Leita í fréttum mbl.is

Dramadrottningin ég!

Ég er dramadrottning, hef alltaf verið, en þessi skapgerðarbrestur fer eitthvað dvínandi, eftir því sem ég verð eldri.  Mér finnst allavega að ég verði að slaka aðeins á tilfinningaupphlaupunum, eftir að ég varð ráðsett amma og svoleiðis.

Ég man eftir fyrsta dramakastinu þegar ég var sex ára. Þá átti að setja mig í kjól sem mér líkaði ekki og fjandinn varð laus.  Það endaði með að múgur og margmenni hafði safnast saman til að róa drottninguna.

Þetta jókst síðan bara og setningar eins og þessar heyrðust oft ef dætur mínar gleymdu að laga til í herbergjunum sínum, vildu ekki matinn og þ.u.l.

"Þið slítið HJARTAÐ úr brjóstinu á mér"

"Ég myndi slíta af mér ÚTLIMINA til að gefa ykkur að borða " (Þessi vakti alltaf mikla lukku)

"Heimurinn sveltur og lítil börn DEYJA í milljónatali og þið neitið að borða"

"Ég er yfirkomin af HARMI vegna útgangsins hérna"

"Þó ég lægi hér í BLÓÐI mínu mynduð þið ganga fram hjá mér án þess að sópa mér upp"

"Það er heilt LÍFRÍKI að myndast í fatabingnum á gólfinu"

Dætur mínar eru stálheilbrigðar ungar konur þrátt fyrir að eiga þessa yfirspiluðu konu fyrir móður. 

Þess ber þó að geta að ég ýki BRJÁLÆÐISLEGA þegar ég segi frá og hendi mér í VEGG af eintómri viðleitni til að segja sannleikann hverju sinni.

Ójá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Ég vildi óska þess að ég kynni að toga í tilfinninga og samviskustrengina hjá mínum drengjum stundum. En það er alveg sama hvað ég raula og tauta, hversu dramatísk ég get orðið, það kippir ekki einusinni í hjá þeim.... Þú ert flott...

Bjarndís Helena Mitchell, 21.9.2007 kl. 00:36

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

 Frábær ertu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.9.2007 kl. 00:36

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég var farin að sofa en gat svo ekki sofnað. Eitthvað stressuð vegna upprennandi laganáms,  ég vona að þú sért að ýkja doldið mikið annars eru stelpurnar skemmdar og ég veit af bloggi þínu hingað til að svo er ekki, þú ert bara dramakvín.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.9.2007 kl. 00:41

4 identicon

Dásamlegir frasar  Einhvern veginn verður maður að vekja athygli þessara pottorma  

Mamma átti marga svona skemmtilega frasa, kannski ekki endilega þegar við höguðum okkur illa en við alls kyns önnur tilefni. Þegar sólin skein var "löðrandi blíða langt niður fyrir tún" þegar hún vildi ekki henda matarafgöngum sagði hún fólki að "éta upp í skít",  ég hef held ég sagt áður þessa sem hún sagði ef henni fannst hárið ekki í nógu góðu lagi. Þá var hún "eins og reytt hænurassgat í vindi",  ég ólst upp við þessa frasa og hef stundum ekki áttað mig á því að þeir séu fólki ekki endilega tamir. Hef oftar en ekki endað á því að þurfa að útskýra mál mitt  

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 02:11

5 Smámynd: Sunna Guðlaugsdóttir

Frábært blogg! Ég hló mikið við þennan lestur... Minnir svolítið á mömmu mína sem einmitt á þónokkra góða frasa  Ætli mæður séu ekki bara neyddar til þess að vera dramatískar og ýktar - eins og síðasti ræðumaður segir - til að fá okkur pottormana til að hlusta!

Annars - eigðu góðan dag

Sunna Guðlaugsdóttir, 21.9.2007 kl. 08:03

6 Smámynd: Blómið

  Eitthvað kannast ég nú við sumar setningarnar.  Er svolítið drama sjálf   Málið er bara að þegar ég er á þessu stigi þá líta unglingsdrengirnir mínir á mig með vanþóknun og spyrja hvort það sé ekki allt lagi með mig.  Láta mig sko ekki komast upp með neitt dramakast  

Blómið, 21.9.2007 kl. 08:17

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Auðvitað grípum við foreldrar til ÖRÞRIFARÁÐA þegar börnin okkar neita að hlusta og við erum BUNDIN Á HÖNDUM OG FÓTUM í úrræðaleysi uppeldisins.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.9.2007 kl. 08:55

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Anna, frasar mömmu þinnar eru frábærir.  Best að nota þá.  Hehe

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.9.2007 kl. 08:56

9 identicon

Hahahaha Jenný þú ert óborganleg. Ég þarf að temja mér nokkra svona. Hmm aldrei að vita nema ég gerist þjófur að nóttu og steli nokkrum af þessum setningum þínum.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 08:57

10 identicon

 Alin upp við svona og gott betur og notaði svona á tímabili en það virkaði ekki sem skyldi hehehehehehe. Maður verður bara hallærislegur

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband