Þriðjudagur, 2. október 2007
S.k. nauðgunarlyf verður ekki tekið af markaði.
Grunur um misnotkun lyfja til að sljóvga fórnarlömb í nauðgunarmálum hefur ekki verið staðfestur hér á landi. Þetta má lesa á vef landlæknisembættisins. Flunitrazepam hefur aldrei fundist í sýnum frá fórnarlömbum nauðgana hér á landi.
"Umræður hafa skapast í fjölmiðlum á síðustu mánuðum, þar sem talið er að eftirritunarskylda svefnlyfið flunitrazepam sé misnotað af nauðgurum og öðrum ofbeldismönnum til þess að sljóvga fórnarlambið, t.d. með því að lauma því í drykki. Því þótti ástæða til þess að kanna þessi mál ofan í kjölinn og leita upplýsinga frá lögreglu, neyðarmóttöku Landspítala og frá Rannsóknastofu Háskólans í lyfjafræði, auk þess sem leitað var í erlendum fræðigreinum um efnið."
Það er auðvitað bara frábært ef þetta reynist rétt.
Það eru því miður, ekki allir þolendur nauðgana sem leita sér aðstoðar á neyðarmóttöku. Er líklegt að konur sem hafa orðið fyrir nauðgun og eru með algjört minnistap, leiti aðstoðar?
Það þætti mér fróðlegt að vita.
Landlæknir sér ekki ástæðu til að taka Flunitrazepam af markaði.
Nú er ég blönk.
Flunitrazepam hefur aldrei fundist í fórnarlömbum nauðgana hérlendis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vefurinn, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:42 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 2987256
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
nú er ég líka staurblönk
halkatla, 2.10.2007 kl. 21:47
Enn einn Lúkas var tekinn á þetta, mér finnst orðið Lúkas fínt fyrir múgæsingu, það er styttra og fólk man eftir því vegna þess að það situr í hugum mjög margra þegar það settist í dómarasætið og tók strákinn nánat af lífi án dóms og laga á netinu. Sem minnir mig á það, hvað ætli sé að frétta af kærunni hjá honum og til allra þeirra sem níddu hann niður á netinu, vonandi vel og fólk þurfi að axla ábyrgð borga honum miskabætur.
Sævar Einarsson, 2.10.2007 kl. 21:48
Elsku Jenny mín, ég hef nú ekki verið á landinu í nokkra daga, þannig að ég er að lesa mig upp eins og ég kalla það.
Leitt að heyra þetta með sýnatökuna, vona að það sé allt í lagi með þig.
Knús á þig kæra bloggvinkona, þú ert í mínum bænum.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 21:52
Ja, hérna! Ekki tek ég undir að Lúkasinn hafi verið tekinn á þetta. Sjálf fékk ég svona lyf í glas fyrir 20 árum en fattaði það ekki fyrr en tíu árum síðar og þá var það eflaust farið úr blóðinu. Mér finnst að svona lyf eigi ekki að vera á markaði, punktur og basta! Þeir sem fá þessu lyfi ávísað af lækni geta, skv. því sem ég las annars staðar, fengið svipað lyf nema ekki með þessum lamandi gleymskuáhrifum sem þetta veitir. Ja, nú er ég hissa.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.10.2007 kl. 21:53
Þetta er afar dularfullt mál. Embættið hefur eftir Lögreglu og heilbrigðisstarfsmönnum að engin merki hafi fundist um lyfið hjá fórnarlömbum nauðgana og tíunda síðan að minnisleysi stafi oftast af ölvun fórnarlamba???
Hver var að spyrja um minnisleysi? Hefur verið skimað eftir þessu lyfi í blóðsýnum? Það er kostnaðarsamt og efast ég um að það sé gert. Hér er verið að snúa á fólk. Það að ekki sé til skýrsla, sem nefnir þetta lyf er ekki vegna þess að það hefur ekki verið notað, heldur vegna þess að þess hefur ekki verið leitað.
Ég skora á þá sem berjast gegn þessu að fá það á hreint á hverju þessar fullyrðingar eru grundaðar. Hér er ekki gerð ítarleg rannsókn á blóðsýnum fórnarlamba, sem leitt gæti þetta í ljós. Það þori ég að fullyrða.
Ótrúlegur ruddaskapur að hagræða sannleikanum svona. Hér eru lobbyistar lyfjafyrirtækja á ferð m.a. Það þori ég að hengja mig upp á.
Þetta eru falsaðar niðurstöður.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.10.2007 kl. 22:09
Ég held að þessi lyfjapróf geti varla sýnt stöðuna eins og hún í raun og veru er. Eins og ég skrifa í pistlinum þá er ekki líklegt að konur sem vakna eftir minnisleysi finni hjá sér þörfina að kæra þegar þær eru alls ekki til frásagnar um nokkurn skapaðan hlut.
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.10.2007 kl. 22:10
Jón Steinar, nokkuð til í þessu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.10.2007 kl. 22:11
Skilaboðin eru: Þið sem hafið orðið fyrir þessu og berjist gegn þessu eruð að ljúga, auk þess sem þið eruð bara fyllbyttur og dóphausar, svo ykkur er bara nær. Sjaldan hef ég séð meiri embættishroka og í þessu. Hvar er gagnrýnin blaðamenska í dag? Nenna menn ekki að hugsa lengur?
Jón Steinar Ragnarsson, 2.10.2007 kl. 22:15
Einhverntímann minnir mig ég hafa lesið að ein ástæða þess að ákveðnir aðilar noti þessi lyf sé sú að þau finnast ekki nema leitað sé sérstaklega eftir þeim. Það er samt sá fyrirvari á þessu að mig sé ekki að misminna herfilega og rugla saman bulli úr CSI.
Ragnheiður , 2.10.2007 kl. 22:23
Þetta er náttúrulega ömurlegt. Kona sem orðið hefur fyrir byrlun af slíku lyfi og svo nauðgað man ekki hvað gerst hefur og er því líklegt að hún komi seint til rannsóknar. Það þarf að rannsaka sýni innan 72 klst. ef finna á flunitrazepam í líkamanum.
"Very often, biological samples are taken from the victim at a time when the effects of the drug have already passed and only residual amounts remain in the body fluids. These residual amounts are difficult, and sometimes impossible, to detect using standard screening assays available in the United States. If flunitrazepam exposure is to be detected at all, urine samples need to be collected within 72 hours and subjected to sensitive analytical tests."
krossgata, 2.10.2007 kl. 22:40
Arggghhh... ætli Heiða taki þá á beinið
Jóna Á. Gísladóttir, 2.10.2007 kl. 22:49
Hreinlega andstyggilegt mál, og hver eru svo skilaboðin til ofbeldismannanna ? Þau eru þau sömu og venjulega. Allt í gúddí gæs, haldið bara áfram við verjum ykkur gegn öllum ásökunum. Nei hér verður að staldra við og láta þessa menn heyra svo um munar. Þá er ég að tala um þá opinberu aðila sem líta ekki á nauðganir sem glæp.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.10.2007 kl. 22:55
Þarna hafiði það! Krossgata kemur þarna með tilvitnun, sem staðfestir að Landlæknir fer með blekkingar!
Jón Steinar Ragnarsson, 2.10.2007 kl. 23:02
Ég þori líka að hengja mig upp á að fórnalömbin eru einfaldlega álitin drukkin og því hvorki þvag né blóðsýni tekið. Og ef þau eru tekin, þá er það til að athuga alkohólmangn en ekki skima eftir llyfjum, sem þarf dýr og nákvæm tæki til að greina. No Way!
Jón Steinar Ragnarsson, 2.10.2007 kl. 23:06
Landlæknir mun segja: "Þar sem við höfum ekkert í höndunum, sem staðfestir misnotkun þessa lyfs í nauðgunarmálum, getum við ekki bannað það á munnmælum einum." Hann mun svo ekki bæta úr því og skylda slíka skimun í málum, sem grunur leikur á þessu, frekar en áður. Nauðgararnir sleppa, hvað sem tautar og raular.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.10.2007 kl. 23:11
Ég held að þú hafir rétt fyrir þér Jón Steinar, því miður. Og tilvitnunin hjá Krossgátu bendir nú heldur betur ekki til að þetta sé standard prosidure í öðrum löndum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.10.2007 kl. 23:59
Hvaða skilaboð er eiginlega verið að senda með því að leyfa sölu eldfimra efna? Brennuvargar sleppa, hvað sem tautar og raular!
Svo er spurning að banna verkjatöflur, bensín, hnífa og alla aðra hluti sem hægt er að nota til þess að skaða aðra. Við megum ekki gefast upp! Bönnum einn hlut á dag þangað til mannfólkið hættir að skaða hvort annað!
Fasismi er leiðin að fullkomnu samfélagi!
Eða.. nei? Kannski ekki.
Geiri (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 00:07
Æi Geiri, þú ert eins og gömul plata. Hvernig leggur þú að líku stórhættulegt lyf, sem hægt er að skipta út fyrir annað sem ekki er hægt að nota í þessum tilgangi og kaupum á eldspýtum, kveikjurum og öðru slíku. Á hvaða plani ertu? Vertu úti mér leiðist svona ómálefnalegt raus.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.10.2007 kl. 00:32
Ég er á því "plani" að trúa á persónufrelsi meðal annars til neyslu. Þó að visst efni sé misnotað þá er það ekki réttlæting fyrir því að banna það. Ef slík hugsjón er réttlætanleg þá getum við farið endalaust með bönn, stýringar og takmarkanir þangað til einn daginn vöknum við í lögregluríki.
Er virkilega nauðsynlegt að selja svefnlyf almennt? Hversu margir ætli hafi svipt sig lífi með slíkum lyfum? Við getum alveg stillt því upp þannig að björgun mannslífa sé mikilvægara en að laga svefntruflanir fólks, eða höfuðverk? Hversu mörgum hefur verið nauðgað eingöngu undir áhrifum áfengis? Er réttlætanlegt að banna áfengi til þess að minnka ofbeldistíðnina? Í Íran eru kynsjúkdómar helmingi sjaldgæfari heldur en á vesturlöndum, við ættum kannski að geta í spor þeirra og ganga lengra með stýringar og bönn? Það er eins og við búum í einhverskonar forræðishyggjusamfélagi þar sem "æskileg hlutföll" eru alltaf æðri heldur en dýrmæta frelsið.
Annars er frekar ósmekklegt að biðja fólk um að vera úti ef þér líkar ekki við skoðanir þeirra, hvað ertu að gera í bloggheiminum?
Geiri (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 03:43
Geiri: No komment.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.10.2007 kl. 08:22
Var alveg hætt við að setja litar- og/eða bragðefni í lyfið, það er jú hættulegast vegna þess að það er lyktar- lit- og bragðlaust og ekki nokkur leið að finna mun á drykknum sínum fyrir og eftir lyf?
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 3.10.2007 kl. 09:07
Þetta er einkennileg frétt. Sjálfur þekki ég nokkra aðila sem hafa lennt í því að vera byrlað svefnlyf í drykk, allir sluppu sem betur fer við nauðgun. Í tveimur tilvikum fann viðkomandi hreynlega pillur í glasinu sínu, sem höfðu ekki enn leysts upp!
Svo er ekki langt síðan af Stefán nokkur Hjaltested var dæmdur fyrir að byrla konum lyf í hvítvíni og nauðga þeim hrottalega. Kannski fundust lyfin ekki því ekki var leitað tímanlega, en maðurinn var samt dæmdur fyrir að nota þessi lyf í þessum tilgangi og því FÁRÁNLEGT að halda því fram að þetta gerist ekki þegar þetta er skjalfest fyrir dómi.
Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 13:42
Landlækni var bent á þetta blogg. Margar athugasemdanna bera með sér að viðkomandi hefur ekki lesið tilkynningu Lyfjastofnunar og landlæknis. Athugasemdirnatr eru því margar út í hött. Kynnið ykkur málið vandlega á:
http://www.landlaeknir.is/Pages/1055?NewsID=1703
Matthías Halldórsson (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 18:18
Erlendar rannsóknir hafa stutt það að nauðgara nota ekki nauðgunarlyf, það er tröllasaga. Þegar leitað hefur verið skýringa á minnisleysi stúlkna þegar þær kæra nauðganir er áfengismang í líkamanum langoftast nægilega hátt til að útskýra minnisleysi. Önnu helsta ástæðan fyrir minnisleysi sem er talinn upp er neysla áfengis og cannabis saman, en minni fólks fer víst i frí þegar fólk sem er ekki vant þessum lyfjum neytir þeirra saman.
Heilbrigðisstofnanir í Bretlandi aðstoða mörg hundrum manns hverja helgi sem segja að sér hafi verið byrlað eitthvað eitur á djamminu. Þá er í langflestum tilvikum tekið blóðsýni og leitað að líklegum efnum, þá hefur komið í ljós að það tilheyrir til undantekninga að fólk sem segir að því hafi veri byrlað eitur að því hafi í raun og veru verið byrlað eitthvað.
Stundum gerir fólk sér ekki grein fyrir því hvað það er búið að drekka miki, hef lent sjálfur í því, var alltíeinu svo svakalega heitt og svimaði svo svakalega, hafið bara ekki hugsað út í hvað ég var búin að drekka mikið og hratt. Svo getur líka verið erfitt að viðurkenna það að maður hafi ekki meiri stjórn á drykkjunni en raun ber vitni. Það eru margar ástæður taldar bak við það að fólk segir að því hafi verið byrlað eytur eða svefnlyf.
Bjöggi (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 19:02
ANDSKOTINN!!!
Heiða B. Heiðars, 3.10.2007 kl. 19:24
Ok... í fyrsta lagi.. hefur verið leitað eftir því hvort þetta lyf.... never mind... get ekki skrifað um þetta núna!
Ætla að kanna hvað þeir hafa fyrir sér í þessu.. eins gott að það sé gott. Ég nenni alveg að fara aftur í ham...
Heiða B. Heiðars, 3.10.2007 kl. 19:26
Ég las tilkynninguna landlæknisembætti og þar segir að það hafi aldrei fundist merki um lyfið eftir ykkar eftirgrennslan. Krossgata bendir hér á að það sé hægt að greina það en ekkert kemur fram um hvort það hafi verið reynt hér.
Það er ekki að ástæðulausu að fólk heldur þessu fram og nefnir þetta lyf. Slikt hefur verið skjalfest af vitnisburðum gerenda og þolenda fyrir rétti. Kannski láðist ykkur að kanna þann ranghala?
Þi tilkynnið þetta samt eins og að lyfið hafi aldrei fundist og gefið í skyn að þess hafi verið leitað þar með. Það er brenglun skilaboða og kallast að færa í stílinn. ´
Við notkun þessa lyfs er ekki verið að tala um minnisleysi, heldur hálfgert eða algert meðvitundarleysi, sem er afleiðing þessa. F+ornarlömbin eru oft vakandi en eru algerlega lömuð og mörg þeirra muna þetta vel. Einnig er nokkuð víst að fólk þekki muninn á eigin ölvunarástandi og ef því er byrlað lyfjum. Víst er að nauðganir eiga sér stað undir áfengisdauða en það er ekki til umræðu hér og því er verið að drepa málinu á dreif með að nefna slíkt yfirleitt.
Segið okkur nú: Hvað þarf til, svo þetta lyf verði tekið af markaði? Dómskjöl og vitnisburðir? Framburður fórnarlamba? Ef lyfið greinist ekki, þótt þess sé neytt þá er vert að gleyma þeim möguleika í bili, þar til hægt verður að sinna því.
Á þeim grunni að lyfið hafi ekki fundist í blóði og þvagi, þá hafnið þið kröfu um að taka það af markaði. Þið gerist einnig sek um það að stöðva ekki dreyfingu þess á meðan á þessari rannsókn stóð, sem ætti að vera siðferðislega rétt ef grunur leikur á slíku. Kannski er það einmitt ástæða fyrir því að nauðgarar kjósa lyfir, að það er erfitt að greina það.
Þið eruð allavega að segja að fjöldi fórnarlamba og gerenda hafi bara logið um þessa hluti. Það sæmir ekki opinberri stofnun. Könnunin er ekki búin. Nú skuluð þið leita útektar á dómsskjölum og leita samanburðar í löndum, þar sem lyfið er leyft. Þessi umræða er ekki einskorðuð við Ísland. Þetta hefur komið upp ansi víða. Það er kannski einhver ótrúleg tilviljun að ykkar mati?
Jón Steinar Ragnarsson, 3.10.2007 kl. 21:15
Oh Jón Steinar.. var ég búin að segja þér hvað mér finnst þú frábær!! Þú segir allt sem ég er of REIÐ til að segja núna
Heiða B. Heiðars, 3.10.2007 kl. 21:51
Sammála Heiðu, Jón Steinar þú ert mega.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.10.2007 kl. 21:55
Áhrifin sem þú ert að lýsa sem eiga að koma af lyfinu eru ekki rétt. Lýsingin sem þú vísar til er lýsing á mjög sterku deyfilyfi sem læknar nota og hafa komið upp tilvik þar sem læknar hafa nauðgað sjúklingum sínum með hjálp þessa lyfs.
Flúni og róban, eins og það er kallað á götunni eru umrædd lyf sem fólk notar til að komast í algleymi eða til að sofna, jenný þú ættir kannski að kannast við eitthvað af þessum töflum....
Það hefur oft verið gefið í skyn að nauðgarar noti þessi lyf, sérstaklega með því að setja þau út í glös hjá fólki á djamminu, en rannsóknir hafa sýnt fram á að þegar fólk heldur að því hafi verið byrlað eitthvað af þessum lifjum.
Það hefur t.d. oft verið fjallað um þetta í UK street crimes þegar sýndar eru myndir af unglingstúlkum og drengjum sem geta ekki komið upp orði, eru hálfvakandi, geta ekki sagt hvar þau eiga heima eða hreyft sig og segja lögreglu eða sjúkraliðsmönnum að þeim hafi verið gefið eitthvað inn, nefna jafnvel þessi lyf. Þá er hafin rannsókn á málinu, bóðsýni og sýni úr maga fólks tekið og niðurstaðan er nær undantekngarlaust alltaf sú sama, engin þekkt nauðgunarlyf heldur óhóflegt magn áfengis í blóði og maga og oft finnast merki um kannabisneyslu.
Því miður er málið þannig að allar saklausu unglingstúlkurnar sem passa sig alltaf að drekka ekki of mikið gera það einstöku sinnum og afsaka það með lyfjagjöf. Þetta gerist oft um hverja helgi.
Bjöggi (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 22:12
Bjöggi ég veit ekki af hverju þú heldur að ég kannsist við eitthvað af þessum lyfjum. Kannski vegna vinnu minnar í gegnum mörg ár eða jafnvel vegna þess að ég er óvirkur alki?
Það tilkynnist hér með að ég notaði (misnotaði) svenlyfið Immovane og róandi lyf sem heitir Lexotan. Ásamt því að drekka ómælt af bjór og rauðvíni. Lengra nær mín sérþekking ekki bara svo það sé á hreinu. Hehe,
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.10.2007 kl. 22:48
Ég hafði bara séð þig tala um að taka pillur, aldrei hvaða. Þessar pillur eru mjög vinsælar hjá fólki sem er að taka pillur.
Bjöggi (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 23:15
Alltílagi Bjöggi minn en nú veistu það. Enda ekkert leyndarmál hvað það var sem ég sturtaði í mig. Nú þegar ég er hætt því sko.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.10.2007 kl. 23:40
Hér eru linkar, sem áhugavert væri fyrir landlæknisembættið að skoða.
Hér, Hér, Wikipedia, Hér, Hér, Hér, Hér, Hér, Hér, Hér, Hér.
Get haldið áfram í það óendanlega, en læt nægja að koma með tilvísanir hér í Ensku, Norsku, Dönsku og Frönsku. Það athyglisverða er að ef þú spyrðir saman orðunum Drug og Rape á hinum ýmsu tungumálum, er þetta lyf það fyrsta sem birtist í samhenginu og það í langmestum meirihluta. Haldið þið að þetta sé einhver séríslens hystería?
Jón Steinar Ragnarsson, 4.10.2007 kl. 03:00
Maður skildi ætla að ef þetta lyf hefur verið notað til að fremja glæpi, og það er það vandamál sem látið hefur verið í veðri vaka, þá hlyti það einhverntíma að hafa greinst í einhverjum sem kærir kynferðisbrot. Ekki bíða allir þolendur kynferðisbrota í 72 tíma áður en þeir leita til neyðarmóttöku.
Herferðin virkar dálítið eins og "Lúkas"
Hreiðar Eiríksson, 4.10.2007 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.