Leita í fréttum mbl.is

Á maður að tapa sér í fögnuði..

..vegna þess að Tískuráð Bretlands ætla ekki að leyfa fyrirsætum undir 16 ára aldri að sýna á Tískuvikunni í London, sem hefst á morgun?

16 ára stelpur eru bara krakkar líka.  Það verður haldið áfram að nota börn til að selja föt, börn með átraskanir, og engan þroska til að hrærast í þeim bilaða heimi, sem tískuheimurinn er.

Lóelítuheilkennið er lífseigt í bransanum.  Smástelpur sem vart eru búnar að missa mjólkurtennurnar eru stífmálaðar, og hökta svo um í fötum sem hanga utan á þeim.  Það er svo sexý og vænlegt til sölu að nota smábörn til að selja föt fyrir fullorðnar konur.

Jafnframt eiga fyrirsæturnar að framvísa heilbrigðisvottorði áður en þær koma fram.  Hvað á það vottorð að innihalda?  Yfirlýsingu um að viðkomandi sé ekki með átröskun?  Ef það stæði á enninu á okkur sem hafa þjáðst af átröskun, hvernig fyrir okkur væri komið, væri þetta varla vandamál.  En anorexía þarf að vera gengin ansi langt áður en það fer að sjást utan á fólki.

Demæmsóangrí!

 


mbl.is Engar fyrirsætur undir sextán ára aldri á Tískuviku í Lundúnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

gott innlegg hjá þér Jenný...

Kvenímynd tískublaðanna er að fyrir mér engu skárri þeirri kúgun, þegar múslimakvenfólk er þvingað til að klæðast í kyrflum. Eini munurinn að vestrænar konur eru þvingaðar með hópþrístingi inní kvenímyndina á meðan múslimakvenfólk er klætt kyrfla.

Það sem verra er að fyrirmyndir vestrænnar kvenímyndar er tekin frá kornum ungum stúlkum sem ekki eru orðnar fullvaxta.

Tískuheimurinn hefur verið sjúkur frá ómunatíð og alið af sér virkilega skerta kvenímynd í þessum heimi og ótal anoerexíusjúklinga.

Brynjar Jóhannsson, 14.9.2007 kl. 16:20

2 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

tja, mér finnst þetta allavega vera viðleitni til að sporna við þessari þróun, sem virðist vera - alltaf yngri og yngri og horaðri og horaðri. Hvort þetta er rétt leið skal ég ekki dæma.

Það er komið bann á að dæturnar horfi hér á ANTM, eftir eitt skiptið þegar einn dómarinn sagði afskaplega fallega vaxinni stelpu (en ekki grindhoraðri) að hún þyrfti að léttast um svona 2 kíló.

afsakið mig, en ég æli (og ekki með að stinga putta í kok)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 14.9.2007 kl. 16:55

3 identicon

Það er í alvöru ætlast til þess að við töpum okkur af fögnuði yfir þessari"skynsemi"Tískuráðsins

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 17:38

4 Smámynd: Fríða Eyland

EKKI ER ÖLL VITLEYSAN EINS ..en ..................þessi er þekkt ....hefur alltaf verið svona það vantar allt utaná þessar konur....börn

Fríða Eyland, 14.9.2007 kl. 18:17

5 Smámynd: Signý

Well... góðir hlutir gerast hægt.. stendur einhversstaðar. Mér finnst það gott mál að fleiri séu aðbætast í þennan hóp sem eru að sporna við þessu. Þetta er mjög "heit" umræða í tískuheiminum í dag. Sérstaklega eftir að það dóu tvær módelstelpur, önnur þeirra meira að segja bara á catwalkinu úr hjartaslagi, vegna næringaskorts... báðar 18 ára minnir mig... Þannig þetta er allavega skref í rétta átt.... 

Signý, 14.9.2007 kl. 18:19

6 Smámynd: Sævar Einarsson

Þetta er nú ekki það versta, það fer fátt eins mikið í skapið á mér þegar þar er verið að auglýsa "Bratz" vörur og stílað er á aldurshópinn undir 10 ára og dúkkurnar stífmálaðar og í efnislitlum klæðnaði, hvað er verið að auglýsa ? getur einhver svarað því ?

Sævar Einarsson, 14.9.2007 kl. 18:29

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hildigunnur:  Það má vera að þetta sé viðleitni en ég hef enga trú á að það sé að verða einhver hugarfarsbreyting.  Smástelpur eru einfaldlega það sem selur best.

Signý: Ég skrifa alveg upp á að góðir hlutir geti gerst hægt en það er ekki náttúrulögmál.  Þetta er spurning um vilja og breytingu á mati á kvenlegri "fegurð" þ.e. hvaða konur eru vænlegastar til að selja vöruna.

Sævarinn: Hvernig telpuleikföng eru markaðsett og reyndar föt á þær líka er auðvitað auðvirðilegt og efni í annan pistil.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.9.2007 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 2987323

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband