Leita í fréttum mbl.is

Furðufugl með hegðunarvandamál!

 1

Við fórum í vikunni, með hana Jenný Unu Eriksdóttur, til að velja páfagaukinn sem staðið hefur til í allt sumar að kaupa, en ekki orðið af.  Jenný var svakalega spennt að fá "Bördísín" en fuglinn fékk nafngiftina Bördí vegna forvera síns á þessu heimili, sem einn daginn hné niður í miðri aríu og dó, okkur húsbandi til mikillar sorgar.  

Hvað um það, við fórum í Dýraríkið og keyptum Bördí með fylgihlutum (búr, rólu, leikföng, matur og sollis) og það kostaði hvítuna úr augum okkar allra.  Jenný valdi Bördí, en Einarrr varð að halda "roslalega fast" utan um hana, því hún var svo hrædd við "lætin" í fuglunum.  Fyrir valinu varð gári,  blár, gulur og svartur að lit.  Jenný var svolítið sár því hún hafði tilkynnt öllum að hún ætlaði að fá bleikan bördí.  En stundum verður maður að slá af kröfunum. 

Svo gisti Jenný hér um nóttina en auðvitað vildi hún fylgjast með sínum fugli.

Bördí sem leit svo sakleysislega út í búðinni, er ekki allur sem hann er séður.  Við erum búin að hleypa honum út nokkrum sinnum og OMG þvílíkt ves, að koma honum inn í búrið aftur.  Hann hendist um allt. Í gærkvöldi slapp hann inn í eldhús (fíflið ég gleymdi að loka hurð).  Eftirköst: kryddvörur á gólfi, ónýtt loftljós, pappírar úr hillu á víð og dreif um eldhús og húsmóðir með taugaáfall.  Fuglinn er ofvirkur með hegðunarvandamál.  Þegar svo loksins tókst að koma viðkomandi vænghafa í búrið, fór hann í fýlu og þegar þetta er skrifað lætur hann enn eins og hann sé tré.  Hreyfir hvorki legg né lið (æi þið vitið).

Það stefnir í þjálfun á Bördí.  Hvernig þjálfar maður páfagauk með attitjúd?

Er farin að kenna honum að flauta "Free as a bird".

Later! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahahahahahaha, viltu lausn á þessu ?  nelgdu niður allt lauslegt, og hafðu allann fiðurfénað í ól. Málið dautt.

Knús á þig Jenný mín,  góða skemmtun

Guðrún B. (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 11:23

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hey reyndu bara rítalín

En svakalega er Jenný litla mikið krútt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.9.2007 kl. 11:36

3 Smámynd: Ragnheiður

ó boj... á ég að lána þér þægan hund ?

Ég er annars skithrædd við svona fiðurfénað nema ég sé búin að elda hann eftir kúnstarinnar reglum þannig að þegar ég kem í kaffi þá verður þessi að vera lokaður inni....(já eins og allir hinir sem ekki eru til friðs,þarft að vísu ekki að henda lyklinum frekar en þú vilt )

Ragnheiður , 14.9.2007 kl. 11:39

4 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Til hamingju með Bördí, vonandi finnur þú lausn á þessu. Annars verður bara að fara með kauða í búðina og fá að skipta yfir í þægari fugl. 

Bjarndís Helena Mitchell, 14.9.2007 kl. 12:29

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bjarndís:  Maður skiptir ekki út heimilismönnum þó þeir séu ekki til friðs

Ragga:  Þú borðar ekki minn páfagauk addna, en ég þigg hund, þegar ég hef unnið í lottóinu og keypt mér mitt einbýlishús.

Ásthildur:  Jenný er fallegust og best í heiminum eins og hún segir sjálf.

Guðrún B: Dúu vinkonu minni finnst skynsamlegt að hafa páfagauka í fótól (er það til) Muhahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.9.2007 kl. 12:51

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já ég skil þig Jenný Minnir mig á Vibba páfagaukinn okkar sem fékk nafnið Viðbjóður því hann var algert ógeð sá fugl.  Ef við vorum að borða pulsu renndi hann sér fótskriðu í remúlaðinu og goggaði í nefið á okkur og það var ekki viðlit að tala í síma þar se hann sat sem fastast á símtólinu og argaði í talhlutann. Fólk hringdi á undan sér ef það hugði á heimsókn til að vera vissum að hann væri innilokaður í búri því fuglinn hengdi sig á hárið á öllum gestum og kroppaði úr þeim hár og það var ekki viðlit  að losa þá undan þessum Vibba. Já hann bar nafn með rentu en mikið söknuðum við hans þegar hann dó og fór til helvítis.....

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.9.2007 kl. 12:54

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jenný hahahaha Jennslan er dúllurassgat og birdie líka. Það er svo helvíti gaman að eiga páfagauk með attitjút og ég tala sko af reynslu. Ég er líka í kasti yfir Vibba hennar Katrínar . Fugl viðbjóðurinn fór svo bara til helvítis á endanum eftir að hafa rennt sér fótskriðu á mörgum pylsum með remúlaði og steiktum.

Jóna Á. Gísladóttir, 14.9.2007 kl. 13:01

8 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Þetta var nú með skemmtilegri lesningu sem ég hef barið augum lengi. Ég veit ekki hvernig er með gára, en eldri dóttirin fékk þennan ljómandi kurteisa dísarfugl í sumar eftir mikið suð. Eða kannski ekki suð, hún suðar voða lítið þessi elska, en fuglinn fékk hún með búri og öllu sem tilþurfti. Þessi ágætlega kurteisi fugl, hvers kyn er enn óljóst og nafn því enn á reiki, var fenginn hjá honum Tjörva fuglameistara í Furðufuglum og fylgifiskum. Hann var vængstýfður, fuglinn ekki Tjörvi, og getur því fremur lítið flögrað um og engum usla valdið. Sé hægt að vængstýfa gára hygg ég að það væri galdurinn við uppeldislegu hliðina. Dísarfuglinn heldur aftur á móti að öll íbúðin sé hans einkaklósett, þannig að ef einhver hefur lausn á skítagangi fugla, væri gaman að heyra af henni. Gangi ykkur og krúttinu vel með Bördí.

Markús frá Djúpalæk, 14.9.2007 kl. 13:29

9 Smámynd: halkatla

Kassandra segist nú hafa vitað það fyrirfram að allir fuglar væru ruglaðir, en mér finnst afturámóti að það sé eðlilegt að hann snappi aðeins fyrstu dagana, Kassí var sko ekkert lamb að leika sér við í tvö heil ár og á ekkert með að segja svona. Vonandi verður Bördí þægari en hún. Knús á ykkur öll

halkatla, 14.9.2007 kl. 13:36

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Katrín: Ég er í kasti

Jóna: Ef það er til dýr þá átt þú og þín stórskrýtna fjölskylda það (hvað með köngulærnar, enn með þær?)

Markús: Ég get ekki farið að vængstýfa fuglinn.  Þýðir það ekki að hann getur ekki flogið?

Akkúrat í þessum skrifuðu orðum hendist viðkomandi vænghafi hér yfir hausnum á mér og syngur eins og motherfucker.  Hætti í fýlunni um leið og hann heyrði í húsbandinu í morgun.  Dem, karlrembusvín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.9.2007 kl. 13:38

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

Jenný Anna Baldursdóttir! Aldrei hefði ég trúað svona vitleysu upp á eins klára konu-kerlingu og þú ert!

Páfagauk.....hef átt þá nokkra, einn drukknaði (af sjálfsdáðum) í klósettinu, hann hafði fengið sér smáflugtúr eina nóttina (Á Faxabrautinni meira að segja.)

Common, má ég frekar biðja um skjaldböku eða eðlu eða ekki neitt.

Vona að þú eigir svefngóðar nætur á næstunni.....þú mannst handklæði yfir fj.. búrið. Knús.

Heiða Þórðar, 14.9.2007 kl. 13:39

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Anna Karen, Kassí er þvergirðingslegur sérvitringur og megakrútt.  Vona að hún hafi ekki rétt fyrir sér með fuglana.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.9.2007 kl. 13:40

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heiða:  Að sjálfsögðu skelli ég silkisjalinu mínu frá Chanel tízkuhúsinu í Paris yfir búrfjandann á nóttunni sko.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.9.2007 kl. 13:41

14 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Vængstýfing er auðvitað til þess gerð að hann fljúgi ekki - það væri ekki gaman ef hann flygi út um gluggann og léti sig hverfa. Vængstýfing gerir þeim ekki neitt skilst mér á Tjörvanum.

Markús frá Djúpalæk, 14.9.2007 kl. 14:10

15 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Jenný mín, það vill svo til að ég á vinkonu sem er páfagaukahegðunarráðgjafi (í fullri alvöru sko). Kíktu á síðuna hennar og hafðu samband við hana ef Bördí veldur þér meiri vandræðum.

http://www.oratrix.tk/

Hún er snillingur og veit allt um páfagauka.

Góða skemmtun og gangi ykkur vel! 

Laufey Ólafsdóttir, 14.9.2007 kl. 15:24

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk Laufey, geri það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.9.2007 kl. 15:32

17 identicon

páfagaukahegðunarráðgjafi.... HAHAHAHAHAHAHA  kostar handlegg og fót greinilega.. ég er í kasti sorry..

Guðrún B. (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband