Leita í fréttum mbl.is

Afneitun alkans - Snúrukorn

63

Það er með Britneyju, kjéddluna eins og okkur hina alkana, að á meðan afneitunin er í gangi, er enginn máttur á jarðríki sem getur fengið mann til að hlusta.  Ekkert sem getur fengið okkur til að sjá að það sé eitthvað að hjá okkur.  Við getum hins vegar, bent á milljón ástæður fyrir því, hversu bágt við eigum og hve heimurinn sé okkur vondur og óréttlátur.  Við erum fórnarlömb.  Afneitun alkans er svo sterk, svo yfirþyrmandi að hún myndar vegg á milli hugsunar og skynsemi.

Hvað annað en afneitun á ástandinu fær mann til að meiða sjálfan sig og særa alla sem maður elskar og þykir vænt um?  Það er ekki eins og þeir sem haldnir eru sjúkdómnum alkahólisma, séu svona illa innrættir, vilji meiða og skemma og láta allt hrynja í kringum sig. 

Ég er svo fegin að mér tókst, með góðra manna hjálp að horfast í augu við minn vanda og fá hjálp við honum.  Þvílíkur léttir sem það er að hætta að ljúga, að sjálfum sér fyrst og fremst og svo auðvitað að öllum hinum í leiðinni.

Ég ætla a.m.k. að óska þess að þessi kona, sem er á milli tanna okkar allra, ásamt öllum þeim sem enn þjást af sjúkdómnum alkóhólisma, nái í gegnum afneitunina og uppskeri edrú líf í staðinn.

Og ég er í þann mun að fara að sofa - allsgáð að sjálfsögðu.

Nigthy - Nigthy

 


mbl.is Vinir Britney ráðþrota gagnvart afneitun hennar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert greinilega B manneskja, farandi að sofa klukkan hálf þrjú að nóttu. Sjálfur tók ég minn síðasta sopa fyrir vorið 2006 og hef verið þorstaheftur síðan. Það hálpaði mér einna mest að fara snemma að sofa, eins skrítið og það hljómar. Með því að vera sofnaður kl. 10 kannski 11 og fá fullan nætursvefn, hafði maður andlegt þrek í að vinna úr öllu hinu.

Stóri kallinn (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 05:42

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svona erum við misjöfn mannfólkið "stóri kallinn".  Ég læt það eftir mér að vaka lengi um helgar, annars held ég mér við mína átta tíma, en að fara að sofa 10 eða 11 er ekki möguleiki í mínu tilfelli.  Ég er nefnilega B manneskja.

Gangi þér allt í haginn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.9.2007 kl. 08:35

3 identicon

Man eftir þessum afneitunar tíma alltof vel. Og hvað það voru margir asnar í kringum mig.Eftir að af mér rann afneitunin og hitt hefur ösnunum fækkað mikið.En einn og einn poppar nú upp annað slagið. Aðallega í umferðinni.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 11:27

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Það vona ég svo sannarlega líka... að Britney litla sjái ljósið fyrr en seinna.

Jóna Á. Gísladóttir, 29.9.2007 kl. 11:44

5 Smámynd: krossgata

Britney greyið hefur náttúrulega lifað fyrir framan sjónvarpsmyndavélar síðan hún var 10 ára eða eitthvað álíka.  Það er ekki vænlegt umhverfi að alast upp í.  Vonandi nær hún einhvern tíma tökum á sér og sínu.  Gæti orðið erfitt ef hún er háð athyglinni og verður að vera í fjölmiðlum til að ná daglegri hæð.

krossgata, 29.9.2007 kl. 12:13

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Það hjálpar henni kannski ekki mikið að hafa her manna í kringum sig til að redda henni úr úr vandræðunum sem hún kemur sér í, það bara hjálpar henni að vera í afneitun.

Huld S. Ringsted, 29.9.2007 kl. 12:38

7 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Já, ég vona svo sannarlega að skvísan nái sínum botni, núna fyrr frekar en seinna. Ég er svo hrædd um að það þurfi eitthvað verulega slæmt að ske til að hrista hana til. Sennilega verður það fyrsta að missa alveg forræðið á strákunum sínum. Sorglegt ástand á henni.

Bjarndís Helena Mitchell, 29.9.2007 kl. 12:40

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ég held að Jenný sé bæði A og B manneskja...eða hvorugt! Kannski bara klassa-manneskja, sem þarf aldrei að sofa. Eitt er víst.. hún er "one of a kind"....knús á þig Jenný min úr rokinu á -berginu.

Heiða Þórðar, 29.9.2007 kl. 12:48

9 Smámynd: Ragnheiður

Kannast við þessa afneitun frá Hjallanum mínum, hann hefur þó séð ljósglætu undanfarið en verst að hann þurfti að missa bróður sinn til að sjá það....Knús á þig duglega kona og ykkur hin sem standið ykkur svo ótrúlega vel í baráttunni við þennan lúmska fjanda.

Ragnheiður , 29.9.2007 kl. 12:49

10 Smámynd: Gísli Torfi

já frk Spears hún þarf nú að fara að ákveða sig hvort hún vilji taka 1 sporið en ég held að hún taki það ekki í bráð .. fólk er að segja að hún eigi að fara hingað og þangað en hausinn á henni fylgir henni hvert sem fer og þetta er frekar einfalt er viljinn fyrir hendi og iðrunin nógu mikill hjá henni .. (svo er ég ekki alveg að fatta þessar meðferðarstofnanir hjá ríka fólkinu .. ef fólkið vil vera í sínum eigin vilja áfram þá er akkúrat enginn ávinningur með að hætta að drekka ).ef ekki þá óska ég henni bara velfarnaðar á þeim göngutúr og megi Guð blessa hana ríkulega. 

Gísli Torfi, 29.9.2007 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2987243

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.