og hefði svona aldeilis "fínan aðbúnað" fyrir stelpurnar!
Annars væri gaman að vita hvort þú værir búinn að gera launakönnun á "dönsurum" víða um heim til samanburðar... og þá auðvitað gera ítarlega könnun á aðbúnaði þeirra í leiðinni ;)
Óþolandi þegar fólk stingur hausnum í sandinn og spilar sig fífl
Heiða B. Heiðars, 12.10.2007 kl. 15:00
Kunningi minn fór til Dubai og fór á skíði í skíðabrekku í einu mollinu Mér verður stundum hugsað til Dubai þegar talað er um dýrustu lönd (borgir) í heimi, Noregur hvað! Mig langar til að sjá geggjunina í Dubai en mér rennur kalt vatn á milli skinns og hörunds þegar ég hugsa um hvers konar starfsemi það er sem borgar svona ferð.
Kolgrima, 12.10.2007 kl. 15:16
Það er alls ekkert dýrt í Dubai þótt að Þetta hótel sé það. Svo er náttúrulega bara snilld að geta hent kallinum á skíði meðan maður verslar ... það get ég staðfest ;)
Eva Þorsteinsdóttir, 12.10.2007 kl. 15:22
Sæl,
Heiða,
Ég myndi nú frekar segja að þú værir með hausinn í sandinum, þ.e.a.s. ef þú teldir það möguleika að undirmönnum Geira væri boðið með til Dubai á 7 stjörnu hótel.....bjartsýn!! Hann hefur varla efni á þessu sjálfur, karlgarmurinn, hvað þá fyrir marga!!
Ég hef nú ekki gert neina könnun á aðbúnaðinum eða laununum. Það væri kannski gott verkefni fyrir einhvern, að gera það. Hins vegar held ég nú að stelpurnar fái betur borgað hérna, heldur en í t.d. Lettlandi, Rússlandi, Ungverjalandi o.s.frv. Heldur þú það ekki líka?
Einar (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 15:33
Einar, hvað er það í karlmönnum sem gerir það að verkum að svona starfsemi skuli yfirleitt þrífast í heiminum?
Kolgrima, 12.10.2007 kl. 15:38
Alltaf gaman að lesa skrifin þin,Ja hann Geiri gistir bara a beztu stöðum enda þreyttur atvinnurekandi Var bara að læra að senda svona post i gærkvöldi Kveðjur Helga
Helga Valdimarsdottir (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 16:07
Ég er sammála kvennpeningnum hérna, þessir staðir er bara sleezy. Heyrðu já Einar það er nú bara einu sinni þannig að laun hér eru hærri en á þessum stöðum sem þú ert að nefna, það á ekki bara við um þessa svokölluðu listdansara. Menn eru þarna inni í ölæði að eyða 500 þúsund kalli, meðan konan og börnin eru heima sofandi. Þessi staður er ekki jákvæður. Fyrir utan það að vera eitt dýrasta vændishús Evrópu.
Spegill (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 16:13
Sko kona lagði sig hérna, blásaklaus (ég er ALDREI blásaklaus) og kem til baka og sjá: ég kemst að því að ég á krúttlegustu bloggvinkonur í heimi. Hvað um það, vér snúum okkur að Súla litla.
Ragga: Ég setti manninn með lyklana í járn, kyrrsetti hann og lét lögguna ná af honum lyklunum (hehe).
Dúa Dúskur frá Dúbæ: Þú ert krútt líka, bananabrauðið þitt
Gulli: Það má vera að ég "tuði" yfir öllu en bílíf jú mí, ég verð ALDREI svo illa stödd að ég öfundi Súlúmanninn.
Spegill: Ég er þér hjartanlega sammála.
Einar: "Það er gaman að sjá að loksins sjái sumir í vinstri grænum staðreyndir málsins, og gefi Geira karlinum eitthvað kredit fyrir sína starfsemi, þó að hún sé kannski ekki fínn papír" Ertu að kidda mig?
Kolgríma: Mér duttu eimitt í hug allar tragedíurnar á bak við peninga mannsins. Oj
Eva: Dúbæ er örgla flottur staður, myndi alveg vilja fara þangað, en ekki á sama tíma og sumir Íslenskir "athafnamenn"
Heiða: EInar ásamt fleiri karlhetjum sér sig knúinn til að mæla svona atvinnurekstri bót. Það segir ýmislegt um hann.
Helga Vald: Velkomin mín kæra.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.10.2007 kl. 16:34
Já Jenný mín Þetta er nú meiri gaurinn.
Kristín Katla Árnadóttir, 12.10.2007 kl. 16:40
Ég ætlaði að fara að sussa á liðið, ég vissi að þú varst að leggja þig með lyklaræningjanum
Ragnheiður , 12.10.2007 kl. 16:46
Aumingja Súli af hverju var hann bara með herbergi en ekki svítu? Ekki nógir píkupeningar?
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 17:12
Sælt veri fólkið,
Kolgríma,
Ætli það sé ekki bland af góðmennsku og smá kynhvöt.
Spegill,
Ég held nú að menn séu fullfærir um að rústa fjölskyldulífinu og samböndum, alveg án hjálpar Geira á Goldfinger.....nema kannski þú sért dottinn niður á lausn þarna...ja hver skrambinn!!
Jenný,
Þú ættir nú að muna hvað þú skrifaðir. Prófaðu að "skrolla" síðunni aðeins upp á við, og þá getur þú lesið hvað þú skrifaðir. Nánar tiltekið 2. síðasta málsgrein.....voila.....þarna sérðu....sagði þér það....
Einar (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 17:23
GT verktakar borga líklega sínum mönnum ívið hærri laun en þeir myndu fá fyrir sömu vinnu í heimalandinu.... en gerir þá ekkert minna að skíthælum;)
Heiða B. Heiðars, 12.10.2007 kl. 19:16
Ekki vera vondar við Geira stúlkur, við Geiri skemmtum okkur saman í þorskastríði og gegn um Eyjagosið, hann er fínn karl sem ekkert aumt mátti sjá, en talin aðeins of frjálslindur í siðum.
Og ef hann er að reka svona vafasaman skemmtistað (hóruhús) eins og gasprað er um, þá trúi ég ekki öðru en hann sé allra manna hæfastur til þess og góður við sitt fólk.
Ef ekki þá hefur drengurinn breyst verulega á þeim 33 árum sem liðin eru.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 12.10.2007 kl. 20:30
Kvöldið,
Heiða,
Viltu fá kjarasamninga inn í stétt þessara dansara?? Það er kannski góð hugmynd ef út í það væri farið. Ég held nú samt að súlubransinn sé nú heiðarlegri en verktakabransinn. Leiðréttu mig ef ég hef rangt fyrir mér.
Þeir sem vinna fyrir GT verktaka(þekki þá ekkert), geta farið heim til sín og keypt sér hús fyrir árslaunin sín( flestir). Ég veit ekki til að Geiri á Goldfinger sé að hafa fé af dönsurunum sínum, kannski gerist það eins og í öðrum atvinnugreinum þar sem farandfólk kemur til Íslands. Kannski er málið að banna bara rennsli Jöklu um aðrennslisgöngin og í framhaldinu að banna rennsli dansaranna niður súlurnar á Goldfinger. Bara hugmynd?
Einar (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 20:50
Komst Geiri frá Dubai? Er ekki hægt að semja við einhvern arabahöfðingjann um að ræna kallinum eftir til að skemmta í kvennabúrunum? Nyti kannski hylli þar sem hann nýtur ekki hér... nema hjá sumum að mér sýnist hér að ofan. Til Dubai með kallinn og helst Gunnar Birgis með thí hí.
GústaSig, 12.10.2007 kl. 21:39
Hann er svo mikill mannvinur að hann á þetta skilið. Hann gerir börnum frá fátækustu ríkjum Evrópu kleift að læra á píanó og ég veit ekki hvað og hvað. Eina sem mömmur þeirra þurfa að gera er að berhátta sig mörgum sinnum hvert kvöld og ota öllu sínu heilagasta uppí sveitta og graða karla. Hvað gerir maður ekki fyrir börnin sín. Ég fer fram á að hér eftir verði hann kallaður "Geiri Góði"".
Halla Rut , 12.10.2007 kl. 21:58
Damn... ég missti af öllu fjörinu
Jóna Á. Gísladóttir, 12.10.2007 kl. 21:58
Kvöldið,
Ágústasig,
Mér finnst þetta mjög ósmekklegt hjá þér Ágústa. Það er hundruðum manna rænt þarna á Arabíuskaganum (ekki í Írak) og myrt. Þetta finnst mér einstaklega ósmekklegt af þér, og lýsir kannski þér, og hugarfari þínu vel!!! Þú ættir að skammast þín. Það er kannski spurning hvort þú kynnir þér ástandið í þessum heimshluta áður en þú kemur með svona misheppnuð "komment".
Halla,
Ég myndi nú halda að fæstar af þessum stelpum væru mæður...þær eru það ungar flestar....get ég ímyndað mér. Annars myndi ég nú ekki vera að kalla hann Geira eitthvað góðan....karlgarmurinn er nú bara í þessu upp á buisnessinn, get ég sagt þér, þó að hann sé nú ekkert vondur, síður en svo.
Hilsen, Einar
Einar (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 22:17
Einar, er langt síðan þú varst ráðinn fjölmiðlafulltrúi hjá Geira? Ég verð nú að segja að þú stendur þig vel. Ekki í röksemdafærslu, enda vondur málstaður að verja, heldur í úthaldi. Og nú erum við búin að ná því sem þú hefur að segja, við aumkum þig örugglega allar svo nú geturðu farið að lúlla karlinn.
Jóna: Þér er nær að vera alltaf gerandi aðra hluti þegar mikið gengur á.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.10.2007 kl. 23:48
Góða nótt,
Hann hefur nú ekkert efni á því karlinn eftir reikistefnuna niðri í persaflóa. Fjölmiðlafulltrúi. Mér finnst þetta nú frekar "lame". Þú sem komst með þann punkt að þær væru að vinna sér inn dágóðan pening hér á landi. Ég myndi frekar segja að þú værir fjölmiðlafulltrúinn hans
...við skulum alla vega vona að þær komi ríkari heim til baka..... er það annars ekki ósk þín? Þannig þyrftu þær þá ekki að gera það sem þær gera, sem mæður??!!
Einar (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 00:07
Geiri góði!! Góð hugmynd Halla;) Hrein manngæska að græða á ömurlegu lífi fólks.
Einar: Þú ert.... æi nei! Þú ert bara kjáni
Heiða B. Heiðars, 13.10.2007 kl. 00:45
Ekki alveg búinn ;-)
Heiða,
Þú ert ekki ennþá búinn að ná þessu. Hann er að græða. Þær eru að græða, eins og vinkona þín hún Jenný sagði í upphafi póstins. Hvenær ætlarðu að læra? Viltu kannski frekar að þær lifi miklu ömurlegra lífi í þeirra heimalandi? Kannski viltu það, þá er bara allt í lagi að segja það...já, það þarf ekkert að skammast sín fyrir það...allar sem ein...komið þið út úr skápnum.
Læri svo lengi sem lifir.....
.........þið eruð samt yndislegar
Einar (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 01:19
Aftur hér,
Af hverju er svona ótrúlega létt að vinna kvenfólk í rökræðum. Þetta getur ekki verið raunverulegt. Þetta hlýtur að vera einhver taktík að algjörlega folda svona................bye bye baby!!!!
Einar (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 01:23
Einar: Færslan er kaldhæðni. Halló, keep up with the conversational flow maður!! Mér finnst Geiri versta sort. Hann hefur auðgast á neyð annarra og að gera það er svo ömurlegt að mér finnst hann varla tækur í samfélag manna. Það er álit mitt á fólki eins og honum. Er þetta nógu skýrt? Ég get ekki farið að klippa þetta út í pappa fyrir þig drengur.
Svo er þér þetta málefni ósköp kært, algjört hjartans mál. Þess vegna vorkenni ég þér.
Þú ert sá eini hér inni, tel ég vera, sem heldur að þú hafir "unnið" einyhverjar rökræður. Ekki rökræðir maður við fólk sem heldur að grundvallaratriði í lífinu snúist um peninga og að allt (nánast) sé réttlætanlegt út frá því sjónarmiði.
Og nú er ég hætt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.10.2007 kl. 01:46
Sæl,
Ég þarf ekkkert að fylgja straumnum. Ég hef mínar ár og finn mínum hugmyndum árfarvegi. Ég get líka beitt kaldhæðni. Málið er bara þegar þú segir að þessi Geiri er ekkert annað en buisnessmaður og það líklega í sora-buisness, en málið er það að svo margt í samfélaginu er sori. Af hverju beinir þú og þínir líkir ekki kröftum sínum að því, en að búa til e-a grýlu úr þessu aðila.
Síðan talar þú um neyð. Hvernig skilgreinir þú þessa neyð. Ef einn einstaklingur er í neyð þýðir það ekki að allir eru í neyð. Ef hann fær aðila í þessum bransa frá svæðum í t.d. Eystrasaltslöndunum í vinnu hérna þá fá þær ábyggilega 10faldar tekjur hér miðað við þar, og betri aðstaða. T.d. verkamenn sem koma hingað frá Kína og vinna við Kárahnjúka og fá laun eftir kjarasamningum er að fá langtum hærri laun hér en í Kína. Samkvæmt þér eru Íslendingar að notfæra sér neyð þessara aðila, þannig að Íslendingar eru ekki boðlegir í samfélag manna skv. þínum málflutningi.
Málið er bara á meðan málflutningur þinn(þú ert langt frá því að vera verst), og margra annarra, bæði karla og kvenna, þá verður þetta allt í lausu lofti, og þínir líkir verða einfaldlega bara hlægilegir. Það veit margnefndur Geiri og hans líkir, og hann vefur ykkur um fingur sér. Því miður!!! Þið verðið að svara, en málið er bara að þið eruð það ótrúlega fölsk og gegnsæ að þið getið það ekki. Það er þó heiðarlegt af ykkur
Kveðja, Einar(ekki fjölmiðlafulltrúi geira )
Einar (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 18:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.