Leita í fréttum mbl.is

MORGUNSKELFING

2

Líf mitt er þrungið ægispennu og mikilli dramatík.  Það er aldrei nokkur friður.  Indíana Djóns hvað? 

Ég vaknaði hér í hægðum mínum (oj), í rólegheitum sum sé, og eftir morgunverk þá settist ég hér við að lesa Moggann.  Eitthvað undarlegt hljóð barst mér til eyrna, svona klikk, klikk, ósköp mjúkt og þægilegt bara og til að byrja með var ég alveg róleg yfir þessu.

Það rann síðan upp fyrir mér að þetta hljóð er ekki heimilisfast hér.  Á sem sagt ekkert með að heyrast.  Hvað var?  Ég hentist á fætur (okokok, stóð virðulega á fætur) og hóf leit að hljóði.  Ég óð um allt, ég fann ekkert.  Hugs, hugs, nú voru góð ráð dýr.  Það er með hljóð eins og verki, hvorutveggja er afleiðing af einhverju sem er að eiga sér stað.  Loksins varð mér rambað á útidyrahurðina.  Haldið þið ekki að borgarhliðið hafi verið opið og það beint inn í kastalann?

Ég skil vel að ykkur sé brugðið kæru gestir.  Hver hefði átt að skrifa ódauðlega pistla fyrir ykkur ef ég hefði fundist myrt í rúminu?  Eða eitthvað þaðan af verra (já það er hægt að lenda í verri hlutum en að drepast).

Málið er; hver á að taka sökina?  Ég eða húsband? Æi, ég er svo glöð yfir að hafa sloppið lifandi og ætla ekkert að vera að segja honum frá því að ég hafi farið út í sjoppu seint í gærkvöldi.  Hann gæti séð ástæðu til að ætla að ég hafi gleymt að skella á eftir mér.  Whistling

Ég slapp fyrir horn úr hurðalausu helvíti.

GMG

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mikið er ég glöð að þú slappst lifandi úr þessu hættuástandi sem þarna skapaðist ...maður getur aldrei vitað fyrirfram hvað kemur inn um dyrnar og ég tala nú ekki þegar þær eru opnar !

Sunna Dóra Möller, 11.9.2007 kl. 09:32

2 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

LOL

Bjarndís Helena Mitchell, 11.9.2007 kl. 09:53

3 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ja guði sé lof segi ég nú bara! Hef annars lent í þessu

Laufey Ólafsdóttir, 11.9.2007 kl. 11:12

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hjúkket og við vissum ekkert af því hve nálægt því við vorum að missa þig. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.9.2007 kl. 11:49

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Eins gott eins gott  Borgarhlið eiga sko að vera lokuð

Jóna Á. Gísladóttir, 11.9.2007 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband