Leita í fréttum mbl.is

Hallokar dauðans!

Ég veit fátt hallærislegra en her.  Þeir eru allir með sama markinu brenndir.  Þeir eru að springa úr gamaldags karllægu viðhorfi og auðvitað er viðhorf þeirra til kvenna á miðaldastigi.  Hermenn myrða fólk en ólíkt öðrum morðingjum þá komast þeir upp með það refsingalaust.  Þeim er meira að segja hampað fyrir ódæðin sem þeir fremja.

Danska varnarmálaráðuneytið hefur lýst því yfir að ekkert hafi verið athugavert að birta mynd af þremur kvenkyns hermönnum þar sem þær sitja á hækjum úti náttúrunni og pissa.  Konurnar hafi gefið samþykki sitt fyrir myndatökunni.  Mér þætti fróðlegt að vita hvers vegna þær hafa samþykkt birtinguna.

Hörð gagnrýni hefur komið fram á myndbirtinguna í Danmörku og hefur því m .a. verið haldið fram að birting myndarinnar sé tákn karlrembuviðhorfs og kynjamismunar innan danska hersins

Nú bíð ég eftir að danski herinn gefi út myndabók með karlkynshermönnum sínum að kúka, að þvo á sér "vininn" og fleira í þeim dúr.  Það hlýtur að vera hægt að fá strákana í myndatöku, svona í nafni jafnréttis, eða hvað?

Ætli það sé stór markaður fyrir myndir af pissandi og kúkandi hermönnum í Danmörku?

Niður með her, þó´ann sé ber.

Úje


mbl.is Ráðuneyti ver myndbirtingu af berrössuðum kvenhermönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

þessa færslu, sjálfur Tolstoy væri ábyggilega ánægður með hvert einasta orð  (nema kannski niðurlagið, hann var svo dannaður)

halkatla, 19.9.2007 kl. 09:22

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Karlmenn mundu kæra ef það væri birt mynd af þeim við að þvo vininn.  

Huld S. Ringsted, 19.9.2007 kl. 09:25

3 identicon

Það er reyndar ekki löglegt fyrir hermenn að myrða fólk.

Þeir vega hinsvegar féndur þjóðar sinnar af og til og það er fyllilega löglegt, rétt eins og það telst löglegt fyrir löggæslulið að vega ógnandi glæpamenn sé ekki hjá því komist, sem og fyrir aðra í sjálfsvörn.

Ég sé hinsvegar ekki af hverju það ætti að vera bannað að birta myndir sem þessa sérstaklega af því að þær eru af konum. Það er ekki eins og að það sé ekki til dágóður slatti af myndum af karlkynshermönnum að kasta af sér vatni og fleiru hér á internetinu og ekki hefur það verið talið bannað til þessa.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 09:26

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Pétur Guðmundur:  Þín skoðun er bara þín skoðun.  Á milli minna skoðana og þinna er heimur og haf.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.9.2007 kl. 09:40

5 identicon

Þá er nú best að ég taki fram að mín skoðun á lögunum, eins og hún kemur fram er hin viðurkenndi skilningur sem má rekja fyrir þann tíma er lögin voru fyrst rituð.

Ekki ætlarðu að þræta fyrir það að sú fullyrðing að hermenn myrði fólk sé röng?

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 09:50

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Er á kaffibolla nr;1......þannig að ég segi einfaldlega; Góðan daginn elskan..;)

Heiða Þórðar, 19.9.2007 kl. 09:58

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hermenn myrða fólk, í gegnum aldirnar hefur þótt sjálfsagt að nauðga konum í stríði.  Það er ekki svo langt síðan að Sameinuðu Þjóðirnar fordæmdu það.  Alls konar spilling þrífst innan hersins.  Pyndingarnar í Abugrab (kann ekki að stafsetja það) er enn eitt dæmið um viðbjóðinn sem grasserar innan Bandaríska hersins t.d.

Það má standa gullnum stöfum á himninum að það sé réttlætanlegt að leysa vandamál með hernaði, en það fellur dautt og ómerkt til jarðar fyrir mér.  Ég er alltaf á móti her.  Alltaf.  Trúi einfaldlega ekki að þessi aðferð að berjast leysi nokkurn skapaðan hlut.

Takk fyrir innlegg PG

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.9.2007 kl. 09:59

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svona er að skrifa þegar manni er heitt í hamsi.  "á himnum" á að standa í neðri málsgreininni.  Ekki "himninum".  Ég er að verða eins og Bubbi.  Hehe

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.9.2007 kl. 10:00

9 identicon

Og hvað er gert við þá sem framkvæma þann verknað að myrða og nauðga? Er þeim hampað?

Hvað var gert við þá sem framkvæmdu ódæðin í Abú Grahíb fangelsinu?

Glæpamenn finnast í öllum stéttum, en þeir stórtækustu á sviði morða hafa ætíð verið ríkissinnaðir stórnmálamenn.

Her sér um að verja sig og sína, nema þegar illir stjórnmálamenn misbeita honum sér í hag. Hermenn sem myrða eru dæmdir og fangelsaðir. Hermenn sem vega féndur sína í orrustu eru að vinna sína vinnu, að verja þjóð sína fyrir féndunum sem ellegar færu um myrðandi og nauðgandi þeim sem ekki geta varið sig.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 10:11

10 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Það var eins gott að þú sást ekki um varnamálin í Bretlandi þegar Hitler fór með brandi yfir Evrópu. Því að þá væri sennilegt að þú þyrftir að æpa "Heil Hitler" oft á dag til að sleppa við fangabúðavist.

Hversu illa sem þér kann að vera við her eða  lögreglu og allt það vesen, þá er það einfaldlega nauðsyn að hafa eitthvað slíkt til að verja sig og sína fyrir drullusokkum þessa heims, hvort sem um er að ræða  fulla ofbeldismenn eða heimsvaldasinnaða einræðisherra.

En það er bara þannig með sumt fólk að ef það vill hafa hlutina einhvernvegin þá getur það ómögulega skilið að þeir þurfi að vera öðruvísi, þó öll rök segi því annað.  Það er kallað þröngsýni...

Ólafur Jóhannsson, 19.9.2007 kl. 10:26

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

No.11: Mín skilgreining á þröngsýni gæti verið eitthvað á þessa leið: Fólk sem á erfitt með að velta upp nýjum flötum á ríkjandi viðhorfi, endurskoða sig og skoðanir sínar regulega í ljósi breyttra tíma/staðreynda.

Já, já strákar mínir, svona er nú lífð, herinn og ófriðurinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.9.2007 kl. 10:58

12 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

no: 11, voru bandarísku hermennirnir í Abu Ghraib að verja heimalandið?

Og það eru ekki bara féndur sem eru myrtir í stríðum. Í Íraksstríðinu þurfti sérlegt leyfi yfirmanna til að fara í aðgerðir þar sem vitað var að fleiri en 30 saklausir borgarar létu lífið. Þau leyfi voru iðulega veitt.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 19.9.2007 kl. 10:59

13 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Og Pétur Guðmundur, þeim var ekki beinlínis hampað nei. En hefði þetta ekki komist upp (sem sagt komist í almenna vitneskju) hefði aldrei verið gert neitt. Það þarf enginn að segja mér að yfirmenn viti ekki hvað er í gangi. Í hæsta lagi hefði viðkomandi ofbeldismaður verið látinn fara með dishonorable discharge.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 19.9.2007 kl. 11:02

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Rétt Hildigunnur.  Og svo skrifar Pétur Guðmundur: " Hermenn sem myrða eru dæmdir og fangelsaðir. " Halló vakna.  Er Rumsfeldt í fangelsi?  Það var hann sem sagði "hanskann af" og gaf þar með leyfi til að pynta og drepa fangana í Abu Graib.  Hermenn og silkihúfur fara sjaldnast í fangelsi.  Ekki halda svona rökleysu fram.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.9.2007 kl. 11:05

15 identicon

Já það væri fróðlegt að sjá hvernig þær myndir kæmu út, ætli andlitin yrðu "blörruð" ?

Held samt að karlmenn væru ekki til í þetta, hvort sem það er í réttlætisþágu eður ei.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 11:15

16 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hvernig er hægt að halda því fram að karlmanni væri eins illa við myndbirtingu af sér við að kasta af sér þvagi, og kvenmanni. Hermenn eður ei... skiptir ekki máli. Ekki er það kvenfólk sem girðir niður um sig í allra augsýn í miðbænum og mígur utan í hús. Bendi á að þetta er svo algengt að fleiri hundruð þúsund renna nú í ríkiskassann um hverja helgi vegna sekta í málaflokknum. Karlmenn eru meira fyrir að veifa lillanum í allra augsýn en kvenmenn að opinbera sköp sín. Karlmenn og kvenmenn eru ekki eins og verða aldrei, það er staðreynd. Hvorki að líkamlegu atgervi eða andlegu. Og farið nú ekki að ræða um feminisma í framhaldinu.

Jóna Á. Gísladóttir, 19.9.2007 kl. 11:24

17 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Það sem þú sagðir var:

Það má standa gullnum stöfum á himninum að það sé réttlætanlegt að leysa vandamál með hernaði, en það fellur dautt og ómerkt til jarðar fyrir mér.  Ég er alltaf á móti her.  Alltaf.  Trúi einfaldlega ekki að þessi aðferð að berjast leysi nokkurn skapaðan hlut.

Það sem ég benti þér á, er að því miður er nauðsynlegt að hafa einhverskonar löggæslu til að verja fólk gegn utanaðkomandi ógn, heri til að verja ríki og lögreglu  til að verja borgarana fyrir hverjum öðrum.

Með þessu var ég ekki að segja að ég væri sáttur við stjórnunina á þessum herjum sem eru í hinu ýmsasta vafasama brölti um heimsbyggðina.  En það eru alltaf að koma upp þær aðstæður í heiminum að það þarf að grípa inní, t.d. Júgóslavíu, Afganistan, og Darfúr í Súdan. Þú vildir  kannski bara bjóða fjöldamorðingjunum í Sebrenica að halda áfram iðju sinni í Kosovo??!!  Svo vil ég líka benda þér á að það eru það sjaldnast herirnir sem slíkir sem eru til vandræða heldur pólitíkusarnir sem stjórna þeim.

En þín skoðun, sem ég kalla þröngsýni, er að þú viljir engan her, er aðeins útópía, en ekki fræðilegur möguleiki hvorki í dag eða næstu aldirnar..

Ólafur Jóhannsson, 19.9.2007 kl. 12:19

18 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

í framhaldi af þessu sem ég sagði áðan, sjá hér.

Eru þetta ekki morð?

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 19.9.2007 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband