Leita í fréttum mbl.is

Hvers vegna yfirgefa karlmenn konur?..

..er helmingur titils á bók, sem ég var að finna í dag og mun, merkilegt nokk, tilheyra mér.  Ég fékk bókakassa með gömlum bókum, sem frumburðurinn geymdi fyrir mig, en hún var að flytja í nýtt húsnæði í síðustu viku.  Það var nú svo sem ekkert sprengiefni í kössunum, aðallega allskyns orðabækur og námsbækur frá Svíþjóðarárunum.  En ein bókin, enn í plastinu, lá þarna og gargað á mig, knallrauð og fögur.  "Hversvegna elska konur karlmenn og hversvegna yfirgefa karlmenn konur" Þegar stórt er spurt, hm..  Nei, þetta er ekki bók sem gefin er út í byrjun síðustu aldar, heldur árið 1989, þ.e. fyrir tæpum tuttugu árum.  Ekki veit ég hver hefur þorað að gefa mér hana, en sú manneskja hefur verið barnalega hugrökk.

Ég er búin að liggja í hlátri yfir þessari skruddu í dag. Dæmi I (þau verða fleiri seinna og það sem er innansviga er frá mér komið):

"Þegar karlmanni finnst hann kúgaður

Karlmönnum er meinilla við að láta stjórna sér (Gasp)Það vekur ósjálfrátt frumstæðar og fráfælandi minningar um umkomuleysi bernsku og æsku og harðstjórn móðurinnar (gat verið mömmunni að kenna).  Þegar karlmönnum finnst þeim vera stjórnað af konu og stjórnunni linnir ekki, líður þeim jafnvel verr - þeim finnst þeir sviptir karlmennsku sinni (mí tarsan jú djein).....

Þegar maður býr með mjög ráðríkri konu finnst honum hann oft vera í úlfakreppu ef hann lætur undan ráðríki konunnar af því hann vill þóknast henni, óttast hann að hún muni telja hann ístöðulausan aumingja.  Karlmenn vita (meira en ég veit, það er á hreinu) að konur kæra sig innst inni ekki um að stjórna þeim.  Fyrstu viðbrögð mannsins verða því að reyna að gera konunni til geðs jafnframt því sem hann er hræddur um að vera talinn dula ef hann er of eftirgefanlegur....

Konur sem stjórna karlmönnum gera það yfirleitt í góðri trú og af umhyggjusemi.  Venjulega gera þær það óafvitandi og óviljandi (auðvitað við erum í svo lélegum tengslum við okkur sjálfar að við erum eins og jurtirnar, allar í ósjálfráðum kippum og viðbrögðum).  Þrátt fyrir það er slík framkoma eigingjörn og óskynsamleg og verður sjaldan til þess að afla konunni þeirrar ástar sem hún þráir."

Ég verð að hryggja ykkur með því að þetta er með því skárra og ég er ekki að ljúga til um ártalið á útkomu bókarinnar.  Því miður.

Ójá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahahaha.  Loveu

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.9.2007 kl. 22:40

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Er þessi bók eftir KONU?

Edda Agnarsdóttir, 30.9.2007 kl. 22:42

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sjúkkitt Edda, tveir karlkyns sálfræðingar.  Eins gott að þú spurðir.Þetta eru skemmtikraftarnir Dr. Covan og Dr. Kinder.  Híhí

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.9.2007 kl. 22:47

4 identicon

Karlmenn eru aldir þannig upp að þeir eru sjarmatröll ef þeir hafa séns í fleirri en eina. Það er "jákvætt" viðhorf gagnvart hinum vinsæla kvennamanni. Þannig tala konur líka. Þær gefa karlinum þannig tilefni til að vera henni ekki trúr.

Karlinn þarf að heyra að hann hafi valið sér bestu konuna og eingin önnur tekur henni fram, hann getur fengið aðra, jafngóða en ekki betri. Karlar þurfa að læra að una glaðir við sitt. Það er óþarfi að gera mistök í kvennavali - það er nóg að velja eina, þá einu réttu. Það gera karlar með góða dómgreind.

kveðja 

Snorri í Betel 

snorri (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 22:53

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

"Þegar karlmönnum finnst þeim vera stjórnað af konu og stjórnunni linnir ekki, líður þeim jafnvel verr - þeim finnst þeir sviptir karlmennsku sinni "

Þetta er það besta.....! Hlakka til að heyra meira af þessari fróðlegu bók frá 1889....úbs nei ég meina 1989....þorrí...mæ misteik!

Sunna Dóra Möller, 30.9.2007 kl. 23:03

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Snorri í Betel  . vona að ég sé eitthvað að misskilja hann.

Jenný ég get ekki beðið eftir fleiri köflum úr þessari bók. Skemmtirit af bestu gerð . 1989 OMG. Dr. Covan og Dr Kinder hafa kannski fengið diploma skírteinin sín úr Trix pakka.

Jóna Á. Gísladóttir, 30.9.2007 kl. 23:23

7 Smámynd: Ragnheiður

Skil þetta nú ekki alveg...segðu mér Jenný, hvort á ég að sparka í kallinn minn eða knúsa hann ?

Ragnheiður , 30.9.2007 kl. 23:23

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þetta er alltof flókið fyrir mig, skil núna afhverju ég bý ein.....

Segi nú bara eins og konan hér um árið: "Meirihlutinn ræður og meirihlutinn - hann er ÉG!!!!"

Hrönn Sigurðardóttir, 30.9.2007 kl. 23:38

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þessir Dr. Kind og Dr. Coward hljóta að hafa skrifað bókina 1889 og hún ekki fundist fyrr en árið sem Davíð litli frændi minn fæddist ... arggg

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.9.2007 kl. 23:49

10 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

LOL, sem betur fer las ég aldrei þessa bók!!

Bjarndís Helena Mitchell, 1.10.2007 kl. 00:10

11 Smámynd: Kolgrima

Ha, ha, þessi er góður. Las þessa bók aldrei en aðra um fólk frá Mars og Venus og man alltaf eftir því að þar er körlum sagt að ef þeir vilji gleðja konu sína, þá skuli þeir snúa sokkunum rétt áður en þeir setja þá í óhreina tauið! Konan kann að meta ef sú fyrirhöfnin er af henni tekin!

Kolgrima, 1.10.2007 kl. 00:37

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vér bíðum spenntar hehehe  eftir framhaldi það er að segja.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.10.2007 kl. 00:37

13 Smámynd: Heiða  Þórðar

Púff!

Heiða Þórðar, 1.10.2007 kl. 01:13

14 identicon

Man þegar bókin vr gefin út og auglýst.Ótrúlega hallærisleg bók. Var það 1989 og er enn.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 08:37

15 Smámynd: Steinn Hafliðason

Það er varla að maður þori að tjá sig um þetta hér þar sem ég er karlmaður en mér finnst þetta snilldarfærsla og skemmtileg komment

Steinn Hafliðason, 1.10.2007 kl. 11:21

16 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hahaha þið eruð snillingar... veltist um af hlátri hérna

Heiða B. Heiðars, 1.10.2007 kl. 11:25

17 Smámynd: Sævar Einarsson

Og ég hélt alltaf að konur væru flóknar !

Sævar Einarsson, 1.10.2007 kl. 14:33

18 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Þessari man ég vel eftir, titlinum það er að segja. Svona bókmenntir voru nú hálfgerð trúarbrögð einu sinni. Ætlaði alltaf að lesa hana en svo datt það upp fyrir. Hef greinilega misst af einhverju. Eða ekki

Margrét Birna Auðunsdóttir, 1.10.2007 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.