Fimmtudagur, 27. september 2007
Athugasemdir - frábær blogg
Þegar ég byrjaði að blogga, vissi ég lítið út í hvaða heim ég var að hella mér, en mikið skelfing er ég ánægð að hafa gert það. Það hefur bara verið skemmtilegt. Mis skemmtilegt auðvitað, en aldrei leiðinlegt.
Hvað um það, hér á Moggabloggi eru athugasemdirnar heil veröld út af fyrir sig. Þar er heill heimur af allskyns umræðum sem skapast við færslurnar og oftast víkka þær út umræðuna, dýpka hana og þær eru, að mínu mati, nauðsynlegt uppbót við pistlana sem ég les. Stundum skapast svo skemmtileg stemming við færslurnar að ég ligg í hláturskasti yfir hugmyndaauðgi þeirra sem þar eru á ferðinni. Hlátur er svo heilandi krakkar mínir.
Þeir sem banna athugasemdir hjá sér, eru svolítið sér á báti, ég persónulega nenni ekki að lesa þá, en þeir trufla mig ekki lengur. Ég lét þetta fara skelfilega í taugarnar á mér á tímabili, en svo sleppti ég því og nú er blóðþrýstingurinn ekki lengur í hættu (segi sonna).
Svo eru það nafnlausu athugasemdirnar og nafnlausu bloggin. Í flestum tilfellum er það bara í góðu lagi ef fólk kýs að blogga nafnlaust og það geta verið margar og skiljanlegar ástæður fyrir því. Það sem mér finnst ólíðandi eru dónarnir og hugleysingjarnir sem eru með dónaskap og árásir á fólk, í athugasemdakerfunum, og fela sig á bak við fölsk nöfn eða nafnleysi. Það er samt ótrúlega sjaldgæft á mínu bloggi, að ég hafi þurft að taka út færslur og/eða loka á ip-tölur, þó það hafi að sjálfsögðu komið fyrir.
Ég hvet amk. alla að kíkja í kommentakerfið (sem ég er viss um reyndar, að flestir gera), því þar er hin eiginlega umræða í gangi, oft á tíðum. Skemmtileg, fróðleg, gagnrýnin og allskonar. Það er bara skemmtilegt.
Ég lofa.
Later.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Blogg fara sjaldnast í taugarnar á mér. Aftur á móti geta komment stundum hækkað hjá mér blóðþrýstinginn En ég er að vinna í sjálfstjórninni og þroskanum hjá mér.
Mail til þín esskan
Jóna Á. Gísladóttir, 27.9.2007 kl. 19:56
hvaða vitleysa ?! Hér er ekkert að gerast
Ragnheiður , 27.9.2007 kl. 20:11
sammála þér, oft ansi gaman að lesa kommentin við færslurnar en óþolandi þessir margir af þessum óskráðu, nafnlausu sem gera ekki annað en að kommenta með dónaskap og leiðindi.
Huld S. Ringsted, 27.9.2007 kl. 20:12
Sem betur fer eru þeir tiltölulega fáir Huld.
Ragga: Farðu í einhverja aðra færslu sem er líflegri addna
Jóna: Auðvitað eru sumar athugasemdir óþolandi en hinar bæta það upp.
Arna: Við erum svo bloggsjúkar stelpurnar
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.9.2007 kl. 20:21
Æi Jóna meilið kom ekki.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.9.2007 kl. 20:21
Hvað, hér eru bara feministar að segja hvorri annarri að hún hafi fengið meil.
Já já ég skal vera úti......
Þröstur Unnar, 27.9.2007 kl. 21:15
Það er sko alveg rétt hjá þér Jenný mín þetta með athugasemdirnar.....mér finnst þær alveg ómissandi og oft ferlega skemmtilegar. Gæti ekki hugsað mér bloggið án athugasemda.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.9.2007 kl. 22:08
Með athugasemdalausu bloggin þá finnst mér þau svolítið eins og mynd í litabók sem enn er í hillunni búðinni - ólitaðar. Svolítið tómlegt eitthvað.
krossgata, 27.9.2007 kl. 23:12
Nákvæmlega Krossgata. Eins og litabók sem á eftir að lita í. Frábær samlíking.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.9.2007 kl. 23:19
Það er athugasemdakerfið sem lyftir þessum vettvang upp. Nafnlausar athugasemdir draga hann hinsvegar mikið niður. Það er dónaskapur að kynna sig ekki.
Oft geta umræðurnar verið líflegar, en því miður stundum dregnar niður í svaðið, t.d. þegar ráðist er á persónur þeirra sem skrifa, þeir kallaðir ýmsum ljótum nöfnum og þeim gerðar upp skoðanir, í stað þess að koma með mótrök.
Ekki eins slæmt,en samt hvimleitt, er þegar umræðurnar fara að snúast um eitthvað allt annað en upphaflega var lagt með.
Theódór Norðkvist, 28.9.2007 kl. 00:02
Aðalgrínið við bloggeríð eru athugasemdirnar náttúrlega. Þeir sem að blokka á athugasemdir á sínu bloggeríi eru ekki bloggarar, heldur 'mónófónar' sem að hafa ekkert við athugasemdir okkar bjánanna að gera, þegar þeir setja sínu einu réttu einræðu fram.
Annars háþrýstast ég nú eiginlega meira yfir því fólki sem að veður um athugasemdakerfið hjá þeim sem að brúka moggeríisbloggeríið, en taka snyrtilega fram að, náttúrlega séu þeir ekki ´moggabloggarar', þeir bloggi annars staðar, líklega vitulegar en við hin.
Það finnst mér fyndið fólk, alltént.
S.
Steingrímur Helgason, 28.9.2007 kl. 00:02
Ég er sammála þér, en ég á alveg ótrúlega erfit með að fá fólk til að koma með athugasemdir, nema helst ef ég er með leiðindi. Stundum er það eðlilegt því oft er ég bara að skrifa um eitthvað sem ég er sjálf að gera og enginn hefur áhuga á, en stundum skrifa ég um stórmerkilega hluti og býst við einhverri umræðu en...nada...ekkert. Alveg undarlegt.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 28.9.2007 kl. 00:03
Mér finnst erfiðast þegar ég þarf að svara með vísum...svo ansi eitthvað tímafrekt...þegar maður er með þrjú börn..mann ...hund kött og hænur...nei lýg því
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 28.9.2007 kl. 03:54
Sammála Jónu
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 10:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.