Leita í fréttum mbl.is

Eftir Kompás.

Eins og sjá má af kommentakerfinu hér við færsluna fyrir neðan, hafa skapast góðar umræður um réttlæti nafnbirtinga á barnaníðingum í fjölmiðlum, áður en dómur hefur verið kveðinn upp. 

Nú er ég búin að horfa á Kompásþáttinn og það er ekki vafi í mínum huga.  Í því máli sem þar er til umfjöllunar og öðrum slíkum, á að birta nafn gerandans.  Já, já, það er ekki góður siður að birta nafn þeirra sem eru grunaðir um afbrot en hafa ekki hlotið dóm, en í þessu tilfelli er maðurinn búinn að viðurkenna að hann hafi haft kynferðismök við þolandann, en eins og barnaníðinga er siður, heldur hann því fram að þetta hafi verið eðlilegt samband, eins og um væri að ræða tvo fullorðna einstaklinga en ekki karl á sextugs aldri og 14 ára gamla telpu.  Mér er ólglatt.

Í þessu tilfelli á að fórna minni hagsmunum (gerandinn) fyrir meiri (þolandendanna, sem í umræddu máli eru amk fimm talsins).  Það er ekki spurning.

Kompásþátturinn var vel gerður.  Viðtölin við fulltrúa Stígamóta undirstrikar það sem ég reyndar vissi, að gerendurnir eru allsstaðar. Þær vita þetta stelpurnar enda eiga þær trúnað þolenda kynferðisofbeldis.  Það er eins gott að fólk fari að átta sig á því að ofbeldi af öllu tagi þrífst í öllum stéttum og það er mun erfiðara að uppræta það eftir því sem gerandinn hefur meira vald.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Jenný Anna, ég var að reyna að finna þennan þátt á netinul, en hafði ekki árangur sem erfiði. Ert þú með slóðina?

Kveðja, Ólína.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 19.9.2007 kl. 16:05

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fann ekki slóðina en ég ætlaði að skella henni inn með færslunni en ég fór inn á visi.is undir fréttir og þá kemur Kompás og þar er sá nýjasti.  Sorrí að ég get ekki hjálpað betur en svona.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.9.2007 kl. 16:18

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég er búin að horfa á meiripartinn af þættinum. Í þessu tiltekna máli snýst þetta ekki endilega um hvort eðlilegt sé að birta nafn mann sem kærður hefur verið fyrir barnaníð, en ekki fundinn sekur... ennþá.

Þetta snýst um þá óheyrilegu svívirðu að maðurinn sjái ekki sóma sinn í því að afþakka verjendastörf í þágu annarra manna sem kærðir eru fyrir barnaníð.

Ég held að þetta siðleysi mannsins (hann hefur ekki einu sinni áhyggjur af því að það komi sér illa fyrir hans mál að taka að sér þessi störf) segi allt sem segja þarf.

Ég er ekki meðmælt nafnabirtingu fyrr en viðkomandi er fundinn sekur. Það þykir mér eðlilegt ferli. En í þessu tilviki gerir maðurinn sér þetta sjálfur. Hann hlýtur að hafa gert sér grein fyrir því að það þætti saga til næsta bæjar að hann sé enn starfandi fyrir ''kollega'' sína (nú tók ég Lúkasinn) þrátt fyrir ákærur á hans hendur. Þetta er fréttamatur. Það er staðreynd. Engin leið að forðast slíkt.

Og svo spyr ég: hvernig í fjáranum getur það verið löglegt (er auðvitað siðlaust) að þessi maður geti gengið inn í Barnahús og grafist þar fyrir um viðkvæmustu mál sem upp geta komið ?

Jóna Á. Gísladóttir, 19.9.2007 kl. 17:47

5 Smámynd: krossgata

Mér fannst svo mikill stíll sjálfskipaðrar alheimslögreglu á Kompás í fyrra að ég hætti að horfa á þá þætti og horfði því ekki á þáttinn síðasta.  Þeir hafa kannski skánað miðað við umsögn þína, svo ég lít kannski á þáttinn á eftir.

Ég er ekki meðmælt að fjölmiðlar birti nöfn sakborninga fyrir dómsúrskurð.  En ef sakborningar koma sjálfir fram undir nafni og þess vegna mynd þá er það þeirra mál.  Það er líklega sjaldgæft.

krossgata, 19.9.2007 kl. 17:57

6 Smámynd: Guðný GG

Jenný , þú ert YNDISLEG  akkúrat og nákvæmlega eins og þú ert  

 

Guðný GG, 19.9.2007 kl. 17:59

7 identicon

Ég hef verið í viðtali við Kompás vegna þáttar sem löngu er búið að sýna (ég var skyggð)og þá kynntist ég svolítið vinnubrögðum þeirra. Þeir eru 100% í öllu sem þeir gera. Og þeir líða engan perraskap og hann á ekki viðgangast. ALDREI  Ég er ánægð með þá og þeir vinna vel.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 18:01

8 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Mér finnst eitt pínulítið athugavert við alla umfjöllun í kringum barnaníðinga og það er fókusinn á "lólitistum". Ég er ekki að draga úr alvarleikanum og ógeðinu í kringum fullorðna menn sem hneigjast til unglinga en vil kvarta undan nafnleyndum og skorti á umfjöllun og afflettingum á þeim sem eru að veiða mun yngri börn. Ég man ekki í fljótu bragði eftir neinni nafngreiningu á slíkum ógeðum þótt ekki vanti fréttirnar.

Nafnbirtingar eru nauðsynlegar á meðan dómskerfið virkar ekki betur en þetta. Það verður einhvern veginn að aðvara fólk á meðan glæpamenn ganga lausir. Þetta er auðvitað ógeðfelt og pínlegt sjónvarpsefni en þarft engu að síður.

Hattur ofan fyrir Stígamótum. Mjög þörf samtök. 

Laufey Ólafsdóttir, 19.9.2007 kl. 18:26

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er brjáluð eftir að hafa horft á þetta. Hingað og ekki lengra, við skulum ALLAR fylgjast með þann 27. september, og ef þetta helvíti verður sýknað eða fær einhvern fáránlegan dóm, þá skulum við allar far a og æpa fyrir framan héraðsdóm og hæstarétt.  Við skulum láta þessa níðinga vita að það er hingað og ekki lengra.  Það er komið nóg af lítilsvirðingu gagnvart nauðgurum og barnaníðingum HEYRIÐ ÞAÐ DÓMARAR ÞESSA LANDS, ÞAÐ ER KOMIÐ NÓG.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.9.2007 kl. 19:14

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Dammála Ásthildur, sammála.  Laufey, Stígamót eru brautryðjendur það er bara svo einfalt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.9.2007 kl. 19:16

11 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hva... Hann skellir sér bara inn á Vog og þá þurfum við ekki að hafa neinar áhyggjur

Heiða B. Heiðars, 19.9.2007 kl. 20:13

12 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég er alveg sammála Ásthildi hérna og henni Dúu í færslunni á undan. Ég var fyrst nuna að sjá þennan þátt, takk fyrir vefslóðina, mér hafði ekki tekist að finna þáttinn á netinu. Mér fannst hann vel og æsingalaust unninn sem gerði hann trúverðugri heldur en Kompásþættirnir voru stundum í fyrravetur. Maður verður bara miður sín eftir að horfa á þetta.

Í  fyrsta lagi þá er það helber skömm fyrir okkur sem upplýst samfélag, siðmenntað fólk að menn geti leikið hlutverkin beggja megin borðs í jafn viðkvæmum málum sem einmitt snúast um siðferði!! Hvern á maður að skamma eiginlega fyrir að þetta sé svona? 

Enginn getur tímabundið svipt manninn starfsréttindum meðan á rannsókn stendur nema siðanefnd lögmannafélagsins SEM SAMT GETUR ÞAÐ EKKI af því hann braut ekki af sér í starfinu sjalfu!

...ef ég hef þá skilið ferlið rett sem formaður siðanefndar lögmannafelagsins lýsti i þættinum.  Af hverju þurfum við að finna upp hjolið íslendingar?  Hvað er gert i öðrum löndum i svona stöðu? Perrar eru til í öllum löndum í öllum stettum því miður.

Í hausnum á manninum er hann að telja sér trú um, ef marka má umfjöllunina í þættinum, að hann hafi verið í "vináttusambandi" !!! "með kynlífskryddi"!!! við 14 ára gamalt barn!!! Hún átti að hafa "efnahagslegan hag" af því að totta þann gamla! Hann er svo siðblindur að hann telur sjálfum sér trú um að hann sé saklaus. Maðurinn er giftur, ég ímynda mér að konan hans eigi nokkuð erfitt núna og líði nokkuð mikið verr heldur en karlinum því hún er kannski ekki siðblind, eiga þau börn? og kannski barnabörn? 

Í svona máli eru engir sigurvegarar alveg burtséð frá því hvernig dómur fellur liggur mér við að segja.

VEGNA ORÐLEYSIS OG VANMÁTTARKENNDAR frammi fyrir móralskum  subbuskapnum ætla ég að gerast svo merkileg með mig hérna að vitna í lárviðarskáldið sjálft,

Shakespeare: Something is rotten in the State of Denmark !!!!

Marta B Helgadóttir, 19.9.2007 kl. 21:35

13 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Marta B Helgadóttir, 19.9.2007 kl. 21:37

14 identicon

Nú er ég búin að horfa á þáttinn og mér sýnist að það hafi verið eðlilegt að nafngreina manninn miðað við þessa nálgun í þættinum þó að mér finnist að almennt eigi að reyna að komast hjá svoleiðis nokkru.

Að koma þessu máli á framfæri finnst mér virðingarvert hjá þeim Kompásmönnum Aftur á móti skal ég viðurkenna að sumt fer alltaf pínulítið í pirrurnar á mér hjá þeim í þessum þáttum. Dæmi um það í þessum ætti eru þessar endurteknu senur þar sem þeir hlaupa á eftir lögmanninum til að spyrja hann hvort hann vilji tjá sig, mér finnst þetta svona hallærisgangur a la BNA. Þessi linsunotkun í réttarsalnum þar sem skannað er yfir salinn með dramatískri músík, bókakjölur þar sem flett er blaðsíðum.  Æ

Mér finnst ekki hægt að láta það viðgangast lengur að ekki sé hægt að koma í veg fyrir að lögmaður sem sætir kæru fyrir kynferðisbrot fái að stunda lögmannsstörf meðan málið er í meðferð. Það verður að bregðast við STRAX! 

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 22:31

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála Marta og Anna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.9.2007 kl. 23:08

16 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

...svona lið á náttúrlega bara ekkert að ganga laust Það er nú grundvallaratriðið. Ég segi með Ásthildi Cecil, við bíðum eftir einhverjum fáránlegum dómi... Þvílík móðgun sem svona dómar eru. Ég ríf hár mitt í vonleysi.

Laufey Ólafsdóttir, 19.9.2007 kl. 23:56

17 Smámynd: Fríða Eyland

/slíta úr við...neitar/lýgur gerir-skrítið er ..og magnvana eftir blæðandi þögn   lygi. ssóknari lokar

Sammála Cesil ....Laufy..og hinum

ein

Fríða Eyland, 20.9.2007 kl. 00:40

18 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Var að grípa endursýninguna á Kompási Þvílíkur viðbjóður!

Er ofvirki athugasemdarinn í dag hérna... sorrý með það, bara varð! Það ömurlegasta er að þessir fáu menn sem flett er ofanaf eru aðeins lítið sýnishorn af viðbjóðnum sem viðgengst. Óþolandi. 

Laufey Ólafsdóttir, 20.9.2007 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 2987256

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband