Leita í fréttum mbl.is

Sumt er ekki hægt að endurtaka!

1

Ég var á Zeppelíntónleikunum margfrægu í Höllinni árið 1970.  Vá hvað ég er orðin gömul.  Ég man þessa tónleika eins og þeir hefðu verið í gær, upplifunin var slík.  Ég hef fram á þennan dag, engan hitt sem ekki er mér sammála um þetta kvöld forðum.

Þetta var svona "einusinniáævinni" dæmi.  Settist fast í sálina á mér og ég má ekki heyra sum lögin þeirra félaga án þess að flippa út í nostalgiunni.

Ég veit fátt aulalegra en endurkomur, ekki allar, en flestar.  Þær eru oft bara reykurinn af réttunum, eins og dauðakippir rétt fyrir andlátið.

Ég vona að þeir fari ekki að hendast um allt karlarnir og reyna að endurlífga það sem áður var.

John Bonham er dáinn (okokok, ég veit að sonurinn kemur í staðinn) það vantar í hópinn.

Mun éta alla mína hatta og peysur ef þessi endurkoma  verður eitthvað meira en veikluleg tilraun til að endurvekja gamla tímann.

Bætmíandsúmí,

http://www.youtube.com/watch?v=XQvxi9KZDqA

Set hér inn "Whole lotta love" með Zeppelin og ég hvet ykkur eindregið til að hlusta.  Þeir eru snillingar mennirnir.

Úje


mbl.is Led Zeppelin kemur fram á tónleikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þú þarft að éta hatta Jenný, ertu þá til í að bjóða mér í mat ??  Ég elska hattasteik ...ummmmmnamm

Guðrún B. (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 21:11

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Sko Jenný. Ég veit ekki með þessa tónleika, en nokkrum árum seinna fengum við krakkarnir að stinga plötuspilaranum okkar í samband inni í Gullbúðinni niðrá torgi og spiluðum Zeppelín af vínil , rugguðum með og drukkum appelsín+, gestum og gangandi til mikillar forvitni. Það var ekki einu sinni búið að byggja Himnaríki þá, en samt voru allir guðs-börn, með sítt hár.

Efast um að Guðmundur í Gullinu mundi leyfa unglingunum að stinga í samband í dag.

Bestu kveðjur Þröstur frá Akranesi.

Þröstur Unnar, 12.9.2007 kl. 21:19

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Æi gleymdi að lesa viðhengið.

Þröstur Unnar, 12.9.2007 kl. 21:20

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nú er ég búin að setja inn lag, fyrir þig til að hlusta Þröstur.  Hehe Guðrún B, ég bíð þér, ekki spurning.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.9.2007 kl. 21:23

5 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

ég hitti Robert Plant og Jimmy Page og restina af bandinu niðrí bæ - ég var 11 eða 12...... Fékk eiginhandaráritun frá öllum (þeir vildu endilega gefa mér plakat sem þeir skrifuðu allir ár) ég hafði ekki hugmynd um hvaða menn þetta voru og ég held ég hafi hent þessu fyrir nokkrum árum.... Einn frændinn gefur mér ennþá illt auga - eftir að ég sagði honum að ég hefði hent plakatinu..........

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 12.9.2007 kl. 21:26

6 Smámynd: Jens Guð

  Hvernig haldið þið að það hafi verið fyrir Andreu Jóns,  aðdáanda LZ nr. 1,  að lenda í flugvél með LZ og vera staðsett í sæti á milli Plants og Page? 

  Andrea var eitthvað um 16 - 17 ára.  Hún var að fara til Englands sem skiptinemi.  Hún valdi viljandi sömu flugvél og LZ.  Vinkona hennar (eða hvort að það var vinkona mömmu hennar) vann hjá Lofleiðum.  Hún fann út fyrir Andreu með hvaða flugvél LZ færi út aftur.

  Vinkonan gerði gott betur.  Hún plantaði Andreu í númerað sæti á milli strákanna. 

  Verra var að Andrea varð svo feimin við þessar merku hetjur sínar að hún þorði ekki að tala við þá.  Horfði bara rjóð niður fyrir sig og hlustaði á þá tala yfir sig. 

Jens Guð, 12.9.2007 kl. 22:05

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vó, gaman að þessu Jens og Ingibjörg.  Ég á í fórum mínum mynd af þeim strákum tekna í gömlu flugstöðinni þegar þeir komu til landsins.  Plant í pels og alles.

Hurru Jens, þú veist allan andskotann.  Djö.. sem þú ert fróður.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.9.2007 kl. 22:26

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fékk ekki að fara uhuhuhuhu

Ásdís Sigurðardóttir, 12.9.2007 kl. 22:42

9 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Margt verra hefur nú verið étið á íslandi en hattar og peysur. Myndi sjálf frekar éta peysu en hákarl... litla peysu samt. Rennur ekki ljúflega niður. Endurkoma hljómsveita getur jafnast á við að skila höttum og peysum út um hinn endann. Ég ætla að hætta að tala núna. 

 

...nema þarf að leiðrétta Jens. Andrea var rétt skriðin yfir tvítugt og fór til London að vinna. Það var frænka okkar sem vann hjá flugfélaginu en sætið fékk hún vegna þess að hún kom seint á staðinn (kvilli sem einkennir okkur þotuliðið, !). Ég hef aldrei, hvorki fyrr né síðar, séð Andreu Jónsdóttur verða feimna og þó þekkt hana í 33 ár. Þér ýkið herra Jens!

Laufey Ólafsdóttir, 12.9.2007 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband