Leita í fréttum mbl.is

Á morgun,á morgun..

..eða réttara sagt í dag, á eftir eða um hádegi, fer ég til læknisins og fæ hina langþráðu niðurstöðu úr beinmergsprufunni ógurlegu, sem ég bloggaði svo fjálglega um, um daginn.

Það er svo merkilegt, að þegar maður bíður og það er vitað að biðin getur orðið löng, þá tekur maður æðruleysið á hlutina, en svo á síðustu metrunum, eins og í mínu tilfelli núna, er ég búin að æsa sjálfa mig upp í spennu, arg, og það svona rétt fyrir svefninn.

Annars er mér engin vorkunn, ég finn það á mér að allt verður í lagi og ég kem út úr þessu með eitthvað smá vesen á blóðbúskapnum eða eitthvað og með reynsluna af mergprufunni í ofanálag (hm, hefði nú alveg viljað verða af þeirri reynslu.. hmprf).

En.. þar sem ég er svo mikið fyrir varnagla, þá þigg ég alveg einn og einn smjútsara frá ykkur, gestir góðir.  Bara svona huglæg knús.

Ég er nefnilega viss um að það skaðar ekki baun.

Sjáumst í villtu fimmtudagsstuði á  morgun.

Lífið er flott, og ég líka.

Ójá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Einn smjúts á þig fyrir svefninn 

Eva Þorsteinsdóttir, 11.10.2007 kl. 01:22

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk snúllurnar mínar.  Þetta gengur flott.  Með það á hreinu. Lalala

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.10.2007 kl. 01:28

3 Smámynd: Kolgrima

Stórt knús til þín, kæra bloggkerling, og megi þér ganga allt í haginn á morgun. Hugsa og smjútsa til þín eins og ég lifandi get.

Kolgrima, 11.10.2007 kl. 02:31

4 identicon

Gangi þér vel elsku Jenný! Hýja og knús frá Stockholm ;-)

Sendi þér maili við fyrsta tækifæri."PÚFF" Brálað að gera hér....

brynja Nordquist (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 06:33

5 Smámynd: Salka

Knús knús til þín

Salka, 11.10.2007 kl. 07:59

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk stelpur mínar, er í góðu bara, en það er ekki verra að hafa góðar hugsanir í farteskinu inn í daginn.

Brynja: Þú ert snemma á fótum kona.

Beta: Fórst þú EKKERT að sofa?

Dúa: Okok, ég næ pointinu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.10.2007 kl. 08:01

7 Smámynd: Ragnheiður

Knús frá mér kæra Jenný

Ragnheiður , 11.10.2007 kl. 08:02

8 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Sein með smjútsarann. Hafðu hann margfaldann  

Laufey Ólafsdóttir, 11.10.2007 kl. 08:07

9 Smámynd: Dísa Dóra

Sendi þér hlýjar kveðjur og rafrænt knús og megi allar góðar vættir vera með þér

Dísa Dóra, 11.10.2007 kl. 08:11

10 Smámynd: Þröstur Unnar

Hafðu góðan dag Jenný.

Þröstur Unnar, 11.10.2007 kl. 08:21

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ragga, Laufey og Dísa Dóra: Takk innilega fyrir kveðjurnar.  Ég hef þær og allar hinar með mér í dag.  Smjútsí.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.10.2007 kl. 08:21

12 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Þmjútþ :) Krossum putta...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 11.10.2007 kl. 08:52

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 11.10.2007 kl. 08:53

14 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

(eða var það kannþki kroþþum putta?)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 11.10.2007 kl. 08:53

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hildigunnur:  Það var kroþþum putta audda.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.10.2007 kl. 09:14

16 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Risastórt knús

Ragnhildur Sverrisdóttir, 11.10.2007 kl. 09:20

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Risaknús frá mér elsku elsku Jenný mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.10.2007 kl. 09:24

18 Smámynd: Sunna Dóra Möller

....Ég vona að allt komi út á besta veg! Gangi þér vel í þessu á eftir!

Sunna Dóra Möller, 11.10.2007 kl. 09:30

19 Smámynd: krossgata

Besta gengi Jenný og auðvitað fer þetta á besta veg. 

krossgata, 11.10.2007 kl. 10:26

20 Smámynd: kidda

Knús 

kidda, 11.10.2007 kl. 10:30

21 identicon

Smjúts frá mér.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 10:36

22 Smámynd: Kolgrima

Þú ert komin frá lækninum?

Kolgrima, 11.10.2007 kl. 15:12

23 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Knús, lús og vertu dús og fús eins og mús sem hleypur um hús!

Edda Agnarsdóttir, 11.10.2007 kl. 15:13

24 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég ætla að hringja í þig núna!

Edda Agnarsdóttir, 11.10.2007 kl. 15:14

25 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Skrilljónfaldur smjútsari á þig, elskan. Ég verð að hætta að vinna svona heima á kvöldin, ég er næstum hætt að lesa blogg nema um helgar. Sorrí vanræksluna, elskan mín.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.10.2007 kl. 20:11

26 Smámynd: Salka

Stórt knús frá mér

Salka, 11.10.2007 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.