Leita í fréttum mbl.is

ÉG MYNDI ENDA Í FANGELSI EF...

..hægt væri að kæra mig fyrir hin ýmsu matreiðslumistök í gegnum tíðina.  Ef stelpan á McDonalds fær ár fyrir að selja brimsaltan hamborgara, jah þá stæði ég frammi fyrir lööööngum dómi.  Ég hef saltað, piprað, sykrað, dropað, mjólkað og rjómað of mikið.  Ég hef ofsoðið, vansoðið, ofbleytt, vanbleytt, harðsteikt og linsteikt og ég veit ekki hvað og hvað í gegnum þjálfunartíma minn í eldhúsi lífsins.

Ég þakka þér góði Guð að ég skuli ekki hafa eldað ofan í geðvondan löggumann (Í Selfossumdæmi, einkum og sér í lagiWhistling). 

Því þá væri ég í vondum málum.

En núna er ég fullkominn kokkur því æfingin skapar meistarann.

Jamie, snæddu hjarta!

Úje


mbl.is Í fangelsi fyrir of saltan hamborgara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahaha snilldarfærsla. Ég er hrædd um að ég fengi lífstíðardóm án möguleika á náðum. er bara heppin að dauðarefsingar eru ekki við lýði hér. Djöfulsins vitleysa er þetta annars. haha

Jóna Á. Gísladóttir, 10.9.2007 kl. 23:16

2 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Jebb,ætli ég fengi ekki langan dóm líka.  Er nefnilega bara hreint ekki góður kokkur og er td nýbúin að læra að gera ætar fiskibollur... konan komin á þrítugsaldurinn...

En þetta er gott dæmi um það hvað ameríkanar eru klikk

Rannveig Lena Gísladóttir, 10.9.2007 kl. 23:18

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Snilldarfærsla Jenný

Marta B Helgadóttir, 10.9.2007 kl. 23:24

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

BRANDARÍKIN piff piff og aftur piff..

Brynjar Jóhannsson, 11.9.2007 kl. 00:09

5 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

heheh góð. Ég fengi lífstíðar fangelsi líklegast, líka fyrir að gleyma mat í ísskápnum og alltí einu er hann útrunninn... skil ekki alveg oft hvað tíminn líður hratt á síðasta söludegi

Sædís Ósk Harðardóttir, 11.9.2007 kl. 00:09

6 Smámynd: Jens Guð

  Það er skrítið með þessar löggur í USA.  Þær lifa á kleinuhringjum og hamborgurum.  Og það McDonalds hamborgurum af öllum hamborgurum.  Lögregluembættin þarna vestan hafs eru með samninga við bakarí sem selja kleinuhringi og McDonalds.  Löggurnar fá að borða á þessum stöðum á reikning lögregluumdæmanna.

  Í fljótu bragði mætti ætla að lögreglumenn ættu að búa að betra fæði en kleinuhringjum og McDonalds hamborgurum. 

Jens Guð, 11.9.2007 kl. 00:27

7 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Frábær færsla alveg....ji...ef að telja ætti allt til refsingar sem að ég hef klúðrað í eldhúsinu þá væri sérsveitin ekki í miðbænum um helgar að aðstoða þar, heldur væri stöðugt umsátur um mína íbúð !

Sunna Dóra Möller, 11.9.2007 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 2987324

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband