Mánudagur, 1. október 2007
Ofbeldisdómur IV - Skilorðsbundinn
Ég held áfram að blogga um skilorðsbundna ofbeldisdóma. Eins og ég sagði um daginn, þá einsetti ég mér að blogga um hvern einasta einn, þ.e. "klappákollinn" dómana, þar sem ofbeldi er gengisfellt hrapalega og ég hef nóg að gera í því.
Nú leggur Héraðsdómurinn í Þvagleggnum í púkkið. Eftirfarandi mál var dæmt þar í dag.
"Maðurinn var ákærður fyrir að hafa aðfaranótt laugardagsins 18. nóvember 2006, í anddyri veitinga- og skemmtistaðarins Pakkhússins á Selfossi, slegið karlmann þungu höggi í andlitið þannig að hann féll afturfyrir sig og síðan sparkað einu föstu sparki í andlit mannsins, þar sem hann lá á gólfi staðarins, allt með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði, neðri kjálki brotnaði vinstra megin niður í gegnum neðri brún neðri kjálka og stæði tannar 38, þannig að mikil hreyfing var um brotið og bit sjúklings fór algerlega úr skorðum, auk þess sem tilfinning í neðri vör hans skertist. Var hinum ákærða gert að greiða fórnarlambinu tæplega 500 þúsund krónur í skaðabætur"
Fjórir mánuðir skilorðsbundnir. Vá hann hlýtur að vera skelfingu lostinn maðurinn. Þvílík eftirmál. ´
Bíðið á meðan ég frem Harakiri af ánægju yfir að dómarar landsins skuli senda svona sterk skilaboð út í samfélagið. Þau skilaboð að ofbeldi sé tertubiti. Gott að viðkomandi stal sér ekki hangikjötslæri til matar. Þá hefði hrikt í stoðum réttarkerfisins.
Ég á dómaravaktinni.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag, Þvagleggur | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
En kannski er ástæða fyrir að það skilorðsbundinndómur. Ef maðurinn á enga sögu og er ólíklegur til að gera svona aftur, gæti verið að þessir eftirmálar séu honum nóg.
Sá sem stal hangikjögslæri átti sögu, var það ekki. Minnir að sá aðili hafi verið að brjóta skilorð.
Það eru ekki öll mál svona svart/hvít og stundum er besta lausnin ekki fangelsi, allavega ef um betrum bætun er að ræða. Ef þú vilt hefnd, well þá er fangelsið kannski málið.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 1.10.2007 kl. 14:05
Ég get ekki annað en verið samála þér og góður pistill hjá þér eins og venjulega.
Kristín Katla Árnadóttir, 1.10.2007 kl. 14:05
Sammála þér ætlaði ég að segja
Kristín Katla Árnadóttir, 1.10.2007 kl. 14:07
Nanna Kristín: Þú hefur greinilega ekki lesið færslunar um skilorðsbundið ofbeldi hér á mínu bloggi en hvað um það, þetta hefur ekkert með hefnd að gera. Í síðustu viku féllu tveir svona dómar og í báðum var verið að rjúfa skilorð. Hefur ekkert að segja greinilega. Alvarlegt ofbeldi á ekki að líðast. Svo er sniðugt að vera málefnalegur í andsvörum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.10.2007 kl. 14:19
Alveg er þetta merkilegt. Mér finnst nú að meðan fangelsi er svona agalega slæm refsileið að alls ekki bá beita því þá eigi að þyngja sektir/hækka skaðabætur.
krossgata, 1.10.2007 kl. 14:34
Ég átti æskuvin sem leiddist smám saman út í gróft ofbeldi og alls kyns afbrot. Maðurinn hefur framið hundruðir ef ekki þúsundir skjalfestra brota. Aldrei situr hann lengi inni og þessa stundina er hann frjáls á skilorði eftir að hafa verið tekinn glóðvolgur við pyntingar.
Á sama tíma veit ég um fólk sem hefur framið eitt eða tvö brot en lendir samt í hörðum refsingum.
Þetta leiddi mig að einföldum sannleik: það er magnafsláttur af alvarlegum glæpum á Íslandi. Að misþyrma einni manneskju og átta virðist koma í sama stað niður þegar á hólminn er komið.
Hugsið aðeins um skilaboðin sem þetta sendir fólki sem er á villigötum: "Hey, ég er búinn að fá dóm fyrir að buffa Sigga og Palla, kannski ég taki bara nokkra aðra áður en ég fer inn, fæ aldrei nema smá auka fyrir það - ef eitthvað!"
Þetta kerfi er náttúrulega úti að aka þegar kemur að því að "kenna" fólki að andfélagsleg hegðun borgi sig ekki. Hún hreinlega marg borgar sig ef maður er byrjaður á annað borð - þú færð eins og áður sagði magnafslátt af öllu sem þú gerir.
Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 14:36
Jenný það á alveg sama við um fangelsisvist, það virðist ekki hafa neitt að segja. Menn koma eins út ef ekki verri. Það þarf vakningu hér í samfélaginu til að bjóða upp á betrum bætun og meðferð. Ekki bara henda þeim í geymslu þar sem þeir rækta ekkert annað en bitur og hatur út í samfélagið og upplifa sig enn meir útúr.
Fordæmingar, hefnd og útskúfun er engin lausn.
Við skulum vona að þessi maður taki sér tak og læri af reynslunni.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 1.10.2007 kl. 15:15
Ég held að Jenný sé ekki að hneykslast á gerendum, heldur á kerfinu sem slíku. Það er óþolandi að menn skuli komast svona auðveldlega frá því að berja fólk í tætlur. Það eru vond skilaboð út í samfélagið. AUðvitað þarf stefnubreytingu í fangelsismálum. Eitt af því er að skoða af hverju fólk er svona ofbeldissinnað. Og ofbeldismenn eiga að sitja inni, en fá einhverskonar meðferð við ofbeldinu. Þeir eiga ekki að ganga lausir til að berja mann og annan.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.10.2007 kl. 15:31
já ég er alveg sammála því. Auðvita vill engin að svona ofbeldi viðgangist. Hins vegar er ég ósammála henni að harðari dómur sé endilega lausn eða fangelsisvist.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 1.10.2007 kl. 15:34
Ég hef enga ofurtrú á refsingum Nanna Kristín, svo langt frá því. En meðan við höfum refsingar við afbrotum þá verða þær að vera í einhverju samræmi við réttlætiskennd hins almenna manns. Í ofbeldisglæpum eru dómarnir oft glórulaust léttvægir á meðan að auðgunarbrot, og fíkniefnabrot eru mikið harðari. Ég tek fram að ég er enginn fylgismaður þess að fíkniefnabrot eigi að líðast fremur en önnur brot en dómar í þeim málaflokki eru harðir og miðað þá eru ofbeldisdómar hlægilega vægir.
Ofbeldi er aldrei réttlætanlegt og ef dómar eiga að hafa fælingarmátt, þá eru þessir dómar sem ég hef verið að blogga um ekki líklegir til að hræða nokkurn mann frá því að beita ofbeldi. Þvert á móti.
Arg.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.10.2007 kl. 15:43
Furðulegur dómur. Hann var greinilega ekki að stela sér til matar.(hangikjötsdómurinn)
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 19:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.