Leita í fréttum mbl.is

DYRAVARÐAMARTRÖÐIN

Dyraverðir eru reglulega í fréttum vegna ofbeldis eða gruns um það.  Hvaða fólk er það sem finnur sig í þessu starfi?  Mér er sagt af ýmsum sem til þekkja, að oftar en ekki eru þetta steratröll og þegar verst lætur, áhugamenn um ofbeldi.   Tek fram að ég er ekki að alhæfa um alla "starfsgreinina" en ég hef heyrt og lesið um of mörg tilvik þar sem ofbeldi er framið, til að þetta geti verið tilviljun.

Nú lentu krakkarnir í MR í þessu á skemmtistaðnum Broadway s.l. fimmtudagskvöld.  Nemendurnir telja sig hafa verið beitta "óhóflegu" (hvenær er ofbeldi í hófi?) harðræði á dyravörðunum þar.

Arnar Laufdal Ólafsson framkvæmdastjóri staðarins ætlar í málið og segir það verða kannað og brugðist við því innanhúss ef þörf krefur.  Halló, býr þetta fólk í sjálfstæðu ríki innan ríkisins?  Rosalegur hroki er þetta.  Minnir á mafíuna, allt leyst heima bara.  Höfuð munu fjúka og allt það.

Ef ég ætti ungling í MR myndi ég fara fram á að skólinn kannaði þetta mál ofan í kjölinn.  Það hlýtur að eiga að vera nokkuð öruggt að skemmtanir á vegum skólans séu ekki beinlínis hættulegar og að ofbeldisfrömuðir séu ekki fengnir sem verktakar.

Æmsjokkdandfjúríus.

Úje

 


mbl.is Hart tekið á MR-ingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að dyraverðir séu upp til hópa þeir sem komast ekki í lögguna. 

Sömu hvatir sem virðast liggja þarna að baki     

Siggi (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 08:51

2 identicon

Þú óskapast yfir öllu! Ég hef unnið sem dyravörður. Þessi skólakrakkar eru versti hópurinn til að "díla" við. Rífa kjaft og jafnvel láta handalögmálin ráða! Svo þykjast þau vera blá-saklaus og ekkert hafa gert! Þetta eru bara börn og hegða sér sem slík. ÞAÐ ÞARF AGA Á SVONA SAMKOMUM OG EKKERT ANNAÐ!

Logi (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 08:58

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Logi; ég hef heyrt að það vanti sundlaugaverði í laugar borgarinnar.  Þú ert örugglega fínn í það djobb.  Halda uppi aga og svona.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.9.2007 kl. 09:01

4 identicon

Verð nú að bæta við hérna að ég var staddur á menntaskólaballi á gauknum þar sem ég komst ekki inn vegna þess að ég búið var að loka, viðurkenni það að maður reyndi margt til að komast inn enda búinn að borga 2500 kall fyrir miða og mætti bara korteri eftir að hætt var að hleypa inn. En aldrei var ég með einhvern æsing. En samt lenti í einum dyraverði með eitthvert mikilmennskubrjálæði sem hélt mér hálstaki í einhvern tíma af því honum fannst ég svo æstur.. Mér fannst þetta full langt gengið sérstaklega þar sem kallað var á lögguna út af mér og þar sem ég hafði ekki gert neitt og vinir mínir voru líka allir mjög hissa á þessu atviki. 

Arnar (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 10:11

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Auðvitað eru dyraverðir upp til hópa besta fólk, sem betur fer. Svo eru það svörtu sauðirnir inn á milli sem alltaf koma óorði á hina. Á mínum djammárum vissi ég af dyravörðum sem svona on the side ráku handrukkarastarfsemi. Kom síðar í ljós að liðið var svo high á sterum að sjálfstjórnin var orðin engin. Síðan þetta var eru liðin 15 ár og það er alveg á hreinu að ekki hefur þetta farið minnkandi.

Jóna Á. Gísladóttir, 10.9.2007 kl. 10:15

6 identicon

Og þetta er gamli skólinn minn!!! Þú getur rétt ímyndað þér hvað ég er sjokkdandfjúríus!!

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 17:03

7 identicon

ha dyravörður sem tekur fólk í svaka látum af því að miðarnir eru ekki reddy steddy?? hverskonar andsk. aular eru að vinna á broddanum?? hugtakið dyravörður: A. maður/kona sem notar hausinn áur en hann/hún notar vald, B. sá/sú sem vinnur til að fá sér í glas. C. sá/sú sem er í þessu til að fá sér dodo.  að vísu þá er jú oft fréttir af dyravörðum með hrotta og þess háttar og ætla ég ekki að taka upp hannskan fyrir þá. EN það fer mun minna fyrir þeim fréttum að það sé ráðist á dyraverði ekki satt???Ég var þessi A, ég hef unnið sem hurðarsleykja á 2. til 3. stöðum ekki af því að ég vildi gerast svín heldu til að hafa einhvern aur á milli fingraná mér. þessu rugli var ég í ca 3 ár á hverju hvöldi og allar helgar og satt best að segja er þetta mest mannskemmandi starf í veröldini enda hætti ég þegar ég var komin með dúkahníf í hálsinn og skömmu áður 1 stk pinnahæl í fótinn. á þessum tíma voru það ekki krakkar sem voru með mestu óspektir og læti hvað þá steraguttarnir, heldur ( já setjist niður) voru það kaffi og vatns sötrarar, gömlu dansarar og aðrir ellibelgir. belive u me síðan er ekkert eins erfit og full kvk í eldrikantinum. sem heldur því fram að maður sé að reyna við það þegar maður er að koma þeim út!! annað. dyravörður sem tekur aðra hálstaki er ekki dyravörður heldur auli sökum þess að það er tilraun til manndráps no matter what. 

Gísli (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 23:59

8 Smámynd: Ellý

Getur vel verið að stelpurnar hafi verið með læti af því að þær fengu ekki að fara inn án miða. Hver veit. Tala nú ekki um ef fólk var ofurölvi eins og of oft er þegar mætt er á ball. Auðvitað á ekki að sjá á fólki eftir að lenda í dyraverði en maður veit ekkert hvað gekk á þarna.

Annars var minn fyrrverandi  dyravörður og hans vinur líka - frábærir strákar og ekkert svona vesen án þeim þannig að ekki dæma alla út frá þessum fréttum

Ellý, 11.9.2007 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 2987281

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband