Leita í fréttum mbl.is

Saran á afmæli í dag!

Sara Hrund Einarsdóttir

Sara Hrund, yngsta stelpan mín, er 27 ára í dag.  Hún fæddist á Östra-Sjukhuset í Gautaborg og nóttina sem hún kom í heiminn, ríkti fárviðri og spítalinn varð rafmagnslaus og allar klukkur stoppuðu.  Saran er auðvitað mögnuð í beinu framhaldi af hingaðkomunni.

Sara er mamma hennar Jennýjar Unu, og hún er með litla bróður Jennýjar í maganum.  Þessi dóttir mín kemur mér alltaf á óvart, en hún er með fordómalausari manneskjum sem ég hef enn rekist á, að öllum öðrum ólöstuðum.  Sara vill bjarga heiminum, eins og flestir, en hún gerir líka eitthvað í því.  Fyrir utan að vera í FÁ, er hún á kafi í sjálfboðavinnu við verkefni í skólanum, þar sem verið er að safna fyrir skóla í Pakistan, á vegum ABC barnahjálpar.  Þetta verkefni varð kveikjan að stofnun sérstaks hjálparstarfsáfanga við skólann. 

Elsku Sara, til hamingju með daginn þinn og njóttu hans nú alveg í botn, með Jennslunni, Erik og okkur hinum.

Maysa, okkur vantar ykkur, hann Oliver á að vera hérna og þið Robbi líka.  Arg.  María Greta Einarsdóttir, þetta er tilfinningaleg kúgun.  Komdu heim.

Þúsund kossar til þín frá okkur, elsku Saran mín.

Esska þig!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með stelpuna þína

Bryndís R (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 00:21

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Til hamingju með Söruna þína, hún er greinilega að koma með góðan og hressan kynstofn inn í líf landsins.  Til lukku.  Electric 

Ásdís Sigurðardóttir, 7.10.2007 kl. 00:25

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Til hamingju með dótluna þína elskan - við eigum þó eitt stykki hvor á sama ári!

Edda Agnarsdóttir, 7.10.2007 kl. 00:35

4 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Til hamingju með dótturina.

Bjarndís Helena Mitchell, 7.10.2007 kl. 01:40

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Gratulera til deg som fyller nytt år

Jóna Á. Gísladóttir, 7.10.2007 kl. 01:58

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

 skjönne Sara

Jóna Á. Gísladóttir, 7.10.2007 kl. 01:59

7 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Til hamingju Sara, Jenný (báðar tvær) og aðrir hlutaðeigandi aðilar
Sara, eigðu góðan dag Kveðjur fyrir hönd stórfjölskyldunnar.

Laufey Ólafsdóttir, 7.10.2007 kl. 03:51

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

Til hamingju með Söru, við eigum sitthvora vogina...

Heiða Þórðar, 7.10.2007 kl. 03:55

9 Smámynd: Kolgrima

Til hamingju með kjarnorkumyndartelpubarnið þitt, Jenný  

Kolgrima, 7.10.2007 kl. 03:57

10 Smámynd: Salka

Til hamingju með afmælið Sara Hrund

Salka, 7.10.2007 kl. 04:44

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Falleg stelpa sem þú átt þarna.

Til hamingju með daginn

Hrönn Sigurðardóttir, 7.10.2007 kl. 05:12

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk öll, Jóna, skjönne hvað?  Hvenær varst þú í Noregi addna?

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.10.2007 kl. 07:16

13 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Til hamingju með stelpuna þína.....

Sunna Dóra Möller, 7.10.2007 kl. 11:23

14 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Innilegar hamingjuóskir til þín og Söru. Frábært hvað hún lætur til sín taka stelpan..svona á fólk að vera.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.10.2007 kl. 12:01

15 identicon

Til hamingju með Söruna þína.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 12:23

16 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

1990-1991... held ég. Þýðir þetta að ég sem norðmaður og þú sem svíi þurfum að fara að hatast?

Jóna Á. Gísladóttir, 7.10.2007 kl. 13:37

17 Smámynd: Ragnheiður

Innilega til hamingju með afmælið....

Ragnheiður , 7.10.2007 kl. 14:56

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóna, Jóna, Jóna: Við erum of þroskaðar til að finna til haturs

Takk stelpur mínar

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.10.2007 kl. 15:14

19 identicon

Þvílíkur sjarmur sem þessi stelpa er. Kemur ekki á óvart að hún er vog Til hamingju með hana elsku jenfo  

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 2987323

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband