Leita í fréttum mbl.is

Je-je-je-je

Fyrir dálítið mörgum árum hefði ég misst fótanna, tapað áttum, komið af fjöllum, villst af vegi, vaðið í villu og svíma og eitthvað fleira sjálfsagt, ef Bítlarnir hefðu verið á leið til landsins.  Ég hefði fríkað út, ég sver það.  Kona sem missti sig í móðursýkiskasti yfir "The hard days night" og "Help", veinaði og grét í Tónabíó, hefði ekki haft taugakerfi til að þola hetjurnar "live".  Nú stendur í Mogganum að Bítlarnir séu á leið til landsins og ætli að vera á Borginni.  Þetta er auðvitað kjaftæði, nema að Lennon og Harrison, séu uppvakningar og það eru þeir örugglega ekki.

Það eru sum sé eftirlifandi helmingur Bítlanna sem eru á leiðinni hingað.  Lélegri helmingurinn, þó þeir séu auðvitað flottir.  Ringo er krútt.  Ég meina, þegar hann var í Atlavík og íslensku gestgjafarnir buðu honum flottasta humar sem hægt var að fá og þriggja stjörnu koníak, þá harðneitaði hann að borða eitthvað sem skriði og blandaði guðaveiginn í Pepsí.  Svona menn eru krútt.

Ég hlýt að vera orðin gömul, af því ég hef engan áhuga á að berja þessar fyrrum hetjur mínar augum.  Jafnvel ekki þó það eigi að kveikja á "Súlunni" og að Lennon hefði átt afmæli.

Bítlaæðið er í fjarlægri fortíð og nú hlusta ég bara á þá í græjunum mínum og fer í nostalgíukast þegar ég er í stuði.  Þeir geta svo henst út um allt fyrir mér.

Ég er gömul.  Það er á hreinu.

Hví hefur tíminn flogið svona frá mér?

Je-je-je


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég hefði gert það sama fyrir 20 árum ef að Wham hefði komið hingað.....OMG ég hefði sofið úti til að ná í miða! En ekki í dag.....ekk eins spennandi! Nú vil ég bara fara á U2 tónleika....!

Sunna Dóra Möller, 29.9.2007 kl. 21:08

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég sá Uriah Heep "15 árum seinna" og það var ÆÐI! (1987) ... nú veit ég ekki hvort ég nennti að fara ... en ég myndi nenna að sjá Radiohead eða Eminem ... Held, elsku Jennslan mín, að við þróumst bara með, nennum ekki að lifa í fortíðinni endalaust! Eða eitthvað.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.9.2007 kl. 21:09

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Og ég horfði á Hard day´s night í Danska í gærkvöldi og ég og mannurinn í nostalgíkasti yfir músíkinni.

Edda Agnarsdóttir, 29.9.2007 kl. 21:11

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég vil sjá Stóns, Van Morrison, JJ.Cale, Dylan, Violetta Parra og einhverja fleiri.  Sammála Gurrí, maður breytis og vill horfa fram á veginn.  Edda ég þyrfti að sjá hana aftur og gá hvort ég kikna í hjnáliðunum.  Sunna Dóra, Wham og þú sem mátt ekki vamm til vita.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.9.2007 kl. 21:17

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

jammm......vammm! Djords mækel var æði þegar hann söng las krisssmass......!

Sunna Dóra Möller, 29.9.2007 kl. 21:22

6 Smámynd: Heiða B. Heiðars

J.J. Cale er æði!!

Gurrí.. ég kem með á Radiohead og Eminem... skellum okkur að sjá Red Hot Chilipeppars í leiðinni! 

Heiða B. Heiðars, 29.9.2007 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 2987326

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband