Leita í fréttum mbl.is

Ég er skjálfandi á beinunum..

..eftir að hafa séð Pétur Tyrfingsson, hella úr skálum reiði sinnar og lýsa yfir vanþóknun sinni á því sem hann nefnir kukl, í Kastljósinu í kvöld.  Þar sem Pétur er heilbrigðisstarfsmaður sem vinnur eftir hinum "einu réttu" leikreglum hefði ég kosið að hann væri örlítið málefnalegri í gagnrýni sinni og minna háðskur.

Ég veit ekkert um þessa höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun, né margar af þeim óhefðbundnu aðferðum við lækningar sem í boði eru.  Ég er að vissu leyti sammála Pétri um að fagaðili eigi ekki að vera að ástunda eitthvað sem engar sannanir eru fyrir að skili árangri.  Samt skil ég vel að þeir sem eru vonlausir um bót meina sinna leiti sér aðstoðar út fyrir hinn hefðbundna ramma heilbrigðiskerfisins.

En það skiptir engu máli hér hvað mér finnst um óhefðbundnar lækningar.  Þar er sjálfsagt bæði gott og slæmt að finna.  Það skiptir mig heldur engu höfuðmáli að Pétur Tyrfingsson skuli vera að kafna úr reiði yfir þessari eða hinni aðferðinni úti í bæ.  Það sem mér finnst óþolandi er þessi hrokafulla afstaða, að ekkert sé brúklegt nema það hafi verið kannað með þeim hætti sem hann telur til þess bæran.

Það er eins gott að til er leitandi fólk.  Hvernig í ósköpunum ættu hlutirnir að þróast ef enginn spyrði spurninga og prófaði sig áfram?

En höfuðbeina- og spjaldhryggs vottever. 

Ædónþeinksó.

Þar er ég sammála hinum bálilla manni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Gott að þú ert ekki skjálfandi í höfuðbeininu eða spjaldhryggnum Jenný mín.  Það er gott fyrir lærða og leika að kynna sér málin áður en þeir verða bálillir...þessi aðferð hefur hjálpað mjög mörgum´með margskonar vandamál. Held við ættum bara að anda létt og leyfa fólki að finna sína lækningu í friði. Ekki virka allar nútímalæknaleiðir í öllum tilvikum...sum meðul farga fólki og sumar aðferðir lifir fólk hreint ekki af. Smbland af hvorutveggja og opinn hugur er líklega það sem koma skal..þegar hausarnir á okkur opnast fyrir að misjöfn er mannanna lækningaleið.

Þórarinn ætti að vera manna fróðastur  um að ekki lagast allir sem koma til hans í meðferð..engin ein leið virkar fyrir alla.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.10.2007 kl. 23:04

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég er algjörlega sammála...það má aldrei fara út fyrir hinn vísindalega staðfesta tölfræðilega ramma ..... .þá er það bara rugl, bull og vitleysa! 

Það er gott að það er til fólk sem þorir stundum að fara út fyrir rammann og leita eins og þú segir, algjörlega.........hugsa sér ef að fornmennirnir hefðu aldrei þorað út úr hellunum.....

Sunna Dóra Möller, 1.10.2007 kl. 23:09

3 identicon

Veistu, læknar hafa í gegnum tíðina haft óbeit t.d. á nálastungm, það er fyrst í dag sem þeir eru að viðurkenna að þær geri eitthvert gagn t.d. Ég held að þetta sé þröngsýni hjá Pétri. Það hjálpar allt ef fólk hefur trú á því. Eins og við vitum flytur trúin fjöll.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 23:09

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég hef bara með eigin augum séð og fengið staðfest vísindalega að margt virkar og læknar sem er ekki hefðbundið og sumir vilja kalla kukl. Þakka fyrir að það er til þar sem það bjargaði lífi eins úr fjölskyldu minni eftir að vísindalegar lækningaðaðferiðr urðu uppiskroppa með lausnir. Höfum opinn huga og hættum aldrei að leita. Það er svo margt í mörgu.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.10.2007 kl. 23:18

5 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Einu sinni sinni grein eftir hjúkrunarfræðing sem benti m.a. á blómadropa í baráttunni við ákveðinn sjúkdóm. Það er nákvæmlega EKKERT sem bendir til þess að blómadropar lækni eitt eða neitt. Þeir eru að mestu leyti vatn og enginn hefur getað sýnt fram á raunverulega virkni þeirra að mér vitandi.

Ég er sammála því að heilbrigðisstarfsfólk eigi ekki að vera að benda sjúklingum á "lækningarmeðferðir" sem eru ekki vísindalega sannaðar á neinn hátt. Oft er þetta bara peningaplokk og þá er verið að níðast á þeim sem eru hvað viðkvæmastir fyrir, fólk sem er veikt eða á veika ástvini.

Svala Jónsdóttir, 1.10.2007 kl. 23:18

6 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Þetta átti að vera: "Einu sinni LAS ég grein..."

Svona er það þegar maður skrifar hraðar en hugsunin leyfir. ;)

Svala Jónsdóttir, 1.10.2007 kl. 23:19

7 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Sko, ég held nú að læknar séu aðallega pirraðir á því að það er iðulega sama hvað þeir segja, fólk fer jafnvel ekkert eftir ráðum þeirra en leitar frekar í eitthvað „kukl“. Ég skal sko vel trúa því að hitt og þetta virki ágætlega, en miðað við sögurnar af einmitt þessu höfuðbeinadóti (hvað átti maður aftur að gera? eitthvað trúarkjaftæði minnir mig) þá er þarna aðeins og eingöngu spurning um að líkaminn hefur ótrúlega hæfileika til að lækna sjálfan sig því ekki gerir þetta það!

Ég er ekkert sérlega ginnkeypt fyrir hliðarlækningum ýmsum, enda hafa aldrei nein hómópatalyf, nálastungur eða annað haft nokkur merkjanleg áhrif á mig. Og hef ég þó reynt...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 1.10.2007 kl. 23:27

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Og við þetta má bæta að í bretlandi hanga uppi auglýsingar frá áohefðbundnum lækningaðailum með fullu samþykki læknanna...þegar þeirra leiðir þrjóta er fólki boðið uppá annarskonar meðferðir.  Meira að segja á sjúkrahúsi hér er reiki notað sem ein af lækningaaðferðunum þar sem það hefur sýnst sig svart á hvítu að það hjálpar t.d  krabbameinssjúklingum og núna er verið að gera tveggja ára mjög nákvæma rannsókn á virkni orkuækninga í meðferðum fólks sem er mjög veikt. Ekki bara af því.... heldur af þvi að læknar og hjúkrunarfólk sér mun á þeim sem fá reiki sem hjálp. Talandi um peningaplokk....common meðalamafían er stórt peningaplokk í sjálfri sér. Af hverju skyldu þeir sem hafa eitthvað fram að bjóða á þessu sviði alltaf vera kallaðir peningaplokkarar....vitið þið um eitthvert svið sem ekki rukkar fyrir sína vinnu og tíma????

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.10.2007 kl. 23:29

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hei Katrín, þetta er ekki Þórarinn Tyrfingsson sem málið snýst um, hann er blásaklaus.  Pétur heitir umræddur maður, bara svo við höfum það á hreinu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.10.2007 kl. 23:31

10 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Afsakaðu Jenný mín...Pétur skal það vera...nafnið skiptir í raun engu máli heldur afstaðan. Þessi afstað getur lokað á að margir leiti sér ekki hjálpar þegar allt annað er þrotið og það geta margir vitnað um að þær leiðir hafa hjálpað mikið. Hef lesið mér margt til um höfðubeina og spjaldhryggsmeðferðir og þekki fólk sem hefur fengið bót meina sinna í gegnum þær.  Ætlar PÉTUR að draga það í efa???

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.10.2007 kl. 23:39

11 identicon

Vísindin eru eina leitandi aflið í læknavísindum.

Ekki eru spjaldhryggsbeinajafnarar eða hvað sem þeir kalla sig leitandi flokkur, ekki eru það hómeopatarnir, ekki kírópraktorarnir, ekki jógakennararnir, ekki nálastungu*veitekkistarfsheiti* leitandi hópar.

Nei, þessar aðferðir hafa ekkert breyst síðan einhver fann þær upp. Og munu ekkert breytast enda eru notast þessar aðferir við fyrirfram gefna forsendu og öllu því sem stangast á við þessar fyrirfram gefnu forsendur er sópað undir teppi.

Vísindamenn starfa hinsvegar myrkranna á milli í leit að nýjum lausnum á þeim vandamálum sem heimurinn þarf að glíma við.

Hverjir hafa komið með fleiri nýjungar á sviði lækna og lyfja vísinda og leyst fleiri vandamál? Félag hómeopata eða álíka kuklarafélög eða t.d. Íslensk Erfðagreining?

Ef það væri eitthvað vit í þessum óhefðbundu lækningum væru þær ekki óhefðbundnar.

Viddi (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 23:51

12 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég er algerlega á þeirri skoðun að bæði virkar...það að skapa þetta bil á milli gerir bara illt verra. Stundum virka vísindalegar lækningar fullkomlega..stundum ekki. Stundum hafa óhefðbundnar lækningar áhrif..og í stað þess að eyða tíma í að metast um hvort er betra ættum við að koða með opnum huga allt sem virkar. Það er svo mikil lítilsvirðing við þá sem hafa fengið lækningu eftir óhefbundnum leiðum að láta sem þær hafi ekki gerst. Einsog fólk viti ekki hvernig því líður og hvað hjálpaði þeim eða hvort þeim er batnað. Læknavísindin vita alveg að stundum gerist eitthvað sem þau geta ekki útskýrt eftir vísindalegum aðferðum....en það því miður selur ekki meðul. Við verðum að vera opin fyrir ýmsum leiðum og leyfa okkur að viðurkenna þegar lækningar nást eftir öðrum leiðum en vísindin viðurkenna. Ég hef hitt og starfað með læknum sem eru algerlega á þeirri línu en það er við ofurefli að etja....Því ef slíkt verður einhverntímann viðurkennt hvað verður þá um heimsmyndina sem við trúum á núna?

Hvar verður markaðurinn fyrir suma af þeim ólyfjan sem er á markaði núna og gerir bara ógagn?

Heimilislæknirinn minn er einn af þeim....hann hreinlega talar í mann heilbrigði. Afléttir af manni sjúkdómum og segir fullum fetum að þetta séu álög sem eru sett á fólk. Tekur öllmeðul í burtu og setur í staðinn fulla trú á heilbrigði. Þannig voru reyndar gömlu kínversku læknarnir...þeir fegnu borgað fyrir að halda fólki heilbrigðu. Ef fólk veiktist fengu þeir ekkert borgað. Þeir áttu með visku sinni og þekkingu að leiðbeina í átt að heilbrigði..núna er þatt stundum akkorð í útskrift lyfseðla sem enginn veit hvernig virka.

Til að fyrirbyggja allan misskilning..þá hef ég trú á báðum aðferðum..hefðbundunum og óhefðbundnum....Málið er bara að finna út hvað virkar hvenær.

Getum ekki verið án hvors annars.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.10.2007 kl. 00:12

13 Smámynd: Kolgrima

Ég uppgötvaði nálastungur í vor og þær gerðu kraftaverk við vandamáli sem á að vera ólæknandi. Nálastungurnar læknuðu það ekki beint og sennilega ekki varanlega, án þess þó að ég viti það, en þær auðvelda mér til muna að lifa með því. Lífsgæði mín hafa vaxið og þar sem ég er með alls kyns lyfjaofnæmi, líður mér eins og ég ég hafi himin höndum tekið. Nálastungur virka hjá manneskju sem kann þær.

Kolgrima, 2.10.2007 kl. 00:24

14 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Viddi minn..það sem var áður hefðbundið er núna talið óhefðbundið. Flestar þessar lækningaaðferðir hafa lifað með manninum í gegnum aldirnar og virka alveg jafnvel núna og þá.  Mér verður hreinlega heitt í hamsi að lesa sumt hérna. Er búin að búa á svæði í yfir 7 ár sem fer aðrar leiðir með mun betri árangri en hefðbundnar leiðr gera. Það á margt margt eftir að koma í ljós....hver og ein einasta mannnvera getur fundið sína lækningaleið ef henni er gefið frelsi til þess án haftanna sem settar eru upp sem hinn eini sannleikur á þessu sviði.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.10.2007 kl. 00:35

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég veit líka Kolgríma að nálarstungur virka.  Það eru að mér skilst engin áhöld um það.  Hef sjálf fengið hjálp með þeim.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.10.2007 kl. 00:35

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Katrín, ég er sammála því að það er enginn einn sannleikur til og ég er á því að við hættum aldrei að skoða möguleika.  En....

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.10.2007 kl. 00:37

17 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Dont JE but the universe..... En hvað?????

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.10.2007 kl. 00:43

18 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Vísindalega sannaðar læknismeðferðir virka ekki alltaf heldur...né lyfin. Og það er enginn vilji til að sanna að eitthvað virki án þeirra.  Finnast varla nokkrir sem eru til í að setja peninga í þannig rannsóknir....Það er ekkert uppúr því að hafa að sanna að lækningar án lyfja og sjúkrahúsa virki.  Látum bara fólkið tala sem hefur fengið lækningu öðruvísi. Það mun samt varla nokkur maður taka það trúanlegt..eða nenna rannsaka það. Hvað þarf til að fólk sjái hvað er hvað??? Er búin að lesa greinar Péturs og verð að segja að þar fer maður sem greinilega hefur ekki kynnt sér margt af því sem er að gerast innan vísindanna. Rígheldur í gamlar niðurstöður. Getur hann á afgerandi hátt varið allar læknisfræðilegar tilraunir sem enn er verið að gera á fólki með sjúkdóma..og að lyf sem gera meiri skaða en gagn séu á markaði??? Mig langar að vita hvort hann hefur reynt sjálfur höfðubeina og spjaldhryggsmeðferð....hvort hann hefur nokkurn tímann farið með opnu hugarfari í meðferð sem er utan við hans skilning..hvort hann hefur einhverntímann hitt eða talað við fólk sem hefur fengið raunverulega bót meina sinna í gegnum óhefðbundnar lækningar og hvernig hann ætlar að afsanna að það sé þeirra raunveruleiki? Hefur Pétur gert það..eða er hann að halda einhverju fram sem hann veit lítið um??

Verðum við ekki að vera jafnvig i rannsóknum og eftirfylgni á þessum lækningum á öllum sviðum...áður en við förum að dæma svona kalt??

Pétur veit eflaust jafnvel og ég að það er mun minni áhugi og mun minna fjármagni varið í rannsóknir af þessu tagi..

Af hverju skyldi það vera?? Kannski af því að lyfjamarkaðurinn notar öll brögð til að svo megi ekki verða.

Það eru ótal mörg dæmi um bata og lækningar með óhefðbundnum aðferðum...þær eru bara þaggaðar niður..m.a með því að gera lítið úr þeim sem þeirra njóta og geðheilsa viðkomandi dregin í efa. Segi enn og aftur..verum opin fyrir því sem virkar á báðum sviðum....og leyfum fólki að velja sína leið til lækninga. Hugur viðkomandi og viðhorf skipta nefninlega miklu máli líka. Það er þó vísindalega sannað að ónæmiskerfið bregst jákvætt og styrkjandi við jákvæðum tilfinningum meðan það veikist yfir neikvæðni og ótta.

 Hvað segir það okkur?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.10.2007 kl. 02:20

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það var gerð einskonar könnun á því hvernig verkjalyf virkuðu á fólk.  Sumum var gefnar venjulegar verkjatöflur öðrum töflur sem innihéldu ekkert annað en hveiti og vatn.  Það sem var sérstakt við þetta var, að áhrifin fóru ekki eftir því hvort um var að ræða verkjalyfin eður ei, heldur hvort fólkið trúði því að pillurnar virkuðu eða ekki.

Það er nefnilega svo, að það er satt sem sagt er að trúin flytur fjöll.  Og menn verða fyrst og fremst að trúa því að aðferðin virki.   Alveg sama hvort um læknisfræðilega meðferð er að ræða eða hómopata.

Ég veit að óhefðbundnar lækningar virka, ef maður hefur trú á þeim.  Ég hef sjálf fundið það á eigin skinni.  Og séð það í praxís.  Ég hef líka horft upp á sannanir fyrir því að bænir gera kraftaverk.

Það er ekki hægt að setja allt í ramma og reikna út hvað er rétt og hvað ekki.  Rammarnir eru nefnilega ekki óyggjandi mælikvarði.  Og ég vorkenni fólki sem þarf vísindalegar sannanir fyrir öllu, til að trúa.  Þar tel ég vanta innsæið og trú á það sjálft. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.10.2007 kl. 08:14

20 Smámynd: josira

Ég er svo sammála síðusta 2 ræðumönnum...Hef sjálf fengið mikla hjálp í meðferðum óhefðbundinna lækninga...þegar allt hefur um þrotið hjá hefðbundnum lækningum...ég fer nú að hnjóta um allt þetta orðskrúð...ég hugsa að það óhefðbundna að stórum hluta hafi fylgt okkur mannkyni frá örófi alda þegar upp er staðið...Og menn ættu ekki að dæma neitt fyrir en að vel athuguðu máli. Held það væri gott og styrkjandi fyrir líkama og sál hvers og eins að prufa einn tíma eða svo í einhverjum að þeim ótalmörgu meðferðarformum sem flokkast undir það óhefðbundna...Heil og sæl að sinni...

Hér má t.d. finna einhverjar áhugaverðar slóðir, sem vert er að staldra við og kanna nánar með opnum huga :

http://www.heilsubankinn.is/vefur/index.php

http://www.heilsumidstod.is/

http://www.big.is/

josira, 2.10.2007 kl. 11:09

21 identicon

Óhefðbundnar lækningar eru bara af hinu góða. Eins og óhefðbundið mataræði. En svo eru til þarna eins og annarstaðar vesalingar sem eru að féflétta fólk. Lærður hómópati getur gert kraftaverk með sínum lækningum. Ég hef aldrei þolað Pétur ( hroka) Tyrfingsson og hef ekki enn eftir að hafa heyrt í honum fyrst fyrir 20 árum séð ástæðu til að breyta þeirri skoðun minni.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 15:59

22 Smámynd: Hafrún Kristjánsdóttir

Afhverju ályktar þú sem svo að hann hafi verið reiður.  Ekki gat ég séð það.

Hafrún Kristjánsdóttir, 2.10.2007 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 11
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 2987255

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband