Leita í fréttum mbl.is

Er Iceland Express lággjaldaflugfélag?

Ég er svo hissa.  Mér hefur fundist þeir vera með svipað verð og "flugfélagið okkar allra (hvort sem okkur líkar betur eða verr)", ögn lægra stundum, en í staðinn eru þeir með dýrustu samlokudruslur í heimi.

Hvað um það, ég er úti að fljúga greinilega.

En eins og einhver brekkan sagði; þá er vel borgandi fyrir það að vera Íslendingur.

Hm.. afsakið meðan ég tryllist úr hlátri.

Farin á flug.


mbl.is Vefur Iceland Express verðlaunaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Hehe, fer bara á flug með þér í þessu. Var fyrir viku í Express, keypti eina samloku, einn bjór (lítinn) og 1 flösku af vatni og þetta kostaði Þúsundkall.   Maður þarf sossum ekkert endilega að kaupa neitt hjá þeim, sá að sumir voru með nesti

Svala Erlendsdóttir, 24.9.2007 kl. 17:05

2 Smámynd: Snorri Bergz

Frú mín góð. Ég er gjörsamlega sammála. Maður fær eiginlega meira fyrir peninginn hjá Icelandair, því þótt að muni nokkrum þúsundköllum er svo mikið innifalið, t.d. Frankfurt í stað Frankfurt flugskýlisins á Hahn, osfrv, matur innifalinn og gos, Mogginn ókeypis til aflestrar, osfrv.


Ég vil helst ekki fljúgja oftar með Express nema ég þurfi þess nauðsynlega með.

Snorri Bergz, 24.9.2007 kl. 17:07

3 Smámynd: Gunnar Kr.

Hjartanlega sammála þér Jenný, (aldrei þessu vant ) en í fyrra þurfti ég að fara til London. Það kostaði 40.000 með öllu hjá ÆslandEr, 38.000 hjá ÆslandExpress og 11.000 hjá British Airways... fram og til baka með öllum sköttum og skyldum. Að auki fékk maður samloku og alla drykki sem hugurinn girntist án aukagreiðslu hjá BA, en eins og Jenný segir svo satt, þá kosta Sómasamlokurnar allt of mikið hjá þeim Expressurum... og kaffibollinn 200 kall...!!!

Gunnar Kr., 24.9.2007 kl. 17:19

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Óskar, kurteis kallinn.  Hver er að væla?  Ég er að halda fram staðreynd.  Eru samlokurnar um borð í IE ekki lufsur á uppsprengdu verði?  Ég hélt það. 

Sammála þið hin, verðmunurinn er of lítill. og Gunnar; einu sinni verður allt fyrst

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.9.2007 kl. 17:49

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Sennilega hefur Óskar eitthvað (mikið) til síns máls. Verð að viðurkenna það þó ég hafi nokkurra hagsmuna að gæta. hehe. hvað þarf fólk að vera að éta alltaf hreint!!?  En auðvitað er misjafnt hvað fólk vill greiða fyrir þægindi.

Jóna Á. Gísladóttir, 24.9.2007 kl. 17:50

6 identicon

Meira feminista pakkið sem er hérna. Aldrei hef ég lesið jafn hræsnaralegt blogg.

 Dæmi nú hver fyrir sig.

Áki Jónsson (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 17:52

7 identicon

Finnst svoldið fyndið að Iceland express sé kallað flugfélag þar sem að það á ENGAR FLUGVÉLAR og hefur ekki LEYFI til að reka flugrekstur. Þetta er bara skrifstofa og ekkert annað sem lætur aðra sjá um flugrekstur fyrir sig. Ein besta blekking sem íslenska þjóðin hefur orðið fyrir.

Nafnlaus (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 17:53

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Áki vertu úti kallinn.

Þetta vissi ég ekki nafnlaus.

Jóna, hehe, Flugleiðamáltíðarnar eru nú umfjöllunarefni svona út af fyrir sig.  ROFL

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.9.2007 kl. 18:04

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahaha voðalega er Áki eitthvað fúll. Ætli hann eigi hlutabréf í IE?

Samkvæmt því sem nafnlaus segir er Iceland Express bara ferðaskrifstofa.

Jóna Á. Gísladóttir, 24.9.2007 kl. 18:18

10 Smámynd: Edward Gump

Já, það er alltaf fyndið þegar menn tala um IE sem flugfélag, og svo Heimsferðir sem ferðaskrifstofu.  Munurinn er nákvæmlega enginn á þessum tveimur fyrirtækjum, annar en annað segist vera flugfélag...

Edward Gump, 24.9.2007 kl. 18:20

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég get svarið það krakkar, maður verður sko margs fróðari hérna á blogginu.  Ekki hafði ég hugmynd um að IE væri ekki flugfélag, nema að nafninu til.  Vissi reyndar að það væri EKKI lággjaldaflugfélag en að það væri ekkk fl..... sjitt, ég er að missa mig út í fíflagang, er farin að elda.  Ajö.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.9.2007 kl. 18:24

12 identicon

og svo á æslander litla bródur i thokkabót...

Verdin hækkudu tøluvert thegar their tóku yfir félagid eftir ad hafa lækkad sin verd a somu leidum...enn einokun..Allir ad velja BA til London.

Runar (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 19:54

13 identicon

Það kostar um 30 þúsund að fljúga til Færeyja og heim aftur. Fyrir hjón um 60 þúsund. Þá fer ég frekar í hitann og á ströndina.Flugfélögin eru að okra feitt á okkur og komast upp með það og Express selur DÝRAR SAMLOKUDRUSLUR.  

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 20:03

14 identicon

Tékkaði á hvað kostaði að fara til Köben á miðvikudag, heim á föstudag. 38 þús. með Express, 52 þús. með Icelandair. Cirka 40% dýrara að fljúga með Icelandair. Segir þetta ekki allt sem þarf?

Held að Icelandair hafi nú lækkað sig verulega eftir að þeir fengu samkeppni blessaðar dúfurnar. Man ekki betur en fargjöldin væru skrúfuð upp í þetta 70-100 þús. og lægst 40 þús. áður en Express kom inn á markaðinn fyrir fimm árum. Menn eru fljótir að gleyma svona hlutum.

Flýg mikið og finnst þjónustan hjá Iceland Express vera ljómandi fín. Alveg sama hvort þeir kalli sig lágfargjalda flugfélag eða ekki. Þeir eru í 80% tilvika ódýrari kostur en Icelandair. Það dugar mér.

Jóhann (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 20:44

15 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Stikkfrí

Jú Iceland Express er stikkfrí í þessu. Það er klárt. Ég hét að fljúga með þeim á meðan ég hefði tök á  og hef staðið við það.Þeir taka bara fyrir það sem flugið kostar og allt annað borgar maður aukalega fyrir. En það er ansk. lítið pláss fyrir hnén á manni og er ég með verki  í skrokknum eftir hvert flug.  Ég þarf 4,5 cm í viðbót og borgaði gjarnan  þúsundkall fyrir hvern centimetra.  Væri vert að hugsa strákar í IE!!

Eyjólfur Jónsson, 24.9.2007 kl. 21:20

16 identicon

Það er betra fótapláss hjá IE heldur en IA, alla veganna í þau skipti sem ég er búinn að ferðast síðustu mánuði ;)

karl (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 01:56

17 identicon

Það gleymist alveg að pæla í því að áður en IE kom til þá kostaði yfir hundraðþúsundkall fyrir 2 að fara til Danmerkur með IA (2001). En vegna þess að IA fékk samkeppni þá urðu þeir að lækka verðin hjá sér til að vera samkeppnishæfir í lægri gjöldunum!! Þannig að IE eru alls ekki slæmir.....

Kristín (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 07:55

18 Smámynd: Snorri Bergz

Auðvitað eru IE ekki alslæmir. Og það er rétt, að Icelandair hefur orðið að lækka sig vegna samkeppninnar. Þess vegna hefur IE verið til góðs, þannig séð.


En eftir ferð með félaginu frá dimmu flugskýli í Hahn nýlega vil ég helst ekki fljúgja þangað aftur. En Heiðar snyrtir var solid í flugþjóninum...en ofboðslega fannst mér skítt að vera settur forspurður í sætið beint við hliðina á klósettinu...auk margskonar annarra óþæginda. En maður komst á leiðarenda.


En IE mætti athuga verðlagninguna á Mogganum, samlokudruslunum og slíku. Ég keypti einhverja mini-pizzu eða eitthvað svoleiðis, og verri mat hef ég sjaldan fengið, og það fyrir okurprís.

Snorri Bergz, 25.9.2007 kl. 08:29

19 identicon

Ég veit að IE á að þýða Iceland Express, en ég les alltaf Internet Explorer. Gaman að þessu

Stefán Smári (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 10:15

20 identicon

Get ekki verið sammála að það sé slæmt að fljúga með IE. Fannst maturinn sem ég fékk hjá þeim um daginn fínn. Verðin geta menn svo alltaf rifist út af. Keypti mér kaffi og croissnt hjá Kaffítár í flugstöðinni. Minnir að það hafi kostað hátt í 700 kr. Kaffið á Kastrup kostar víst um 30 danskar sem eru tæpar 400 kr. Það er alltaf vinsælt að tala um hvað þjónustan og maturinn í vélunum hjá flugfélögunum sé slæm/ur. Helt þetta sé dáldið séríslenskt. Kostar annars ekki Mogginn hjá IE sama og annars staðar ? Menn sem kvarta yfir að sitja við hliðina á klósettinu eru líklega atvinnunöldrarar.

Jóhann (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 16:59

21 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég vel alltaf að fljúga með IA til Köben og Gautaborgar (þegar það er hægt). Ástæðan: jú þjónustan um borð er betri, þjónustan í tékk-inn er betri í Köben allavega, svo munar aldrei meir en 5 til 10 þús. á fargjaldi ef það er einhver munur á þessum leiðum og svo kemst ég mun fljótar frá borði og líka inn eins og ég sagði áðan

Edda Agnarsdóttir, 25.9.2007 kl. 18:38

22 identicon

Ef allir hugsuðu svona værir þú enn að borga 70-100 þús fyrir miðann þinn, en ekki 20-40 eftir að Iceland Express kom inn á markaðinn og þrýsti verðunum niður. Af hverju gátu Flugleiðir ekki boðið upp á þessi ódýru fargjöld áður? Af hverju þurfti samkeppni til að þeir færu að reka fyrirtækið eins og fyrirtæki en ekki stofnun?

Hef ekki orðið var við að þjónustan sé neitt betri hjá Flugleiðum. Hvað er þetta eiginlega með að þurfa að kaupa drykki ÁÐUR en matur borinnf fram. Þetta er eins og trúarkenning hjá þeim sem vinna þarna um borð hjá Flugleiðum. Ósveigjanleg regla virðist vera, eða var það alla vega þegar ég flaug með þeim síðast.

Tékkið í Keflavík gengur alltaf vel fyrir sig hjá Iceland Express. hef aldrei spáð í þessu úti í Kaupmannahöfn. Fer mest eftir traffík hvernig þjonustan er.

Flugleiðir voru löngu hættir að fljúga til Gautaborgar og höfðu ekki gert í mörg ár þegar iceland Express byrjaði í fyrra. Hvað gerist? Allt í einu fara Flugleiðir að fljúga þangað í gríð og erg!!!! Þú værir líklega ekki að fljúga beint til Gautaborgar ef ekki væri fyrir Iceland Express

Jóhann (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband