Leita í fréttum mbl.is

Samviskuspurning!

Ég vil að barnaníðingar, nauðgarar og aðrir ofbeldismenn, séu teknir úr umferð og þannig búið um hnútana að þeim sé gert eins erfitt fyrir að stunda viðbjóðslega iðju sína eins og hægt er.  

 Ég sá ekki Kompásþáttinn og get því ekki tjáð mig um hann, en ég veit fyrir víst að þar var lögmaður nokkur, nefndur með nafni og einhverstaðar heyrði ég að það hafi verið lögð fyrir hann beita.

Hvað um það.  Ég er að velta fyrir mér eftirfarandi:

1. Er rétt að nafngreina menn, áður en þeir hafa hlotið dóm?

2. Er siðferðilega rétt að leggja snöru fyrir grunaða barnaníðinga og nauðgara?

3. Hvar eiga mörkin að liggja?

Ég er einfaldlega að velta þessu fyrir mér vegna þess að þessar aðferðir hafa ekki tíðkast áður á Íslandi.  Ég man líka eftir manninum fyrir vestan, sem fyrirfór sér vegna greinar í DV.  Rannsókn á því máli var rétt að hefjast.

Hvað finnst ykkur?  Þetta er að þvælast fyrir mér, ég er einfaldlega ekki viss um hvað mér finnst.

Komasho í kommentakerfinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég er sammála þér með að það eigi að taka barnaníðinga, nauðgara og fólk sem beitir ofbeldi úr umferð! Þetta er samfélagslegt mein og það verður að vinna á því.

Með nafn birtingu áður en dómur fellur, finnst mér í raun ekki í lagi. Mér finnst glæpurinn sem verið er að ásaka þessa menn um alvarlegur en þrátt fyrir alla dómana sem að við stöndum stundum undrandi frammi fyrir að þá megum við ekki missa trú á réttarkerfinu heldur að þrýsta á breytingar með umfjöllun og sanngirni. Ef að við missum trú á réttarkerfinu og förum að taka að okkur að vera borgaralegt dómsvald að þá er voðinn vís og menn geta einmitt eins og gerðist fyrir vestan ákveðið að svipta sig lífi vegna þess að dómstóll götunnar er svo harður og ósvífinn að menn geta ekki átt sér viðreisnar von.

Við eigum öll rétt á sanngjarnri og réttlátri málsmeðferð og erum saklaus þar til sekt er sönnuð. Þetta er það sem fylgir að búa í réttarríki og eru réttindi okkar allra.

Mér finnst reyndar annað gilda ef að dómur fellur og manneskja er sakfelld fyrir kynferðisbrot að þá finnst mér réttlætanlegt að birta nafn hins seka en ekki fyrr.

Um mörk þess að leggja svona snörur veit ég ekki, en kannski er þetta viðvörunar kerfi og menn vara sig betur.....en kannski verða þessi glæpir um leið ósýnilegri ef að menn fara að hugsa upp aðrar leiðir til að nálgast fórnarlömb sín.....

En ég er alls ekki að mæla þessum mönnum sem að framkvæma svona glæpi bót.....en ég er hrædd við samfélagsleg viðbrögð og hvað fólk getur orðið hatrammt í tenglsum við svona mál, minnumst bara Lúkasar og þess drengs sem var ásakaður og fékk morðhótanir í kjölfarið.......

En þetta er nú þegar orðið að ritgerð og lýk ég nú máli míni að sinni

Sunna Dóra Möller, 19.9.2007 kl. 11:37

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Mín skoðun:

1. Nei.

2. Eitthvað þarf að gera.

3. Enginn er sekur fyrr en sekt er sönnuð.

Markús frá Djúpalæk, 19.9.2007 kl. 11:47

3 Smámynd: halkatla

1.Nei

2.Já

3.?


halkatla, 19.9.2007 kl. 11:52

4 Smámynd: Ragnheiður

Sammála Dúu.

En vil koma því að með þennan mann sem var núna í Kompás að hann hefur viðurkennt verknaðinn en tekur fram að mök hafi verið með samþykki stúlknanna.

Það finnst mér breyta málinu aðeins.

Var annars að kommenta um þetta á síðunni hennar Huldar.

Ragnheiður , 19.9.2007 kl. 12:15

5 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Hvað voru þetta gamlar stúlkur, ég sá ekki Kompás. Það er allavega fáránlegt að bilið milli kynlífsaldurs og lögræðis er heil 4 ár. Hvernig má það vera?

Markús frá Djúpalæk, 19.9.2007 kl. 12:22

6 Smámynd: Bara Steini

Ef sekt er sönnuð finnst mér einfaldast að taka upp kerfið sem er notað t.d í bandaríkjunum þar sem níðingar eru nafngreindir og jafnvel látnir ganga i hús og tilkynna að þeir eru að flytja þar inn.

Ég er ekki viss með að leggja snörur fyrir fólk samt.

Það þarf bara að halda þessu öllu innan lagarammans og vara sig á að enda ekki í nornaveiðum.

Bara Steini, 19.9.2007 kl. 12:27

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég er á móti því að menn séu nafngreindir áður en dómur fellur, þeir eiga jú fjölskyldur en eins og Ragnheiður sagði þá er þessi maður búinn að játa að hafa átt samræði við þessar stúlkur en ber því við að þær hafi verið samþykkar, hann plataði sig inn á þær í gegnum margra vikna spjall á MSN og sagðist vera 16 ára.

 Að leggja snörur fyrir þessa menn finnst mér að eigi að vera í höndum lögreglu.

Huld S. Ringsted, 19.9.2007 kl. 12:43

8 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

1. Nei

2. Já

3. Ekki nota (alvöru) börn sem tálbeitur. Yfir 18 ára fólk sem lítur unglega út, kannski. Def tálbeitur á netinu, sé ekkert vandamál við það. Sé viðkomandi saklaus, ætti hann/hún ekki að falla í gildruna.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 19.9.2007 kl. 12:43

9 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

(ég sá heldur ekki þáttinn. En ég á 15 og 11 ára dætur og 7 ára son...)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 19.9.2007 kl. 12:44

10 identicon

Maðurinn var starfndi lögmaður og varði meinta barnaníðinga og gerir það enn þó kæra hafi verið lögð fram og þessvegna hefur hann aðgang að barnahúsi

elli (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 12:52

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hvað er í gangi. Ég missti af Kompás. Hvað var þessi stúlka gömul sem hann játar að hafa haft mök við?

Jóna Á. Gísladóttir, 19.9.2007 kl. 13:45

12 Smámynd: Blómið

1.

Blómið, 19.9.2007 kl. 14:10

13 Smámynd: Blómið

Sendi of snemma

1     Nei

2.   Það þarf að veita lögreglu heimild til notkunnar á tálbeitum.  Fréttamenn og almenningur eiga ekki að vera í þeim hlutverkum.

3.   Veit ekki

Blómið, 19.9.2007 kl. 14:13

14 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er sammála ykkur en mér finnst kompás  góður þáttur og auvitað á hann að vinna með lögreglunni.

Kristín Katla Árnadóttir, 19.9.2007 kl. 14:34

15 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Auðvitað á að bíða með nafnbirtingu og ekki gera eins og Jens og birta vitlaust nafn, það er enn verra. Það er samt ekkert sem afsakar svona perraskap, en er satt að þetta hafi gerst nokkrum sinnum,? því fara stelpur aftur að hitta svona menn? er hægt að hóta? hvað er í gangi?

Ásdís Sigurðardóttir, 19.9.2007 kl. 14:50

16 Smámynd: Guðný GG

Hvað er i gangi hérna ????? Ekki sá ég þáttinn í gær sem betur fer .Þetta er svo ógeðslegt að ég á ekki orð En það er

EKKERT SEM RÉTTLÆTIR ÞAÐ AÐ KOMA SVONA FRAM VIÐ BÖRN

1.  Nei

2. Persónulega finnst mér það ,þeir eru margir og lúmskari en andskotinn

3.Veit ekki hvar mörkin eiga að liggja miðað við undangengna dóma í málum sem hefur verið dæmt í undanfarið

Guðný GG, 19.9.2007 kl. 15:06

17 Smámynd: Heiða B. Heiðars

1. Nei ekki undir neinum kringumstæðum
2. Ef það er rökstuddur grunur um að viðkomandi sé barnaníðingur er það í lagi...svo framalega sem það er gert undir eftirliti og farið eftir ströngum reglum. Því miður treysti ég lögreglunni ekki til að gera það almennilega.
3. Mörkin hvað "tálbeituna" varðar eru að hún sé fullorðins.. helst að veiðin fari bara fram í gegnum síma/net.
Mörkin hvað grunaða barnaníðingin varðar eru að hann hafi ekki verið teymdur í gildruna, hafi ítrekað ósæmilega tilburði við tálbeituna... ekki bara eitt "ég vil hitta þig". Yrði að vera greinilegir kynferðistilburðir

Heiða B. Heiðars, 19.9.2007 kl. 15:26

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Beta ég er svo sammála þér.  Er búin að horfa á Kompás og ætla að skrifa pistil um það.

Höldum umfræðunum endilega áfram.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.9.2007 kl. 15:35

19 identicon

1. Mér finnst almenna reglan eiga að vera sú að það sé ekki gert. Mér sýnist það fara dálítið eftir eðli ásakana hvort það er gert. Í Baugsmálinu t.d. voru öll nöfn uppi á borðinu og líka í Hafskipsmaálinu, og Geirfinnsmálinu svona til að nefna dæmi.

2. Ef lögregla gerir það finnst mér það réttlætanlegt ef það er talið nauðsynlegt til að geta dæmt á grundvelli verknaðar og lenda ekki í orð á móti orði kringumstæðum sem alltof oft hefur endað nauðguðrum og barnaníðingum í hag.

3. eiginlega svara svar 1 og 2 þessu

Ég á eftir að horfa á Kompás þáttinn, ætla að skoða hann og svara svo næstu færslu hér fyrir ofan

Smjúts

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 17:46

20 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

En munið þið eftir því þegar að talað var um að vana barnanýðinga vegna þess að þá átti þessi löngun að hverfa? var það bara della eða virkar vönun? og svo ég opinberi fáfræði mína í vönunarmálefnum hvernig fer vönun fram? 

Guðrún Sæmundsdóttir, 19.9.2007 kl. 22:13

21 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Það voru gerðar tilraunir með lyfjavananir, þær komu ekki vel út.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 19.9.2007 kl. 22:18

22 Smámynd: Fríða Eyland

°Nýjustu rannsóknir leiða í ljós að drifkrafturinn er drottnunargirnin hjá þeim sem vegur mun þyngra en talið hefur verið hingað til. Það þýðir ekkert að vana þá, útrásin er ekki af kynferðislegum toga -beinlínis.

Þetta á bæði við um barnaníðinga og nauðgara

Má segja að þeir hafi þörf fyrir fórnarlömb, einhvern minni máttar til níðast á

Jenný 1. Nei, 2.?. sama í þriðja 

Ég er mjög sammála Elísabetu með einni undantekningu dómstól götunnar, í mínum huga er hann eina vopnið sem við höfum þegar okkur er nóg boðið, ofboðið, og komin með uppí háls.

Eins og hún bendir á eru þessi mál oftast stopp hjá saksóknara sem sagt ekki ákært, vantar sannanir, vinnubrögð rannsakenda eru aum oft á tíðum.

Fyrir rúmum áratug ákvað saksóknari að láta mál niður falla er varðaði dóttur mína sex ára gamla og fleiri börn, játning lá fyrir.

Ég varð alveg öskureið og skrifaði Velvakanda og svörin létu ekki á sér standa, meðal annars var læknir sem skrifaði magnaða grein þar sem hann vildi vana þessa menn og hundskammaði saksóknara. Nema hvað saksóknari tók málið upp aftur og gerandinn var dæmdur.  

Dómstóll götunnar virkar þegar fokið er í flest skjól

Að mínum mati er saksóknari aumari nú en þá, fyrir stuttu átti ég samtal við lögmann hjá embættinu, sem fullyrti að mál væru aldrei tekin upp ef að embættið einu sinni hefur látið málið falla niður...

Mig vantar tölulegar upplýsingar varða barnanýð, kærur tölur/ ákæru tölur er einhver með þessar tölur eða veit hvar ég get nálgast þær.

Fríða Eyland, 20.9.2007 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 2987256

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.