Leita í fréttum mbl.is

Íhaldið í ham!

Þegar Sjálfstæðisflokkurinn gefur út yfirlýsingar um breytingar á leikskólastarfsemi, gæsluvallapólitík og annað í þeim málaflokki fer um mig skelfingarhrollur.

Þegar Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir talar um "nýja kynslóð gæsluvalla" grunar mig að þarna sé niðurskurður á þjónustu í farvatninu.

Það má vera að mínir fordómar gagnvart uppeldisstefnu Sjálfstæðisflokksins, tilkomnum vegna tilhneigingu þeirra til að húrra uppeldinu aftur heim í eldhús, í gegnum árin,  séu að verki.

Ef eitthvað jávætt kemur út úr þessum breytingum, borða ég alla mína sjóvettlinga.

Ójá.


mbl.is Hlutverk gæsluleikvalla endurskoðað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

sko, ég er til í að gefa sjöllunum séns í þetta skiptið (en bara vegna þess að það ERU eiginlega engir gæsluvellir eftir til að spilla...)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 21.9.2007 kl. 16:43

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er ekki hrifin af gæsluvöllum p.c. notaði þá aldrei sjálf, mér finnst þeir ekki sniðugur kostur, nema kannski stutta stund í einu, fyrir konur sem eru heima, þannig að börnin fái smá félagsskap, en spurningin er hvort eitthvað komi í staðinn.  Það er nú það sem ég hræðist.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.9.2007 kl. 16:46

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Innlitsknús

Heiða Þórðar, 21.9.2007 kl. 17:34

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Æi..mér finnast bara öll þessi uppeldismál hjá borginni í vitleysu og engin bráð lausn í sjónmáli.......hef einhvern veginn litla trú á úrbótum! Hvert haust byrjar svona þar sem að frístundaheimili eru tóm og nú eru heilu deildirnar á leikskólum lokaðar! Mér finnst þetta eiginlega til skammar.....sorrí en það er bara mín skoðun !

Sunna Dóra Möller, 21.9.2007 kl. 18:28

5 identicon

Eftir samviskusamlega tilraun mína til trefiláts vegna rangrar ágiskunar um kyn komandi barnabarnsins þíns get ég sagt af reynslu að það er nokkuð "bold" hjá þér að segjast ætla að eta ALLA sjóvettlingana þína .... nema ef vera kann að þú eigir enga ðaddna kjeddlingin þín   

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 21:56

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Anna ég er prótótýpan af ómerking.  Ég á enga

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.9.2007 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 2987163

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband