Leita í fréttum mbl.is

Edrúafmælið mitt - 11 mánaða snúra!

60

Tíminn flýgur.  Ég er ellefu mánaða edrú, takk fyrir.  Í raun gott betur en það, en ég ákvað að telja frá ákveðnum degi inni á Vogi.  Það skiptir ekki máli.  Það sem skiptir máli er að í tæpt ár hef ég tekist á við lífið án deyfingar af öllu tagi.  Ég hef ekki notað áfengi eða pillur til að slá á lífið og tilfinningar mínar.  Það sem meira er um vert, þá hefur mig ekki langað til þess í eitt einasta sinn, þrátt fyrir að eitt og annað hafi dunið yfir á tímabilinu, alveg eins og í lífinu yfirleitt þar sem skiptast á skin og skúrir.  Ég hlýt að hafa náð hinum margumtalaða botni.

Það er enn nýtt fyrir mér að vakna á hverjum morgni, geta horft framan í fólk, með góða samvisku.

Alkahólismi er sjúkdómur lyginnar, óheiðarleikans og reiðinnar.  Ég fæ enn kökk í hálsinn þegar ég hugsa til sjálfrar mín, sitjandi með glasið og pillurnar innan seilingar, starandi tómum augum út í loftið og það er eins gott fyrir mig að gleyma því ekki eitt augnablik, hvernig fyrir mér var komið.  Það er eins af aðalástæðunum fyrir því að ég blogga um sjúkdóminn eins og hann snýr að mér og mínum.  Svo veit ég líka að hér les fólk sem sækir einhverja huggun í að vita, að án tillits til hversu illa er komið fyrir alkanum, þá er til von. 

Þegar ég var búin að vera edrú í mánuð, leið mér eins og ég hafi unnið stórorustu.  Þann tuttugasta hvers mánaðar held ég upp á að er ég sigurvegari yfir sjálfri mér, og það er þó nokkuð afrek, því fram að því að ég varð edrú var ég vandræðagepill og erfið viðureignar, ekki síst fyrir sjálfa mig.  Ég hef líka góða hjálp og stuðning.  Frá fjölskyldu minni, vinum og öðrum sem vita hverjir þeir eru.

Einn dag í einu byggi ég mér nýja fortíð, ljúfa nútíð og ég legg drög að góðri framtíð.  Ég reyni að lifa í núinu, af því það er það eina sem ég hef til ráðstöfunar.

Í kvöld fer ég edrú að sofa.

Ójá!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bara Steini

Mér hlýnar alltaf að innan þegar maður heyrir áfanga :) Til hamingju með þessa mánuði

Bara Steini, 20.9.2007 kl. 00:51

2 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Má ég óska þér til hamingju með tímamótin. Ég er í raun alltof óduglegur við að kvitta hjá þér fyrir lesturinn, án þess að það komi svo mjög að sök: hér kvittar alltaf heilt stóð af lesendum

En þessi árangur kallar á hamingjuóskir. Megi hver einasti morgundagur þinn, hver fyrir sig og einn í einu, vera dagur heillar hugsunar og hreinnar samvisku.

Hæfæv í boðinu! 

Jón Agnar Ólason, 20.9.2007 kl. 00:51

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þakka ykkur báðum fyrir kveðjurnar.

Jón Agnar, hæfæv í boðinu og ekkert skálkjaftæði eitthvað.  Hehe

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.9.2007 kl. 00:54

4 Smámynd: Ragnheiður

Yndisleg...

Ragnheiður , 20.9.2007 kl. 01:08

5 Smámynd: Kolgrima

Til hamingju  

Kolgrima, 20.9.2007 kl. 01:14

6 identicon

Mér finnst 11 svo falleg tala, lít á hana sem happatöluna mína. Lít á hvern edrúdag hjá alka í bata sem happadag.  

Til hamingju elsku Jenný mín

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 01:22

7 identicon

Til hamingju með það.  Þetta er mikill sigur fyrir þig og þú mátt vera stolt af þér.

Sigga (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 01:37

8 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Til hamingju með enn einn áfangann! Nú er bara komið countdown í ársafmælið! Þú ert best!

Laufey Ólafsdóttir, 20.9.2007 kl. 02:01

9 identicon

Innilega til hamingju með áfangann elsku Jenný. Þó svo að ég drekki, þá er ég svo mikill stuðningsmaður þeirra sem eru hættir. Hún séra mamma hætti að drekka 31. október 1982 og ég man alltaf eftir því að hringja í hana eða óska henni til hamingju með daginn á einhvern annan hátt. Litli bróðir minn fæddist árið 1984. Hann hefði aldrei fæðst ef mamma hefði ekki hætt að drekka, og hann Stebbi minn er sko mitt Idol

Til hamingju aftur, svo koma aðrir 11 mánuðir og enn aðrir. .... o.s.frv. Þú ert að standa þig frábærlega - enda ertu ekkert minna en frábær!!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 02:04

10 Smámynd: Jens Guð

  Ég bara skil ekki upp né niður í áhuga fólks á að veru edrú.  Sjáflur þykir mér ekkert skemmtilegra en að vera fullur alla daga.  Alltaf. 

Jens Guð, 20.9.2007 kl. 02:13

11 Smámynd: Jens Guð

  Að vísu orsakar það smá innsláttarvillur.  Samanber orðið sjálfur hér að ofan.  En eftir sem áður er alltaf gaman að vera fullur.  Alltaf. 

Jens Guð, 20.9.2007 kl. 02:15

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Til hamingju með þetta Jenný mín. Stórafmæli í Okt.  Er það ekki frábært að hugsa bara um það sem er í stað þess að endurhugsa það sem búið er að hugsa og hugsa svo líka um það sem maður þarf að hugsa aftur síðar.

Jens hefur fundið hamingjuna hinum megin við strikið en mikið vildi ég nú sjá hann hérna meginn. Það er svo miklu betra.  Annars fékk ég andlega vakningu á hverjum degi áður. Það var þegar ég kom úldinn og víraður inn á barinn og fékk mér fyrsta bjórinn og snabbann.  Þá varð allt svo yndislegt og Jolly og fólkið svo fallegt og næs og kvíðinn fyrir morgundeginum hvarf.  Svo eftir tvo til þrjá, þá var maður mættur full trottle í helvíti á ný.  Semsagt í 30 mín á sólarhring við eðlilega líðan.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.9.2007 kl. 03:12

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með áfangan.

Þú ert yndisleg

Hrönn Sigurðardóttir, 20.9.2007 kl. 07:27

14 identicon

 Það er bara snilldin eina að vakna edrú. Gangi þér vel. Og til hamingju með þetta

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 07:48

15 identicon

Til hamingju elsku Jenný mín

Brynja Nordquist (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 08:07

16 identicon

Frábært hjá þér, ég dáist af fólki sem hefur staðfestu í að láta fíknina lönd og leið. Gangi þér sem allra best í framtíðinni.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 08:23

17 identicon

Blessud Jenný.

Til hamingju med tennann áfanga.Tekkji tessa baráttu  vel tó ekki af eigin raun en mjög nálægt mér og stid tig 100% eins og alla sem reina  ad hætta.

Kvedja frá danaveldi Gurra

Gudrún Hauksdóttir (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 08:25

18 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

 lovjú

Jóna Á. Gísladóttir, 20.9.2007 kl. 08:35

19 Smámynd: Guðný GG

Til hamingju með þetta Jenný mín þetta er frábær árangur

og takk fyrir mig þú veist

Guðný GG, 20.9.2007 kl. 08:39

20 Smámynd: Þröstur Unnar

Til hamingju kæra blogvinkona, þú ert snilli.

Þröstur Unnar, 20.9.2007 kl. 08:54

21 identicon

Stærsti sigurinn er að sigra sjálfan sig og það er þú trúlega að upplifa.Til hamingju með það,innilega til hamingju.Mín fíkn er helvítis tóbakið.........ég verð að hætta.Yngsta dóttir mín segir mamma það er einfalt,get,ætla,skal.GÆS.Ég hata það að reykja,held samt áfram,ekki skortir mig vit !....ég tala hreint út við þig,enda ertu þannig kona og mér líkar þú svo vel hafandi aldrei hitt þig.Er orðin eins og síðasti Geirfuglinn með þessa ömurlegu fíkn.Blessi þig og farnist þér vel.

Hallgerður langbrók (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 09:01

22 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Til hamingju, duglega stelpan mín!!! Þú ert góð fyrirmynd.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.9.2007 kl. 09:04

23 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Til hamingju með edrú-ið þitt!  Duglega Dísa.......

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 20.9.2007 kl. 09:09

24 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

    Þú ert bara frábær !! Til hamingju

Kjartan Pálmarsson, 20.9.2007 kl. 09:23

25 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Innilegar hamingjuóskir með hvern dag, einn dag í einu Ég varð sjálf 11 ára þann 1 júní s.l. þó fertug sé! Það er svo mikið satt með samviskuna, þvílíkur léttir að geta horft í spegilinn á morgnana með tandurhreina samvisku. Það eitt og sér er þess virði að halda í bindindið. Knús á þig.

Bjarndís Helena Mitchell, 20.9.2007 kl. 09:26

26 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Til hamingju !

Sunna Dóra Möller, 20.9.2007 kl. 09:30

27 Smámynd: Þröstur Unnar

Aftur til hamingju. Hef oft og meget hugsað um til hvers litlu raufarnar á þvottaklemmunum séu.

Augljóst.......

Myndin segir að þær standi uppréttar þó þær séu í fríi, en dingla ekki lausar eins og dauðir þorskar á færi.

Uppgötvun dagsins fyrir mig.

Hafðu góðan dag Jenný Anna Baldursdóttir

Þröstur Unnar, 20.9.2007 kl. 09:34

28 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Frábært hjá þér

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 20.9.2007 kl. 09:37

29 Smámynd: Huld S. Ringsted

Til Lukku með daginn!!

Huld S. Ringsted, 20.9.2007 kl. 10:30

30 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Til hamingju elskan.

Kristín Katla Árnadóttir, 20.9.2007 kl. 10:56

31 identicon

Innilega til hamingju. Þetta er algjör hetjuskapur. Vildi barasta að það væri til einhver uppskrift...þarf svo á einni að halda handa fársjúkri móður minni :-(

Annars...YOU ROCK!

Sussa (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 10:59

32 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

til hamingju, frábært :)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 20.9.2007 kl. 11:09

33 Smámynd: Heiða  Þórðar

Til hamingju elsku gullmolinn minn. Þú ert auðvitað æði!

STÓRIR OG FEITIR KOSSAR, HUGSANIR OG FAÐMLÖG...UPPFULL AF KÆRLEIKA SENDI ÉG ÞÉR.

þÚ ERT ÆÐISLEG!

Heiða Þórðar, 20.9.2007 kl. 11:22

34 Smámynd: Báran

Til hamingju með áfangann Jenný, you're a winner  

Einn dag í einu en áfangarnir eru til að stefna að

Báran, 20.9.2007 kl. 11:24

35 Smámynd: Ósk Sigurðardóttir

Felicitaciones

Ósk Sigurðardóttir, 20.9.2007 kl. 11:29

36 identicon

Jenný !!  Ég er stolt af þér. !!

Til hamingju með sjálfstjórnina.  Þekki hina hliðina á þessum "isma" svoldið, og skil því vel hvernig þér líður. 

Go girl.. !!

Guðrún B. (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 11:30

37 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Innilega til hamingju Jenný.

Marta B Helgadóttir, 20.9.2007 kl. 11:34

38 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Til hamingju Jenný, ég vildi óska að margir mér nátengdir tækju þína stefnu í lífinu. Lífið er of gott til að lifa því dofinn.

Gíslína Erlendsdóttir, 20.9.2007 kl. 11:36

39 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Til hamingju.

Þú átt hrós líka skilið.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 20.9.2007 kl. 11:56

40 Smámynd: Blómið

 Til hamingju með daginn

Blómið, 20.9.2007 kl. 12:23

41 identicon

til lukku með þetta, hver mánuður er sigur, ég veit það af eigin raun.

Björk Ben (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 12:25

42 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku Jenný.  Þú ert hetja. Innilega til hamingju með að hafa áorkað þessu, þér og öllu þínum til mikillar gleði er ég viss um.  Hugsa um fallegu barnabörnin þín sem fá að njóta ömmu sinnar í sínu besta formi.  Vertu áfram alltaf duglegust, ég er stolt af þér Eigðu góðan dag.  er að syngja fyrir þig

Ásdís Sigurðardóttir, 20.9.2007 kl. 12:48

43 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Til hamingju með daginn og gangi þér vel!

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.9.2007 kl. 12:58

44 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Til Hamingju Elsku Jenny megi guð þig geyma kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 20.9.2007 kl. 13:13

45 Smámynd: Hjördís Ásta

Innilega til hamingju með árangurinn

Hjördís Ásta, 20.9.2007 kl. 13:20

46 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Til hamingju með daginn og gangi þér sem best. En ég held að við séum skemmtilega ósammála í pólitík og hvergi líta beri á fíkn, en það er bara gott, ekki viljum við að allir séu sammála öllum, að engin litbrigði sé í mannlífi og skoðunum.

Innilega til hamingju með frábæran árangur á einu ári og til að kóróna allt saman gerir þú þig lítið fyrir (eða mikið) og verður einn vinsælasti bloggarin landsins ofan í allt saman.

Þér er greinilega ekki fisjað saman.

Benedikt Halldórsson, 20.9.2007 kl. 13:48

47 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Til lukku með þig. 11 mánuðir eru flottur áfangi..(skrítið hvað áfangi er líkt áfengi).. en ekki láta það rugla þig neitt.  Það tekur suma alla ævi að ná tökum á lífinu svo þú getur verið stolt...  bara ekki láta bloggið ná sömu tökum á þér og búsið gerði áður.   Allar fíknir eru slæmar..

Ólafur Jóhannsson, 20.9.2007 kl. 14:12

48 identicon

Hæ Jenny,

 Rakst á bloggið þitt fyrir tilviljun á mbl.is og langaði að óska þér innilega til hamingju með daginn... Go Girl :)

 Magnea Mæjuvinkona

Magnea (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 14:45

49 Smámynd: Lovísa

Innilega til hamingju haltu áfram að vera sterk!

Lovísa , 20.9.2007 kl. 15:23

50 identicon

Til hamingju með daginn.

Frábær árangur hjá þér.

Rúnar Björnsson (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 17:18

51 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Til hamingju með þig!!!!

Poppar alltaf mynd af þér hangandi á þessum snúrum þarna á myndinni þegar þú skrifar snúrublogg!! Bara fyndið sko :) 

Heiða B. Heiðars, 20.9.2007 kl. 21:26

52 Smámynd: Sigurður Axel Hannesson

Hjartans hamingjuóskir með árangurinn!

Gæfan æ þín greiði spor,
og gleðji sinni.
Sífellt ríki von og vor,
á vegferð þinni.

Sigurður Axel Hannesson, 20.9.2007 kl. 21:26

53 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Til hamingju með daginn

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 21.9.2007 kl. 13:54

54 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Hjartanlega til hamingju með þennan frábæra árangur í þínu lífi einn dag í einu hefst þetta.  Og einnig að gleyma ekki litlu hlutunum Gangi þér vel.

Einar Vignir Einarsson, 21.9.2007 kl. 22:06

55 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Æi takk öll sömul og Sigurður Axel takk fyrir vísuna.

Heiða: Ég sé mig hangandi á snúrunni, þar sem ég blakti í rólegheitum og virði fyrir mér lífið fyrir neðan.  Ójá.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.9.2007 kl. 22:10

56 Smámynd: Benna

Til hamingju með Þennan frábæra áfanga það er svo sannarlega gott að horfa á lífið skýrum og edrú augum:)

Benna, 22.9.2007 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.